Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 18. ágAst lððS V ____________________________1 \ Samkomuhús og sjóbúð næstu verkefni Æskulýðsráðs Rvíkur liAUSTIÐ 1955 skipaði borgar- stjórinn í Reykjavík sjö manna nefnd „til þess að beita sér fyrir umbótum í félags- og skemmtana lifi æskufólks í bænum“. Nefnd þessi hlaut siðar nafnið Æskulýðs ráð Reykjavíkur og hefur það unnið mjög mikið og umfangs- mikið starf meðal æskunnar í bænum. Má þar nefna allskonar tómstundastarf, íþróttir, ferða- lög, dansleiki, sjóvinnunámskeið og margt fleira. Fréttamaður Mbl. gekk í gær á fund framkvæmdastjóra ráðs- ins, séra Braga Friðrikssonar og spurði hann um framtíðaráætl- anir ráðsins. Ráðið mun halda áfram hinni umfangsmiklu vetrarstarfsemi sinni og verður hún næsta vetur á fleiri stöðum í bænum. í sumar hefur ráðið verið aðili að íþrótta námskeiðum, sumarbúðum og komu vinnu og rannsóknar- flokka æskufólks frá nágranna- löndunum. Auk þess haft sam- vinnu við skátafélögin um tóm- stundaiðju í Skátaheimilinu. Um næstu verkefni æskulýðs- ráðs, sagði Bragi að það væru: 1. Samastaður við sjó fyrir sjó vinnustarfsemina, þar sem kom- ið yrði upp sjóbúð, uppsátri og nauðsynlegum tækjum. þar þyrfti einnig að vera hægt að stunda róður og siglingar. Markvisst hefði verið unnið að Þátttakendur í sjóvinnunámskeiði Æskulýðsráðs um borð í varðskipinu Óðinn. þessu verkefni og stæðu vonir til þess að lausn þess væri ekki langt undan. 2 Annað helsta verkefni ráðs- ins er að fá miðstöð, þar sem ungt fólk í bænum fái aðstæður til þess að æfa og flytja leikrit, tónlist, söng o. s. frv. Þar þyrfti einnig að vera hægt að halda skemmtanir Og sýna kvikmyndih fyrir börn og unglinga. Vonir standa til að þetta mál leysist mjög bráðlega. 3. Þriðja verkefnið er að fjölga samastöðum fyrir tómstundastarf í bænum og verður þeim fjölgað nokkuð, þegar á næsta ári. Bragi Friðriksson sagði að lok um, að þátttaka í starfi ráðsins hefði verið mjög góð og væri ráðið að sprengja utan af sér allt húsnæði. Starfsemin hefði þó ætíð notið velvildar bæjaryfir- valda, félaga og einstaklinga og með góðri samvinnu þessara aðila væri hinni nauðsynlegu starfsemi æskulýðsráðs borgið. WELA SÚPUR Takið WELA súpur með i ferðalagið Vandið valið veljið WELA WELA SÚPUR - ÓDVRAR SÚPUR WELA í NÆSTU BÚO ARNI GESTSSON UMBOÐ& OG HEILDVERZLUN Vatnsstíg 3 — Sími 17930 Eigum fyrirliggjandi frá Rotary Hoes Ltd. 1 Bretlandi eftirtaldar gerðir af garötæturum: H702 garðtætari m. 7 hp VilHers benzínvél og 20 tommu tætara Bantham garðtætari m. 3 hp Villicrs benzínvél og 10 tommu tætara. Uppl. á skrfistofunni í Carðtœtarar „MOORES" hatfarnsr eru komnir Nýjar gerðir — Nýir litlr Fallegi — Vinsællr — þægileglr Klœða alla Gjörið svo vel og skoðið i gluggana Fatadeildin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.