Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 2
•4 2 Fimmtudagur 24. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ Laxveiðin 1 suman Miöfjaröará bezt Tveir merm fengu 70 laxa á fjórum dögum i Vesfurdalsá H £ R fer á eftir yfirlit um laxveiðina í nokkrum helztu laxveiðiám landsins í sumar: Miðíjarðará Ágæt laxveiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarna daga og raunar í allt sumar. Veður hefur verið þar sæmilegt að undan- förnu, og veiðiveður gott. Um eða yfir þúsund laxar hafa veiðzrt þar í sumar, og verður Miðfjarð- ará vafalaust bezta áin í sumar. Stærsti laxinn, sem þar hefur Nýr sparisjóðs- st jóri í Borgarnesi BORGARNESI, 22. ágúst. — Ráð- inn hefir verið sparisjóðsstjóri fyrir Sparisjóð Mýrarsýslu í Borg arnesi í stað Halldórs Sigurðsson ar, er lézt í s.l. mánuði. Hinn nýi sparisjóðsstjóri er Friðjón Svein- bjömsson frá Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Friðjón hef ú" starfað við sparisjóðinn s.l. 4 ár, fyrst sem aðalbókari og gjald- keri og nú síðast í tæpt ár sem sparisjóðsstjóri í veikindum Hall dórs. Sparifjárinnstæða um s.l. ára- mót var tæpar 29 milljónir og í hlaupareikningi um 5 milljónir. Varasjóður er rúmar 3 milljónir. Verið er að byggja nýtt hús fyrir sparisjóðinn og verður það tekið í notkun snemma á næsta ári. Formaður sparisjóðsstjórnar er Þorvaldur Jónsson bóndi, Hjarðarholti. — H. Farnir af Straumnesfjalli ÍSAFIRÐI, 23. ág. — f dag kom hingað Douglasflugvél frá varn- ariiðinu að sækja Bandaríkja- menn þá, sem verið hafa að vinna við ratsjárstöðina á Straumnes- fjalli í Aðalvík. í sumar hefir verið unnið að því að rífa niður tæki í stöðinni og pakka þeim niður. Því verki er nú lokið og munu tækin og verkfæri þau, sem notuð hafa verið á Straumnesfjalli, verða flutt þaðan næstu daga. — A.K. S. Rækjuveiðar hafnar fSAFIRÐI, 23. ág. — Rækjuveið- ar eru hafnar héðan. Fimm bát- ar eru þegar byrjaðir veiðar og er afli dágóður. Nýlega var sam- ið um rækjuverð, og er nú greitt til bátanna kr. 3,80 úr sjó en var á s.l. vertíð kr. 3,25. Á ísafirði eru nú ‘starfræktar þrjár rækjuverksmiðjur, í Hnífs- dal ein og ein í Súðavík. — A. K. S. veiðzt til þessa var 16 pund. Sjö stengur eru nú í Miðfjarðará. Laxveiðin í Norðurá í sum- ar hefur verið heldur treg. Þann 11. ágúst s.l. höfðu veiðzt þar 732 laxar og í gær höfðu ca. 850 laxar veiðzt í Norðurá. Stærsta lax sumarsins, tæplega 16 pd. flugulax, fékk Guðmundur Krist- jánsson. — í rigningunum undan farna daga hefur veiðin glæðzt í ánni. ■jtr Laxá í Þingeyjarsýsla Jón bóndi Þorbergsson á Laxamýri tjáði Morgunblaðinu í gær að sumarið hefði verið eitt það lélegasta laxasumar í Laxá sem hann myndi eftir, og eink- um tók hann til þess, hve lax- inn væri smár. Um 750 laxar hafa veiðzt í Laxá í sumar, sá stærsti 24 pund, en mest af laxinum er frá 3—12 pund. Einstaka 16—17 pd laxar slæðast með og allt upp í 19—20 pd. en þeir hafa verið fáir. Jó- hannes Kristinssson á Akureyri fékk 11 laxa á fjórum dögum, og var sá stærsti 17 pd. Að undanförnu hefur veiðin heldur minnkað fyrir neðan fossa í Laxamýrarlandi en veiði í upp ánni glæðzt. Mikið slý er komið í ána, og angrar veiðimenn. — Jón