Morgunblaðið - 17.09.1961, Side 17

Morgunblaðið - 17.09.1961, Side 17
Sunnudagur 17. sept. 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 17 Kristnibodar Framhald af bls. 3. að gera við bílinn, þar sem enginn aukaöxull var fyrir hendi og bíllinn of þungur til þess að læknisjeppinn gæti dregið hann upp allar þær brekkur, sem framundan voru. Voru þá nokkrir sendir áfram í læknisjeppanum, en við hin ætluðum að bíða hjá þeim bilaða um nóttina. Sváf- um við í bílnum um nóttina, en einn stóð á verði fyrir utan yfir farangrinum. Skiptumst við Jóhannes á um það. V'ar næsta einkennilegt að standa tþarna úti aleinn í niðamyrkri, aðeins með vasaljós, og heyra öll sérkennilegu hljóðin í marg víslegum dýrum, sem eru á ferli að nóttu til. Eftir nokkurn tíma náðist í viðgerðarmann. En hvar átti að fá öxul? Þá bar svo við, að fylkisstjórinn á staðnum, sem er ákaflega vinveittur kristniboðinu, bauðst til þess að lána af sínum varahlutum, og þar með var okkur borgið. Var nú ráðgert að aka áfram næsta þriðjudagsmorgun, því að frétzt hafði um tvo bíla, sem komizt höíða yfir ána þá um daginn, enda hafði nú verið þurrt í þrjá daga. Chencha er alþekkt rigningar- bæli, ef ég má nota svo ljótt orð um stað, sem þó reyndist ökkur gott athvarf í rúma viku. Réttar tvæi vikur voru liðnar frá því, er við lögðum af stað frá Irgallem. Á tilteknum degi héldum við svo áfram og komumst þá alla leið til Gidole, sem er síðasti áfangastaður, áður en komið er til Konsó. Komið til Konsó Þar hafa norskir kristni- boðar sjúkrahús, skóla og ýmsa aðra starfsetni. Og dag- inn eftir fórum við hina 50 km leið til Konsó. Er það tveggja til þriggja klukkastunda akst- ur. Vegurinn er öruggur, þótt auðvitað sé hann ekki upp á það bezta. Fagnaðarfundunum hér í Konsó ætla ég ekki að lýsa. Benedikt Jasonarson, kristni- boði, hefur legið í gulu í 10 vikur, en er nú að rétta við aftur. Margrét Hróbjartsdótt- ir kona hans, hefur ekki held- ur farið varhluta af gulunni, en slapp betur, og bæði hún og Elsa Jackobsen, færeyska hjúkrunarkonan, eru við góða heilsu. Það var einhver sérstök til- finning, sem bærði á sér, er við risum úr rekkju hér í Konsó í fyrsta sinn. Gleði og eftirvænting fyllti hug og hjarta, og — þakklæti til guðs, sem hafði séð fyrir okk- ur allt til þessa. Við vorum öll fjögur við beztu heilsu og gott að vera nú loksins á leið- arenda. Það er yndislegt að fá nú að sjá með eigin aug- um marga þeirra, sem maður þekkti áður aðeins úr bréfum, og þær voru ekki fáar dökku hendurnar, sem buðu okkur velkomin, með þéttu handtaki — og ljómandi andlitin gáfu fyrirheit um innilega vináttu. Kviknar á perunni 1 vikunni sem leið kom raf- vél hingað til Konsó, og hóf- umst við brátt handa við að koma henni fyrir og leggja inn leiðslur. í gær, þegar allt var komið upp, var heldur en ekki eftirvænting að vita, hvort kvikna myndi á perun- um, og viti menn: Allt var eins og vera bar! Það var gam an að sjá innfæddu piltana þrjá, sem staddir voru í eld- / húsinu. Þeir hlógu og æptu Og hlupu inn í öll herbergi til þess að vita, hvort alls staðar logaði! Með illu skal illt út reka Mikið var að gera við sjúkra skýlið í gær. Tvímælalaust hátt á annað hundrað manns biðu fyrir utan. Langflest veik indatilfellin voru malaría. Slík ir sjúklingar fá sérstakar töfl- ur Og auk þess tvær sprautur. Elsa segir, að þeir innfæddu geri aldrei ráð fyrir lækningu, nema þeir fái að minnsta kosti eina sprautu! Það er eins og þeir haldi, að þeit þurfi að finna til, svo að þeim batni. Það eru nú ekki heldur nein smávein, sem sumir gefa frá sér, þegar stungið er. Elsa er gríðar rösk og