Morgunblaðið - 29.08.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.08.1961, Qupperneq 15
'Þriðjudagur 29. agusf 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Geta Bandarikja- imenn náð Rdssu {§ÍÐAN rússneski majórinn Gher- imann Titov fór geimferð sína Ibyrjun ágústmánaðar, hafa vest- rænir stj órnmálamenn og blaða. menn mikið fjallað um ástæður fyrir því, að Rússar hafa komizt svo fram úr Bandaríkjamönnum á sviði geinirannsókna og hvort —og hvernig — Bandaríkjamönn um verði kleift að ná Rússum í kapphlaupinu um himingeiminn. Eru hinir bjartsýnustu þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn muni ekki aðeins ná Rússum, Iheldur jafnvel komast fram úr iþeim á þeirri braut. M Eftirfarandi spjall um þetta efni er endursagt úr grein, sem Ibirtist nýlega í bandaríska tíma- (ritinu U, S. News & World Re- port. |1 Embættismenn í Bandaríkjun- um eru sannfærðir um, að enn sé sá möguleiki fyrir hendi að Bandaríkjamenn komizt framar Rússum á sviði geimrannsókna og geimferða. í nýrri áætlun um geimrannsóknir næstu ára er gert ráð fyrir að þessu marki verði náð innan sex ára. Til þess að svo megi verða þurfa Banda- ríkjamenn að gera mikið átak í smíði risastórra og aflmikilla eld- flauga, er komizt geti á brautir umhverfis jörðu og aðra him- inhnetti. Er nú unnið að tilraun- um með slíkar eldflaugar af miklu kappi. Fregnin um geimflug Titovs majórs varð mjög til að herða á tilraunum Bandaríkjamanna, en menn velta því jafnframt fyrir sér hvers vegna Rússar hafa náð Saturnus eldflaug í smíðum. í kapphlaupinu um himinngeiminn? * Aætlun Bandaríkjamanna Síðla árs 1961 eða snemma á árinu 1962: Mannað geimfar sent á braut umhverfis jörðu. Árið 1962: Rannsóknartæki látin hitta tunglið. Rannsókn- artækjum skotið fram hjá Venus. Áriff 1963: Nákvæmari rannsóknar tæki send til tunglsins. Rannsóknarstöð á braut umhverfis jörðu. Árið 1965 — eða 1966: Mannað geimfar fer um- hverfis tunglið og aft-l xur til jarðar. ÁriS 1966: Hreyfanlegum tækjuml lent á tunglinu. Geim-| far sent umhverfis aðrai plánetu. ÁriS 1967: j Mannað geimfar lendirj á tunglinu og snýr aftuh tii jarðar. i þessu óumdeilanlega frumkvæði í geimferðum. Svarið er ofureinfalt. Rússar hafa yfir að ráða því, sem Banda ríkjamenn skortir, sem sé stór- um aflmiklum eldflaugum. Rúss- ar komust á sporið með smíði þeirra fyrir hreina tilviljun, er þeir unnu að rannsóknum á því, hvernig unnt væri að varpa þung um sprengjum langar vegalengd- ir. Ástæðan til bess að Bandaríkja menn eiga ekki slíkar eldflaug- ar er, samkvæmt opinberum heimildum, sú, að Bandaríkja- stjórn tók árið 1956 ákvörðun um að eyða ekki of miklu fé til slíkra tilrauna, sökum þess m. a. að slíkra eldflauga væri ekki þörf hernaðarlega samkv. stefnu Bandaríkjamanna, og því væri nægilegt að smíða litlar eldflaug ar. Afleiðingin er sú að rannsókn ir þar að lútandi lágu að mestu leyti niðri um tveggja ára skeið. Bandaríkjamenn hefðu getað skotið gerfitungli á loft a. m. k. ári á undan Sovétríkjunum og þeir hefðu einnig getað orðið fyrstir til þess að senda mannað geimfar á braut um hverfis jörðu. Þess í stað verða Bandaríkja- menn að láta sér lynda að standa Rússum nokkur ár að baki. — ★ — En hvað nú? Er unnt að vinna upp þennan tíma? — Jú, það er mögulegt segja menn og byggja þá skoðun sína á þeirri staðreynd að Bandaríkjamenn eru Rússum fremri um smíði nákvæmra og mjög fíngerðra rannsóknartækja fyrir mannlausa gerfihnetti. Bandaríkjamenn miða að því að hafa náð því marki, sem Rússar standa við nú, innan tveggja ára og að hafa komizt framar þeim fjórum árum síðar. Kennedy forseti hefur jafn- framt því að óska ríflegra fjár- veitinga til geimrannsókna, gert áætlun, þar sem gert er ráð fyr- ir að unnt verði að láta menn lenda á tunglinu innan sex ára. En til þess þarf mikið fé. Til þess að ná þangað, sem Rússar eru nú komnir þarf sjö miljarða banda- rískra dala og tuttugu miljónir dala þarf til þess að láta mannað geimfar lenda á tunglinu. Lykillinn að þessari framtíðar áætlun eru tvær stórar eldflaug- ar, sem nú er unnið að rannsókn um á, — Saturnus og Nova. Fyrsta Saturnus eldflaugin, sem verður álíka há og fimmtán hæða hús, verður væntanlega send á loft frá Canaveralhöfða í haust. Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnið mjög slitrótt að rannsókn- um varðandi gerð Saturnus eld- flaugarinnar, en nú er lögð mik- il áherzla á það starf. Árið 1959 var öll fjárveiting til Saturnus skorin niður á þeirri forsendu að hennar væri engin hernaðarleg þörf. Árið 1964 er gert ráð fyrir að C-1 gerð af Saturnus verði til- búin til að flytja þung geimskip út í geiminn, meðal annars á að vera unnt að senda á loft með henni geimfar, mannað tveim, — þrem mönnum, er haldist á braut umhverfis jörðu 1 viku- tíma. Ári síðar — 1965 — ætti gerð C-3 af Saturnus að vera tilbúin þannig að unnt verði með henni að senda á loft 10—15 lesta geim- skip. Þá verða bandarískir geim- farar sendir á braut umhverfis mánann og þá er gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn muni hafa náð Rússum. Það verður hins vegar fyrsta lending mannaðs geimfars á tunglinu sem sker úr um, hvort Bandaríkjamenn komist fram úr Rússum og hafa forystumenn þeirra góða von um að það takist. — ★ — Nú víkur sögunni að enn stærri eldflaug — Nova — sem verður nálægt hundrað metrum að lengd og á að geta lyft meira en hundrað tonna þunga. Standist áætlun Bandaríkjamanna verður geimskipi með þriggja manna á- höfn skotið á loft með Nova eld- flaug. Munu mennirnir lenda geimfarinu á tunglinu, svipast þar um og snúa aftur til jarðar. í hinni nýju áætlun er einnig gert ráð fyrir nýju geimfari, sem koma skal í stað Mercury geim- farsins, sem nú er notað. Verður eflaust hætt að nota Mercury- geimförin, þegar þau hafa flutt menn umhverfis jörðu átján sinn um — sem gert er ráð fyrir að verði á næstu tveim árum. Mer- cury-geimförin eru þannig gerð, að Atlasflugskeyti geti skotið þeim á loft, en alls ekki ætluð til langra geimferða. Geimfar framtíðarinnar heitir Apolló. Það verður 60 tonn að þyngd, fullhlaðið eldsneyti og verður notað til tunglferða. Loks er í áætlun þessari rætt um geimskipið Dyna Soar, en flugherinn á að annast smíði þess. Það geimfar er einkum ætl- að til þess að hindra að Rússar geti beitt yfirburðum þeim, sem þeir nú hafa í geimnum til að taka sér hernaðareinokun. Verð- 'ur geimfarið eins og vængjaður sleði, því skal stjórnað af flug- manni og notað til könnunar- ferða en á að geta varpað sprengj um og eldflaugum. Bandaríkjamenn eru sér þess fyllilega meðvitandi, að Rússar leggi nú alla áherzlu á að undir- búa tunglferðir manna. Þeir eru þess jafnframt fullvissir að Rúss ar hafi hreint ekki í hyggju að gefa auðveldlega nokkuð eftir af því frumkvæði sem þeir nú hafa í geimsiglingum. Engu að síður telja Bandaríkjamenn sig hafa ástæðu til að vera bjartsýnir. Með þeim mikla árangri sem þeir hafa náð í gerð vísindatækja telja þeir sig hafa góða aðstöðu til þess að leysa ýmis vandamál sem enn eru óleyst á sviði geim- rannókna. Yfirburðir Rússa nú séu óumdeilanlegir — en verði það sennilega ekki alltaf. r*w TIL S Ö L U 7 tonna dekkbátur með 1. fl. línuútbúnaði. Talsvert af línu getur fylgt. í bátnum er talstöð og nýr 4 manna gúmmíbjörg- bátur. Uppl. í síma 13657 kl. 7—9 á kvöldin. Stúlka óskast til símavörzlu, einnig herbergisþerna- Upplýsingar á skrifstofunni. Hótel Vík íannlækningastofan Laugavegi 126 er lokuð út þessa viku. Birgir J. Jóhannsson, tannl. HRINGUNUM. fa/></2U¥ur2!t 4 Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 Guðtaugur Einarsson málfluti.ingsskrifstofa Freyjugötu 37 — Sími 19740. Rœstingakona óskast XIDDABÚÐ Njálsgötu 64. IVfeiraprófsbifreiðastjórí óskar eftir vinnu við akstur. Hefur margra ára reynslu í akstri leigubíla stórra og sm.árra. Uppl. í síma 13657 kl. 7—9 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.