Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 4. ágúst 1961 Jón Steingrímsson syslu- macur — Minning AEŒ) 1919 luku prófi frá Hinum almenna menntaskóla í Reykja- vik 29 piltar. Einn þeirra var Jón Steingrímsson síðar sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, þá 19 ára gamall, fæddur 14. marz árið 1900. Hópurinnr var nokkuð sundur- leitur. Menntaskólinn í Reykja- vík var þá eini skóli landsins er veitti rétt til háskólanáms og nemendur því hvaðanæva að af landinu. Aldursmunur var og talsverður, uppeldi og aðstaða misjöfn. Skólahald hafði verið nokkuð í molum, enda heims- ófriðurinn fyrri þá nýlega um garð genginn og hinni 19. öld þar með í raun og veru lokið. Haust ið áður hafði fullveldi fslands verið viðurkennt og þar með orð ið þáttaskil í íslenzkri sögu. Hér var því allavega um mikilvæg tímamót að ræða. Sjálfir stóðu hinir ungu menn á vegamótum lifs síns við gný mikiiia atburða, flestir lítt mótaðir og að ýmsu vanhæfir til þess að standast gjörningaveður aldaskiptanna. Stúdentarnir 1919 voru flestir íæddir kringúm aldamótin 1900 Og ólust upp undir handleiðslu hinnar svo nefndu aldamótakyn- slóðar í andrúmslofti Victoriu tímabilsins. Tilveran virtist ekki sérstaklega fló'kin. Menn trúðu á mátt vísindanna til þess að leysa allar gátur, félagslega þró un, frelsi og öruggan frið. Bjart- sýni var mikil og framfarahugur. Nokkuð var þetta þó misjafnt í héröðum hér á landi. Óhætt mun þó að segja að Þingeyingar hafi staðið mjög framarlega í flokki framfaramanna. Einkum voru það félagsmál á sviði landíbúnað- ar og verzlunar, sem þar voru ofarlega á baugi. En jafnframt létu menn sig bókmenntir og heimspeki miklu Skipta. Meðal þeirra, sem fremst stóðu í flokki áhrifamanna 1 sýslunni voru synir Jón Sigurðssonar alþingis manns á Gautlöndum ^ svo- nefndir Gautlandabræður. Sumir þeirra höfðu flutzt úr héraðinu — Kristján síðast forseti Hæsta réttar hingað suður og Sigurður verzlunarstjóri til Austurlands. En þeir Pétur — síðar ráðherra, Steingrímur síðar bæjarfógeti á Akureyri og Jón kaupfélagsstjóri Norður-Þingeyinga og bóndi, störfuðu heima í héraði. Ég átti í æsku því láni að fagua að kynnast þessum agætismönn- um og var um nokkurra ára bil að heita mátti heimagangur hjá Steingrími sýslumanni, eins og hann ætíð var nefndur meðan hann var sýslumaður Þingeyinga og sat á Húsavík. Við Jón Stem- Fötin fáið þér hjá okkur KLÆÐSKERI SÉR UM ÞJÓNUSTUNA HERRADEILDIN ER A 2. HÆÐ AUSTUR8THÆTI J5kipulagning garða Garðbygg'rrg Viðhald, hirðing Sala: Tgá • og blómaplóntui grímsson vorum því gamlir vinir og leikbræður, er leiðir okkar lágu saman í skóla og ég var ná- kunnugur æskuheimili hans, for- eldrum og systkinum. Á ég það- an margar góðar minningar, sem ekki munu fyrnast meðan ég er lífs. Heimilið var fjölmennt og þar ýmist viðloða eða heimilis- fastir margir merkir og þjóðkunn ir menn. Meðal þeirra var Bene- dikt Jónsson frá Auðnum, er m. a. gengdi störfum sýsluskriíara. Pétur á Gautlöndum dvaldist þar og oft langdvölum vegna for- mennsku sinnar í kaupfélaginu og annarra starfa. Oft heyrðum við Jón á tal hinna eidri manna Og þótt við kynnum litt skil á málum þótti okkur harla gott að vera viðstaddir, ekki síst ef deilur risu, sem stundum var þótt aðalsjónarmið værit að mestu hin sömu. Sú mynd hefur síðar mótast í huga niínum að hér hafi verið um mjög ólíka menn að ræða. Þeir bræður, Pét ur og Steingrímur, voru bæði að eðli og uppeldi mjög tengdir búskap og hneigðir til rautihæfra aðgerða, Benedikt hinsvegar fræðaþulur og heimspekingur, en ekki búhöldur að sama skapi. Margt fleira mikilhæfra manna, ungra og gamalla, skylda og óskyldra, var í meiri eða minni tengslum við heimili þeirra sýslumannshjóna. Hús- freyjan — frú Guðný — var dóttir Jóns Jónssonar, bónda að Grænavatni við Mývatn. Jón var hinn mesti búhöldur, efnamaður að þeirrar tíðar hætti, traustur