Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 16
16
MORCVNBLAÐ1L
Föstudagur 18. ágúst 1961
Hverfi meS
futigerðum
veimkerfum.
P ~ ÞaJustöðvar.
T - Geymar.
Hverfí sem muna fa hitavef
á ncsstu 4-5 árum
.■ 1M .............+ v . ^
Ji/taveita Reykjavíkur •
Hitaveita í öllum húsum
R.víkur eftir rúm 4 ár
Á undanförnum árum hefur
hefur verið unnið að stækkun
hitaveitukerfisins og hitaveita
m. a. verið lögð í meginhluta
Hlíðanna. Jafnframt hefur verið
unnið að víðtækum rannsóknum
og áætlunum um frekari fram-
'kvæmdir, til þess að því marki
verði náð, að allir bæjarbúar
geti notið hitaveitunnar.
Stóri borinn, svokallaði, var
keyptur og hefur náðst mjög
góður árangur með borunum
hans. Hefur hitaveitan nú yfir
að ráða miklu varmamagni, sem
borað hefur verið fyrir í bænum
sjálfum.
í beinu framhaldi af þessu hef-
ur fyrir nokkru verið fullgerð
framkvæmdaáætlun um lagningu
hitaveitu í öll hverfi Reykjavík-
ur, sem enn hafa ekki fengið
hana. Miðast áætlunin við það,
að þessu takmarki verði náð í
árslok 1965. Var gerð allýtarleg
grein fyrir málinu hér í blaðinu
fyrir rúmum tveimur mánuðum.
Fyrirhuguð stækkun hitaveit-
unnar mun ná til hverfa, sem
hafa um 30 þúsund íbúa (og eru
þá meðtalin hverfi, sem nú er
verið að leggja í), en verða full-
byggð með *40 þúsund íbúum. í
dag eru það einmitt rúmlega 40
þús. manns, sem njóta hitaveit-
unnar, og því er þarna í raun-
inni um 100% stækkun að ræða.
Nú eru um 4400 hús tengd
liitaveitunni í Reykjavík og í
þeim eru alls um 6750 veitukerfi.
Skipting bæjarins í veitusvæði
sézt glögglega á uppdrætti þeim,
sem hér er birtur. Á uppdrætt-
inum og í skýringunum, sem
honum fylgja, má jafnframt sjá,
hvenær lagning hitaveitunnar
verður framkvæmd á hverju
svæði.
í framkvæmdaáætluninni er
gerð nákvæm grein fyrir á hvaða
tíma á að vinna hvert verk. Við
samningu tímaáætlunarinnar hef
ur orðið að taka tillit til vissra
atriða. Af tæknilagum ástæðum
er þannig, að öðru jöfnu, ráðgert
að byggja tvöföld kerfi á undan
einföldum. Nokkur hverfi, sér-
staklega í Austurbænum, verða
að koma seint í áætluninni,
vegna þess, að ekki er lokið bor-
unum í bæjarlandinu, og þess
vegna ekki endanlega sýnt,
hvernig aðfærsluæðum verði
hagkvæmast fyrir komið. Þá er
leitazt við að dreifa framkvæmd-
unum um bæinn, þannig að eng-
in sérstök svæði eða hverfi njóti
forréttinda. Og að síðustu hefur
verið reynt að miða framkvæmd
ir við það, að fjárþörfin skiptist
sem jafnast á þau 4—5 ár, sem
framkvæmdir munu standa.
Samkvæmt kostnaðaráætlun
framkvæmdanna, er fjárþörfin
alls áætluð 201 milljón króna en
af því er borkostnaður áætlaður
30 milljónir. í áætluninni er mið
að við kaupgjald og verðlag í
janúar 1961. f>á hefur í stórum
dráttúm verið miðað við þá
gerð götu- og heimæðastokka,
einangrun og frágang, sem nú
tíðkast hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur. Vegna ónógra upplýsinga um
Jarðvegsskipti og sprengingar í
götum, er sá þáttur mjög laus-
lega áætlaður.
Vegna þeirra kauphækkana,
sem nýlega hafa átt sér stað og
gengislækkunarinnar, er þó ljóst
að framkvæmdirnar verða all-
miklu dýrari en ráð hafði verið
gert fyrir. í kostnaðaráætluninni
er miðað við að vinnulaun séu
55—60% heildarkostnaðar.
Ekki fer á milli mála, að svo
stórfelldar framkvæmdir í hita-
veitumálunum eru ekki aðeins
Reykvíkingum til hagsbóta held-
ur þjóðinni í heild. Öll þjóðin
mun hagnast vegna hins mikla
gjaldeyrissparnaðar, sem í fram-
MYNDIN sýnir hitaveitukerfi
Reykjavíkur. Hitaveita hefur
þegar verið lögð í hverfi A,
B og C og auk þess í raðhúsa-
hverfið við Bústaðaveg. I>ó
geta ekki öll húsin í hverfi C
fengið vatn fyrr en dælustöð-
in hjá Sundlaugunum er full-
gerð, en hún getur væntanlega
tekið til starfa í október.
Hverfi A hefur svokallað ein-
falt veitukerfi, en þá rennur
frárennslisvatnið út í klóak-
ið. Hverfi B og nær allt hverfi
C hafa tvöfalt veitukerfi. En
þá er frárennslisvatninu safn-
að saman frá húsiunum og hit-
að upp á ný eða blandað sam-
an við mjög heitt vatn, sem
kemur úr sumum borholum.
í norðurhluta Hliðanna (B-l)
er nú verið að leggja tvöfalt
hitaveitunnar. Mestur er
hagnaður Reykvíkinga,
þó
tiðinni mun leiða af lagningu munu njóta hennar, enda er
kerfi og verður vatni hleypt
á fyrstu húsin í næsta mánuði.
í hverfi C-1 (Laugarnes) á að
vera lokið lagningu tvöfalds
kerfis í árslok 1962. f hverfi
E (Mýrar) verður lagt tvöfalt
kerfi 1962. í Hagahverfi (D)
verður lagt tvöfalt kerfi á ár-
unum 1962—’63. Heimahverfi
(F) fær tvöfalt kerfi 1963 og
fyrrihluta árs 1964 Hverfi E-1
(Leiti) fær tvöfalt kerfi 1963.
í Voga- og Langholtshverf
(F-l) verður lagt einfalt kerfi
1964 og fyrri hluta árs 1965.
Einfalt kerfi verður lagt í
Skjólin (D-l) síðari hluta árs
1963 til jafnlengdar 1964. Og
að lokum verður svo lagt ein-
falt hitaveitukerfi í Smáíbúða
hverfið (E-2) og Múlahverfi á
árunum 1964 og 1965.
heita vatnið selt mun ódýrar, eni
aðrir hitagjafar sem til greina
koma.
■
Myndin sýnir stjórntækin í dælustöðinni við SundlaugSmar, sem nú hafa verið sett upp. Pess-
ari stöð er ætlað að dæla vatni í Teiga-, Lækja- og Brúnahverfi.