Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 13

Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 13
Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 X. að gegna hlutverki eins könar varavallar fyrir grasvöllinn í slæmri rigningartíð. Mun þessi völlur leysa gamla Melavöllinn endanlega af hólmi. Einnig hefur verið rætt um, að í Laugardalnum verði gerðir æf- ingavellir fyrir knattspyrnu, og [þar er ennfremur reiknað með tennisvöllum. ► ' v v^rrtYST SKAUTA- l __ SVELIL,. r' Á undanförnum árum hefur verið starfrækt skautasvell á íþróttavellinum á Melunuim við mjög erfið skilyrði vegna tíðar- fars. Ríkir því mikill áhugi á, að hér verði komið upp vélfrystu skautasvelli, og mun undirbún- ingur að því hefjast á næstu 2—3 órum. Eru íþróttamenn þess imjög hvetjandi, að svellið verði staðsett í Laugardalnum. I>egar svo góð aðstaða hefði fengizt til skautaiðkunar, ætti að vera unnt að taka hér upp æfingar og keppni í ísknattleik (hockey), sem lögð er stund á víða um lönd við miklar vinsældir. Má igera ráð fyrir, að stærð skauta- svellsins verði um 3000 m2. I) ♦ FELAGSHEIMILI — ÍÞRÓTTAVELLIR. Á undanförnum áratug hafa félögin KR, Valur, Fram, Vík- ingur, Ármann og UMFR unnið að byggingu mikilla íþrótta- mannvirkja. Félög þessi hafa nú öll lokið 1. áfanga félagsheimila sinna, tvö þeirra hafa reist stór íþróttahús, þau hafa gert 4 gras- velli og 4 malarvelli og 2 malar- vellir til viðbótar eru 1 undir- búningi. Með þessari starfsemi hefur verið mörkuð sú stefna að dreifa íþróttasvæðunum um bæinn, og eftir því sem ný bæjarhverfi byggjast upp verður leitazt við að sjá þeim fyrir íþróttasvæðum. Enn eiga þá eftir að fó lands- svæði 4 íþróttafélög, sem hafa áhuga á og þörf fyrir að bygigja. Þrátt fyrir allar þessar miklu framkvæmdir á undanförnum árum, þyrftu félögin enn að halda áfram framkvæmdum sín- Uirn og fullbyggja þessi svæði. 4 SKÍÐALYFTUR. Á vegum íþróttafélaganna eru nú reknir 7 skíðaskálar, en auk þeirra nokkrir á vegum skátafé- laganna. Eins og er virðist skálarými vera nægilegt, en brýnust er jþörfin nú fyrir skíðalyftur. Fyrsta skíðalyftan var by,ggð á Bkálafelli á s.l. ári, og er sýni- legt, að með því að bæta þannig íiðbúnað skíðamanna, væri stuðl- ®ð mjög að auknum áhuga og framföruim í skíðaíþróttinni. Á næstu 10 árum má gera ráð fyrir, að 2 skíðalyftur verði hyggðar til viðbótar, önnur í Jósepsdal og hin á Hellisheiði, en í Hveradölum hefur í noikkur ár verið rekin lyfta, sem ekki er hægt að telja til frambúðar. 4 GOLFV ÖLLUR — RÓÐUR. Uppi við Grafarholt er Golf- klúbbur Reykjavíkur nú að feoma sér upp 18 holu golfvelli, en gamli völlurinn á Öskjuhlíð er aðeins 9 holur. Við nýja völlinn verður byggt búningsherbergi og myndarlegt félagsheimili. í framtíðinni er stefnt að því eð búa róðraríþróttinni betri að- Stöðu en hún hefur haft til þessa. ____ Þetta eru hin helztu verkefni, I le®gía áherzlu á næstu 3—10 ár. I að fátt er æsku Reykjavikurí .. , 1 Er vonandi, að giftusamlega tak- | þýðingarmeira en heilbrigð og7 ™ ibrottahreyfingm mun | , ist um framkvæmd þeirra, þvi oflug iþrottastarfsemi. seim LIK A N þetta er af hinu fyrirhugaða íþrótta- og sýningahúsi i Laugardal, eins og gert var ráð fyrir, að það yrði áður en nokkr- ar breytingar voru gerðar á þvi sl. vetur. A Reykja- víkurkynningunni verður sýnt líkan af húsinu, eins og byggingamefnd hefur fallizt á, að það verði. (Ljósm.: Pétur Thomsen) HVERS VEGNA ER VOLKSWAGEN EFTI RSO.TT ASTI BÍLLIIMIM VEGNA þESS.. að Volkswagen gefur rétt svar við hinum f jóru mik- ilvægu spurningum sem hver maður spyr um áður en hann kaupir bíl . . . © Hvað kostar hann? Er hann ódýr í rekstri? Hvernig er með varahluti og viðgerðaþjónustu? Fæ ég gott verð fyrir hann ef ég þarf að selja? Verðið er sanngjarnt: Hann kostar í dag, gegn gjaldeyris- og innflutningsleyf- um ca. 106.000 krónur og gegn innflutningsleyfum ca. 117.000 krónur. Gerið samanburð og þér munið sann- færast. Hann er ódýr í rekstri: Hann er sparneytinn á benzín, en það er staðreynd, sem Volkswagen-eigendur geta sannað. Hún er góð: Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þú færð hátt verð: Það er alltaf verið að endurbæta Volkswagen tæknilega* en hið heimsfræga útlit er alltaf eins og endursölumögu- leikar eru meiri en á nokkrum öðrum bíl. Þú færð því alltaf sannvirði fyrir Volkswagen. HeildverzLunin HekLa h.f. HVERFISGÖTU 103 — SÍMI 11275 \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.