á Laxamýri sagði í gær, að enn gæti komið mikil ganga í ána, þegar straumur stækkaði, en lax gengur oft mikið í Laxá fram í september. ár Vesturdalsá Mjög góð veiði hefur verið í Vesturdalsá í Vopnafirði í sum- ar. Mbl. hefur ekki tekizt að afla sér upplýsinga um laxafjöldann, sem þar hefur fengizt, en tveir menn fengu þar 70 laxa á fjórum dögum fyrir nokkru. ic Víðidalsá Laxveiðin hefur verið í með- allagi í Víðidalsá í sumar. í gær höfðu veiðzt þar um 600 laxar, en sex stengur eru í ánni. Stærsti laxinn í sumar var 22pd., veidd- ur af Geir Bachmann. Sæmilegt vatn er í Víðidalsá, og veiðin undanfarna daga hefur verið þokkaleg. Frú Unnur Einarsdóttir færir Dagfinni Steíánssyni blómvönU við komu Eiríks rauða til Rvíkur. „Eiríkur rauöi44 heitir nýjasta Loftleiðavélin SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld kom hingað til Reykjavíkur ný flugvél, sem Loftleiðir hafa fest kaup á. Er hún af Cloudmaster- gerð, og hefur hlotið nafnið „Eiríkur rauði“. Keypti félagið hana af bandaríska flugfélaginu PAA fyrir um 25 millj. króna. — Er þessi nýja vél í öllum affalatriðum svipuð hinum þrem Cloud- mastervélunum, sem Loftleiðir eiga fyrir, og getur flutt 80 far- þega í hverri ferð. Flugstjóri í þessari fyrstu ferð Eiríks rauða hingað til lands var Dagfinnur Stefónsson, og Rá&stefn- an í Róm RÓM, 23. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. — Ráðstefnan um hagnýtingu sólar-, vind- og jarðorku í heiminum hélt á- fram hér í dag. M.a. gerði Sveinn Einarsson þá grein fyr ir áformum um byggingu gufu orkuvers í Hveragerði. í störf um ráðstefnunnar er lögð sér stök áherzla á þarfir vanþró- aðra þjóða. Munu umræðurn ar síðar í dag einkum snúast um vandamál í sambandi við upphitun. Síldar- vísa FRÁ Raufarhöfn barst okkur í gær vísa dagsins úr síldinni. Hljóðar hún svo Svanninn er farinn og síldin er horfin, sveitin eftir því takL Piltarnir taka aftur orfin, örlítið meiddir x baki. S.A. /*'NAIShnihr 5 V 50 hnútar H Snjifamo • Oii 7 Skvrir fC Þrumur W!:iz KuUoM HiUsh'/ H Hm! L * Lmfi \ f ,—nn—gL'/aog "'iotíi JÖ. - , ~ 'tvð SVONA er kortið útlits, þegar hundadagar enda í ár, kom- in sunnanátt um allt land, þurrkur norðan lands, en skúrir og fremur haustlegt fyrir sunnan. Það hefur lengi verið trú manna, að veðurbreytingar mætti vænta í ágústlok, og hefur sú trú helzt verið bund- in við endi hundadaganna, höguðdaginn 29. ágúst og Egedimessu, sem er 1. sept. Trú þessi styðst við þá stað reynd að um þetta leyti fer að kólna á norðurslóðum. Veðurskáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og miðin. SV stinningskaldi Og skúrir, þykknar upp með SA átt annað kvöld. Vestfjarðamið og Norður- mið: Hægvirði og skýjað með köflum, allhvass austan og rigning á dýpstu miðin. Vestfirðir til NA-lands Og NA-mið: Hægvirði og skýjað með köflum. Austfirðir, SA-land og Aust fjarðamið: Vestan kaldi, létt- skýjað. færði frú Unnur Einarsdóttir, kona Sigurðar Helgasonar, vara- formanns stjórnar Loftleiða, honum blómvönd frá félaginu við komuna til Reykjavíkur. — Hingað kom vélin frá Luxem- borg. Tjáðu þeir Sigurður Magnús- son, blaðafulltrúi Loftleiða, og Martin