Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 1
20 sidur Eina leiðin til að afstýra vandanum Gengið fellt um 11,6 prs. IMafngengi dollarsins 43 krónur. <«>- Jón Maríusson form. bankastjórnar Seðlabankans flutti í gær greinargerð bankans um nauðsyn gengisbreyt- ingarinnar MORGXJNBLiAÐINU barst í gær tilkynning frá Seðlabanka fs- lands, þar sem skýrt er frá því, áð bankinn hafi í samráði við ríkisstjómina ákveðið nýtt gengi íslenzkrar krónu á grundvelli nýsettra bráðabirgðalaga. Segir í tilkynningu bankans um þetta á þessa leið: „t samræmi við ákvæði í nýsettum bráðabirgðalögum um breytingu á lögum um Seðlabanka íslands, hefur banka stjórn Seðlabankans, að höfðu samráði við bankaráð og að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið nýtt stofn- gengi íslenzku krónunnar gagnvart dollar. Hið nýja stofn- gengi er 43 krónur hver bandarískur dollar, en, það er 11.6% lækkun frá því gengi, sem í gildi ! ‘ur verið. Jafn- framt hefur verið ákveðið, að kaupgengi ’lars skuli vera 42.95 og sölugengi 43.06 og kaup- og sösugengi annarra mynta í samræmi við það. Hefjast gjaldeyrisviðskipti að nýju að morgni 4. ágúst. í tilefni af þessari gengisbreytingu vill bankastjórn Seðlabankans láta frá sér fara eftirfarandi: GREINARGERÐ 'T í febrúar 1060, var eftir langt tímabil, sem einkennzt hafði af verðbólgu og gjaldeyrisörðugleik um, gripið til róttsekra aðgerða í efnahagsmálum. Þessar aðgerðf, ir hafa borið verulegan árangur, jþrátt fyrir alvarleg áföll, sem þjóðarbúið varð fyrir vegna verð Átök í Kongö ? LEOPOLDVILLE, 3. ágúst. (NTB/Reuter). — Hinn nýi forsætisráðherra Kongó, Cyr- ille Adoula, hefur lýst því yfir í þingi landsins, að stjórn hans muni vinna bráðan bug að því að sameina Katanga- ríki öðrum hlutum Kongó Og koma landslögum yfir það. — ffiðstráðandi herliðs Samein- uðu þjóðanna í Kongó, dr Sture Linner, upplýsti síðar, að liðssveitir samtakanna mundu láta allar aðgerðir i þessa átt afskiptalausar, enda ekki litið á það sem borgara- styrjöld, þótt þær hefðu átök í för með sér. falls á árinu 1960 og aflatregðu. Gjaldeyrisstaða bankanna batn- aði um 325 millj. kr. frá febrú^ jhafðist. arlokum 1960 til júníloka í ár, og tekizt hefur að ná jafnvægl á milli aukningar innlána og úc- lána bankakerfisins, en það er að þakka meiri sparifjármyndun samfara minni lánsfjárþenslu. GJALDEVRISFORÐINN EKKI ÍÍÆGILEGUR Þrátt- fyriryþennan mikilvæga- árangur vantat enn allmikið upp á, að- fjárhagur þjóðarihnar staridi nægiléga traustum fótum, til að fslendingar geti staðið jafn fætis við aðrar þjóðir í sam- keppni á erlendum mörkuðum og nýtt auðlindir þjóðarinnar eins og æskilegt væri til aukinnar hag sældar. Gjalðeyrisforði þjóÖar-. innar er hvlrgi nægilegur enn, isérstaklega ef' tekið er tillit - til ■þöss annars yegar hversu mikl- um sveiflunj framleiðsluverð- -mæti sjávarútvegsins er háð, og hins vegar hve miklar fastar skuldbindingar fslendinga eru vegna erlendra skulda. í þessum efnum má því ekki miklu muna, ef halda á í horfinu og standa við allar skuldbindingar út á við. Af þessum ástæðum var nauð- synlegt áframhaldandi aðhald í efnahagsmálum enn um skeið, til þess að treysta frekar