maður og heilsteyptur að því er mér er sagt, en hann var látinn fyrir mátt minni. Lýsingin mun þó sönnu nær, því að hún hæfir frú Guðnýju vel. Frú Guðný hafði og til að bera mikla hlýju, þar sem hún tók því, og hjálpfýsi í ríkum mæli. Menntun sína haiði hún fyrst fengið á stórmyndar- legu bændaheimili 19. aldar, síð- ar numið í Kvennaskólanum á Laugalandi undir þeirri agætu handleiðslu, sem þar var veitt og loks verið við nám bæði hér í Reykjavík og Kaupmannahófn. Hún hafði þannig fengið hina bezu menntun, sem konur áttu þá völ á, enda bar heimilisstjórn hennar náminu gott vitni, hvort heldur var á tyllidögum eða virk um. í þessu umhverfi ólst Jón Steingrímsson upp og leikur ekki á tveim tungum að veganestið var gott. Fyrsta skólaganga Jóns var að sjálfsögðu á Húsavík. Þar voru þá ágætir skólamenn t d. Yaldimar V. Snævarr — nú nýlát inn og Benedikt Björnsson. Haustið 1914 hóf Jón gagnfræða nám hér í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1919 eins og fyrr var sagt. Leiðir okkar Jóns höfuð um sinn skilizt, enda var ég í Gagnfæraskóla Akureyrar er þá samsvaraði 3 fyrstu bekkj- um Menntaskólans. Við höfðum þó alltaf samband hvor við ann- an og haustið 1916 settumst við í 4. bekk Menntaskólans. Vorum við síðan samferðamenn til þess er við lukum prófi í lögum vorið 1923 — og reyndar í allnánum tengslum til æfiloka hans. Skóla- og unglingsárin eru, eins og kunnugt er, sá tími æfinn ar, sem hjá flestum mönnum mót- ar síðara skeið hennar. Oft líður þetta skeið í rólegum farvegi Hjá okkur hlaut þessu þó að vtkja nokkuð öðruvísi við. Ófriðurinn 1914—18 og þau straumhvörf, er þá urðu hlutu að ýta við hverjum hugsandi manni — Og ekki sist ungum menntamönnum. Margt af því sem talið hafði verið jaín öruggt og sólargangurinn reynd- ist nú riða til falls, en sumt hrynja í rúst. Hin raunverulegu aldamót voru komin. Allt þurfti nú að endurskoða og meta á ný. Tilveran og lífið var ekki eins einfalt og trúað hafði verið, bjart sýni minni, sumir biðu and- legt skipbrot, aðrir settu nýja guði á stall. Þegar ég lít um öxl og velti því fyrir mér, hvernig farið hefur um stúdentsárganginn 1919 og þá næstu á undan og eft- ir, verður sitt af hverju uppi á teningnum. Um Jón Steingríms- son má þó fullyrða að hann komst öðrum fremur heill úr þessari eldraun. Hann hafði að vísu fullan skilning á því, sem var að gerast og það var síður en svo að hann liti hið nýja og breytta lokuðum augum. En hann var raunhæfur í hugsun. Hann sleit ekki tengslin við menningar arf sinn né fornar dyggðir, hann var fremur lærisveinn feðra sinna, en fræðaranna, þótt hann væri góður námsmaður og skýr í hugsun. Hann hafði raunhæfa dómgreind. Að loknu prófi í lögum kvænt- ist Jón heitkonu sinni, Karítasi Guðmundsdóttur og fékk þar góð an lífsförunaut í blíðu og stríðu. Hún er dóttír Guðmundar Pét- urssonar skipasmiðs og Margrétar Kolbeinsdóttúr. Er hér um að ræða gamalkunna Vesturbæinga, atorku- og dugnaðarfólk, er kall- ar frarn í hugann ferskt sævarloft og fallegt sólarlag. Frú Karitas ber merki uppruna síns ekki síð- ur en maður hennar, dugnað, ráð deild og festu. En jafnframt höfð- ingsskap og, er svo ber undir, glaðværð. Það kom því fljótt fram að hið nýja heimili Jóns varð, fyrir tilverknað beggja, stórmannlegt gestrisnisheimili, og sýnilega reist á gömlum merg á báðar hliðar. Jón gerðist þegar fulltrúi föð- ur síns, er þá var bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður 1 Eyja- fjarðarsýslu. Komst hann þar_ í góðan skóla, enn sem fyrr. Ég held að starfið í sýslunni hafi átt bezt við þá feðga. Steingrimur var einn hinna síðustu sýslu- manna í „fornum stíl“, ef svo má að orði kveða. Hann vildi, og áleit sér skylt, að kynnast fólk- inu í sýslu sinni. Þingaferðir hans voru ekki nafnið tómt held ur manntalsþing á gamla vísu, þar sem sýslumaður kom, að sjálf Helgafell í Hveragerði er til