Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 20
20
MOHCniyBLAÐlÐ
Fimmíudagur 24. ágúst 1961
En þegar því sleppti, var þetta
ekki til neins góðs. Sannleikurinn
er sá, að ég tók þetta svo nærri
mér um tíma, að næstum var orð-
inn sorgarleikur úr öllu saman.
Lífsgleðin
Ekki leið á löngu, unz ég var
erðin útvarps- og kvikmynda-
leikkona með. Lagasmiðurinn
Shelton Brooks, höfundur „Some
of These Days“, hafði heyrt mig
syngja. Hann fékk eitthvað fyrir.
útvarpsvinnu og hélt, að ég gæti
leikið eitthvað af hlutverkunum
í því, sem hann vann að. Það
var einhver framhalds-tilfinn-
ingavella, Sannar ástarraunir,
eða eitthvað í þá áttina. Því var
útvarpað á daginn, að minnsta
kosti unnum við að því á morgn-
ana, svo að það rakst ekki á ann-
að. Shelton lék tvö eða þrjú
hlutverk í sama leikritinu. Stund
um var hann bæði kjallarameist-
arinn og eiginmaðurinn. Eg lék
þjónustustúlkuna og eiginkon-
una. Það voru sex hundruð á
dag, þá dagana, sem unnið var.
Og allir vita, hvernig þessi fram
haldsleikrit um raunir Maríu
geta haldið áfram í það enda-
lausa. Höfundunum tókst að láta
smá orðasennu duga vikum Sam-
an. Þetta var ágætt fyrir sex
hundruð á dag.
Shelton hlýtur að hafa verið
um fimmtugt þá, og þá er hann
eldri en drottinn sjálfur núna.
En þeir yngri eru ekkert snið-
ugri. Hann leikur enn ágæt blues
á píanóið, og getur látið mann
rifna af hlátri.
Þegar ég var búin að fá alla
þessa reynslu, áleit Shelton að
ég gæti reynt við kvikmyndirn-
ar. Ekki var það nú samt í Holly
wood, heldiur Astoria á Long Is-
land. Hann fékk handa mér hlut-
verk, götuatriði í mynd með Paul
Robeson. Eftir það fékk ég raun-
verulegt hlutverk í stuttri mynd
með Duke Ellington. Það var
revía með einhverjum sögu-
þræði, og ég fékk þar að syngja
svolítið — reglulega skemmtilegt
lítið lag. Það var það góða við
þetta.
Verra var að sjálfsögðu, að ég
var láti leika götudrós. Á móti
mér lék gamanleikari, sem áreið
anlega á eftir að kála mér, því að
ég get ekki munað, hvað hann
heitir. Hann lék unnusta minn
eða alfons. Hann átti að berja
mig.
Hann sló mig niður um það
bil tuttugu sinnum fyrsta töku-
daginn. í hvert skipti lenti ég á
hörðu gólfinu, sem var málað
þannig að það líktist gangstétt.
Og ekkert var til að taka við fall
inu, nema hold mitt Og bein.
Monguninn eftir var ég svo aum í
skrokknum, að ég hafði ekki einu
sinni sinnu á að taka af mér
verstu föllin. Eg hlýt að hafa
lent að missta kosti fimmtíu sinn
um á þessari glerhörðu, máluðu
gangstétt, áður en maðurinn öskr
aði: „Hættið“.
Eg sá eitt sinn svolítið af þess-
ari merkilegu mynd í kvikmynda
verinu, en það var allt og sumt!
Mamma hélt auðvitað, að ég
væri á leiðinni að verða fræg
kvikmyndaleikkona, og sagði öll-
um að taka nú eftir, hvenær yrði
farið að sýna myndina. Eg veit
ekki, hvort einhverjir aðrir hafa
séð hana, en við sáum hana
aldrei. Hún var aðeins örstutt,
sennilega notuð sem aukamynd,
þegar Mikki Mús var ekki til
reiðu.
Við hefðum orðið að leigja
einkaspæjara, ef við hefðum vilj
að vita, hvar verið var að sýna
hana.