undir- stöður þess jafnvægis, sem náðst Framhald á bls. 3, Hvilzt að fengnu frelsi. — Ein þeirra mörgu kvenna, sem flú- ið hafa Austur-Þýzkaland, fær sér stutta hvíld eftir komuna til Vestur-Berlínar. — Bráðabirgðalog í sambandi við gengisbreylinguna s Otflutningsgjald hækkað í í SAMBANDI við gengis- breytinguna voru í gær gef- in út bráðabirgðalög, sem hafa að geymtf venjuleg ákvæði um ráðstafanir, sem leiða af breyttu gengi. ,— í lögunum eru eihnig nokkur athyglisverð nymæli. Eftir- farandi atriði láganna eru ef tir tektarver ðust: Þeir, sem eiga birgðir út- flutningsvara, sem framleidd ar eru fyrir 31. júlí sl., verða að skila bönkunum andvirði þeirra á eldra geng hluta útflutningsgjaldsins, og inu. Um þetta eru ákvæði í 6. grein laganna, þár sem segij-,,. að ‘ gengismunur sá, sem þiannig fnjmdast, renni á sérstakan reikning í Seðla- bankanum. Fé þetta skal nota til að greiða gengistap Hurð skall nærra hælum Ætluðu að neyða stóra farþega- þotu til að fljuga til flitibu E1 Paso, 3. ágúst. (NTB/Reuter) LÖGREGLULIÐ á flugvell- inum í E1 Paso í Téxas elti í dag og skaut á farþegaþotu, sem tveir vopnaðir menn reyndu að knýja til að fljúga til Kúbu. — Eftir að kúlur úi‘ byssum lögreglumannanna höfðu sprengt 7 af hjólbörð- um þotunnar, neyddish bún til að hætta við flugtakið. —- Kom við í EI Paso Farþegaþotan var af gerðinni Boeing 707 og hafði hún komizt undir yfirráð hinna tveggja farþega sinna, sem báðir voru vopnaðir, skömmu áður en hún varð að len da í E1 Paso til að taka eldsneyti. Þegar flugstjórnin á vell- inum varð þess áskynja, hvað gerzt hafði, var lögreglulið samstundis kvatt á vettvang. Hélt það út að þotunni, jáfn- - framt því sem flutningavögn um og öðrum farartækjum var komið fyrir úti á flug- brautinni, til þess að hindra að hún gæti hafið sig til ílugs á ný. Framhald á bls. 19. ríkissjóðs vegna skulda við Greiðslubandalag Evrópu og Evrópusjóðinn, til greiðslu loks til, að létta byrðar ríkis- sjóðs vegna áfalbnna ríkis- ábyrgða í þágu atvinnuveg- anna. Ýmiss útflutningsgjöld á flestar sjávarafurðir eru hækkuð um 4—5%. Gjöldum þessum verður varið í þágu sjávarútvegsins. Til trygg- ingakerfis fiskiskipa renna 32% þess, en fyrirhuguð mun vera gagngerð endur- skoðun á tryggingamálum fiskiskipaflotans. Til stofn- lánadeildar sjávarútvegsins renna 30%. Hvort tveggja eru þetta nýmæli, sem miða ,að því að grei&a fyrir ,auk- inni hagkvæmni og bættum vinnuaðferðum í sjávarút- veginum. Þá er og stóraukið framlag til Hlutatrygginga- sjóðs. Skal stofnuð ný deild við sjóðinn, sem hafi það Framh. á bls. 2. Fundur æðstu manna? PARÍS, 3. ágúst (NTB/Reut- er). — Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands munu á laugar- daginn koma saman hér í París til þriggja daga við- ræðna um Berlínarmálið og önnur alþjóðleg vandamál. Er búist við, að ráðherrarnir muni jafnframt undirbúa fund ríkisleiðtoga sinna, sem líklegt þykir að haldinn verði í lok ’ september eða byrjun nóvem- ber, eftir vestur-þýzku kosn- ingarnar. Þá er ekki talið ólík- legt, að i kjölfar þessara fund- arhalda muni fara ráðstefna æðstu manna austurs og vest- urs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.