Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Það var á hljómleikum, sem haldnir voru til ágóða fyrir einhverja góðgerðastarf semi og aðgangur dýrseldur, nokkur þúsund ísl. kr. pr. miða. Fyrst stjórnaði hljóm- sveitarstjórinn CharlesMunch nokkrum klassískum verkum við mikla hrifningu en skyndi lega sat Danny Kaye á sviðs- brúninni og dinglaði þar sín- um löngu skönkum, meðan hann tilkynnti að nú hygðist Munch taka sér hlé og hann skyldi á meðan stjórna hljóm sveitinni, er hún léki vals úr Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss. Allmargir áheyrenda urðu súrir á svip, nokkur kröftug mótmæli heyrðust utan úr salnum og einhverjir kölluðu að þetta væri helgispjöll — en það stóð ekki lengi. Áður en varði byrjaði hinn fyrsti að hlæja og síðan hver af öðrum, hlj óðf æraleikar arnir jafnt sem áheyrendur og áð- ur en valsinum lauk hafði stjómandinn unnið allra hjörtu, jafnvel þau stálhörð- ustu. Hljómsveitarmenn sem all- ir eru fyrsta flokks hljóð- færaleikarar hlýddu jafnóð- um hverju merki leikarans um styrkleika og hraðabreyt- ingar og þótt Danny benti hinum og þessum hljóðfærum að grípa inn í, þar sem þeim var ekki ætlað samkvæmt forskrift valsakóngsins, voru þeir viðbúnir og fljótir að svara. Nokkrum sinnum féllu þó taktar úr, þegar hljóm- sveitarmenn gátu ekki leikið fyrir hlátri. Það er almanna- rómur fyrir vestan að sin- fóníuhljómsveitinni í Boston hafi aldrei verið þakkað með slíkum fögnuði. I Hákoni Bjarnasyni boðið til Þýzkalands HÁKONI Bjarnasyni skógræktar stjóra hefur verið boðið til Vest ur-Þýzkalands til þess að kynna sér skógrækt og skógræktarstarf semi þ£ir í landi. Er það ríkis- stjórnin í Bonn, sem fyrir þessu boði stendur. Mun hann ferðast bæði um Norður- og Suður- Þýzkaland og vera um 3 vikur í förinni. Hákon Bjarnason fer utan flug leiðis í dag. Septembermót í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — Hið árlega Septembermót Taflfélags Hafnar fjarðar hefst n.k. fimmtudag í Alþýðuhúsinu kl. 8 e.h. Teflt verð ur í tveim flokkum, í A-flokki verða 10 þátttákendur, fimm héð an úr bænum og fimm landsliðs- og meistaraflokksmenn úr Rvík. í B-fl. er öllum heimil þátttaka og verður teflt eftir Monrad- kerfi. Veitt verða ein 500 kr verð laun í hvorum flokki. — Þátttaka tilkynnist til Stígs Herlufaens rakarameistara fyrir miðvikudags kvöld. 1 Rætt um minnk- andi síldargöngur á ársfundi Alþj. hafrannsóknarráðsins Björgvin, 18. sept. (NTB). HINN 25. september n.k. munu koma saman til fundar í Kaup- mannahöfn fulltrúar frá nokkr- um iöndum og ræða um möguleg ar aðgerðir til eftirlits með síld- veiðum og skiptast á vísindaleg- um upplýsingum. Er ástæðan til þessarar ráðstefnu sú fyrst og fremst, að vísindamönnum virð- ist ýmislegt benda til þess að síld veiðar fari minnkandi um allan heim. Á ráðstefnunni verða m.a. full- trúar frá Noregi, Danmörku, Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Verður m. a. rætt um ástæður fyrir minnk- andi síldargöngum í Kyrrahafinu við Japan og Kaliforníu, og í Norðursjó. Ráðstefnan mun standa til 1. okt. — ★ — Morgunblaðið átti í gærkveldi símtal við Jón Jónsson, fiskifræð ing í tilefni þessarar fregnar. Tjáði Jón blaðinu að hér væri um að ræða ársfund Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, sem