Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 13
Fimmt'udagur 24. ágúsl 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Segir Krúsjeff
ÍBÚAR Vestur-Berlínar gera
sér vel ljóst, hver hætta lífi
þeirra og frelsi er húin
vegna hinna beinu ógnana og
hótana Krúsjeffs í seinustu
áróðurssókn hans. Berlínar-
búar hugsa mikið um stjórn-
mál, eins og eðlilegt er í
þessari umkringdu horg, og
hver borgari tekur hiklaust
afstöðu til heimsmálanna,
enda ahnenn þekking á þeim
óvenju mikil meðal íbúanna.
Menn eru heldur ekki feimn-
ir við að votta afstöðu sína.
Hvar annars staðar en í
Berlín fari hundruð þús-
unda í göngur og á torg-
fundi til þess að hlusta á
ræðumenn tala um „frelsið“
og hylla það hugtak? Sá,
sem dvalizt hefur í Berlín
eftir heimsstyrjöldina síðari,
veit, að Berlínarbúum er
það hugtak heilagt og lif-
andi. —
Gengið á réttindin
sniátt og smátt
En þótt Berlínarbúar geri sér
Ijósa hættuna af hinum beinu
ógnunum, telja þeir samt aðra
hættu enn meiri. Þeir óttast
þrákelkni Krúsjeffs og lepps
hans, Ulbrichts, við að fram-
kvæma áætlun Rússa um að
l-ýra jafnt og þétt réttindi
Veturveldanna í Berlín. Þau
réttindi byggjast beinlínis á hin-
um sameiginlega sigri yfir Hitl-
er og voru þá þegar ákvörðuð
á Ijósan og óumdeilanlegan hátt.
Frá stríðslokum hafa Sovétríkin
neytt allra bragða í smáu og
stóru til þess að ganga á lög-
legan rétt Vesturveldanna, rang-
fært og reynt að útþynna fjór-
veldasáttmálann, sem tryggir
rétt Frakklands, Bretlands og
Bandaríkjanna til þess að hafa
hersetu í Berlín. í upphafi var
hersetan hugsuð sem valdsýning
sigurvegara í sigraðri höfuð-
borg, en nú hefur hún öðlazt
mun traustari siðferðilegan
grundvöll: Vemd frelsisunnandi
fólks, sem saup biturt seyði af
íiazismanum á sínum tíma, og
kærir sig ekki um að súpa af
bikar kommúnismans.
Kommúnistar eru greinilega
ákveðnir í að ná allri Berlín á
sitt vald með einhverjum ráð-
um, enda er Vestur-Berlín
þeim af mörgum ástæðum
þyrnir í augum. Hún er eyland
frelsisins 1 miðju harðstjórnar-
ríki leppsins Ulbrichts. í Vest-
ur-Berlín ríkir stjórnmálalegt
frelsi og efnahagsvelmegun. ____
'Allur samanburður við Austur-
Berlín er kommúnistum í óhag.
Krúsjeff komst því einkar vel
»ð orði, þegar hann sagði:
„Vestur-Berlín er eins og bein
í barka okkar“.
Þessi kynlega mynd var tek-
in viS gaddavírsgirðingu
kommúnista á Berbauer
Strasse í Berlín fyrir fáein-
um dögum. Hún sýnir austur-
þýzkan varðmann stökkva í
öllum herklæðum yfir girð-
inguna, sem kommúnistar
neyðast til þess að reisa milli
hernámssvæða Sovétveldanna
annars vegar og svæða
Frakka, Breta og Bandaríkja-
manna hins vegar.
Nokkrir ljósmyndarar frá
Reuter og öðrum fréttastofn-
unum voru staddir við mörk
sovéthersetna hluta Berlínar
og Vestur-Berlínar, þegar
þeir tóku eftir því, að einn
varðmanna austan megin gaf
þeim merki með fingrabend-
ingum. Sá ljósmyndaranna,
sem fyrstur veitti fingrameld
ingunum athygli, hvíslaði að
stéttarbræðrum sínum að
hafa sig hæga. Varðmaðurinn
f jarlægðist smám saman hina
varðmennina og nálgaðist
borgarhlutamörkin. — Þegar
hann var kominn nógu ná-
lægt, miðuðu allir hinir ljós-
myndararnir vélaaugum sín-
um á varðmannahnappinn. —
Eins og kunnugt er, hefur
þeim verið gefin fyrirskipun
um að láta ekki mynda sig.
