Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1961, Blaðsíða 11
' Föstudagur 4. 'agust 1961 MORCVNfíLAÐIÐ 11 Finnbogi Guðmundsson Síldveiðar fyrr og nú MIKEÐ hefur bouið á því, að fólk ihaldi að síldveiðin undanfarnar vikur. muni bjarga yfirleitt öllu, öll útgerðin komast úr kútnum og rétta alveg við. Ef einhver tíirfist móti að msela er sagt að Ibezt væri að leggja alla útgerð niður. Útgerðarmenn leggi óhóf- legan kostnað í ný og dýr tseki, Svo sem kraftblakkir, nýlonnæt- lur, síldarleitartæki ojs.frv., en tfiskj svo þrátt fyrir allt ekkert imeira en áður fyrr, þegar ekk- ert af þessum tækjum var til. Það er alveg rétt, sem sagt hef ur verið í blaðagreinum, að út- Igerðin í heild muni koma út með ihalla þrátt fyrir sæmilega síld- (Vfeiði. ■ I Nauðsynlegt er að þjóðin fái að vita, að þróun í fiskveiðum Ihér við land hefur mjög ört geng ið í þá átt, að dýrara hefur orðið lí fríðu að afla hvers kílós en áð- Ur var, þannig að útgerðarmenn Ihafa orðið að leggja stöðugt Ii-eira í tæki og útbúnað. Margir virðast álíta að öll Iþessi fjárfesting, öll þessi stærri og dýrari tæki séu hrein vitleysa og að allt væri í bezta lagi ef ekki hefði verið lagt í þennan jnikla kostnað. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fiskgöngur á miðin hafa foreytzt svo okkur í óhag, samtím- is því að ásókn á miðin hefur aukizt, að ef ekki væru þessi nýju tæki væri aflinn enginn orð inn. Þessi aðstaða hefur hraðvefsn Bð n.eð hverju ári. Síldveiðin í ár sannar þetta Ijós ar og áþreifanlegar en nokkuð annað. Ef ekki væri komin til tækni sú, sem náðst hefur á tveim undanförnum árum, hefði sáralít ið náðst af síldarafla þeim, sem nú er kominn á land fyrir norðan og austan. Þetta get ég sannað með dæm- «m úr minni eigin síldveiða- rcj nslu, bæði sem sjómaður og útgerðarmaður. Árið 1927 var ég á síldveiðum Bem sjómaður. Ég var á 50 tonna foáti, sem var vel útbúinn á þess tíma vísu. Ekkert síldarleitar- Itæki var i bátnum og ekki tal- Etöð. Nótabátar voru tveir ára- foátar, nótin baðmullargarnsnót 25—30 faðma djúp 50—60 faðma löng. (Nútíma nýlonnætur eru 55 —65 faðma djúpar og 220—260 tfaðma langar). Þetta voru öll á- Ihöldin sem við höfðum. Á sex ivikna tíma veiddum við 13.000 tunnur og mál og fór um helm- ingurinn í salt. Hér er átt við upp ealtaðar tunnur, en það er rúml. 20-30% meira en uppmældar tunnur , sem nú er miðað við í ekýrslum Fiskifélags íslands. En þessi síld veiddist öll inni á Eyj afirði, mikið fyrir innan Hrís- e;, örlítið á Haganesvík og Skaga firði, en aldrei var farið austur fy 'ir Rauðunúpa. Það var ein- ungis kastað á síld sem óð eða Bem moraði fyrir, enda ógjörlegt að veiða við önnur skilyrði með þeim tækjum sem við höfðum. Við gátum farið dag eftir dag é sömu miðin og fyllt bátinn eins og við værum í föstum ferð Um. Árið 1944, sem er síðasta árið eem sjómenn og útgerðarmenn kalla gott síldveiðiár gerði ég út foátinn Trausta 44 tonna stærð. lÚtbúnaður var mjög svipaður og lýst árið 1927, þó bátur og vél Igæti