Morgunblaðið - 29.08.1961, Síða 2
2
MORCVTSBLÁÐIÐ
Þ'ríðjucíagur 29. agust 1961
Fegurstu garÖarnir
Hafnarfirdi
i
HAFNARFIRÐI: — Fegrunarfé-
lagið hefur nýverið úthlutað verð
launum fyrir fegursta garðinn í
Bænum. í ár hlaut garður-
inn að Kirkjuvegi 9, eign Ólafs
Sigurðssonar fiskimatsmanns,
heiðursverðlaun. Hverfisviður-
kenningu hlutu: Suðurbær: Garð
urinn Bæjarhvammur 2, eign
Axels Kristjánssonar. Austurbær:
Reykjovíkur-
kynningin
íromlengd
HEYKJAVlKURKYNNINGIN
hefir verið framlengd vegna '
mikillar aðsóknar og fjöl-
margra tilmæla frá bæjarbú-
um. Sýningardeildirnar í
Melaskóla og Hagaskóla verða
opnar þrjá daga til viðbótar
eða til miðvikudagskvölds
n. k. Verða þær opnar frá
17 til 23. Hvert kvöld kl. 21
verður kvikmyndasýning. Þá
verður dag hvern farið í bin-
ar vinsælu kynnisferðir um
bæinn. Þessar kynnisferðir
bafa verið fjölsóttar og fóru
t .d. yfir 500 manns í þær sl.
sunnudag.
Alls hafa nú sótt Reykja-
víkurkynninguna 3 7.500
manns, þar af 11.000 á sunnu
daginn. Sjálfri afmælishátíð-
inni lauk á sunnudagskvöldið
kl. 24 á miðnætti með því að
skotið var upp 175 flugeld-
um. Veður var fagurt og mik
ill hátíðabragur yfir þessum
lokadegi afmælis höfuðborg
arinnar.
| Garðurinn Lækjarkinn 14, eign
Ingva R. Baldvinssonar. Miðbær:
Garðurinn Reykjavíkurvegi 16B,
eign Kristínar Guðmundsdóttur.
Vesturbær: Garðurinn Hellis-
götu 1, eign Odds Hannessonar.
Þá veitti félagið Nýju bílastöð-
inni viðurkenningu fyrir fram-
tak um snyrtingu og fegrun við
bílastöðina.
Formaður Fegrunarfélags Hafn
arfjarðar er Valgarð Thoroddsen
yfirverkfræðingur.
r jr
A humar-
veiúum
H'JMARBÁTURINN Fram, skip-
stjóri Emil Pálsson, hefir farið
þrjár ferðir austur í Breiða-
merkudýpi 4 klst. siglingu frá
Hornafirði og 27 klst siglingu
frá Akranesi. í þessum ferðum
hefir skipið fengið 10 tonn a£
humar og 8 tonn af öðrum fiski.
Kennir þar margra grasa. Er þar
þorskur, langa, skötuselur, karfi,
lúða og steinbítur.
Þarna austurfrá er togað á
106—120 faðma dýpi. í síðustu
för bilaði vökvavinda skipsins er
50 faðmar af vír voru úti. Keyrði
skipið þá með vörpuna upp und-
ir Ingólfshöfða og var hún þar
dregin inn með handafli og náð-
ist allt sem í henni var.
Bræla hefir verið austur frá.
Fram fer aftur á veiðar er lokið
er viðgerð á vindunni og veður
batnar.
— Oddur.
Skagfirðingar kveðja
skólastjórahjónin
Hólum
r r
a
Bæ á Höfðaströnd, 28. ágúst.
I GÆR var haldið á Sauðárkróki
kveðjusamsæti fyrir Kristján
Karlsson, fyrrv. skólastjóra á
Hólum og konu hans, en þau
flytjast nú brott úr héraðinu.
Búnaðarsamband Skagafjarðar
og skólapiltar á Hólum stóðu
fýrir samsætinu fyrir hönd Skag
firðinga. Það sátu um 200 manns
Og voru haldnar 20 ræður. Skóla
stjórahjónunum fyrrv. færðu
Skagfirðingar að gjöf þrjár fána
stengur, allar á sama stalli, en á
honum eru einnig fjórir blóma-
/‘NAIShnitor / SVSOhnútar Jí Snjiioma •úamm \7 Siúrír K Þrumur WZ%, KuUaaiít ZS4 Hitaskit Hr Hml L Lasal
Skákin
SVART:
Síldarverksmiðja ríkisins
Raufarhöfn
ABCBEFGH
ABCDEFGH
H V I T X :
Síldarverksmiðja ríkisins
Siglufirði
Biskup drepur d5
vasar. Hæsta flaggstöngin er
meter á hæð. Gripurinn er úr
fægðum kopar, gerður af Jónasi
Bjarnasyni frá Uppsölum, og
þykir hin mesta völundarsmíð.
— Fréttaritari.
Háskólabíóið á Melunum.
