Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 24. Sgúst 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 11 tJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁL FSTÆÐISMANNA Vestræn ríki hafa stutt þau vanþróuðu kvaðalaust Þórður Guðjohnsen stud. jur. segir frá norsku námskeiði um samskiptin v/ð vanþróuðu þjóðirnar DAGANA 4. til 11. júlí sl. var haldið á vegum Æsku- lýðssambands Noregs og norska Natovinafélagsins námskeið fyrir stúdenta og æskulýðsleiðtoga í Jessheim í Noregi, en Jessheim liggur skammt frá Osló. Mér veitt- ist sú ánægja að sækja mót þetta á vegum Æskulýðs- sambands íslands. Vorum við tveir íslendingarnir er tókum þátt í mótinu, hinn var Dagur Þorleifsson, en hann var fulltrúi Samtaka um vestræna samvinnu. Námskeið þetta fjallaði um samskipti Atlantshafsbandalags- ríkjanna annars vegar og hinna vanþróuðu ríkja hins vegar. — Mættust þarna fulltrúar frá öll- um Atlantshafsbandalagsríkjun- um að undanteknum Italíu og Luxembourg, sem höfðu ekki tök á að senda fulltrúa í þetta skiptið. , Varnir áfram nauðsynlegar ' Mótið var sett þann 4. júlí með stuttri ræðu, er Hans Eng- en, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs fluttii Síðan flutti Per Gustavsen, deildarstjóri í Norska Eíkisbankanum erindi, er fjall- aði um efnahagslega endurreisn Atlantshafsbandalagsríkjanna frá stríðslokum til dagsins í dag. Drap hann meðal annars á það, að þótt dregið hefði úr stríðs- hættunni í Evrópu þá væri langt frá því, að Atlantshafsbanda- lagsríkin mættu nokkuð draga úr vömum sínum. I>egar Krús- jeff talar um friðsamlega sam- búð, þá hugsar hann um stríð á efnahagssvæðinu. Eftir þetta fróðlega erindi svaraði fyrirles- arinn spurningum frá þátttak- endum og urðu miklar umræð- ur um erindi þetta. Um kvöldið kom þjóðdansa- flokkur frá Osló og sýndi þjóð- dansa. Aðstoð við vanþróuð lönd Næsti dagur hófst með því að prófessor G. M. Gerhardsen flutti erindi er fjallaði um hið mikla bil sem er á milli hinna vanþróuðu rikja og þeirra vest- rænu. Ræddi hann nokkuð um þá efnahagslegu aðstoð, er hin vestrænu ríki hefðu látið van- þróuðu ríkjunum í té, hvernig sú aðstoð hefði verið notuð og árangur af henni. Að endingu sagði prófessor Gerhardsen, að hin vestraenu ríki yrðu stórlega að auka efnahagsaðstoðina og þó sérstaklega til hinna nýju ríkja í Afríku. Eftir erindið urðu fjörugar umræður. Eftir hádegið flutti -dr. Lewis Coser, prófessor Brandeis há- skólans í Bandaríkjunum, er- indi, sem hann nefndi „Vestræn aðsloð og pólitísk uppbygging hinna vanþróuðu ríkja“. Var erindið hið athyglisverðasta í alla staði. Minntist hann m. a. á það, að efnahagsaðstoð sú, sem hin vestrænu ríki hafa veitt vanþróuðu löndunum, hefur öll verið úthlutað á vegum hinna ýmsu alþjóðastofnanna, en þessu væri á allt annan veg háttað með kommúnistaríkin; þau út- hlutuðu sinni aðstoð í eigin nafni og með tilheyrandi áróðri. Útþensla koinmúnismans stöðvuð Næsta dag, þann 6. júní, flutti Finn Moe, formaður utanríkis- máladeildar norska stórþingsins erindi, * * sem hann nefndi „At- l&ntshafsbandalagið á krossgöt- um“. Rakti hann aðdragandann að stofnun bandalagsins og vandamál þau, er það á við að Ferð FUS í Skagafirði UM NÆSTU helgi efnir Félag ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði til skemmtiferðar. Lagt verður af stað í býti á sunnudagsmorgun og fyrst haldið til Sigluf jarðar; þaðan verður förinni svo haldið á- fram síðdegis til Ólafsfjarðar og verið á héraðsmóti Sjálf- stæðismanna sem þar fer fram um kvöldið. Að þvi loknu verður haldið heimleið- is aftur. glíma i dag. Sagði hann m. a., að síðan bandalagið var stofn- að, hefði ekki einn einasti fer- þumlungur landa í V.