sölu ef um semst. Húsið er einbýlishús úr steini, með 4ra herbergja íbúð á hæðinni, þvottahús, geymslur o. fl. í kjallara. Stór og fallegur garður. Nánari upplýsingar gefa RAGNAR ÁSGEIRSSON, Hveragerði og VAGN E. JÓNSSON, Austurstræti 9 Símar 14400 og 16766. sögðu á hestum, til þess að heyra mál manna, kvartanir þeirra og vandræði, setja niður deilur, at- huga nýmæli og sjá um skuldai skil. Þennan þátt starfsins rækti Jón einnig af hinni mestu kost- gæfni er hann var sjálfur orðinn sýslumaður. Hinn 1. nóvember 1930 var Jón settur sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og skipaður í embættið 1. apríl 1931. En sýslu maður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu var hann frá 1. júní 1937 til dauðadags. , Vissulega fór vel á því að Jón var sýslumaður í víðlendum sveit um. Hann hafði uppeldi og eðli til þess að þar mætti vel takast, og ég er viss um að fjöldi manna í sýslum hans mun minnast hans, sem góðs yfirvalds og skilnings- ríks drengskaparmanns, er gœtti skyldu sinnar í hvívetna. Ég tel víst að það hafi þó verið nokkuð erfitt hlutverk fyrir Jón, að takast á hendur sýsluvöld hér vestan lands. Umhverfi, viðhorf fólks og héraðsbragur var með nokkuð öðrum hætti, en hanu átti að venjast. Og mikilhæfir menn höfðu gengt embættunum á undan honum. En reynslan sýndi að hann var vandanum vax inn. Auk embættisstarfa sinna sinnti Jón ýmsurn verkefnum. Hann var ýmist í stjórn eða mik ill framámaður í mörgum félög- um og samtökum, t.d. var hann í stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Andakílsárvirkjunarinnar, Bruna bótafélags fslands, formaður Hér aðsdómarafélags íslands og fleira mætti telja. Kom þar fram traust það er hann naut að verðleikum, Jón var tæpur meðalmaður á hæð, nokkuð feitlaginn, jarphærð ur framan af en gnánaði snemma svo sem hann átti kyn til, frem ur smáleitur og eygður vel, kvite ur í hreyfingum og furðu léttur á sér. f vinahópi var hann glaður og reifur. Enginn var hann söng né dansmaður, en hafði ágæta sam- talshæfileika og var ræðumaður góður, þegar hann tók sig til, Hvorki var hann hneigður til sjó- mennsku né veiða, en hestar voru honum yndi og gott þótti honum að lesa um og ræða söguleg efni, Hann var og bridge-spilari góður. Jón var maður skarpgreindur, hógvær og þolinmóður, en át.ti til að bregða hart við, ef honum þóttu efni til, samvinnuþýður og sáttfús, en fastur fyrir, ef því var að skipta. Hann var fremur hæg- látur og dagfarsprúður, en ham hleypa til vinnu og náms, þegar hann tók á. Einna rikust skapgerðarein- kenni hans held ég að hafi verið trygglyndi og ábyrgðartilfinnmg. Þau komu fram í öllu starfi hans og mest þó gagnvart hans nánustu. Þeim vildi hann vera og var traust og hald. Hann var einn hinna ágætustu heimilis- feðra sem ég hef þekkt. Börn þeirra Karitasar og Jóns eru 4 og hin mannvænlegustu. Þau eru Benita Margrét f. 6. 5. 1925, Guðný f. 12. 2. 1927, Stein- grímur f. 13. 7. 1929 og Kristín Sólveig f. 21. 5. 1933. Öll hafa þessi börn, svo og tengda- og barnabörn, verið í nánu sam- bandi við foreldra sína, enda var Jón mjög hændur að börnum sín- um og ekki síður barnabörnum, svo sem títt er um góða menn, sem farnir eru að eldast. Jón var heilsuhraustur um dag ana. Síðasta árið sem hann liiði kenndi hann þó vanheilsu er ekki var^ úr bætt. Hann andað- ist að heimili sínu í Borgarnesi hinn 22. júlí sl. og var jarðsung- inn frá Fossvogskapellu hinn 29. júlí. Þegar ég nú kveð gamlan leik- bróður minn og samferðamaim finn ég vel, hve gott var að eiga hann að förunaut. Hópurinn frá 1919 er nú tekinn að skarðast, svo sem vonlegt er. Ég tel mig geta talað fyrir munn þeirra úr hópnum, sem enn standa uppi er ég þakka Jóni vináttu og góða samfylgd. Og samúðarkveðju sendi ég öll um þeim, sem eiga um sárt að binda við andlát hans. Theódór B. Líndal. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.