Þess vegna sneru allir sér
undan, þegar myndavélarnar
beindust að andlitum þeirra,
enda segja flóttamenn, að
myndavélin geti ekki gefið
sanna mynd af neinum, með-
an hún nái ekki inn í sálina.
— Lögreglumaðurinn notaði
tækifærið, tók á rás og stökk
yfir gaddavírstjaldið, meðan
hinir forðuðu andlitunum frá
kapítalískum myndavélum.
Hann sagði á eftir, að flótt-
inn hefði kannski verið erfið-
ur líkamlega, en hann væri
einn af fáum hamingjusöm-
um, sem ekki þyrftu að
„væta kinn vegna konu og
barna“. Hann bætti því við,
„að óþarfi væri að kveða upp
dóm yfir sér og sínum lík-
um“, flóttinn einn sannaði
málstað hinna kúguðu.
Stríðsóttinn hagnýttur
Ibúar Vestur-Berlínar óttast
nú, að hinar beinu hótanir
kommúnista veki svO mikinn
ugg meðal vinaþjóða í vestri,
að enn einu sinni verði látið
undan að einhverju leyti — enn
gengið á hin löglegu og samn-
ingsbundnu réttindi, — og að
almenningi á Vesturlöndum
létti, þegar þessari sóknarlotu
komúnista linni, og finnist mik-
ill háski vera hjá liðinn, og
fórnirnar smávægilegar miðað
við heimsstyrjaldarhættu.
Enginn vafi leikur á því, að
Krúsjeff býst við áframhaldandi
linkind af hálfu andstæðing-
ana„ þegar hann skipar Ulbricht
að brjóta nýja og nýja grein
fjórveldasáttmálans. Um ieið
auglýsir hann „friðsamlegan til-
gang“ sinn og vinnur ný heit
að „réttlátri sannfæringu" sinni
um að Berlín eigi að vera
„frjálst borgríki". Ekki hefur
hann fyrr lokið við að senda
frá sér straum slíkra faguryrtra
yfirlýsinga, en hann þeytir úr
sér harðorðum stríðsógnunum í
þeim tilgangi að hræða andstæð-
ingana frá því að veita mót-
stöðu. Jafnframt vill hann læða
því inn í hugi fólks á Vestur-
löndum, að ekki sé verjandi að
grípa til vopna af svo „smá-
vægilegu“ tilefni, sem hvert
samningsbrot í Berlín kann að
virðast hverju sinni.
Krúsjeff er lærisveinn Stalíns
Þessi aðferð er engan veginn
ný af nálinni. Stalín notaðist við
hana með sæmilegum árangri,
löngu áður en Krúsjeff fram-
kallaði hættuástandið í nóvem-
ber 1958. Meðan Stalín var á
lífi, var þegar farið að ganga á
réttindi Vesturveldanna í Berlín.
Þegar sovézkir hermenn voru
látnir hindra störf varðmanna,
sem bandamenn höfðu á þjóð-
veginum milli Berlínar og V-
Þýzkalands, í maí 1952, lögðu
Vesturveldin þessar stöðvar nið-
ur. —.
Á fyrstu árunum eftir stríðs-
lok höfðu Bandaríkjamenn og
Bretar að nokkru leyti umráð
yfir smásvæðuftr innan her-
námssvæðis Rússa í Austur-
Þýzkalandi. Þessi svæði lágu
meðfram þjóðveginum frá Berlín
til Vestur-Þýzkalands, og þar
gátu ferðalangar hvílzt, og fjöl-
skyldur hermanna í Berlín
skruppu þangað á sumrin. —
Vesturveldin létu alla stjórn á
þessum svæðum ganga úr hönd-
um sér þegjandi og hljóðalaust.
