Morgunblaðið - 29.08.1961, Page 12
12
MORGUISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. águst 1961
JHrogttitMflfrifr ’
Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Fra.nkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Jöhannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VERÐA REYNDIR NYIR SVIKA-
SAMNINGAR ?
T EYNISAMNINGAR þeir
sem forysta Framsókn-
arflokksins og kommúnista
gerði í vor til að hindra við-
reisnina, þegar sýnt var að
hún mundi heppnast, voru
fyrst framkvæmdir norðan-
lands. Karl Kristjánsson var
látinn semja við sjálfan sig
um miklar kauphækkanir á
Húsavík og síðan samdi KEA
Og SÍS á Akureyri við komm
únista til 4ra mánaða. Þetta
nægði til þess, að SÍS í
Reykjavík treysti sér til að
ganga frá svikasamningunum
við Dagsbrún og bregðast
hlutverki sínu sem heilbrigð-
ur atvinnurekandi í lýðræð-
isþjóðfélagi.
Samningar þessir miðuðu
að því að hindra raunhæfar
kjarabætur, hleypa af stað
nýrri verðbólguskriðu og
þannig átti að kollvarpa Við-
reisnarstjóminni. Hún brást
hins vegar karlmannlega við
vandanum, eins ög alkunn-
ugt er, staðfesti þá breytingu
á gengisskráningunni, sem
raunverulega var fram-
kvæmd í verkföllunum og
treysti fjárhag landsins að
nýju.
Nú hafa kommúnistar á
Akureyri boðað, að þeir muni
hafa lausa kaupgjaldssamn-
inga og geta þar af leiðandi
efnt til vinnustöðvana. Jafn-
framt hefur svokölluð for-
mannaráðstefna Alþýðusam-
bands íslands verið boðuð.
Enn er ekki ljóst, hvort
kommúnistar munu treysta
sér til þess að reyna að hefja
verkfallabaráttu að nýju, en
hins vegar má telja fullvíst
að það muni þeir ekki gera
án þess að njóta til þess
styrks Framsóknarflokksins
Og SÍS.
Þess vegna geta menn
gengið út frá því sem vísu,
að þegar kommúnistar fara
að sýna tennurnar og láta
ófriðlega, þá hefur Eysteinn
Jónsson samið við þá um það
að láta SÍS svíkja á ný og
Framsóknarmenn styðja nið-
urrifsstarfsemi kommúnista.
Ekki skal hér rætt um vilja
Eysteins Jónssonar til slíkra
verka, en hitt er víst, að
hann mun óttast fordæmingu
allra góðra manna, ef hann
semur aftur við erindreka
heimskommúnismans.
KJARABÆTUR
AN VERKFALLA
l/OMMÚNISTAR hafa
aldrei verið til viðræðu
um kjarabætur án verkfalla.
Þar með er ekki sagt, að lýð-
ræðissinnar eigi að láta af
baráttu sinni fyrir kjarabóta
stefnu. Morgunblaðið hefur
margbent á leiðir, sem fara
mætti til að bæta kjörin, án
þess að hagur atvinnuveg-
anna væri skertur.
Meðal þeirra leiða, sem
þegar má vinna að, er aukin
ákvæðisvinna, bætt vinnutil-
högun, samstarfsnefndir laun
þega og vinnuveitenda og
sérstök rannsóknarstofnun
atvinnuvega og launþega til
að ganga úr skugga um raun
verulega getu atvinnuveg
anna til að standa undir
hækkuðum launum.
Kommúnistar lögðu vísvit-
andi mikla áhei;zlu á það
vinnudeilunum að fá yfir-
vinnuálag hækkað, enda þótt
sú kauphækkun kæmi verst
við útflutningsframleiðsluna,
en við hag hennar verður að
miða efnahagsráðstafanir.
Þannig var vísvitandi gerð
tilraun til þess að hindra
raunhæfar kjarabætur. Miklu
fremur hefði átt að vinna að
því að koma á vaktavinnu í
útflutningsframleiðslunni og
reyna að sækja kauphækk-
anir til þeirra atvinnuvega,
sem fremur gátu undir þeim
staðið.
4°Jo HÆKKUN
Á NÆSTA ÁRI
ÁKVÆÐI eru um það í öll-
um hinum nýju kjara-
samningum, eins og kunnugt
er, að kaup skuli hækkað án
uppsagnar um 4% á næsta
ári. Áhrif hinnar nýju geng-
isfellingar koma fram á all-
löngum tíma. Þannig njóta
launþegar næstu mánuðina
nokkurs af kauphækkunun-
um, sem urðu í sumar, og
geta síðan fengið án baráttu
4% hækkun á næsta ári. Ef
vinnufriður verður tryggður
fram til þess, má gera ráð
fyrir, að þar verði um veru-
legar raunhæfar kjarabætur
að ræða. Og þá mætti líka
vænta nýrra kjarabóta ári
síðar.
Ef nú verða ekki hafin ný
verkfallaátök, má örugglega
ganga út frá því að við höf-
um loks náð því marki að
búa við traustan efnahag,
sem færi jafnar og vaxandi
kjarabætur frá einu ári til
annars, eins og raunin er á
í öllum nágrannalöndunum,
þar sem vel er stjórnað.
