Morgunblaðið - 24.08.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. ágúst 1961
MORGUTSBLAÐIÐ
3
Reykjavíkurkynningin hef
ur nú staðið í sex daga og.
hefur aðsókn að henni ver
ið mjög mikil, þrátt fyrir ó-
hagstætt veður. í sambandi
við kynninguna hafa einn
ig verið farnar kynnisferð-
ir um hæinn, gamla hæinn,
nýju hverfin og Arbæ. —
Blaðamaður og ljósmynd-
ari Mbl. fóru upp á Haga-
torg í gær, gægðust um
gáttir í sýningarsölunum
og brugðu sér síðan í ferð
um gömlu Reykjavík.
Önn hjá afmælisútvarni
ÞAÐ SEM vakið hefur einna
Líkan af lauslegri hugmynd af miðbænum í Reykjavík. — Fremst á myndinni er Landakots-
kirkjan. Yzt til vinstri er höfnin. Yzt til hægri Tjarnarendinn og ráðhúsið.
Að lesa sögu í húsum og grjdti
mesta athygli við kynninguna
er útvarpsdagskráin, sem dag
lega er send út af sýningunni.
Við heimsóttum fyrst bæki
stöð útvarpsins í Melasikólan
um. Þar voru þeir Jón Sigur-
björnsson, magnaravörður og
Högni Torfason að leggja síð-
ustu hendur á atriði, sem
senda átti út eftir hálftíma.
Magnús Bjarnfreðsson var í
óða önn að velja plötur, og
enginn hafði tíma til þess að
sinna okkur.
Útvarpað er daglega frá kl.
4.30 til 7 og 8 til 10.30 þangað
til 28. þ.m. Sent er á árbylgju
Og' miðbylgju og heyrist dag-
skráin sennilega ekki lengra,
en kringum Faxaflóa.
Megum við segja, að mikið
sé hlustað á dagskrána hjá
ykkur, spyrjum við?
Við höfum engan síma
■vara þeir, án þess að líta upp
úr segulbandstækjunum, og
við höfum ekki tíma til þess
að lesa póstinn.
Margt að sjá og mikið
fiktað
í MELASKÓLANUM er fjöldi
manna að skoða sýningardeild
irnar og málverkin á veggjun
um. Milli skúra skjótumst við
svo yfir í Hagaskóla. Þar sjá
um við m.a. sýningardeild
skipulags bæjarins. Á miðju
gólfi æsistórt líkan af bænum,
eins og hann mun vera um
þessar mundir. Mikil dverga
srníð. Á veggjum hanga alls-
konar uppdrættir, en eins Og
kunnugt er snúast skipulags
mál að mestu leyti um líkön
og torráðnar flatarmálsteink-
ingar.
Þarna eru líka smærri líkön.
Eitt af fyrirhuguðu hverfi í
Safamýri, sem nú er óðUm að
byggjast. Þar hlýtur að verða
gaman að búa. Annað er af
miðbænum, lausleg áætlun um
útlit hans, með ráðhúsið
í tjörninni, eins og sumir taka
til orða, þegar þeir æsa sig
mikið upp.
Mikill handagangur var í
öskjum landsímans. Þar voru
smástrákar og fiktuðu mikið.
Verðirnir reyndu að halda
uppi aga.
„Svona látiði vera, strákar!“
„Megum við hringja, gerðu
það manni“, sögðu strákarnir.
Úti á sýningarsvæðiniu hafði
einn af þeim, sem á að erfa
landið, komizt í ba-bú-áhöld
gamla brunabílsins og linnti
ekki látum, fyrr en borðalagð
ur maður tók í taumana.
Þar var von í stræti
VIÐ LEGGJUM nú af stað í
kynnisferð um gamla bæinn.
Troðfullur áætlunarbíllinn
leggur upp frá Hagaskólanum
og niður í Suðurgötuna fyrir
sunnan Trípolibíó. Til leið
sagnar eru Pétur Pétursson,
sem enn er þekktastur undir
heitinu þulur, síðan hann las
í útvarp hér á árunum, og
Ásta Stefánsdóttir. Og við er
um strax komin á sögustaði.
Þarna var Grímsstaðaholt.
Það var fyrsti bærinn, sem
byggður var samkvæmt leyfis
bréfi á íslenzku. Það var nefni
lega svo mikið af íslenzkum
örnefnum í leyfisbréfinu, að
embættismenn féllust á
um síðir, að það yrði allt á ís
lenzku. Þarna við hornið á
Þormóðsstaðavegi er Litla
Brekka, eini torfbærinn í
Reykjvík. Þar býr nú formað
ur Dagsbrúnar, og þykir sum-
um hann full íhaldssamur í
húsnæðismálum.
