Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 19. ágúst 1961 Útgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERÐUR SÓTT UM INNGÖNGU l EFNAHAGSBANDALAGIÐ ? IM'orgunblaðið flutti í gær’ þá frétt, að samtök allra meginatvinnuvega íslendinga væru hlynnt því, að við leggð- um fljótlega fram inntöku- beiðni í Efnahagsbandalag Evrópu (Sameiginlega mark- aðinn). Fulltrúi Alþýðusam- bands íslands lagðist einn gegn því að við sæktum um upptöku. Af þessu er ljóst, að mjög almennur stuðeúngur er við umsókn okkar meðal þeirra, sém kynnt hafa sér málin og bezt þekkja til þarfa atvinnuveganna. Ástæðan til þess að kunn- áttumenn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn inntökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að framtíðarskip- an Efnahagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja nú um inngöngu, geta Islendingar haft áhrif á það, hvernig einstökum málum verð'ur háttað, en ef við leggjum ekki fram inntöku- beiðni, erum við frá upp- hafi einangraðir. Að sjálfsögðu togast á mis-' munandi sjónarmið milli hinna ýmsu aðildarríkja. — Bretar hafa nú sótt um inn- töku, en þeir eiga í veruleg- um atriðum andstæðra hags- muna að gæta við okkur ís- lendinga, einkum að því er tekur til viðskipta með fisk- afurðir. Það er því mjög þýðingarmikið að sjónarmiða okkar verði gætt, ekki síður en óska þeirra. Útlit er nú fyrir, að flest eða öll Evrópulönd verði inn an mjög skamms tíma í Efna hagsbandalagi Evrópu. Ef við íslendingar tökum ekki þátt í því samstarfi, verðum við einangraðir efnahagslega. Þá mundi vafalítið að því koma, að við yrðum tilneydd ir að taka þátt í Efnahags- bandalaginu. — En málin myndu horfa erfiðlega við, ef við værum síðastir að sækja inn inngöngu, og líklegt væri þá, að lítið tillit yrði hægt að taka til sérsjónarmiða okkar, heldur yrðum við að hlíta þeim reglum, sem þeg- ar hefði verið samið um. — Þannig er það beinlínis þjóð- hættulegt að draga að gæta hagsmuna okkar, einkum þegar það er haft í huga, að við getum á hvaða stigi sem er hætt samningaumræðum og verðum ekki aðálar að Efnahagsbandalaginu fyrr en eftir að viðræður hafa staðið yfir í langan tíma, líklega Vh—2 ár. ANDSTÆTT HAGSMUNUNUM A lkunna er, að hin kommún íska forysta í launþega- samtökunum, hefur ekki markað afstöðu sína til mála með hliðsjón af hagsmunum þátttakendanna. Oft hefur það jafnvel brunnið við, að ákvarðanir hafa verið tekn- ar, sem augljóslega voru and stæðar því, sem launþegum hefði verið fyrir beztu. Ákvörðun Alþýðusam- bands íslands þess efnis, að leggjast gegn því að við fylgjumst með þróim Efna- hagsbandalagsmálsins með því að leggja inn inntöku- beiðni og hafa áhrif á gang málanna, er líka alveg furðu- leg. Auðvitað eiga launþeg- ar geysimikið undir því, að efnahagslegar framfarir verði sem mestar á íslandi. Ljóst er að þær verða ekki mikl- ar, ef við einangrumst frá okkar beztu mörkuðum, en hinsvegar eru menn sam- mála um, að landa Efnahags bandalagsins bíði eitthvert mesta framfaraskeið, sem um getur í sögu mannkynsins. Það fer ekki á milli mála, að í þessu máli sem öðrum ræður það afstöðu stjórnar Alþýðusambands íslands, hvort heimskommúnismanum sé þóknanlegt að við öflum okkur þeirrar hagsældar, sem fært er. Hvarvetna hamast kommúnistar gegn Efnahags- bandalaginu og þeim ís- lenzku þykir sjálfsagt að svíkja hagsmuni launþega til þess að þóknast yfirboður- um sínum. KOMMUNÍSK- AR VERÐHÆKK- ANIR llar vörur og þjónusta hér- lendis