-Evrópu orðið kommúnistum að bráð. — Síðar þennan sama dag var þátt takendum boðið að skoða ráðhús ið í Osló, en að þvi loknu hafði borgarstjórinn boð inni fyrir þátttakendur. Hinn 7. júní var farið að Eiðs velli og staðurinn skoðaður og rakin sjálfstæðisbarátta Norð manna. Daginn eftir flutti aðstoðar- framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, Francois-Didier Gregh, erindi, sem fjallaði um undirróðursstarfsemi kommún- ista í hinum vanþróuðu ríkjum með sérstöku tilliti til efnahags- mála. Drap hann meðal annars á það, að kommúnistaríkin veittu vinveittum ríkjum í Asíu, Af- ríku og Ameríku (Kúbu) lán með vöxtum og lánstíma, sem væru ákveðin án nokkurs tillits til sams konar lána, er Alþjóða bankinn veitir. Síðast en ekki sízt veita kommúnistaríkin lán þessi eingöngu til að afla sér pólitískra ítaka í viðkomandi löndum. Eftir þetta stórfróðlega erindi svaraði fyrirlesari spum- ingum frá þátttakendum, og urðu umræður mjög fjörugar. Umræður fram á nótt Föstudaginn 9. júlí hélt pró- fessor G. M. Gerhardsen aftur erindi. Fjallaði það um árangur þann,* sem Norðmenn hafa öðl- azt í tilraunum sínum í Kerala á Indlandi, en eins og menn ef til vill muna veittu Norðmenn Indverjum mikla tæknilega að- stoð bæði á sviði fiskveiða og iðnaðar. Prófessor Gerhardsen sýndi kvikmyndir til skýringar erindi sínu og vöktu þær verð- skuldaða athygli. í byrjun námskeiðsins höfðu verið kosnar fjórar nefndir til að fjalla um vandamál vanþróuðu Þórður Guðjohnsen sést hér (á dökkri skyrtu) við störf einni af nefndum námskeiðsins. landanna. 1. nefnd fjallaði um málefni Afríku. 2. nefnd fjallaði um málefni Asíu, sérstaklega Indlands. 3. nefnd fjall- aði um mólefni Mið-Ameríku. 4. nefnd fjallaði um málefni landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs og átti undirritaður sæti í hennL Um kvöldið skiluðu nefnd ir þessar áliti og hófust strax umræður um þau, er stóðu langt fram á nótt. Gott tækifæri smærri ríkja Laugardagsmorgun flutti Mr. Robin Hóoper, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins fyrir pólitísk málefni, er indL Lagði hann áherzlu á það, að Atlantshafsbandalagsríkin yrðu ávallt að vera reiðubúin að mæta árásum kommúnista á hvaða sviði sem er, pólitísku sem efnahagslegu. Sagði hann ennfremur, að innan bandalags- ins gæfist smærri ríkjunum gott tækifæri til að hafa áhrif á þá stefnu, sem mörkuð væri í al- þjóðamálunum, í stað þess að stórveldin mörkuðu stefnuna ein. Nils Langhelle, forseti norska Stórþingsins, sleit síðan nám- skeiði þessu með stuttri ræðu. Freistari Gagarins ÞJÓÐVILJINN birti nýlega sögu af amerískum rithandasafnara á Keflavíkurflugvelli, sem blaðið hermir að árangurslaust hafi reynt að fá sýnishorn af rithönd geimfarans Gagarins, þegar hann var hér á ferð fyrir skömmu. Þjóðviljinn segir svo frá: „Hon- um (þ. e.