Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 ars húsnæSis. Nú er unnið við 3 áfanga skólans, og hefur helming ur hans verið steyptur upp og verður fullgerður á næsta ári. Mun þá verða haldið áfram með hinn helming þessa áfanga, en í Shonum verða 10 almennar kennslustofur auk handavinnu- stofa og annars húsnæðis. Heild- arstærð verður 18233 m3. Vcgaskóla er áætlað að ljúki 1968, en bygging hans hófst 1957 og eru nú komnar í notkun 18 almennar kennslustofur í skólan- um af 28, sem í honum verða. Er nú unnið að 3. áfanga skólans, en í honum verða 8—10 kennslu- stofur. Heildarstærð skólans verð ur 24000 m3. 'ff Laugalækjarskóli. Bygging iþessa skóla hófst 1959, og er gert ráð fyrir, að henni ljúki 1970. Verður hann af sömu stærð og Vogaskóli, Og er verið að ljúka við 1. áfanga, en í honum eru 10 almennar kennslustofur, sem teknar verða í notkun í haust. en Reykjavíkurbær tekur þátt í þeirri byggingu að % hlutum. BARNASKÓLAR A 11 STÖÐUM GAGNFRÆÐASKÓLAR A 11 STÖÐUM Á sl. skólaári voru 12122 nem- endur við nám í barna- og gagn- fræðaskólum Reykjavíkur 1 445 deildum, og fastir kennarar voru 396, en stundakennarar 126. Barnaskólar störfuðu á 11 stöð um og gagnfræðadeildir einnig á 11 stöðum, en af þeim höfðu 4 skólar aðeins 1. og 2. bekk ungl- ingastigs. Alls voru almennar kennslustofur 211, sérkennslu- stofur voru 60, leikfimissalir 8, en ótalið er þá anmað húsnæði, svo sem samkomusalir o. fl. SÁLFRÆÐIDEILD SKÓLANNA Tilraunir með skólaþroskapróf hófust hér í Reykjavík og Kópa- vogi haustið 1958, og hefur þeim verið haldið áfram síðam. Skóla- þroskapróf eru lögð fyrir börnin áður en þau hefja barnaskóla- nám eða við byrjun þess, og eru verðar upplýsingar um þroska bamanna og námshæfni þeirra. Það mun vera í athugun að taka þessi próf#í notkun hér í Reykja vík, þótt enn sé ekki ráðið, hve- nær það verður, eða hvaða fyrir komulag verður haft á því. Á sl. hausti tók til starfa sál- fræðideild skóla, sem starfar í sambandi við fræðsluskrifstof- una. Hlutverk hennar er að vera foreldrum og kennurum til leið- beiningar um uppeldi og kennslu bama og veita sérfræðilega að- stoð við einstök börn, sem eiga í erfiðleikum. Forstöðumaður sálfræðideildarinnar er Jónas Pálsson sálfræðingur, AÐSTÓÐ VH> TORNÆM BÖRN Á síðari árum hefur einnig verið lögð aukin áherzla á að- stoð við þá nemendur, sem eiga í sérstökum erfiðleikum við nám, t. d. með sérstakri lestrar- hjálp, og nutu hennar á annað hundrað börn sl. skólaár. Er ætl- unin, að í framtíðinni verði geng ið enn lengra í aðstoð við tor- næm börn, og verður það m. a. eitt af verkefnum sálfræðideild- arinnar. í>á má nefna, að talkennarar starfa við barnaskólana og kenna málhöltum bömum. Njóta um 100 börn slíkrar kennslu á árj hverju. HEIMAVISTARSKÓLAR 1 Laugarnesskóla er stárfandi heimavistarskóli fyrir veikluð börn úr öllum skólahverfum bæjarins. Og á Jaðri er rekinn heimavistarskóli fyrir drengi á barnaskólaaldri, sem ekki geta verið í barnaskólunum vegna fjarvista eða af öðrum orsökum. I SAMRÆMI VH> KRÖFUR TÍMANS Þeir skólar, sem eru í bygg- ingu hér í bænum virðast fylli- lega samsvara þeim kröfum, sem gerðar eru til slíkra húsa nú. betta eru bjartar, stílhreinar og vandaðar byggingar með rúm- góðum kennslustofum og góðu gangarými. Þegar komið er inn í slíka skóla, verður það Ijóst, að frá uppeldislegu sjónarmiði er mjög jákvætt, að skólar séu fallegir og vandaðir. Þeim mun betri umgengni sýna nemendur. prófin talin geta gefið mikils- Breiðagerðisskóli, eitt hinna nýju skólahúsa, sem verið er að Ijúka við. |[ NÝIR SKÓLAR Á NÆSTU Jl ÁRUM ' Á næstu árum mun verða haf in bygging nýrra skóla, t. d. skóla í Árbæjarblettum, Vestur- bæ og Háaleitishverfi. Þá er og gert ráð fyrir að hefja á næsta óri byggingu fyrir Gagnfrseða- skóla verknáms, sem staðsettur hefur verið á svæði nálægt Kennaraskólanum. Einnig er gert ráð fyrir að hefja byggingu æf- ingaskóla fyrir Kennaraskólann, Gjafir til « Langholtskirkju SÍÐASTL. hvítasunnudag færðu hjónin Guðni Krfstjónsson og Gíslína Magnúsdóttir ásamt syni eínum, Reyni Guðnasyni, Lang- holtskirkju tvo fagra kerta- stjaka úr silfri, enska að upp- runa, til minniingar um dætur einar Eddu Gunni og Lillu, sem dóu báðar ungar ,en sú yngri mundi hafa fermzt í vor. Áður höfðu Laufskálahjónin Vilhjálmur Bjarnason og Elin Kristjánsdóttir gefið svipaða gjöf. Fáar kirkjur munu hatfa feng- ið fleiri gjafir á síðasta ári og mörgum verður heiiladrjúgt að heita á Langholtskirkju. Nam sú upphæð, sem henni barst í pen- ingum síðastliðið ár kr. 86 þús. En þar gaf kvenfélag safnaðar- ins kr. 50 þús. Og ungtemplara- félag kirkjunnar gaf nýlega 10 þús. kr. En auk þess fjöldi ein- Btaklinga, mætti þar nefna 4 þús. og 600 kr. frá Gísla Björns- eyni í Hrafnistu, sem skyldi var- ið til að græða upp kirkjulóðina Og lagfæra hana. Langholtskirkja er mjög sér- etæð að svip og gerð, og minnir mest á íslenzka torfkirkju, en það er eini kirkjubyggingarstíll sem er rammíslenzkur að uppruna. í þeim ‘hluta safnaðarheimilis- ins, sem nú er nothætfúr, hefur nú þegar verið haldið uppi all- fjölþreyttu félagsstartfi af félög- um innan aafnaðarins með fund- Rrhölduim, kaffiveitingum og eölubazar. Og einnig hafa verið þar messur og barn asamkomur hvern helgan dag í vetur, enn- fremur smábarnakennsla fyrir forskólabörn og að sjálfsögðu barnaspurningar. En í söfnuðin- um fermast á þessu ári nær 250 börn. Presturirm, sr. Árelíus Niejs- pon, og safnaðarstjórn, þakkar öllum gefendum og starfsfólki góðar gjafir og biður þeim bless unar Guðs um alla framtíð. DREKKIÐ BIÐJIÐ IIM PEPSI SANITAS hf. SÍMI 35350 o g 35313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.