Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 4
MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. ágúst 1961 4 f skrúðgarðinum í Laugardal. f baksýn sjást háhýsi í Laugarásnum. (Ljósm. MUl.: KM> Malbik og grdður fylgjast að dENNILEGA sjá Reykvíkingar ekki eins lítið eftir neinum hluta útsvaranna og þeim hlutanum, sem varið er til fegrunar bæjar ins þeirra. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið að þess- um málum, skrúðgörðum fjölgað, fögur listaverk sett upp víðsveg- ar um bæinn, eldri gróðursvæði endurskipulögð, 0. fl. o. fl. En framundan eru stór verkefni á þessu sviði, og enn á bærinn okk ar eftir að frikka mikið. Áreiðan lega fýsir marga að kynnast því, hvaða fegrunarframkvæmdir eru nú í undfrbúningi í bænum og hverjir framtíðardraumar sækja mest á þá, sem fegrun bæjarins stjórna. Því var það, að blaða- maður Og ljósmyndari Morgun- blaðs-jns brugðu sér einn góð- viðrisdaginn fyrir skömmu í leið- angur um bæinn með Hafliða Jónssyni garðyrkjustjóra Reykja víkurbæjar, Og sumt af því, sem fyrir augun bar sýna Ijósmynd- irnar hér á síðunum. En þrátt fyrir það, að Hafliði lýsti fram- tíðardraumum sínum í myndríku máli og förunautar hans gætu ljóslega sett sér þá fyrir hug- skotssjónir, var myndavél ljós- myndarans ekki alveg eins næm, Og verða því lesendur að láta sér nægja lýsingu okkar á þeirri blið málsins. BLUNDAÐ Á BEKKJUNTJM Eins og raörgum þykir sjálf- sagt hiýða, lá leiðin fyrst um Vesturbæinn. Þegar við ökum fram hjá Landakotstúninu segir Hafliði: „Hérna meðfram Túngötunni er fyrirhugað, að gróðursett verði trjá- og blómabeð. Þá er einnig ætlunin að breyta gangstígunum um túnið eitthvað, en sannast sagna er lítið hægt að gera hér meðan túnið er notað sem knatt- spyrnuvöllur. Að mínu áliti þarf að létta þeim átroðningi af því, en þá væri líka hægt að fegra hér mikið“. Við erum nú komnir að gróð- urreitnum á horni Hringbraut- ar og Suðurgötu. Bekkirnir und- ir kirkjugarðsveggnum eru þétt- setnir, eins og svo oft endranær. hreina flöt, en eftir er að koma hugmyndinni á pappírinn. Hér getur orðið skemmtilegt að sóla sig í framtíðinni, í skjólgóðu horni á fallegum stað alveg við Tjörnina. Eins Og þið sjáið hefur svipur Tjarnarinnar gjörbreytzt við, að vesturbakkinn var hlaðinn upp, Nú er bara austurbakkinn eftir, og það ætti ekki að líða á löngu áður en hafizt verður handa um fegrun hans líka“. Ljósmyndarinn hefur orð á því, að Hljómskálagarðurinn sé fallegur í sumar. Hafliði játar því og vekur athygli okkar á nokkr- um myndarlegum öspum við Hljómskálann, sem þangað voru fluttar fyrir aðeins tveim árum. Um leið segir hann: „Segi menn svo, að hér geti ekki þrifizt nokk ur gróður". Það er ekki laust við, að sigurhróss kenni í röddinni. TJÖRNIN OG FUGLALÍFIÐ Hafliða þykir auðheyrilega vænt um Tjörnina. „Eitt af þeim ■\<erkefnum, sem hlýtur að verða ráðizt í alveg á næstunni er að halda áfram með Tjarnargarð- inn suður eftir Vatnsmýrinni fyr- ir neðan háskólann. Það á að geta orðið fallegt svæði, þegar fram líða stundir. Þarna í mýrinni er líka meira og fjölskrúðugra fugla lif en í nágrenni nokkurrar ann- arrar höfuðborgar, sem ég þekki til. Og nú er líka byrjað að stækka Tjörnina sjálfa að sunnan verðu.