- rithandasafnaranum) lá ekki annað á hjarta en að fá Gagarín til að skrifa nafn sitt á sa-nanvafða peningaseðla, sem hann hafði safnað saman nöfnum á í gegnum árin. M. a. höfðu Klaufaskrif ungkommúnista Á ÆSKULÝDSSÍÐU „Þjóðvilj ans“ birtist stundum þáttur, sem nefndur er „Við braut- ina“. Ekki verður betur séð en nafnið eigi að vera tákn þess, að ungkommúnistar telji sig keppai.t við að detta aldrei langt út af línunni. Það sé svo aftur einskær hógværð, að þátturinn heitir ekki fullum fetum „Á línunni". — En lót- um nafngiftina vera; hún er sjálfságt ekki eins „út í blá- inn“ og sumt annað hjá ung- kommúnistum. * * * Það sem ritriddurum um- ræddrar æskulýðssíðu lá hvað þyngst á hjarta nú fyrir skömmu var koma austur- þýzka skemmtiferðaskipsins „Fritz Heckert". Engan undr- ar þótt svo hafi verið, eftir þær móttökur, sem kommún- istar, ungir jafnt sem gamlir, fengu þar um borð. Það eru þó ekki kræsingarnar, sem gerðar eru að umtalsefni í skrifunum, heldur það — að enginn skyldi hafa flúið af skipinu. Skin skært í gegn, að ungkommúnistar — og þá að líkindum ekki síður hinir, sem meira vita — hafa verið með lífið í lúkunum um að þeir, sem á skipinu voru, allt frá hvítklæddum yfirmönnum nið ur í jafnvel sótsvartar skips- rotturnar, hlypu í land, jafn- skjótt og festar yrðu bundnar. Þessi ótti hefur vissulega ekki verið ástæðulaus — eins og flóttamannastraumurinn aust- án að á undanförnum mánuð- um er gleggstur vottur um. Það er hins vegar æði broslegt, þegar ungkommúnistar ætla sér nú — eftir að þeim er runn inn mesti skjálftinn — að benda á þessi óvæntu tíðindi Og láta með þeim í veðri vaka, að það sé nú aldeilis ekki áhugi fyrir því í austri, að flýja „sæluna". En þetta sýn- ist einmitt vera tilgangurinn með umræddum skrifum. Þeir mega svei mér vera svangari en íslendingar almennt, sem gleypa þessa snöggsoðnu fæðu umhugsunarlaust. * * * Einhver „s. q.“ — ess kú — skrifar undir þessa þraut- hugsuðu speki, sem ekki þarf að efa að sé „á línunni" eða a m. k. við hana. En það verð- ur að segjast, þó að sjálfsagt sé að virða viljann fyrir verkið, að nóg eru skrifin klaufaleg, til að undirskriftin hæfi. rússneskir verkfræðingar skrifað nöfn sín á dollaraseðil hjá hon- um, er hann hitti þá í Alaska í stríðslokin. Ameríkaninn komst í veg fyrir Gagarin, er hann gekk af fundi fréttamanna, en Gagarin misskildi Ameríkanann auðsjáan lega, því er hann rétti fram pen- inginn hristi Gagarin höfuðið ákveðinn á svip. Fréttamaður Þjóðviljans ætlaði að koma Ameríkananum til hjálpar, en ringulreiðin og troðningurinn var svo mikill, að Ameríkaninn fékk ekki færi á að hitta Gagarin aft- ur“. Þjóðviljanum, sem er ákaflega stoltur yfir viljafestu geimfarans virðist þó sjást yfir aðalatriði málsins og kann auðsjáanlega ekki að draga réttar ályktanir áf atviki þessu. Auðvitað var þetta einn af þessum slæmu Ameríkönum, sem allsstaðar vilja vera til bölvunar. Hann hefur greinilega verið bú- inn að frétta af hinni nýju lög- gjöf í Sovétríkjunum, sem leggur dauðarefsingu við misferli með er lendan gjaldeyri. Freistarinn kom svo fram fyrir Gagarin í gervi nthandasafnara, stakk að hon- um dollaraseðli og ætlaði með því að koma geimfaranum í gapa stokkinn. En Gagarin hefur senni lega vitað um hverjar hættur biðu hans og snerti ekki á seðl- inum, heldur „hristi höfuðið ákveðinn á svip“. En hver gat líka ímyndað sér að Gagarin færi að líta við nokkr um dollaraseðlum eftir allt það veraldargengi, sem honum hefur hlotnazt að undanförnu. Hann, sem er nýbúinn að fá til umráða fjögurra herbergja íbúð fyrir sig, konu sína og börnin sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.