(Ljósm. Mbl." KMj _
Háskólabíóið á að veru
til í byrjun október
HÁSKÓLABÍÓIÐ er vel á
veg komið og er ætlunin að
reyna að ljúka því fyrir 1.
okt. n. k. og að þar megi
hafa hátíðahöld í sambandi
við fimmtugsafmæli Háskóla
íslands sem fara fram 5. og
6. okt. n. k.
Fréttamenn Morgunblaðsins
skimduðu í gær vestur á Mela
til þess að skoða hina glæsi-
legu byggingu.
Ekki voru fyrirsvarsmenn þar
bjartsýnir á að takast mundi að
ljúka verkinu fyrir tilskilinn
tíma, hvorki verkstjórinn né
arkitektinn, Gunnlaugur Hall-
dórsson, en við hann ræddum
við nokkra stund.
Háskólabíóið er byggt með til-
liti til notkunar sem kvikmynda
hús og fullkomið hljómleikahús.
Útveggir þess eru eins og menn
sjá einna líkastir haromíkubelg
og ýmist kallaðist V-veggir eða
harmoníkuveggir. 1 hverju vaffi
verður komið fyrir plötu á hjör
um og er með henni ýmist hægt
að gera veggina „harða“ eða
„mjúka“, eins og það er nefnt.
MJÖG hlýtt loft streymir nú
sunnan að norður um Vestur-
Evrópu. Er hitinn um og yfir
20 stig á Bretlandseyjum og
víða á Norðurlöndum. Sunnar
er enn hlýrra, 28 stig í París
og 31 stig í Bordaux. Mestar
líkur eru á, að þetta hlýja
loft komi ekki við hér á landi.
Þá má búast við, að það valdi
einhverri úrkomu austan
lands um leið og lægðin suð-
ur í hafinu rennir sér fram
hjá landinu á lbið sinni norð-
austur hafið í grennd við Fær-
eyjar.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi
SV-land og miðin: Vaxandi
77 i msmi
/ / ri i
il fÓOO &á ,020
austanátt í nótt, allhvasst og
rigning á morgun.
Faxaflói, Breiðafjörður og
miðin: Hægviðri og úrkomu-
laust í nótt, austan eða NA
kaldi og dálítil rigning síðd.
á morgun.
Vestfjarðamið: Allhvast
NA, rigning eða þokusúld norð
an til.
Vestfirðir til Austfjarða og
norðurmið til Austfj. miða:
Stillt og bjart veður til fyrra-
máls, austan eða NA stinn-
ingskaldi og rigning síðd.
SA-land og miðin og aust-
urdjúp: Vaxandi SA átt, all-
hvass og rigning á morgun.
Verið að setja upp nýju vélarnar í bióinu.
Þurfa þeir að vera mjúkir þeg-
ar kvikmyndasýning fer fram
en harðir á hljómleikum.
Bakveggnum er einnig hægt
að breyta með teppum til þess
að milda hljómburðinn. Þá eru
botnar sætanna „absorberaðir"
með götóttri plötu og steinull,
þannig að þegar ekki er setið
í sætinu á hljómburður í hús-
inu að vera líkur og þegar mað-
ur er í því. Þannig á hann ekki
að breytast hvort sem húsið er
fullsetið eða ekkL
Fullkominn hljómútbúnaður
Sýningartjaldið verður mjög
voldugt, er 5 tonn að þyngd og
er hægt að lyfta því upp í turn-
inn þegar hljómleikar fara fram
á sviðinu. Sérstakur útbúnaður
verður á sviðinu til þess að
hljómurinn sé eðlilegur frammi
í sal og til þess að hljómlistar-
mennirnir sjálfir heyri hann
eðlilega.
Allur þessi hljómútbúnaður er
sem sé mjög fullkominn. Plötum
veggjarins verður stjórnað með
vökvaþrýstingi og rafseglar
halda þeim föstum eftir því
hvernig þær eiga að vera á
hverjum tíma.
Mjög stór og rúmgóður sýn-
ingarvélasalur er 1 húsinu og
er nú verið að koma vélum þar
fyrir. Þá er og fullkomið upp-
tökuherbergi fyrir útvarp og þar
getur einnig kvikmyndaeftirlitið
haft aðstöðu til að skoða mynd«
imar án þess að þurfi að hita
upp sýningarsalinn sjálfan. For-
dyri er mjög glæsilegt og er
það að mestu með glerveggjum.
Búningsherbergi verða undir
sviði en það er nægilega stórt
fyrir sinfóníuhljómsveit og kór.
Sæti eru rúmgóð og þægileg i
húsinu og dúkurinn á gólfinu
er með svampi og því sérlega
mjúkur að ganga á svo og á
hann að þola slit á við þykka
gúmmidúka.
Háskólabíóið tekur 1000 manns
í sæti.
Verkfallið olli töfum
Ástæðan til þess að bíóið
verður seinna búið en ráð var
fyrir gert í fyrstu er verkfallið
í vor. Enn gætir mjög áhrifa
þess og eru þessa dagana ýmis
þýðingarmikil tæki að berast til
landsins.
Vonandi er að hið glæsilega
hús verði tilbúið fyrir afmælis-
hátíðina.