hækka nú þessar vikurnar, eins og að var stefnt með kröfum komm- únista í verkfallinu og svika samningum SÍS. Ef gengið hefði verið að heilbrigðum samningum í sumar, hefði tekizt að afla raunhæfra kjarabóta og koma í veg fyr- ir þær verðhækkanir, sem nú dynja á alþýðu. Auðvitað gerðu kommún- istar sér fulla grein fyrir því, að 13—27% kauphækk- un hlyti að leiða til víð- tækra verðhækkana. Þeir vissu líka, að hægt var að Heímkynni Lappa og hrei ndýra Nyrztu auðnir Evrópu NYRZTI hluti Noregs, sem er jafnframt norðuroddi meginlands Evrópu, heitir Finnmörk og ligg- ur fyrir norðan 70. breiddar- igráðu. Strend-urnar eru naktar Og hrjóstrugar. Klettarnir rísa svartir og þverhníptir úr hafi. Aðeins á stöku stað eru smáblett- ir þar sem nokkrar fjölskyldur hafa fundið sér athvarf. Við firð ina á þessum hrjúfu og óvistlegu ströndum liggur íshafið. í storm um haustsins og vetrarins veltur hafið með dynjandi gný yfir hólma og tanga, en í stillum smýgur það hljóðlega inn milli hamranna og ofan í klettasprung urnar. í vatninu speglast hér og þar hrikalegar jökulbungur. Hafið er auðugt að fiski, og í hömrunum eru milljónir hvítra sjófugla, sem heimta sinn skerf af veiði fiskimanna með skrækj- um og óhljóðum. Milli 70. og 71. breiddargráðu, á klettaeyju sem heitir Kvalöya, liggur Hammer- fest, nyrzti kaupstaður heimsins, við litla vík sem veit að íshafinu. Það tekur aðeins nokkrar klukku stundir að fara frá Hammierfest til Mageröy með áætlunarbátn- um, en á þessari eyju gnæfir Nordkap yfir íshafið og gefur til kynna að moginland Evrópu nái ekki lengra norður. Oft er þessi höfði ótilkvæmilegur sakir storma Og sjógangs, en í mið- nætursólinni er hann heillandi og litríkur. Fjarlægðin frá Ósló til Hammer fest er jafnlöng fjarlægðinni frá Osló til Rómar. Nyrzti kaupstað- ur heimsins var stofnaður 1787. Meðal kunnustu hluta þar er granítsúla með voldugum brons hnetti. Áletrun á tveim tungum minnir á að norskir, sænskir og rússneskir vísindamenn gerðu mælingar frá Hammerfest til Dónár til að ákveða hádegisbaug inn og leggja þannig grudvöll að lengdargráðum hnattarins. Þessi granítsúla var einasta mannvirk ið sem ekki var lagt í rúst í stríðs lok. í kaupstaðnum ber mest á afla raunhæfra kjarabóta með því að semja um hóf- legar kauphækkanir ár frá ári. En þeir mátu meira löngunina til að eyðileggja efnahagslíf landsins en þarf- ir launþega. Einnig þá beittu þeir samtökum launþega andstætt hagsmunum þeirra, og nú súpa landsmenn af því seyðið. litlum timtourhúsum sem bera vitni ríkri litagleði þorpsbúa. — Meðal stærri bygginga er fallegt nýtízku sjúkrahús langviðamest. Þessi hreini, sumarbjarti kaup- staður liggur í hálfhring við botn víkurinnar sem er jafnfraimt mik ið notuð höfn. Hann er umluktur fjöllum á þrjár hliðar. Ferðist maður inn í landið frá Hammerfest breytist náttúran, verður miklu gróðursælli. Mest ber á alls könar lauftrjám, en furutré ber líka fyrir augu. Þessi furutré hafa ekki sama form og trén í hinum miklu skógum Suð- ur-Finnlands. Sökum kulda og þurrka heimsskautssvæðanna er vöxtur þeirra minni. Við jörðina er ummál þeirra tveir metrar. Séu árshringir þeirra taldir, geta þeir komizt allt upp í 300. í Mið Evrópu mundu svo gömul furutré ná allt að 30 m hæð. Við Alta- fjörð verða þau í hæsta lagi níu metra há. Fyrir 300 árum týndu furutrén í Alta öllu sambandi við furusvæðin í suðri og austri. Þau mynda eins konar hólma í þessu norðlæga birkihafi. Reynir, elritré og skógarpíll