Morgunblaðið - 29.08.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 29.08.1961, Síða 11
Þriðjudagur 29. ágúst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Isl. hjúkrunarkona í Bandaríkjun- um lýsir baráttunni við krabbameinið Samtal v/ð Sigrlbi Ólafsdóttur frá Arnkötludal HÉR á landi er stödd Vestur-ís- lenzk hjúkrunarkona fr. Sigríð- ur Ólafsdóttir að nafni. Sigríður er dóttir Ólafs heit- ins Jónssonar bónda í Arnkötlu- dal í Strandasýslu og konu hans frú Halldóru Árnadóttur nú til heimilis á Bárugötu 3 í Reykja- vík. Fréttaritari Morgunblaðsins bað fr. Sigríði um blaðaviðtal fyrir Morgunblaðið og fer það hér á eftir. Hún lauk námi frá Hjúkrunar- arskóla íslands árið 1946 og fór þaðan til Danmerkur til frekara framhaldsnáms. Hún var við Sankt-Hans geðveikrahælið og þaðan fór hún í skurðstofu í Bispebjerg sjúkrahúsinu. Þegar því námi var lokið fór hún út á Jótland og var í 1 ár sem aðstoð- ar skurðstofuhjúkrunarkona í sjúkrahúsinu í Grenaa. Nú var hún ákveðin í því að fara heim til íslands, en atvikin höguðu því þannig, að Grænland varð fyrir valinu. Hún sótti um að verða sendi til Ivigtut og var valin úr 200 umsækjendum og í grænlenzka námuþorpinu Ivigtut var fr. Sigríður næstu 3 árin, eða frá 1948 til 1951. í Ivigtut er mikil krýólít-náma og er unnið úr þessari steinteg- und alúmíníum. Þetta mun vera eina náman sinnar tegundar í heiminum. Um aldamótin síðustu veittu Danir því athygli að Grænlend- ingar tóku duft gert úr krýólít- grjóti í nefið, og virtust hressast af svipað og neftóbaksmaður af neftóbaki. Þetta varð upphaf þeirra athugana, sem leiddi til þess að námugröftur var hafinn þarna. í Ivigtut er uan 500 manna þorp Og er búið þar í nýtízku húsum með öllum nútíma þægindum, en því miður virðist krýólitgrjót- ið vera á þrotum og er talið að allt krýólít verði búið 1966 til 1967. Var mikið að gera fyrir hjúkr- unrakonu í Ivigtut? , — Ó, já, það vildu oft koma fyrir slys í námunni og þá eink- um í sam,bandi við sprengingar. Einu sinni kom steinn fljúgandi inn um glugga og lenti í höfuðið á manni, sem var við vinnu sína við skrifborð sitt og braut höfuð- kúpuna, svo að sást inn í heila. Þessum manni tókst að bjarga og komst hann til heilsu aftur, en fékk þá lungnakrabba, sem varð hans banamein. Frá Grænlandi fluttist fr. Sig- ríður til Bandaríkjanna og gerð- ist þar innflytjandi og fóY hún að kynna sér hjúkrun á fæðingar- sjúkrahúsi á Margaret Hague í Jersey City, New Jersey, en fr. Sigríður hafði áhuga á fæðing- arhjálp eftir veruna í Ivigtut. í þessu sjúkrahúsi vann fr. Sigríð- ur í tvö ár. Fyrra árið vann hún á öllum deildum sjúkrahússins, en seinna árið vann hún ein- göngu á skurðstofú sjúkrahúss- ins svo á fæðingarstofunni sjálfri. Árin 1954—1956 var hún skurðstofuhjúkrunarkona í sjúkrahúsi þar sem aðallega voru gerðir lungna uppskurðir svo og hjartaskurðir. 'Upphaflega var þetta berkla sjúkrahús, en tók svo að sér aðra sjúkdóma í brjóst holi, svo sem krabbamein í lung- um. Sigríður telur að tóbaks- reykingar örvi lungnakrabbaveir urnar en séu ekki orsök þeirra, því að fólk sem aldrei hefur reykt getur fengið lungnakrabba þó að það sé mun fátíðara. í ágúst 1956 fór fr. Sigríður til New Yorkborgar og fór þar að vinna á heimsþekktu sjúkrahúsi í krabbasjúkdómum og hefur verið þar skurðstofuihjúkrunar- kona síðan. Sjúkrahús þetta heit ir Memorial Center, Sloane Kettering Institute. í þessu sjúkrahúsi eru gerðar allskonar skurðaðgerðir og sum- ar s kurðaðgerðirnar mjög rót- tækar, numin eru burtu heil líf- færi og teknir burt limir ef einhver von er um björgun t. d. eru oft eggjastokkar þvagblaðra, endaþarmur tekið í burtu og saur og þvag leitt út í þar til gerðu opi á maga sjúklingsins. HVEITI SEM ALLAR HÚSMÆÐUR ÆTTU AÐ NOTA t, — 5 og 10 lbs. BRAUD GM—2 Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarkona. Þetta fólk