Flestir hinna hvítu, sem til
Harlem komu voru aðeins í æv-
intýraleit. Fæstir þeirra komu
með nokkra með sér. Einn af
þeim var kappi að nafni Jimmy
Donahue. Hann var að vísu
milljóneri, en hann kunni svo
sannarlega að lifa lífinu. Hann
lét ékki peningana sina halda
aftur af sér, eins og sumir gera.
Hann var búin að læra að njóta
— Bréf til þín frá Afríku!
lífsins. Og hann kunni sannar-
lega að skemmta sér, sá skolli.
Eina nóttina, rétt eftir að ég
var búin, það var svona um
dagmálaleytið, fór ég með
Jimmy upp á næturkrá Smalls.
Þar var líf í tuskunum, og alveg
mátulega fjörugt fyrir Jimmy.
Honum fannst hann vera heima
hjá sér. Hann samdi við eigand-
ann um að loka staðnum, og tók
að sér að halda einkaveizlu. Hann
byrjaði á gestgjafastarfinu þegar
í stað. Fyrsta verk hans var að
fara upp á sviðið. Eg hef aldrei
séð annað eins, hvorki fyrr né
síðar. Þegar kórstelpurnar komu
fram, stökk hann beint upp á
sviðið til þeirra.
„Spilið“, sagði hann við hljóm-
sveitina.
Svo greip hann stóran borð-
dúk, vætti hann í kampavíni, og
sveiflaði honum síðan í kringum
sig eins og dýratemjari í sirkus.
Meðan hljómsveitin spilaði „I
Cant Get Started", smellti Jimmy
þessari svipu í heila tvo kóra, og
hann smellti henni meira að
segja í takt, drengurinn sá. Hann
gerði danspíurnar alveg band-
vitlausar, en áhorfendur veinuðu
af hlátri.
Og aldrei var hann neyðarleg-
ur við neinn. Þegar hann var
búinn, kyssti hann allar stelp-
urnar og gaf þeim tvöþúsundkall
hverri. Að endingu skálaði hann
fyrir þeim 1 kampavíni.
Það var einnig einkennandi
fyrir Jimmy, að hann lét ekki
bara svona innan um negra, af
því að þeir væru lægra settir en
hann, eins og þeir gerðu sumir.
Aldeilis ekki. Hann gat átt til
að sprikla alveg eins á heima-
velli. Eg veit það, því að einu
sinni sá ég hann koma lífi í stein
dauða veizlu hjá Libby Holmann
í East Fifties.
Eiginmaður Libby var þá fyr-
ir nokkru dáinn, og hún hélt
veizlu til að halda upp á afmæli
barns síns. Hún gerði allt, sem
í hennar valdi stóð. Hljómsveit
Benny Goodmans lék þá á
Pennsylvania Hotel. Hún leigði
allt saman — Teddy Wilson,
Gene Krupa, Lionel Hampton,
Helen Ward og mig. Þarna var
fjöldinn allur af frægu fólki.
Við heilsuðum þeim öllum. Eg
man eftir, að frú Clark Gable var
þar, háskælandi ofan í kampavín
ið. Hún var þá nýskilin við Clark,
Og hann var í þann veginn að
kvænast Carole Lombard.
Allt var deyfðarlegt. Jimmy
var ekki ánægður með, hvað fjör
ið kom seint í mannskapinn. Eg
stóð og talaði við hann. Hann var
áhyggjufullur yfir því, Og var að
velta fyrir sér, hvað hann gæti
gert til hjálpar. Á endanum datt
honum eitthvað í hug, og hann
sagði: „Sjáðu, hvernig ég ætla
að vekja það til lífsins".
„Hvernig?" spurði ég. „Hér
erum við búin að hamast í tvo
tíma, eg og hljómsveitin, og ekk-
ert skeður. Hvað heldur þú, að
þú getir gert?“
Hann svaraði því ekki. Hann
gekk að vængjahurð, er skildi
hinar tvær stóru stofur að, ræskti
sig og tilkynnti: „Nú byrjar gam-
anið, herrar mínir og frúr“.
Enginn leit til hans, ekki einu
sinni, þótt hann færi úr jakkan-
um á eftir.