eru einnig sjaldgæfari en birki á þessum slóðum. í Alta hafa menn á til- finningunni að þeir séu komnir langt suður í Evrópu: djúpblár sjór í breiðri vík, gisinn trjá- gróður í bröttum og aflíðandi fjallahlíðum, há fjöll í fjarska og sól sem sjaldan dregur fyrir. Síðan komum við til Finnmarks vidda, mosavaxið steppuland sem, minnir mest á túndrurnar í Síber íu. Hérna uppi í hálendinu, þar sem úlfarnir ýlfra á veturna þeg ar kuldinn fer upp í 40 til 50 gráður, liggur Karasjok, „höfuð- borg“ Lappanna. f hjarta Finn- merkur teygja víðerni háslétt- unnar sig til allra átta. 100 þús. hreindýr hafa vetrardvöl í ná- grenni Karasjok. Á sumrin reika þau mest með ströndum fram og hafast við á stærstu eyjunum. Á haustin synda þau í stórum skör- um til lands. Flestir Lappar eiga hreindýra- hjarðir og lifa mestan hluta árs eins og hirðingjar. Um páska- leytið halda hreindýrahjarðirnar til strandar og öll fjölskyldan fer á eftir þeim. f maílok eru þær komnar til strandar, og þar eyða hjarðmennirnir suimrinu ásamt ættfóiki sínu. Þegar mosinn tekur að roðna og birkið að gulna, snemma á haustin, fara hreindýr in að flýja til fjalla, og í nóvem ber hafa hjarðirnar og fjölskyld- ur hj arðmannanna náð áfanga stað. Þær eyða vetrinum í héra» inu umhverfis Karasjok. Nokkrir Lappanna eiga sé.r fasta bústaði, einkum í Karasjok og svö í Kautokeino. Við heim- sóttum mangar fjölskyldur, feng um hjartanlegar viðtökur og mjög góðan viðurgerning. Lapp- arnir hafa sína eigin litríku bún inga. Þeir tala eigið mál, en yngri kynslóðin skilur og talar norsku, og margir hinna eldri kunna líka eitthvað í málinu, svo okkur veittist auðvelt að rabba við þá. í Finnmörk búa nú 21 þús. Lappar, í Norður-Svíþjóð 7000, í Norður-Finnlandi 2000, og auk þess 2000 í Rússlandi. Hirðingja líf Lappanna í þessuim fjórum löndum er með svipuðum hætti, en klæðnaður er ólíkur. í sænska Lapplandi, sem ligg ur frá heimskautsbaug upp að norsku landamærunum (24 tíma með hraðlestinni frá Stokk- hólmi), er náttúran öll önnur en í Finnmörk: þéttur „frum- skógur" eins og á taiga-svæðum Rússlands, viðsjárverð mýrar- flæmi; þar er mikið um úlfa og skógarbirnir eru ekki fátíðir. í miðri þessari ósnortnu auðn liggur Abisko við Tornetrask- vatnið. Þetta litla kauptún hefur vaxið mjög að virðingu síðustu árin. Það er áfangastaður fjöl- margra ferðamanna bæði vetur Og sumar. Vilji menn vera örugg ir um svefnstað þar, gera þeir rétt í að tryggja sér hann löngu fyrirfram. Er jafnvel svo komið, að hinir áhugasömu skíðamenn og fjallgöngugarpar, frumherjar útilífsins, eru farnir að leggja leið sína til annarra og afskekkt ari staða þar sem þeir fá að vera í friði. Enda þótt ekki sé neitt vegasamband við Atoisko, og þangað verði aðeins komizt fót- gangandi eða með járnbrautar lest, þá er staðurinn á góðri leið með að verða að alþjóðlegum tízkubaðstað sænska Lapplands. Menn fara ekki þangað til að lifa þsegilegu lífi á gistihúsum, heldur til að finna rómantík ein verunnar eða fámennisins. Flest- ir sem þangað koana eru haldnir þránni eftir landslagi norðurhjar ans, miðnætursólinni, heimskauts ljósinu, fjallasýninni, hringiðum ánna og töfrum Lappanna. Hérna, um 200 km fyrir norðan heim skautsbaug, breiðir fjallagróður inn úr sér í næstum ævintýra- legri fjöllbreytni. Vegna þessarar miklu fjölbreytni í gróðurlífi heí ur Abisko-dalurinn verið friðað ur. Abisko liggur við Tornetrask, Frh. á næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.