lifir oft árum saman á eftir og virðist vera hið hress- asta. Er nokkuð sem bendir til þess að krabbamein sé. smitandi sjúk- dómur? — Já, það er margt sem bendir til þess að blóðkrabbi sé smit- andi, en það er veira sem veldur honum og eyðileggur myndun raiuðu blóðkornanna. Fólk sem verður fyrir því ó- láni að verða þannig veikt að taka þurfi burt heil líffæri eða llmi þarf mjög mikla hjúkrun og tekur þá oft við ein hjúkrunar- konan við af annari og við þess- ar stóru aðgerðir er það oft mjög áríðandi að hafa góðan svæfing- arlækni og getur það gilt líf eða dauða að þeir kunni sitt verk út í æsar. Við hinar stærstu aðgerðir þarf oft að dæla í sjúklinginn um 20 lítra af blóði á meðan á skurð aðgerðinni sjálfri stendur. f Ameríku er mikill áróður fyrir því að fólk fari til læknis einu sinni á ári til þess að hægt sé að fylgjast með því að það sé heilbrigt, því að oft vill brenna við að fólk leiti sér of seint lækninga. Sigríður telur að um 40% allra sjúklinga sem inn í sjúkrahúsið koma fari þaðan albata. Er nokkur von til þess að hægt sé að lækna krabbamein al- mennt? — Það er von bandarískra lækna, að svo verði með tíman- um og lyf finnist sem lækni krabbamein og serum til þess að bólusetja með, sem varnar mynd un krabbameinsins. í þessu sjúkrahúsi eru lækna- nemar frá mörgum löndum heims að taka sitt sérnám og frægir læknar og prófessorar frá ýmsum löndum koma þangað og fylgjast með hinum ýmsu skurð- aðgerðum. Hvað vilt þú segja um sjúkra- húsin almennt 1 Bandaríkjunum? — Sjúkrahúsin eru fullkomin og vel búin að tækjum, en sjúkra vistin er þar dýr, t. d. kostar eins manns stofa 36 til 44 dollara á dag en matur er þá innifalinn. Auk þessa þarf sjúklingurinn að greiða læknishjálp og lyf og upp í 75 dollara en annars fer það eftir því hvað lyfið er nýtt af nálinni. Læknirinn tekur oft fyrir sína hjálp eins mikið og hann álítur að pyngja sjúklings- ins þoli. Hinsvegar getur sjúklingurinn sótt lækninn til saka, ef honum verða á mistök og er mikið um það í Bandaríkjunum og nota surnir sjúklingar sér þann rétt til hins ítrasta. Margir sjúkling- ar sem efni hafa á því, fá sér einka hjúkrunarkonu og kosta þær yfir sólarhringinn 60 doll- ara. Sigríður telur að hér á Norð- urlöndum sé hjúkrun betri og hreinlæti sé mun betra en í Bandaríkjunum. Hjúkrunarkon- urnar séu hér mun alúðlegri og umhyggjusamari um sjúklinga sína. Lögskipuð sjúkrasamlög eru ekki í Bandaríkjunum, en áhugi er fyrir því að koma þeim á fót, en læknarnir þar vinna á móti því með öllum tiltækilegum ráðum. Og að lokum fr. Sigríður. Hef- ur þú ekki áhuga á því að koma heim aftur til íslands? — Jú, en ekki alveg á næst- unni. Um leið og ég þakka þessari menntuðu og mikilhæfu hjúkr- unarkonu fyrir spjallið, þá vildi ég óska þess að okkur íslending- um mætti auðnast að hún kæmá hingað heim aftur og við fengj- um að njóta lærdóms hennar og hæfileika um ókomin ár í baráttu við hinn mannskæða sjúkdóm, krabbameinið. Sv.G. Sníðaskóli BERGLJÓTAR ÓLAFSDÓTTUR Sniðkennsla, sniðteikningar, máltaka, mátningar Siðustu nýjungar frá Kþbenhavn Tilskære-Akademi. Hálfsmánaðar dagnámskeið hefst 4. september. Innritun hafin einnig á sníða og saumanámskeiðin, kvöldtímar. Laugarnesvegur 62 Sími 34730. Reyk javíkur - kynning 1961 I DAG Vegna mikillar aðsóknar og fjölmargrá tilmæla frá bæjarbúum hefur verið ákveðið að hafa sýningardeildirnar í Melaskóla og Hagaskóla opnar í þrjá daga til viðbótar, þ. e. til miðvikudags- kvölds næstkomandi. Sýningardeildirnar verða opnar frá kl. 17.00 til kl. 23.00* Hvert kvöld kl. 21.00 verður kvikmyndasýning og sýndar myndir frá Reykjavík. Kynnlsferðir Farið verður í hinar vinsælu kynnisferðir um bæinn þá daga sem sýningin verður opin. í dag verður lagt af stað kl* 18.00 og kl. 20.15 frá bílastæði við Hagaskóla. Framkvæmdanefndin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.