Eftir augnablik kom hann aft-
ur, og nú klæddi hann sig úr
skyrtunni. En enginn gaf því
mikinn gaum.
Hann gafst þð ekki upp. Næst,
er hann kom fram, fór hann úr
bpxunum. Þá fyrst var farið að
taka eftir honum. Hann hélt svo
þarna afklæðningarsýningu eftir
öllum kúnstarinnar reglum.
Allir veltust um, og nú byrj-
aði gamanið. Clifton Webb þiðn-
aði nú og fór að dansa. Eg hef
aldrei séð neinn karlmann dansa
eins. Eg býst líka við, að maður
þurfi að vera jafn rikur og hann
til að geta leyft sér að dan ja á
borðum, stólum, sófum og yfir-
leitt öllu, nema loftinu og veggj-
unum.
Við höfðum verið leigð í þrjá
tíma, en klukkan var orðin níu
næsta morgun, þegar ballið var
búið. Þegar Benny fór að hóa
saman mannskapnum til að fara
með þá heim, fundum við alla
nema Lionel Hampton. Hann sást
hvergi. Þá var farið að leita. Og
hvar haldið þið, að við höfum
fundið hann? Aleinan í herbergi
uppi á lofti, hrjótandi eins og
hrút, og með digra kampavíns-
flösku í örmum sér.
Gladys, kona hans ætlaði að
steindrepa hann. Hún hafði kom-
ið með okkur um kvöldið, og
setið alla nóttina úti í bíl, og beð-
ið eftir að við værum búin.
Gladys var séð, löng-u áður en
þau fóru að hafa það eins gott
og nú. Hún vakti yfir hverju
skrefi Lionels og gerði áætlun
um það næsta. Hún á mikinn
iþátt í að Lionel er sá, sem hann
nú er.
Þá áttu þau ekki svo mikið sem
fyrir einni kampavínsflösku. Nú
gengur Gladys með fleiri þúsund
króna hatt. Hún er með hatta-
dellu, stúlkan sú. En það er víst
óhætt að segja, að hún hafi erf-
iðað fyrir þessum kollum.
Hvað, sem öðru líður, var þetta
hrikaleg veizla — eins og veizlur
eiga að vera. Eg mun aldrei
gleyma henni, og Jimrny ekki
heldur. Eg vildi ekki eiga að
halda svona samkvæmi, án þess
að hafa Jimmy til að koma því í
gang.
Nú birtir til
Eg fór í hljómsveit Count
Basie til að græða peninga og
sjá heiminn. í nærri tvö ár sá
ég ekkert annað en innrétting-
una í Blue Goose langferðabíl,
og aldrei tókst mér að senda
krónu heim.
Þegar ég byrjaði í Log Cabin
fékk ég sjöhundruð á vik-u. Þeg-
ar ég fór til Clarke Monroés
Uptown House fékk ég fimmtán
hundruð — það er að segja, þá
sjaldan ég fékk greitt að fullu.
Oftast kom Clarke, og sa-gðist
vera í kröggum og fékk mér frá
sex ög upp í átta hundruð. Þeg-
ar ég krafði hann um afganginn,
fór han að tala u-m, hvað mikið ég
'fengi í þjórfé frá hinum og þess-
um.
KvÖld eitt hafði rnað-ur nokkur
gefið mér tvö þúsundkall þarna
á búllunni fyrir hreint ekki neitt,
Og Clarke minntist á það í hvert
| skipti, sem ég bað hann um af-
ganginn af því, sem hann skuld-
aði mér. Og ég, sem hafði jafnvel
eytt af m-ínum eigin peningum
til að halda þessu greni gan-g-
andi. Eftir að platan m-ín með
Teddy Wilson fór að seljast, hafði
ég látið mála stórt pappaspjald
og fengið Clarke það til að setja
upp svo að það drægi fólk inn.
Eg var búin að fá nóg af þessu.
