Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGTIISVLAÐIÐ 7 guðanna malar hægt hún malar örugglega Kvörn -en IMokkur tíma- mót í sögu Reykjavíkur 1 Tvennt vitum vér með vissu, eð Ingólfur Arnarson var fyrsti landnámsmaður á íslandi og að hann settist að í Reykjavik. Hann fól guðunum að ráða því hvar Ihann tæki sér bólstað í hinu ó- byggða landi. Einhvers staðar sunnan við land og í þann mund er hann sá ísland rísa úr ægi, varpaði hann fyrir borð önd- vegissúium sínum og bað guðina ráða því hvar hann kæmi á land, en þar skyldi hann byggja. Ingólfur mun hafa tekið eftir Iþví, að straumur lá vestuj; með landi, og þess vegna lét hann leita öndvegissúlnanna í þá átt. Tvö sumur lét hann menn sína leita öndvegissúlnanna. !>að sýnir að hann var sanntrúaður á mátt guðanna að velja’ sér beztan bú- staðinn. Svo fundust öndvegissúlurnar við vík eina, er hann gaf nafnið Reykjarvík eftir staðháttum. Vík in var milli Laugarnesstanga og Örfiriseyjar, en upp af henni lagði hátt á loft reyki af hinum mikla jarðhita í Laugardal. Ing- ólfur svipaðist um fyrir botni víkurinnar og „sýndist honum svo sem þaðan mundi skammt á brott, þar er bólstaðargerð góð myndi vera“, eins og segir um Skallagrím. Og svo reisti hann bæ sinn syðst undir brekku þeirri, er náði frá sjó langleiðis suður að tjörn. Bæ þennan kall- aði hann Reykjarvík og stóð hann þar sem nú eru syðstu hús- in vestan Aðalstrætis. Næsta skrefið var að helga sér land svo vítt sem hugur girnt ist. Hann kannaði landið og nam útskagann allan að línu, sem dregin var úr Hvalfirði í öxará (sem þá rann vestur að Skála- brekiku) og þaðan réð svo Þing- vallavatn, Sog og Ölfusá til sjáv- ar. Þetta var vítt og mikið land- nám, náði yfir Kjósarsýslu, Gull- Ibringusýslu og nokkurn hluta Árnessýslu. Það er ljóst hvað fyrir Ingólfi hefir vakað er hann helgaði sér 6vo mikið land. Hann hefir ætl- að að búa svo um hnútana að hann yrði ekki flæmdur héðan eftur af einhverjum ribböldum, er kæmi í landaleit. Ingólfur þekkti ekki annað stjórnarfar en íylkiskonungastjórn, og hann pemur svo vítt land, að orðið geti cjálfstætt fylki á hinu nýja landi. Næsta skrefið var svo að hæna hingað góða menn til þess að byggja þetta landnám, svo að hann hefði mannaforráð. Þess vegna fer hann utan til Noregs næsta ár til að kynna landið. Sú ferð hefir orðið til þess að fýsa marga farar hingað. Landnám Ingólfs var gagnauð- Wgt. Þar voru hin ágætustu fiski- mið alveg upp við landsteina, en landið sjálft skógi vaxið milli fjalls og fjöru og hið ákjósanleg- asta beitiland. Og svo voru mörg hlunnindi, reki ágætur, æðar- varp, laxveiði og selalátur. Hafði hann sjálfur bróðurpart- inn af þeim hlunnindum, vegna Iþess hvað Reykjavík var vel í eveit sett. Þykir mér sennilegt, eð hann hafi sett einn af mönn- um sínum í Örfirisey, til að gæta selveiðinnar þar, sem helzt öld- um saman; annan hafi hann svo eett á Arnarhól til þess að sjó um hið mikla æðarvarp, sem þar hefir verið; þriðja manninn hafi hann sett á Klepp við Elliðaár- vog til þess að annast laxveiðina, sem fyrst var stunduð í vogin- um og árósnum, en ekki í Elliða- ánum sjálfum. Upp af þessu hafi risið þaTna sjálfstæðar jarðir mjög snemma, því að enga lík- legri skýringu fæ ég á því hvers vegna Kleppur, Arnarhóll og ör- firisey gengu svo snemma und- an Reykjavík. Tilgátan um upphaf þessara þriggja jarða fær stoð í því, sem segir í Egilssögu um Skallagrím, að hann lét setja bæ á Álftanesi og sækja þaðan útróðra, selveið- ar og eggver; annan bæ lét hann reisa á Ökrum til að hafa það- an rekavið; tvö býli gerði hann upp með ánum til þess að láta menn stunda laxveiðar; og eitt býli reisti hann upp til fjalla til þess að hafa þar sauði sína. En á þessum stöðum urðu brátt sjálfstæðar jarðir. Um Laugarnes er öðru máli að gegna. Það er, ásamt Engey, orðin sjálfstæð jörð þegar á 10. öld, eftir því sem Njála segir, og mun vera vegna