varla talizt i góðu lagi. Á eex vikna tíma aflaðí báturinn 16.000 tunnur og mál. Mikið af Bflanum fór í salt. (Hér er enn étt við uppsaltaðar tunnur). Sum Brið 1944 veiddist síldin ekki inni é fjörðum, en á grunnmiðunum út af fjörðunum, sama og ekkert tfyrir vestan Skaga né fyrir aust Bn Langanes, og ekki heldur djúpt út af Grímsey. öll síldin V-rð einungis veidd við þau skil- yrði að hún væði eða að moraði tfyrir henni, í einstaka tilfelli var þó hægt að fara eftir fugli og var Bkipstjóri Trausta sérlega kænn í því. Þetta voru aðstæðurnar stóru síldveiðiárin, en í ár eru þær allt, allt aðrar. í ár hefur mest af síldinni veiðst djúpt út af Rifstanga eða djúpt út af Grímsey, jafnvel 30— 40 sjómilur norður af Kolbeins- ey, þar hefur síldin veiðst á 20— 30 faðma dýpi og því ógjörningur að veiða síldina nema með góðum síldarleitartækjum. Einnig hefur mikið veiðzt út af Austfjörðum. Það er alveg víst, að bátar eins og þeir sem veiðarnar stunduðu 1927 og 1944, með þeim útbún- aði, sem að framan er lýst, hefðu ekki náð nokkurri síld norðan Langaness í ár, en kannske hatft eitthvað hrafl austan þess þessa síðustu dagana, en þó vafasamt hvernig sú síld hefði verið þegar þeir komu að landi. Þetta sýnir okkur ljóslega að ef útgerðar- menn hefðu ekki fylgst vel með þróuninni, og haft þor og víð- sýni til að leggja í mikinn og vaxandi kostnað til að afla sér nýjustu og fullkomnustu tækja svo og sjómennirnir tileinkað sér meðferð þessara nýju vandasömu tækja, hefði verið útilokað að ná nokkrum teljandi afla, við þau skilyrði sem ríkt hafa í ár. Því miður hafa alltof fáir út- gerðarmenn getað fylgzt með þessari öru þróun. Allt of marg- ir hafa gefist upp við þátttöku í síldveiðunum og margir orðið að hafa skip sín vanbúin til veið- anna. Enda eru því miður mjög margir bátar með lélegan afla t.d. munu dæmi þess að skip, sem verið hafa við veiðar frá byrjun eru ekki komin á blað sem kallað er, þ.e. ekki fengið 500 mál og tunnur, og einnig er stór hluti skipanna með mjög tregan afla. Þessi misjafni afli bátanna er að miklu leyti vegna aðstöðumunar- ins um útbúnað þeirra, en einnig munu dæmi þess, að skip sem eru með ákjósanlegan útbúnað hafa ekki aflað og er það oft vegna þess, að skipstjórarnir hafa ekki enn komist upp á lag með að not færa sér tæknina til fulls, og svo eru oft ýmis konar óhöpp hjá út gerðinni. Þjóðin er sannarlega í mikilli menn, sem þannig hafa fylgzt þakkarskuld við þá útgerðar- með þróuninni og verður að gæta þess, að gera ekki svo harðar kröfur til þessa atvinnuvegar að ‘hann ekki fái viðunanlegan rekst ursgrundvöll. En hve mikið vantar á að svo sé, sést bezt af greinum Hafsteins Baldvinssonar, skrifstofustjóra L. í. Ú. og Baldurs Guðmundsson ar, útgerðarmanns. Nú nýlega hafa verið knúnar fram kaup- hækkanir í landi sem auka kostn að útgerðarmanna og rýra gildi tekna sjómanna. Auk þessa hefur aukin vinnslukostnaður í landi rýrt verðmæti aflans. Af þessu hlýtur einfaldlega að leiða, hvort sem mönnum þykir það ljúft