Engum ríður meira á því en
launþegum, að komið verði í
Ug YMSmi JŒUÁj
Myndin sýnir Jean Suny aka á tveim hjólum með 35 km hraða á klukkustund eítir bíla-
brautiirni í Hróaskeldu. Bíllinn er ósköp venjulegur Simca Ariane. Hjólbarðarnir eru af
Kléber-Colombes tegund með 5,5 kg. þrýstingi í stað 1,3—1,5 kg við venjulegar aðstæður.
Þyngd bílsins er 1060 kg og þola hliðar hjólbarðanna ekki nema tæplega þriggja km akstur.
Frakkinn Jean Suny
Ekur eins og Ijdn
— með abra hlið á lofti
„HVER ekur eins og ljón
með aðra hönd á stýri?“
er spurt í danslagatextan-
um víðkunna. Og svarið
veg fyrir ný stórátök í þjóð-
félaginu.
Vonandi hafa menn þrosk-
azt svo af þeim atvikum, sem
áttu sér stað í sumar, að tak-
ast muni að hindra skemmd-
arverk kommúnista, jafnvel
þótt þeir kunni að njóta til
þeirra atbeina Framsóknar-
flokksins.
Háværar raddir voru um
það að lögfesta tillögu sátta-
semjara í júní-mánuði. Hefði
það að vissu leyti verið rétt-
lætanlegt, vegna þess að
Ijóst varð, þegar er tillagan
hafði verið felld, að lengur
yrði ekki um venjulega
vinnudeilu að ræða, heldur
pólitísk átök, þar sem hrund-
ið væri í framkvæmd leyni-
samningi milli kommúnista
og Framsóknarflokksins um
að reyna að eyðileggja fjár-
hag landsins. Hins er svo að
gæta, að þeir, sem með verk-
fallsvopnið fara, mundu vafa
laust beita því óvægilega, ef
sú venja skapaðist að þeir
væru ábyrgðarlausir; það
væri ríkisvaldið, sem að lok-
um leysti allar vinnudeilur.
Enn er því rétt að reyna á
Dað, hvort launþegasamtökin
vilja beita verkfallsvopninu
af ábyrgðartilfinningu eða
hvort þau beinlínis keppa að
dví að gera það áhrifalaust
með framkomu, sem útheimt
ir beinar aðgerðir af hálfu
ríkisins.
er, eins og allir vita:
„Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum“.
Það verður áreiðanlega ein
hverjum hugsað til Bjössa,
þegar þeir virða fyrir sér
myndina, sem hér birtist
af bíl, sem ekið er á að-
eins tveim hjólum.
Eru ekki annars einhver
brögð i tafli? Getur maðurinn
haldið áfram að aka svona,
án þess að velta bílnum? Já,
hann getur það — og meira
að segja farið hring eftir
hring.
Franskur í Hróaskeldu
Sá, sem hér er á ferðinni,
heitir Jean Suny og er 29 ára
gamall, franskur að uppruna.
Hann er um þessar mundir í
Danmörku, og var myndin hér
á síðunni tekin af akstri hans
á bílabrautinni í Hróaskeldu,
þar sem hann var að æfa sig.
Gerir hann sér vonir um að
geta jafnvel sett þar nýtt met
í akstri á tveim hjólum —
bæði lengdarmet og tímamet
Suny er smllingur í sinni
list. Danskur blaðamaður,
sem sat í bílnum hjá hon-
um heilan hring á braut-
inni — þ. e. hvorki meira
né minna en 1400 m —
sagði, að aksturinn hefði
verið stórkostlegt ævintýri.
Og það mátti skilja á hon-
um, að það væri talsvert
æsilegra að sitja í svona
ósköp venjulegum bíl, sem
hefði 2 hjólin hanrgandi
hálfan annan metra yfir
brautinni jafnt á beygjum
sem á milli þeirra — eða
kappakstursbíl, sem bara
stundum lyftir hjólunum
á beygjum.
Kostaði sjö bíla
Þó að hægt sé að ímynda
Og hér stendur félagl franska
ökuþórsins á bílhliðinni,
sér, að þessi ósköp taki á taug-
arnar, er Jean Suny sallaró-
legur yfir öllu saman.
Hann viðurkenndi reyird
ar, að það hefði kostað sig
7 bíla, að læra listina. En
í staðinn kæmi svo það, að
nú hefði hann ekki oltið
síðustu þrjú árin.
Suny leggur ekki i að reyna
listina í öðrum bílum en
stærri Simca-gerðunum. Hann
aftekur samt með öllu, að
hann sé á nokkurn hátt á snær
um fyrirtækisins, sem þá sel-
ur. Það eina, sem þeir geri
fyrir sig, sé að gefa svolítinn
afslátt af bílunum. sem hann
notar til sýninganna.
Hefur ekið tæpa 4 km
Akstursmet Suny voru, þeg-
ar síðast fréttist, 1420 og 3700
metrar, þ. e. a. s. staðfest og
óstaðfest. Eftir þann árangur,
sem hann náði á æfingunum
í Hróaskeldu, horfir alls ekki
illa um, að honum takist að
setja nýtt met.