Við hornið á Kirkjugarðs-
stígnum var Hólavallaskóli,
sem alræmdur var fyrir
drykkjuskap kennara og nem
enda. Var einhver að tala um
æskuna nú á dögum?
Beygt er inn Vonarstræti og
þar minnast menn fyrstu
mjólkurbúðarinnar. Þegar
Halldór Kiljan fór í fyrsta
skifti í leikhús, í Iðnó, sá hann
Fjalla-Eyvind og lék Guðrún
Indriðadóttir Höllu af mikilli
reisn. Laxnes hefur sagt frá
þvi, að hann hafi gengið í
leiðslu í marga daga á eftir.
Svo var það, að hann fór að
kaupa mjólk í gömlu mjólfcur
búðinni í Vonarstrætinu, og þá
kom Guðrún á morgunsloppn-
um sömu erinda. Laxnes varð
svo mikið um að sjá „Höllu“
svo hversdagslega klædda, að
hann féll í ómegin.
Vonarstræti heitir svo,
vegna þess að menn vonuðust
eftir, að þar yrði stræti. Það
minnir á, þegar Sólvallagatan
og göturnar þar í kring voru
í byggingu. Þá voru þær nefnd
ar manna á milli: Séstvalla-
gata, Ervallagata og Finnst-
vallagata.
Heilagsandastræti
LÆKJARGATAN var áður
kölluð Heilagsandastræti,
vegna þess, að þar bjuggu svo
margir kirkjunnar menn. Nú
er séra Bjarni þar einn eftir.
Þegar verið var að breikka göt
una, var séra Bjarni spurður,
hvernig honum litist á. Eg hlýt
að vera á rnóti þessum aðgerð
um, sagði Bjarni, eftir að vera
búinn að boða fólki þrönga
veginn í öll þessi ár.
Hvíta steinhúsið á horni
Lækjargötu og Skólabrúar er
byggt úr kalksteini úr Esju.
Hann var brenndur í kalkofn-
inum, sem Kalkofnsvegur heit
ir eftir.
Við Lækjartorg stendur
Stjórnarráðshúsið. Það var
upphaflega typtunarhús og
var þá glæsilegasta hús bæj-
arins. Þar sat eitt sinn Arnes
sauðaþjófur upp á vatri og
brauð.
Klúbbur og gapastokkur
MARGT FLEIRA ber á góma
í ferðinni. Fyrsta miðstöðin
var lögð í Kirkjuhvol. Annað
hús frá Kirkjuhvoli var fyrsta
tvílyfta húsið í bænum og
þótti það merkilegt á sínum
tíma. í því húsi var einnig
fyrsta eldavélin, en áður hafði
tíðkazt að byggja sérstök eld-
hús með tilheyrandi útbúnaði.
Á horni Thorvaldsenstrætis
og Kirkjustrætis var gamla
Reykjavíkurapótek. Þangað
var.það flutt úr gömlu Nes-
stofunni á Seltjarnarnesinu.
Við hinn enda strætisins er nú
Sjálfstæðishúsið. Þar var áð-
ur kvennaskóli. f húsi Ander-
sens klæðskera við Aðalstræti
bjó áður Jón Guðmundssön,
ritstjóri Þjóðólfs, helsti sam-
starfsmaður Jóns forseta. Það-
an má segja að frelsisbarátt-
unni hafi verið stjórnað í mörg
ár.
Hinn frægi veitingastaður
„Klúbburinn" var þar sem
Hjálpræðisherinn er, en gapa-
stokkur á núverandi vStein-
dórsplani. Fyrirmennirnir,
sem skemmtu sér í „Klúbbn-
um“ munu þó aldri hafa lent
í gapastokknum af góðum og
gildum ástæðum. Þar sem
gamla Geysishúsið er, var áð-
ur fálkahús innréttinganna. Þá
voru veiðifálkar einhver verð-
mætasta útflutningsvara lands
manna. Síðan þá hafa íslend-
ingar ekki flutt út vöru fyrir
kónga og æðstu fyrirmenn.
Núllið
ÞARNA á horni Aðalstrætis,
Hafnarstrætis og Vesturgötu
var áður kallað núllið. Þarna
hefjast þessar elztu götur bæj-
arins og númerin talin þaðan.