þess, að Ragi Ólafsson frá Varmalæk hafi mægst við þá Reykvíkinga og fengið Laugardal og Engey með konunni. Á svipaðan hátt mun hafa farið með Nes við Seltjörn, að þar hefir einhver afkomandi Ingólfs reist bú þegar á 10. öld. Landnám Ingólfs brytjaðist skjótt niður. Frændfólki sínu gaf hann allt landið frá Álftanesi út á Reykjanestá. Sömu leið fór Brynjudalur, Kjósin, Kjalarnes ög mikill hluti Mosfellssveitar. Þannig þrengdi alltaf að Reykja- vík. Þó telja fróðir menn, að hún hafi verið höfuðból allt fram að kristnitöku. Þá mun hafa verið reist kirkja í Reykjavík og henni var gefið Selsland. Þar skertist Reykjavíkurland enn. Og enn rísa upp tvær sjálfstæðar jarðir í landi Reykjavíkur, Rauðará og Skildinganes. Við þetta hefir veg ur höfuðbólsins þorrið, hér eru komnar margar smiájarðir í stað- inn fyrir eina stóra. Á 14., 15. og 16. öld fara engar sögur af Reykjavík og það þykir benda til þess, að þá hafi engir höfð- ingjar átt þar heima. Þá er líka byrjað á því að búta jörðina sundur og ganga bútarnir kaup- um og sölum. Seinasti sjálfseignarbóndi í Reykjavík var Narfi sýslumaður Ormsson. Faðir hans, Ormur sýslumaður Jónsson bjó einnig í Reykjavík og átti % hluta henn- ar, eða 40 hundruð. Hann arf- leiddi Narfa að þessuan hluta jarðarinnar, en hinn hlutann, 20 hundr. áttu þá bræður tveir, Jón og Þórður Ásbjarnarsynir, og var það kallað austurpartur. En þeir höfðu komist þannig að honum, að Ásbjöm faðir þeirra hafði fengið þeim 10 hndr. í móð urarf, en veðsett þeim hin 10' hndr. fyrir því er eftir stæði af móðurarfinum. Þessi 20 hndr. keypti Narfi af þeim Ásbjarnar- sonum, þótt honum væri kunn- ugt um að vafi gat leikið á um óskoraðan eignarrétt þeirra. Fór það og svo, að út af þessu lenti Narfi í 30 ára málaþrefi út úr „austurpartinum“. Hélt hann þeim 10 hndr. er Ásbjamarsynir höfðu fengið í arf, en Lauritz Krus höfuðsmaður þröngvaði Narfa til þess að láta hin 10 hndr. af hendi, með því að hóta honum, vel metnum lögréttumanni og sýslumanni, að setja hann í gapa stokk, ef hann léti ekki undan. Er sögn um að Narfi hafi grát- andi beygt sig fyrir ofbeldinu. Og þar urðu Hlíðarh/iom 'iiðskila Reykjavík. Þau komust .séinna í eign Helgafellskirkju á Snæfells- nesi og átti Reykjavík í miklum brösum méð að fá þau keypt aft- ur. Narfi hefir líklega andast 1612 eða á öndverðu ári 1613. Þá hafði konungsvaldið þegar fyrir nokkru fengið ágirnd á Reykja- vík. Og 17. júlí 1613 kaupir það hana af Guðrúnu Magnúsdóttur, ekkju Narfa, með samþykki sona þeirra þriggja. Engar heimildir eru um það hve lengi Reykjavík var eign af- komenda Ingólfs Arnarssonar. En ekki er ólíklegt að Narfi Ormsson, seinasti sjálfseignar- bóndi í Reykjavíik, hafi verið af þeirri ætt. Frá Þorsteini Ingólfs- syni er rakin ætt til þeirra Skarð verja á Skarðsströnd, en í þeirri ætt héldust nöfnin Ormur og Narfi langa lengi. Þess má og geta, að talið er að Helgi bjóla á Kjalarnesi hafi átt Þórnýu dóttur Ingólfs Arnarsonar, en dóttir Narfa Orm.ssonar hét Þór- ný. Máske það nafn hafi líka haldist í ættinni? Sé þetta rétt, hefir Reykjavík haldist í ætt Ingólfs um rúm 700 ár, en nú er kominn þar nýr eigandi, kongur- inn í Danaveldi. Þegar konungur eignaðist Reykjavík, voru landamerki hennar þessi: að vestan Eiðis- land og Lambastaða, að sunnan Skildinganessland, að austan Laugarnessland og Rauðarár- land. En þess ber þó að geta, að innan þessara marka voru þrjár jarðir aðrar, Sel, Hlíðarhús og Arnarhóll. Nú bjuggu landsetar konungs í Reykjavík um 140 ára sfceið. Voru ýmsir þeirra merkir menn, en merkastur mun hafa verið Brandur Bjarnhéðinsson, sem þar bjó 1708—1729. Hann reisti kirkju þá við Aðalstræti er stóð að stofni til þess er dómkirkjan var reist. Næstur honum tók við jörðinni Jón Oddsson Hjaltalín sýslumaður og bjó þar til 1752. Hann var seinasti ábúandi Reykjavíkur, því að nú hefst nýtt tímábil í sögu hénnar. Jón Oddsson