Petersen, deildarstjóri, blaðamönnum í gær, að fyrst um sinn mundi vélin verða not- uð til aukaferða, sem ákveðnar hafa verið. Hafa þegar verið ákveðnar 9 aukaferðir milli New York og Evrópu, en í ráði er að fjölga þeim um 3—4 í ágúst Aukaþing B. S. R. B. ÞAR sem eigi hefur náðst sam- komulag við ríkisstjórnina um launabætur til starfsmanna ríkis- ins, og vegna nýrra viðhorfa, sem skapazt hafa í kjarnamálum hefur stjórn Bandalags starfsmanna rík is Og bæja ákveðið að kalla sam- an auka-bandalagsþing í nóvem- bermánuði n.k. til að ræða launa málin og samningsréttarmálið. Síðar verður tilkynnt, hvaða dag þingið kemur saman. og september. Þegar þessum aukaferðum lýkur verður vélin svo notuð til þjólfunar á flugliði félagsins. Aðspurðir um áform Loftleiða um frekari flugvélakaup kváðu þeir Sigurður og Martin, að fé- lagið hefði ekki á prjónunum neinar áætlanir um kaup nýrra flugvéla á næstunni. Sildin 20: 20 21 22 Afmælisútvarp Reykjavikur Öldulengdir: MiSbylgjur: 217 m (1440 Kr/sec.). FM-út- varp á metrabyigjum: 96 Mr. (Rás 30). Fimmtudagur 24. ágúst :00 Skipulagsmál Reykjavíkur. Jón- as Jónasson ræðir við Aðalstein Richter skipulagsstjóra. :15 Minjar frá fyrri tíð. Jónas Jón- asson ræðir við Lárus Sigur- björnsson safnvörð. :25 Rabbað við ritstjóm Reykja- vlkurblaðsanna (Thorolf Smith). Lesið úr gömlum blöðum. :00 Tónleikar i Neskirkju. :30 Leiklistin i Reykjavik. Sveinn Einarsson ræðir við forystu- menn leikhúsmála. :45 iþróttalií höfuðstaðarins. — Við töl við Iþróttaleiðtoga. (Sigurð- ur Sigurðsson annast þáttinn). :00 Dagsrkárauiki: Karlakór Reykja- víkur syngur. Sigurður Þórðar- eon stjómað. Útvarpað af sviði. Framh. af bls. 24. laugs 270, Ingibe? Ólafsson 304, Björgvin 110, Baldur EA 376, Jökull 320, Ólafur Magnús- son KE 228, Áskell 154, Sæfell 212, Orri BA 360, Víðir II 676, Höfrungur 79, Jón Garðar 418, Hrönn GK 250, Súlaa 53 og Sæ- rún 227. Síldarflutningaskipin Julita og Una eru hér meðan hreingern- ing fer fram á lestum skipanna eftir síldarflutninga. Verða þau síðan lestuð með síldarmjöli til útflutnings. Rússneska birgða- skipið er hér að lesta vatn i fjórða sinn fyrir rússneska flot- ann. — Guðjón. SKAGASTRÖND, 23. ágúst. — 21 skip hafa landað hér síld síð- an í gærkvöldi: Hringsjá 1300, Heiðrún 900, Bjarmi 400, Jón Finnsson 700, Skarðsvík 270, Ár- sæll Sigurðsson 500, Baldvin Þor- valdsson 250, Straumnes 200, Rán 350, Árni Geir 50, Draupnir 140, Hannes Hafstein 500, Svanur ÍS 130, Heimir KE 200, Vonin 11 300, Hugrún 400, Júlíus Björns- son 350, Þorlákur 400, Hafbjörg 40, Árni Þorkelsson 250, Hávarð- ur 550. — Síldin er mjög misjöfn Hún fékkst í Kolkugrunni. Fyrsta reknetasíldin kom hing- að í dag. Það var Aðalbjörg HU 7, sem fékk 90 tunnur á Kolku- grunni. Síldin var mjög misjöfn. Verksmiðjan hér hefir nú tekið á móti 20 þús. málum. — Þórður, Reykjavíkur- kynningin Fimmtudagur 24. ágúst 14.00 Sýningarsvæðið opnað. 20.00 Lúðrasveit leikur. 20,30 Tónleikar í Neskirkju. 21.00 Kvikmyndasýning í Mela- skóla. Reykjavíkurmyndir, 22.00 Kórsöngur í Hagaskóla. Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Sigurður Þórð- arson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.