eða leitt að á ný verður að samræma gengi gjaldmiðilsins hinum nýju aðstæðum, þannig að unnt sé að reka undirstöðuatvinnuveg þjóð- arinnar án halla, en til þess þarf að bæta hlut útgerðarmanna, án þess að skertar séu tekjur sjó- manna. Það er ðmurlegt til þess að vita, að strax og kemur einhver dálítil aflahrota virðist allt komið í vandræði með sölu afurðanna, þar af leiðir að lánastofnanif þora ekki að halda áfram að lána út á framleiðsluna, þó hverjum manni ætti að vera ljóst að afl- anum verður að taka þegar hann fæst. Þó er hér um að ræða fyrsta flokks matvæli, og alltaf er verið að tala og rita um matvælaskort víða í heiminum, nú síðast í Aust ur-Þýzkalandi, sem um margra ára skeið hefur verið okkur mjög hagstæður viðskiptaaðili. Það þarf enginn að segja mér, að ekki væri hægt að auka við- skiptin við Austur-Þýzkaland mikið ef bara vilji væri fyrir hendi, Eg myndi t.d. leggja til að láta Austur-Þjóðverja byggja fyr ir okkur skip, svo sem fiskrann- sóknarskip, eitt til tvö síldar- flutningasip og ef til vill eitt eða Frn. á bls. 19 i * UPPI Á MIÐRI Holtavörðu- heiði býr öldungur í litlum, fremur hrörlegum kofa. Þetta er Jón Marteinsson úr Kópa- vogi, hressilegur og góður karl, kominn yfir áttrætt. Jón er þarna einn nema hvað hann hefur Sttubb hjá sér, því hvor Jón prjónar á kvöldin. Eg lifi á kaffi og grautum segir einbúinn á Holtavöröuheiði ugur getur af hinum séð. Þeir vinna í sameiningu þýðingar- mikið starf, gæta hliðsins á girðingu sauðf járveikivarna þar sem þjóðvegurinn liggur í gegn um hana norður heiðina. --------------------- Stubbur er auðvitað fjár- hundur, ættaður úr Hrútafirði. Sjálfur bjó Jón í Hrútafirði í 40 ár, en fluttist síðan suður til barna sinna. Þetta er 14. sumarið sem þeir Stubbur eru á varðbergi við þjóðveginn á heiðinni. Á haustin fer Jón suður, en Stubbur norður. Svo Jón og Stubbur við kofann. hittast þeir aftur að vori og kvíða fyrir haustinu. Margir, sem leið eiga yfir Holtavörðuheiði að sumariagi, stanza við litla kofann þarna á heiðinni, í Dæld undir Tröllakirkju, um 17 km norð an við Fornahvamm. Fréttamaður og ljósmyndari Mbl. áttu leið hjá garði Jóns á dögunum og litu inn til hans mest fyrir forvitni sakir. Um leið og bíllinn nam .staðar byrjaði Stubbur að gelta og Jón kom í gættina. — Frá Morgunblaðinu? Eg skal segja ykkur það. — Einu sinni vann ég fyrir Morgun- blaðið, bar það út í Kópavogi í eina tvo vetur og líkaði ágæt lega. Þeir eru ekki með ykkur frá Tímanum, ha? Nei, onei. — En hvað er ég að hugsa. Komið þið inn og fáið ykkur kaffisopa hjá karlinum. Það hefur enginn vont af því — og svo hló Jón. — Hingað komá margir, yf- ir 100 síðan í vor, skal ég segja ykkur. Hér er gest- kvæmt. Eg býð kaffi og síga- rettur. Hana, setjizt nú niður. -------------3á----- Inni hjá -Jóni er flet, lítið borð og stóll. í bókahillu geymir hann kaffi, sykur og annað þess háttar, Sálmabók ina, Sagnaþætti Þjóðólfs, ætta skrá Strandamanna — og þarna hefurðu „Þeystu þegar í nótt“ eftir Moberg! — Já, ég