“ Þegar við ökum austur Hring- brautina blasir Öskjuhlíðin við brýnast er nú í sambandi við fegrun Öskjuhlíðarinnar er að hreinsa burt ýmislegt rusl, sem mjög er til óþrifnaðar Og lýta, Og auk þess hindrar girðingin, sem flugmálastjórnin lét setja upp, eðlilega notkun hennar.“ ^ STÆRSTA ,, FRAMTÍBARVERKEFNIÐ ' Áfram er haldið austur á bóg- inn. Þegar við ökum inn Miklu- braut liggur Klambratún á vinstri hönd. „Stærsta verkefni okkar í ná- inni framtíð", segir Hafliði, „er tvímælalaust gerð skrúðgarðs hér á Klambratúni. Eins og menn sjálfsagt minnast, var á sínum tíma efnt til samkeppni um skipu lag túnsins, en ekki hefur orðið úr framkvæmdum enn þá, þar sem eftir er eð taka ýmsar veiga miklar ákvarðanir í sambandi við skipulag svæðisins. Kemur margt til álita í sambandi við uppbygg- ingu þessa svæðis, sem ekki ligg- ur Ijóst fyrir. T.d. er enn ó- ráðið hvað byggt verður hér á svæðinu , eða hvort eitthvað verð ur yfirleitt byggt hér. Mikið er talað um að reisa hér skóla, en það teldi ég miður farið. Hér mætti byggja leikhús, listamanna skála eða eitthvað þess háttar, Slík bygging ætti vel við það um- hverfi, sem hér verður í fram- tíðinni." GRÓÐURINN ELTIR MALBIKIÐ Norðan Miklubrautar, rétt of- an við Lönguhlíð, hefur verið Hingað verður gamla fólkinu á Elliheimilinu tíðfarið á góðviðr- isdögum, og við sjáum ekki betur en aldraðri sjómannskempu hafi sigið í brjóst þarna á einum bekknum, dagblaðið hefur fallið úr hendi hans og höfuðið hallast eilítið út á aðra öxlina. „Svona á að nota garðana Okkar“, segir Hafftði og hlær við. ÍSBJARNARLÓÐIN FEGRUÐ Hafliði sér sennilega á svip Okkar, þegar við förum fram hjá gömlu ísbjarnarlóðinni við Skot- húsveg, að okkur þykir staður- inn ekki sérlega ræktarlegur, og segir því uppörvandi: „Hér er ætlunin, að gert verði snyrtilegt horn, og er ég ein- mitt um þessar mundir að vinna að uppdrætti af svæðinu. Verður uppdrættinum lokið nú í ágúst. Ég er nokkurn veginn búinn að gera það upp við mig, hvernig ég teikna þetta, einfalda og stxl- Úr Einarsgarði við Laufásvep'. ohkur með sinn iðgræna koll, og auðvitað er Hafliði spurður um ræktun hennar. „Svo sem sjá má hefur öskju- hlíðin tekið algjörum stakkaskipt um á undanförnum árum. Þús- undir trjáplantna hafa verið gróð ursettar í hlíðunum og gras rækt- að í efsta hluta hennar. Það, sem Trjárunni viff Miklubraut. (Ljósm.: Gunnar Rúnar) gróðursett trjábeð, sem nýtur sín mjög vel framan við nýtízku- legu fjölbýlishúsin, sem þarna eru. „Þegar Miklabrautin hefur verið malbikuð alveg inn úr, væri gaman að fá slíkt trjábelti meðfram henni allri hérna norð anmegin, og grasflatir framan við fjölbýlishúsin sunnan hennar, En það hefur enga þýðingu fyrr en búið er að malbika, því að það er mjög erfitt að láta gróður þrífast, þar sem göturnar eru ó« malbikaðar. Þess vegna eru nú ekki meiri framkvæmdir í út- hverfunum í þessum efnum en raun ber vitni. í fyrrasumar gerð- um við þó tilraun með garð inni í Hólmgarði, en hún hefur ekki gefizt nógu vel. Rykið spillir gróðrinum gífurlega, en malbikið heftir rykið. Malbikið og gróður- inn verða þannig samferða, þótt það kunni að láta einkennilega I eyrum.“ Meðan Hafliði hefur lýst þessu fyrir okkur, erum við komnir alla leið inn 1 Sogamýri. „Það er stórt verkefni að græða upp holtin hérna fyrir innan“, segir hann. „Að því verður sjálf- sagt unnið á næstu árum, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.