Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 3
PCsfuðagUr 18. ágúst 1961
MORCVlSfíLAÐlÐ
3
1
!■
MORGUNBLAÐIÐ hafði
af því spurnir að enn væri
til signet Skúla Magnús-
sonar landfógeta, föður
Reykjavíkur, og að það
væri í eigu Skúla Halldórs
sonar tónskálds, en hann
er elzti afkomandi systur
Skúla, sem ber það nafn í
dag. —
★
Signet þetta er að sjálf- % _ Signetið séð frá báðum hliðum, en sjálft er það á miðmyndinni, S. M. undir kórúnu.
Signet Skúla landfdgeta
sögðu hinn mesti dýrgripur
og hefir gengið að erfðum
milli elztu Skúlaættarinnar
frá því að landfógetinn lét
smíða það. Við fengum að
sjá signetið hjá Skúla Hall-
dórssyni og fræddumst af
honum og móður hans, frú
Unni Skúladóttur, um gang
þess gegnum ættina og ann-
að það er um það er vitað.
Sögn sú er um að signetið
sé smíðað utan um tönn úr
barni, er Skúli hefði misst,
Bendir þetta til að með öll-
um sinum krafti og hörku til
framkvæmda hafi hann ver-
ið tilfinningamaður. Myndir
þær, sem hér fylgja með sýna
betur, en lýst verður í fáum
orðum útlit signet'sins.
Eftir Skúla Magnússon
landfógeta gengur signetið til
afkomenda systur hans, Guð-
rúnar Magnúsdóttur. Hennar
sonur var Magnús Ketilsson
Jónssonar og fyrsti Skúlinn,
sem signetið tekur í arf er
Skúli Magnússon, sýslumaður
i Dalasýslu, sonur hans.
Ástæðan til þess að signet-
ið gengur i arf til afkom-
enda systur Skúla, en ekki
afkomenda hans sjálfs, er
sennilega sú að Skúli sýslu-
maður er elztur í ættinni
með þessu nafni, er ömmu-
bróðir hans fellur frá.
Dóttir hans er Ragnhildur
Skúladóttir og dóttir hennar
Kristín Þorvaldsdóttir úr
Hrappsey og hennar sonur
Skúli Thoroddsen, sem hlýt-
ur signetið eftir móðurbróð-
ur sinn, Skúla Þorvaldsson
Sívertsen í Hrappsey. Dóttir
Skúla Thoroddsens er svo
frú Unnur Skúladóttir, móðir
Skúla Halldórssonar, núver-
andi handhafa signetsins. —
Ekki eru færri en 8 Skúlar
nú á lífi fyrir utan Skúla
Halldórsson, sem til greina
koma sem erfingjar að sign-
etinu, sem gengur, eins og
fyrr greinir til elzta Skúlans
í þessari grein ættarinnar.
Myndirnar af signetinu sýna
greinilega að á því eru tákn-
myndir. Ekki gat blaðið afl-
að sér upplýsinga um hvað
þær eiga að tákna. Hins veg-
ar mætti geta sér til að gyðj
an með sverðið, eða kross-
inn, gæti verið gyðja rétt-
lætisins, en venjulega var
bundið fyrir augu hennar og
einnig hafði hún vogarskálar
í annarri hendi. Hvorugt
verður greint á þessari
mynd. Hin myndin gæti verið
af gyðju frjóseminnar. Báðar
þessar táknmyndir gætu hafa
verið Skúla kærar. Gyðja
réttlætisins sem tákn lög-
lærdóms hans og gyðja frjó-
seminnar sem tákn endur-
vakningar og uppbyggingar.
Hvorttveggja þetta eru að-
eins lauslegar hugdettur.
Gæti verið gaman fyrir þá,
sem fróðir eru um tákn-
myndir þessa tima að rann-
saka þetta nánar.
ijómióta,
i^etri f>jónuóta
A CíUii? imidi,