fékk hana ódýrt á bókamarkaðinum, 25 krónur. En fáið ykkur bolla. Jón kom með hitabrúsann og hellti kaffi í bollana. Svo tók hann straujárn af olíu- vélinni og sagði. — Eg ætlaði nú að pressa buxurnar mínar. Maður verð ur að líta þokkalega út, svona í þjóðbraut. En ég pressa bara á eftir. Nógur er tíminn. — Alltaf þykir mér nú Lesbókin bezt, segir hann eft ir drykklanga stund og verður alvarlegur á svip. Einu sinni þekkti ég Árna Óla. Kannski hann muni eftir mér. — Færðu Morgunblaðið hingað? — Nei, ég fæ Tímann. Það þykir mér nóg. Þeir senda mér líka Alþýðublaðið — og það er mikið af beru kven- fólki í því. Jón hlær hrossa- hlátri. Páið ykkur sígarettu piltar, ég fæ mér í nefið. ----Sá----- — Eg hef engan tíma til að liggja í blaðalestri. Eg prjóna, er með áttunda teppið núna. Og svo skrifa ég, mest að gamni mínu. Ekki til þess að birta neins stað $ nei, nei. — En hefur eitthvað komið á prenti? — Já, í Lesbókinni. Líka í Tímanum og Heima er bezt. Skilið þið kveðju til Árna Óla. Hann man kannski eftir mér. — Já, en hvernig gengur gæzlan? — Ágætl*ga. Eg rek frá um miðnættið, vakna svo aftur um 5 leytiB. Eg hef aldrei misst kind yfir. Stubbur er líka árvakur. Hann er góður hundur, hleypur aldrei i kind urnar, geltir bara. Annars sækja þær ekki mikið í hliðið, helzt í norðanáttinni að þær koma að aunnan. Féð leitar alltaf á móti veðrinu, piltar mínir. Eg hef aldrei lent í neinu basli hérna, aðeins einu sinni í vitlausu veðri. Kofaræksnið fylltist þá af vatni. Það var ljóta ástandið. — Alltaf verið einn hérna? — Nei, eitt sumarið var nér ungur maður með mér. Við höfðum þá vaktaskipti allan sólarhringinn. Sá hét Hallfreð ur Eiríksson, svolítið skrýtinn. Hann er víst giftur í Tékkó- slóvakíu núna. — Annars hef ég fengið næturgest hér, ó- vænt. Bíllinn hans bilaði í svarta myrkri. Hann var víst myrkfælinn og var hjá mér hér í kofanum um nóttina. — Þú verður aldrei myrk- fælinn? •—Nei, held nú ekki. Sé al- drei draug. Þeir þykjast nú hafa séð draug hér út um gluggann. Hann fór út, gekk í kringum kofann og fann ekk ert. Bölvað rugl og ekkert annað. — En hvað eldarðu helzt til matar í einverunni? — Eg lifi fyrst og fremst á kaffi og grautum. Eg kann að elda góða grauta skal ég segja þér. Eg hef líka hangikjöt með mér á vorin — og fæ oft sil- ung neðan úr Borgarfirði. — Þú færð vistirnar með á- ætlunarvögnunum? — Já, og Tímann. Þeir senda mér hann. Það segja all ir, að ekkert sé í Tímanum, en ég les hann nú samt — allan, allt nema sumar auglýsingarn ar og pólitíkina. Annars er ég nú einn af þessum gömlu, sem stofnuðu Fram.sóknarflokkinn og komu honum á legg. En mér er nú samt ekkert illa við ykkur, sagði Jón. Eg les alltaf Morgunblaðið að vetrin um, þegar ég er heima. Þau kaupa öll Morgunblaðið fyrir sunnan, börnin mín. Eg hef aldrei reynt að fá þau til að kjósa Framsókn. Annars ætt- uð þið að skila kveðju fyrir mig til hans Árna Óla. Hann man kannski eftir mér. h.j.h. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.