Eftir að ég hætti á Apollo fór
ég á franskan næturklúb-b í
Montreal. Þetta var fyrsta vinn-
an utan New York, og ég naut
þess. Þar bragðaði ég kampavín
í fyrsta skipti, þótti það vont —.
og þykir enn. En mér geðjast að
fólki. Þarna kynntist ég dásam-
legum kanadískum strá-k. Hann
var alltaf að tala um, að skoti
skemmdi í mér röddina og reyna
að fá ofan í mig kampavki. En
ég drakk bara kam-pavín með hon
um og laumaðist svo fram í eld-
hús og hreinsaði þar munninn
með skota. Hann var prýði3
drengur, en svo fékk fjölskylda
hnas veður af því, hvað fram
fór og sendi hann burtu 1 hvelli.
a
r
í
ú
ð
— Kom nokk-uð fyrir við stí-
urnar í nótt, Markús?
V — Nei Sirrí . . . Andy og Afi
steggur sáu um það!
— Hvar er pabbi?
— Hann fór að líta eftir dýr-
unum . . . Mér heyrist hann
vera að k-oma!
— Markús! Sirrí! Það hafa
horfið tvær geitux til viðbótar!
— Hvað þá?
aitltvarpiö
Fimmtudagur 24. ágúst
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
— 12:25 Fréttir og tilk.).
12:55 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttur
(Kristín Anna Þórarinsdóttir).
15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05
Tónleikar. — 16:00 Fréttir og
tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30
Veðurf regnir).
18:30 Tónleikar: Lög úr óperum.
18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veður*
fregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: Balletttónlist úr óp.
Faust eftir Gounod. — Fílharm-
oníuhljómsveitin 1 Míinchen leilc
ur. Fritz Lehmann stjórnar.
20:25 Erindi: Fundið Island (Arnór
Sigurjónsson rithöfundur).
20:55 Tónleikar: Paettir úr óperunnl
„Tannháuser” eftir Wagner. —
Elisabeth Grummer og Gottlob
Frick syngja með.kór og hljóm-
sveit ríkisóperunnar í Berlín.
Franz Konwitschny stjórnar.
21:15 Erlend rödd: „Hléið fyrir þriðja
þátt“ eftir Gerard Heard (Guð-
mundur Steinsson rithöfundur),
21:35 Ballettmúsik úr „Faust“ eftir
Gounod (Fílharmoníusveit Múnc
henar leikur. Stjórnandi: Fritz
Lehmann).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Zimin“ eftir Janko
Larvin, í þýðingu Brynjólfs
Sveinssonar; fyrri hluti (Flosi
Ölafsson).
22:30 Sinfóníutónleikar: „Hetjulíf“ —
hljómsveitarverk eftir Richard
Strauss. Hljómsveit leikur und-
ir stjórn Fritz Reiner.
23:15 Dagskrárlok.
Föstudagur 25. ágúst
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón
leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35
Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —»
12:25 Fréttir og tilk.).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku,
13:25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. «—
15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir
og tilk. — 16:05 Tónleikar.
16:30 Veðurfregnir).
18:30 Tónleikar: í>jóðlög frá ýmsum
löndum.
18:55 Tilkynningar.
19:20 Veðurfregnir.
19:30 Fréttir.
20:00 Tónleikar: „Rökkur**, hljóm*
sveitarverk eftir Zendrich Fibich#
— Tékkneska fílharmoníuhljóm-
sveitin leikur. Karel Sejna stj.
20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson),
20:45 Einleikur á gfta-r: Andrég Sego«
via leikur verk eftir Sors, Vilia-
Lobos og Joaquin Rodrigo.
21:00 Upplestur: Guðbjörg Þorbjam-
ardóttir les ljóð eftir Jón Öslfr-
ar og Stefán Hörð Grimsson.
21:10 Tónleikar: Kórar syngja syrpu
af vinsælum lögum.
21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux-
inn“ eftir Kristmann Guömund&f
son; V. (Höfundur les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Kvöldsagan: „Zimin“ eftir Jank»
Larvin, í þýðingu Brynjólfs Sveins-
sonar; síðari hluti (Flosi Ölafs-
son).
22:30 I léttum tón: X>ýzk dans- og dæg
urlög, sungin og leikin.
23:00 Dagðkrárlok.