Sovétríkin þurftu ekki annað en
að ógna nógu grimmilega; þá
var látið undan og hopið rétt-
lætt með hugsunarhættinum:
Það er ekki hægt að hætta á
styrjöld vegna þessara „smá-
muna“.
Vesturveldin hafa jafnvel lát-
ið undan kröfum Rússa um um-
um eftirlit með aðgangi að sov-
étsvæðinu í Berlín. Ulbricht og
menn hans hafa aldrei öðlazt
neinn rétt til þess að hefta
samgöngur í Berlín, takmarka
umferð og hafa eftirlit á landa-
mærum þar. Samkvæmt fjór-
veldasamningnum, sem Rússar
eru auðvitað enn fullgildir að-
ilar að, er samgöngufrelsið
tryggt á ábyrgð fjórveldanna.
Einungis samkomulag fjórveld-
anna um breytingu á samning-
um getur ákveðið samgöngu-
hömlur á borð við þær, sem
Ulbricht var látinn framkvæma
í september síðastliðnum.
Síðan 8. september 1960 verða
vestur-þýzkir borgarar, sem
Berlín — Pankow, án þess a8
tilskipunin frá 8. september
væri numin úr gildi. Þannig
tókst Urbricht að sýna heimin-
um og sanna, að hann gæti
raunverulega sniðgengið alþjóða
lög og samninga. Hann vill láta
taka eftir því, að honum tókst
að hegða sér eftir eigin ger-
ræði og geðþótta á borgarhluta-
mörkunum í Berlín, eins og þar
væri um ríkislandamæri að
ræða. Hann þarf líka að standa
sig, þegar Krúsjeff horfir á
hann. Hann veit, að jarlstign
hans týnist um leið og Rússum
finnst hann ekki lengur not-
hæfur áburðarklár til skítverk-
anna.
Sálarlíf Ulbrichts
Hverjar hræringar búa í sál
Ulbrichts? er spurning, sem
bæði stjómmálamenn og sálfræð
ingar velta fyrir sér. — Um
margra ára skeið hefur hann
heitið þjóð sinni, að fyrirheitna
sæluríkið væri skammt undan.
Hann fékk einstakt tækifæri til
þess að byggja upp kommúnískt
ríki með langöguðum þegnum,
sem vanir eru að lúta sterku
ríkisvaldi og hlýða án þess að
mögla eða malda of mikið í
móinn. Allt hefur honum mis-
tekizt. Efnahagur landsins má
heita í molum, iðnaður og land-
búnaður sífelldur hallarekstur
og hallæri meðal almennings.
„Frjáls og friðsamleg
samkeppni“
Berlín er eini staður veraldar,
þar sem kapítalismi og komm-
únismi mætast í „frjálsri“, frið-
samlegri samkeppni". Árangur-
inn ber síðarnefndu stefnunni
hörmulegt vitni. Austur-þýzka
stjórnin heldur dauðahaldi í
gengisskráninguna: eitt austur-
mark gegn einu vesturmarki,
meðan hægur vandi er að fá
4.50 austurmörk fyrir eitt vest-
ur-þýzkt á frjálsum markaði. —
Krúsjeff prédikar daglega ágæti
„frjálsrar, friðsamlegrar sam-
keppni hinna tveggja efnahags-
kerfa“, en hann gleymir þá
veslingnum Ulbricht, sem remb-
ist við að halda í sitt falsgengi,
og gerir allt til þess að hindra
„samkeppnina".