verður að fara þaðan og flytjast til Gissurar Jónsson- ar tengdasonar síns á Arnarhóli. Skúli Magnússon landfógeti hef- ir fengið konung til þess að gefa innlendu iðnfyrirtæki jörðina Reykjavík og veita félaginu all- ríflegan fjárstyrk. Þetta var svipað fyrirbæri og þau, sem nú gerast, þegar stór- þjóðirnar eru að veita vanþroska þjóðum hjálp til sjálfsbjargar. Ófrelsi og verzlúnareinokun hafði dregið svo dug úr íslenzku þjóðinni um þetta leyti, að hún var komin á heljar þröm. En um það má vísa til rits Jóns Aðils um Skúla landfógeta og hvernig hann hugðist reisa landið úr rústum. Hér skal þess aðeins minnst, að með þessu er lokið sögu Reykjavíkur sem bóndabýlis. Bærinn, sem alltaf hafði staðið á sama stað síðan Ingólfur Arn- arson reisti hann í öndverðu, er nú rifinn, en á rústum hans og meðfram sjávargötunni og sunnan við kirkjugarðinn eru reist hús fyrir ullarverksmiðju og starfslið hennar. Jörðin Reykjavík verður í einu vet- fangi að verksmiðjuþorpi, og þangað streymir fólk til að leita sér atvinnu. Ekfcert minnir framar á fyrsta landnámsmann- inn annað en gaimli brunnurinn, sem er rétt fyrir framan hús verksmiðjustjórans og kallast Ingólfsbrunnur, og svo Ingólfs- naust hjá Grófinni, en þangað eru verzlunarhúsin flutt utan úr Örfirisey 1779—80. Hér er kominn nýr landnáms- maður, Skúli Magnússon, og leggur grundvöllinn að höfuð- borg íslands með verksmiðjum sínúm. Næsti stórviðburður í sögu Reykjavíkur er sá, að 18. ágúst 1786 er gefið út konungsbréf um að verzlunin skuli gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs og Reykjavík og 5 stöðum öðrum skuli veitt kaupstaðarréttindi. Og nú er minnzt 175 ára afmælis þessa atburðar. Verður þá jafn- framt að minnast þess hvernig hann hefir orðið til þess, að hið sundurlimaða höfuðból Ingólfs Arnarsonar hefir smárn saman verið að endurfæðast. Hinn nýi kaupstaður þurfti byggingasvæði og athafnasvæði. Var þegar ákveðið að það skyldi vera öll Kvosin, sem takmark- aðist af læknum að austan, Grjótabrekku að vestan, víklnni að norðan og tjörninni að sunn- an. En auk þess skyldi kaup- staðnum fengin Örfirisey og Arnarhójl með Arnarhólskoti. Um örfirisey er það að segja, að stjórnin tók aftur þá rasgjöf sína 1791, en aldrei varð neitt úr því að jörðin Arnarhóll væri lögð undir Reykjavík. Embætt- ismennirnir hummuðu það fram af sér og er ástæðan talin sú, að Arnarhólstún fylgdi stiftamt- mannsembættinu, eða nytjar þess. Það varð því aldrei annað en Kvosin sem hinn nýi kaup- staður fékk. Þegar Jarðabókin var gerð 1703 fylgdu Reykjavík þessar hjáleigur: Landakot, Götuhús, Grjóti, Melshús, Hólakot, Skiál- holtskot, Stöðlakot og ein hjá- leiga heima við bæinn (síðar nefnd Suðurbær). Aðeins hin síðast nefnda lenti innan kaup- staðarlóðarinnar, enda höfðu verksmiðjurnar tekið hana und- ir sig áður. Af hinum hjáleigun- um heldur nú engin nafni sínu lengur nema Landakot, en það er vegna þess að það komst í eigu kaþólska trúboðsins. Árið 1803 verðúr ný breyting á Reykjavík. Fram að þeim tíma hafði hún verið talin jörð í Sel- tjarnarneshreppi, en nú er hún gerð að sérstöku lögsagnarum- dæmi og fær sérstakan bæjar- fógeta. Lögsagnarumáæmið var miklu stæra en kaupftaðarlóðin, því að það var látið ná yfir all- ar hjáleigurnar, og kotin í Grjótaþorpi. Árið 1838 er lögsagnarum- dæmið stækkað að miklum mun. Þá er bætt við Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Seli, Sauðagerði, Örfirisey, Arnarhóli og Rauðará, og öllum þeim kotum, sem þar fylgdu. Fylgir þá lögsagnarum- dæmið þeim landamerkjum, sem áður voru umhverfis Reykjavík- urland er konungur eignaðist það, nema hvað Rauðarárlandi Framhald á bls 14. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Stærð: 1786: 0,2 ferkm km. i 1835: 8,4 ferkm. 1894: 163 ferkm. 1923: 242 ferkm. 1929: 276 ferkm. 1932: 29? ferkm. 1943: 1000 ferkm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.