Hér var líka miðdepill verzl-
unarinnar í bænum fyrir eina
tíð. Þangað fluttist hún úr
örfirisey og þangað úr Hólm-
inum eða Holmens Havn, eins
og danskir nefndu staðinn.
Það var svæðið frá endanum
á Seljaveg og Ánanaust séð í
Akurey.^,
Stýrimannastígur er merki-
legur fyrir það, að hann er
ein af fáum götum í bænum,
sem enn halda sínu upphaf-
lega útliti.
Og svo erum við komin nið-
Frh. á bls. 23
Úr kynnisferðinni um gömlu Reykjavík.
STAKSTtlMAR
Alls staðar er verið
að byggja
Hvar sem komið er í kauptún
landsins, er verið að byggja ný
íbúðarhús og ýmiss konar mann-
virki. Mbl. átti nýlega leið um
kauptúnin í Barðastrandarsýslu,
Patreksfjörð og Bíldudal. Á
Patreksfirði er verið að byggja
heiit hverfi nýrra og myndar-
legra íbúðarhúsa. En þar hefur
um langt skeið ekki verið byggt
jafnmikið og nú. Kalla Patreks-
firðingar hið nýja íbúðarhúsa-
hverfi í gamni „viðreisnarhverf-
ið“. Segja sumir, að Framsókn-
armenn hafi gefið hverfinu þetta
heiti.
Á Bíldudal eru einnig nokkur
hús í byggingu.
Þetta gerist, þrátt fyrir það,
að vitað er, að erfiðleikar togara-
útgerðarinnar hafa t. d. á Patreks
firði valdið athafnalífi byggðar-
lagsins verulegu áfalli. En fólkíð
hefur engu að síður trú á fram-
tíðina og byggir sér ný og varan-
leg húsakynni. Það veit, að stjórn
landsins vinnur ötullega að því
að ráða fram úr vandamálunum
og að treysta grundvöll bjargræð-
isvega þess.
Móðuharðindi og meira
kaup
fslendingur á Akureyri birti
nýlega forystugrein undir þessari
fyrirsögn. Ræðir blaðið í þessari
grein skemmdarstarfsemi hinnar
óábyrgu stjórnarandstöðu gagn-
vart íslenzku efnahagslífi. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
hafa mánuðum saman staglazt á
því, að ríkisstjórnin væri að setja
landið á hausinn, viðreisnin væri
engin í efnahagslífinu, skuldir
rikisins ykjust, atvinnuvegirnir
hengju á hornriminni og allt rek-
ið með tapi.
En nú bregði allt I einu svo við,
að stjórnarandstaðan telji ekk-
ert auðveldara, en að kippa öllu
í lag. Ráð þeirra sé einfaldlega
að hækka kaupið. Með því á
að vera hægt að bægja „móðu-
haröindunum“ frá. Það á að vera
bjargráðið til þess að rétta við
atvinnuvegi og framleiðslutæki,
sem reknir eru með tapi.
Þannig er samræmið í mál-
flutningi stjórnarandstöðuflokk-
anna, segir fslendingur.
Enn girða kommúnistar
sig í verkfallsbrók
Þjóðviljinn skýrir frá því !
gær, að á fundi verkakvennafé-
lagsins Einingar á Akureyri, sem
haldinn var í fyrrakvöld, hafi
rerið samþykkt að segja upp
samningum félagsins við atvinnu-
rekendur frá og með 1. október
n.k. Ennfremur hafi á almenn-
um félagsfundi í Iðju, félagi verk
smiðjufólks á Akureyri, sem
haldinn var sl. föstudag, verið
samþykkt að veita stjórn félags-
ins heimild til að segja upp samn-
ingum félagsins við atvinnurek-
endur. Segir blaðið siðan, að nú-
verandi samningur félagsins sé
uppsegjanlegur frá 1. október
n.k., eins og annarra verkalýðsfé-
laga á Akureyri, sem sömdu í
vor til fjögurra mánaða.
Enn girða kommúnistar sig í
verkfallsbrók. Þeir virðast ekki
ætla að láta sitja við óhappaverk
sín frá sl. vori og sumri. Her-
ferðin á hendur framleiðslunni á
að halda áfram. Kommúnistar
vita, að þeir hafa Rússa að bak-
hjarli. Þeir eru reiðubúnir til
þess að ausa milljónum króna í
herkostnað íslenzkra kommún-
ista til þess að grafa undan grund
velli efnahagslífsins. Þetta ætti
nú að vera orðið öllum íslending-
um ljóst.