íslend- ingar ættu aðild að. Verður á árs- fundinum haldinn sérstakur fund ur um síldarrannsóknir, svo sem getið er hér að ofan, og einnig verður haldinn sérfundur um átu rannsóknir. Nokkrir íslendingar munu sækja þessa sér fundi auk annarra á ráðstefnunni, en í hópi fulltrúa íslands verða vantanlega þeir Jakob Jakobsson og Jón Jónsson. Fangi kemst í eiturefni Á FIMMTUDAG komst einn fang anna á Litla-Hruani í einhvers konar ólyfjan, sem hann neytti í föstu eða fljótandi formi. Þegar komið var að honum á föstu- dagsmorgun var hann meðvitund arlaus og illa farinn. Hann var fluttur á Landsspítalann og lá þar rænulaus allan föstudaginn og og fram á laugardag. Síðan hefur hann verið að hjarna við og mun nú úr allri hættu. Ekki er vitað, hvers maðurinn neytti. Þjófar, ölvaðir ökuþórar og sprúttsalar á ferð um helgina Talsvert var að gera hjá lög- reglunni um helgina og nú upp úr henni, eins og venjulagt er. Auk þeirra mála, sem annars staðar er getið í blaðinu, má nefna, að þrír menn giengu á fund rannsóknarlögreglunnar á mánudagsmorgun, hver í sínu lagi, og kærðu þjófnaði. Höfðu þeir allir verið rændir allháum upphæðum. Mál þeirra eru nú í rannsókn. Nokkrir menn voru teknir fast ir fyrir að aka ölvaðir, en ekki gerðist neinn þeirra slysavaldur. Tveir menn voru teknir á laug ardag vegna ólöglegrar áfengis- sölu. Vel búinn þjófur AÐFARANÓTT sunnudags, kl. eitt, vöknuðu húsráðendur á Skeggjagötu 6 við umgang í kjall ara hússins. Þeim tókst að gera lögreglunni aðvart, og kom hún þegar á staðinn. í kjallaranum náðu þeir manni, sem komizt hafði inn um glugga. Yar hann búinn tækjum til innbrota, svo sem skrúfjárnum af ýmsurn stærð um. Mál hans er í rannsókn. Vönduðu útvarps- tæki stolið úr bifreið AÐFARANÓTT sunnudags var brotizt inn í bifreið af Mercedes Benz-gerð, sem stóð niðri í Tryggvagötu, og stolið úr henni miklu og vönduðu útvarpstæki, 12 lampa. Þeir, sem einhverjar upplýsingar kynnu að geta veitt um málið, eru vinsamlega beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita. Þrír mjólkurbílar skella saman HARKALEGUR árekstur varð skammt fyrir austan Selfoss á sunnudagsmorgun, þegar þrír stórir mjólkurflutningabílar skullu saman. Tveir bílar fóru austur um morguninn til þess að sækja mjólk, en námu staðar ekki langt frá Selfossi, vegna þess að bifreiðastjórarnir sáu hest fastan í girðingu og fóru til að losa hann. Meðan þeir voru að hjálpa hestinum, bar þriðja bílinn að. Lenti hann af miklu afli aftan á öðrum -bílnum og kastaði honum aftan á hinn. Bílhúsið flattist saman og bíl- stjórinn slasaðist, en ekki hættu lega. Bíllinn, sem varð fyrir fyrra högginu, er illa farinn, en sá þriðji slapp lítt sem ekkj skemmdur. Tveir slasast Frá fréttaritara Mbl, Borgarnesi, 18. sept. TVEIR menn slösuðust í Þverár- rétt í dag, en hvorugur er í nokk urri hættu. Maður um tvítugt, Sigurður Guðsteinsson úr Reykjavík, datt af hestbaki og hjó sjg nokkuð á höfði. Annar maður ætlaði að hleypa fé ofan úr kerru, þar sem það var að troðast undir í þrengslum. Var hann að skera á spotta í flýti miklum, þegar hnífurinn lenti í lærinu á honum. Kom lagið í slagæð’ og blæddi manninum tals vert. Báðifm mönnunum var ekið til læknis niður í Borgarnesi, og i gerði hann að sárum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.