Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 8
8 WORGVWBL4ÐIÐ Föstudagur 18. ágúst 1961 Ný skólahús eftir kröfum tímans „FRAMTÍÐIN er þeirrar þjóðar, sem á beztu skólana,“ kvaS Bis- marck eitt sinn hafa sagt. Og hvort sem forráðamönnum Reykjavíkurbæjar hefur verið kunnugt um þessi spekingslegu orð hans, þá er það víst, að unn- ið hefur verið dyggilega í anda þeirra. Á sl. aldarfjórðungi hafa risið flestallir þeir barna- og ung- lingaskólar, sem nú eru í notkun hér í bænum. En þrátt fyrir öfl- ugt starf að þessum málum á und anförnum árum, eru næg verk- efni framundan. Vegna þýðingar skólamálanna verður það að teljast mjög eðli- legt, að á stórafmæli Reykjavík- ur sé reynt að bregða upp nokk- urri mynd af ástandi og framtíð- arhorfum í þessum málum. Það var því ákveðið að leita á fund þeirra Jónasar B. Jónssonar fræðslustjóra Og fulltrúa hans Björns Halldórssonar, og er það, sem hér fer á eftir, byggt á upp- lýsingum þeirra. BYGGING 6 NÝRRA SKÓLA HEFST Á NÆSTU ÁRUM Á næstu árum verður hafin bygging 6 skóla hér í Reykjavík til viðbótar þeim, sem fyrir eru í smíðum, en þeir eru einnig 6 talsins. í þessum 6 skólum, sem nú eru í byggingu, verða teknar í notk- un um 30 nýjar kennslustofur í haust, en pnnars er áætlað, að byggja þurfi árlega um 25 al- mennar kennslustofur auk ann- ars húsnæðis til þess að losna að fullu við þrísetningu í barna- skólunum og tvísetningu á gagn- fræðastigi og losa leiguhúsnæði. í haust mun fjölga í barna- og unglingaskólum um 300 nemend- ur, og er það heldur minna en undanfarin ár. NÝJAR ÁÆTLANIR UM BYBBIN G ARÞÖRF Árið 1957 var gerð áætlun um byggingarþörf barna og gagn- fræðaskóla Reykjavíkur, og er enn unnið eftir þeirri áætlun. Þá var sá háttur tekinn upp að byggja skólana í áföngum og hafa marga í smíðum samtímis. Hver áfangi er einnig út af fyrir sig, svo að hægt er að hefja kennslu í skólunum, þegar 1. áfanga er lokið og auka þannig kennslurýmið eftir því, sem bygg ingunni miðar áfram. Með þessu móti er unnt að hefja kennslu fyrr en ella í þeim hverfum, sem eru að byggjast og leggja hverju sinni mesta áherzlu á skólabygg- ingar þeirra hverfa, sem örast vaxa. 6 SKÓLAR I BYGGINGU Samkvæmt áætluninni frá 1957 eru nú eins og áður segir 6 skóiar 1 byggingu, og eru þeir þessir: Hlíðaskóli verður sennilega stærsti skóli hérlendis, þegar hann er fullbyggður. Er gert ráð fyrir, að skólinn verði byggður í 6 áföngum og að í honum verði 39 almennar kennslustofur auk annars húsnæðis. Bygging hófst árið 1958, og er áætlað, að henni ljúki 1972. Er nú verið að ljúka við 2. áfanga byggingarinnar, og munu í haust hafa verið teknar í notkun 6 kennslustofur fyrir barnafræðslustig. Ekki er enn hafin bygging húsnæðis fyrir sér- kennslu eða skólastjórn né hús- næðis fyrir gagnfræðastig. Heild- arstærð skólans verður 33296 m3. Sérkennilegt við kennslustof- ur Hlíðaskóla er, að þar eru fata geymslur inni í kennslustofunum og mun það hvergi vera annars staðar í skólum hérlendis. Hins vegar er þetta víða gert erlendis og þykir gefa góða raun. Á Breiðagerðisskóla verður að mestu lokið í haust, en verður fullbyggður á næsta ári. Bygging hans hófst 1956. í haust verða teknar í notkun flestar almennar kennslustofur skólans, en þar verða allt 17 að tölu. Heildar- stærð þessa skóla verður 140283. í skólanum verður sundlaug, sem aðallega verður kennslulaug fyr- ir skólann, en einnig má gera rað fyrir, að hún verði að sum- arlagi notuð fyrir hverfið. yir Réttarholtsskólinn. Bygging hans hófst 1957, Og er áætlað, að henni Ijúki 1968. Er þar nú unn- ið við 3. áfanga, en í þeim áfanga vferða 8 almennar kennslustofur. 10 almennar kennslustofur verða í notkun í haust, en alls verða þær 18, þegar byggingunni er lokið. Heildarstærð hans verður 15827 m3. Nýtt skólaeldhús verð- ur tekið í notkun í skólanum í haust. ,, Hagaskóli. Bygging þessa skóla hófst 1957, og er gert ráð fyrir, að henni verði að fullu lok- ið 1969. Verða þá í skólanum 22 almennar kennslustofur auk ann Líkan af Hlíffaskóla. Hlíffaskóli verffur sennilega stærsti skóli landsins, verffur fulllokiff, sem gert er ráff fyrir, aff verði áriö 1972. þegar byggingu (Ljósm. Mbl.: 75 ÁR - BiFREIÐAFRAMLEIÐSlA - 75 ÁR RÆSIR HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.