ákveðin við þá, og gaman að sjá hana vinna. Þið getið nærri, að þá verður heldur en ekki hraði á hlutun- um og kraftur, þegar Ingunn er ðinnig komin. f gær kom drengur hingað með kiðling og vildi selja. Til- boðið var afþakkað, nema verð ið væri ekki meira en tveir eþíópskir dollarar. Það vildi sá litli ekki. Klukkustundu síðar kom hann aftur og vildi nú gera út um kaupin. Var hann keyptur, aðallega vegna barnanna. Þau sjá nú ekki sól ina fyrir kiðlingnum. Guðlaug ur litli ekur grasi í stóreflis hjólbörum og er alltaf að koma inn til þesíVað fá vatn í dós til að gefa honum að drekka. Og sá var nú ekki lengi að koma sér út í morg- un til þess að vita, hvernig „kibba“ hefði það. Kiðlingur- inn er svartbrúnn, ósköp sæt- ur og góður. — — Q N-H Q 8 t/2 Q w g 8 H líðarkaffi verður selt í húsi KFUM og K Amtmanns- stíg 2 B sunnudaginn 17. sept. til ágóða fyrir sumarstarfið í Vindáshlíð. — Kaffi- salan hefst kl. 3 e.h. Veitingar verða líka eftir samkomu um kvöldið. Komið o£ drekkið síðdegis- og kvöldkaffið hjá okkur. Stjórnin í Keflavík er til leigu efri hæð hússins við Hafnargötu 80, sem rekin hefur verið sem samkomusalur. Ýmiss annar rekstur kemur til greina. Upplýsingar í síma 1867, Keflavík. AUGLVSSIMG um innflutning bifreiða Ráðuneytið vill hér með vekja athygli á því, að eftir- farandi reglur hafa verið settar um innflutning bifreiða: 1. Innflutningur nýrra og ónotaðra bifreiða £r frjáls. Hins vegar er innflutningur notaðra fólks-, sendi og jeppabifreiða, að burðamagni minna en 3 tonn, háður leyfum (sbr. reglugerð útgefna 15. september 1961 um breytingu á reglugerð nr. 78, 27. maí 1960, um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi). 2. Innflutningsleyfi fyrir notuðum bifreiðum verða hér eftir aðeins veitt eftirtöldum aðilum: a. Aðilum, sem flytja búferlum til landsins, enda færi slíkir aðilar sönnur á, að þeir hafi átt viðkomandi bifreið erlendis í eigi skemmri tíma en eitt ár. b. Aðilum, sem kaupa bifreiðar af starfsfólki erlendra sendiráða hér, enda mæli utanríkisráðuneytið með söl- unni. Landsbanki Islands og Utvegsbanki Islands munu annast útgáfu leyfa samkvæmt grein þessari. 3. Gjöld samkvæmt 16. gr. laga nr. 4 1960 verða inn- heimt við tollafgreiðslu. Verða gjöld þessi innheimt af öllum bifreiðum að burðarmagni minna en 3 tonn að undanskildum jeppabifreiðum. Gjöldin eru ákveðin 135% af fobverði eða eftir atvikum matsverði bifreiða þyngri en 1150 kg., en 100% af bifreiðum 1150 kg. og léttari, án tillits til þess, hvort bifreiðin er ný eða not- uð. Viðskiptamálaráðuneytið, 15. sept. 1961 Jónas H. Haralz, Halldór Jónatansson. Við viljum vekja athygli þeirra útgerðarmanna, sem hafa í huga að láta smíða fiskiskip fyrir næstu síldarvertíð, eða skipta um vélar í eldri skipum, á því að við getum afgreitt með mjö" stuttum afgreiðslutíma CATERPILLAR BÁTAVELAR REGISTEREO TRADE MARK af stærðunum 500 og 700 hö. við 1200 sn/mín. Nú þe^ar er í smíðum í Noregi fyrir íslenzka útgerðarmenn 200 t. fiskiskip með 700 ha. CATERPILLAR dieselvél og Liaaen skiptiskrúfubúnaði. Ljósavél skipsins er einnig af CATERPILLAR serð. 700 ha. vélin er aðeins 3,5 m á lengd og: 500 ha. vélin er 2,6 m á lengd. Með jietta fyrir" ferðarlitlum vélum fáið j>ér mjög aukið lestarrými og betri hleðslueiginleika skipsins Þetta eru kostir sem hver góður síldarskipstjóri telur ómetanlega. — Kynnið yður vél- ina hjá hinum lands-kunna aflamanni Óskari Ingibersyni x Mb Ingiber Ólafsson GK 35 Heilciverzlunin Hekla h.f. Hverfisgötu 103 — Sími 11275 SÍ-SLETT P0PLIN (NO-IROM) HIKERV!g.r/Ew«te«iBia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.