Sæluríki sósíalismans
girt gaddavír
Ulbricht er í þeirri einstæðu
aðstöðu allra valdhafa, að þurfa
beinlínis að girða þegna sína
innn gaddavírsgirðinga, múr-
veggja, síkja og skotturna, en
hefur samt misst fjórar milljón-
ir þeirra úr höndum sér. Þessi
ægilegi landflótti talar sínu
Yfírffantfur kommúnista
í Æterfín nær hámarki
sjón með herflutningalestum
þeirra, sem aka yfir sovét-her-
setið svæði. Á þessu sviði hafa
Sovétríkin mun meira athafna-
frelsi, þar eð réttindi Vestur-
veldanna til flutninga og sam-
gangna voru aldrei skráð ná-
kvæmlega, og mörg þeirra
grundvallast einvörðungu á
hefð.
Það er ekki heldur hægt að
loka augunum fyrir þeirri stað-
reynd, að síðan í nóvember 1958
hefur aðstaða Vesturveldanna í
Berlín enn versnað. Látið var
undan kröfum og hótunum
Krúsjeffs, og fljótlega fallizt á,
að flugvélar, sem fljúga um hin
þrjú „loftgöng" á leið til eða
frá Berlín, skyldu ekki fljúga
ofar en í 3000 metra hæð. í
fjórveldasamningnum var mælt
fyrir um breidd loftgangnanna,
en ekki minnzt á hæð þeirra.
Ulbricht látinn hundsa
fjórveldasamninginn
Alvarlegasta áhlaupið á sam-
göngufrelsi innan Berlínar fram
að lokun járntjaldsins var gert
8. september 1960, þegar austur-
þýzka leppstjórnin var látin
gera algerlega ólöglega tilskipun
vilja aka í bifreið frá Vestur-
Berlín til Austur-Berlínar, að
sýna nafnskýrteini á borgar-
hlutamörkunum og sækja um
leyfi til austur-þýzku lögreglunn
ar, til þess að geta farið inn á
hernámssvæði Sovétríkjanna. —
Þarna framkvæmir austur-
þýzka leppstjórnin skýlaust og
stöðugt brot á alþjóðlegum
samningum í þeim tilgangi að
innlima Vestur-Berlín — borg-
arhluta, þar sem yfir ein millj.
manns býr, og tilheyrir ekki
Austur-Þýzkalandi samkvæmt al
þjóðalögum — í austurblokkina.
Gagnaðgerðir, en . . .
Vesturveldin svöruðu þessari
ofbeldistilskipun Ulbrichts með
því að banna embættismönnum
Sovét-Þýzkalands að ferðast til
Vestur-Þýzkalands. Ríkisstjórn
þýzka sambandslýðveldisins í
Bonn svaraði að sínu leyti með
því að stöðva viðskipti við A-
Þýzkaland. Smám saman var
samt slakað á þessum gagnað-
gerðum, og að lokum féllu þær
alveg niður. Viðskiptasamningur
var gerður á ný milli Bonn-
stjórnarinnar og leppstjórnarinn
ar 1 „fína hverfinu" i Austur-
máli. Austur-Þýzkaland er nö
eina land veraldar, þar sem
fólki fækkar. Óvíst er, hvernig
fara mundi í öðrum kommún-
istaríkjum, ef þar væri opið
hlið á járntjaldinu, eins og ver-
ið hefur í Berlín, og kommún-
istar neyðast nú til að loka.
Áður var þó búið að loka hlið-
inu í rúmlega hálfa gátt; t.d.
er Austur-Berlín lokuð frá A-
Þýzkalandi næstum því jafn-
tryggilega og borgarhlutamir í
Berlín hafa verið aðskildir.
Unga fólkið flýr
Landflóttinn eykur vitanlega
á óreiðuna í efnahagsmálum. —
Það, sem kommúnistum sárnar
meít, er að það er fyrst og
fremst ungt fólk, sem nýlokið
hefur námi, er flýr vestur á
bóginn. Seinasta loforð þeirra
um paradís á jörðu er miðað
við 1980, svo að í þeirra aug-
um er skiljanlegt, að miðaldra
og roskið fólk nenni ekki að
bíða gullaldar sósíalismans. En
að unga fólkið, sem þeir hafa
kostað ærnu fé til að mennta,
skuli ekki hirða um að bíða
velferðarríkisins, — það gengur
Frh. á bls. 17.