Morgunblaðið - 20.09.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 20.09.1961, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ MMvikudagur 20. sept. 196 Hjartans þakkir til þeirra, sem glöddu mig á 50 ára afmælisdegi mínum 29. ágúst sl. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Ólafur Friðriksson, Tryggvagötu 1, Selfossi. Innilega þakka ég öllum frændum, sveitungum og vinum, er heiðruðu mig með gjöfum, kveðjum og heim- sóknum á sjötugs afmæli mínu. Bið ég guð að launa ykkur öllum. Björn Sigurðsson, Kirkjuferjuhjáleigu Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig á 90 ára afmælisdaginn. — Guð blessi ykkur öll. Guðrún Guðmundsdóttir, Bjargarstíg 3 Hjartans þakklæti til þeirra, er minntust mín á 85 ára afmælisdegi mínum 6. þ.m. Halldóra Helgadóttir, Bakka Við undirritaðir eigendur M.s. Sleipnir þökkum innilega drengilega öllum þeim er veittu aðstoð við leit og björgun á m.s. Sleipnir. — Sérstaklega Slysavarnar- félaginu, Landhelgisgæzlunni, flugvélum, eftirlitsskip- inu Catehner og skipstjóra og skipshafnar m.s. Heklu. Árni S. Böðvarsson, Steingrímur Nikulásson, Snorri Nikulásson. —- Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu — Móðir okkar, JÓHANNA KRISTÍN KETILSDÓTTIR Stóru-Mörk, til heimilis að Bræðraborgarstíg 24, Rvík, lézt að hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði að- faranótt laugardagsins 16. sept. s.l. Jarðarförin fer fram laugardaginn 23. sept. n.k. kl. 14, frá Stóra-Dalskirkju, Vestur Eyjafjöllum. Ferð verður frá B.S.Í. sama dag kl. 10 f.h. Ólafía Guðlaug Guðjónsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ásta Guðjónsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför dóttur minnar og syslur okkar PETRÍNU ÞÓRARINSDÓTTUR Herdís Guðmundsdóttir Guðbjörg Þórarinsdóttir, Pálína Þórarinsdóttir Sigrún Þórarinsdóttir, Ingileif Þórarinsdóttir Ólafía Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson Stefán Jónsson Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og vináttu við andlát og utför móður okkar tengdamóður og ömmu, MARÍU JÓN SDÓTTUR Mávahlíð 13 Áslaug M Friðriksdóttir, Sophus A. Guðmundsson, Sigríður Guðvarðsdóttir, Friðrik J. Friðriksson og barnabörn. Fyrir hönd ættingja og vandafólks þökkum við inni- lega vinarhug og samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður JÓRUNNAR NORÐMANN Katrín Viðar, Jón Sigurðsson, Ásta Norðmann, Egill Árnason, Jórunn Norðmann, Þorkell Gíslason, Óskar Norðmann, Sigríður Norðmann, Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, JÓNS KONRÁÐSSONAR Guðbjörg Gestsdóttir, börn og tengdabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Lambhaga . BÖrn, tengdabörn og barnabörn TT VOIVO 1962 Ei hominn ó moikoðinn • Stærri vél 75 eða 90 ha. • 12 volta rafkerfi • Asymmestrisk ljós • Endurbættir hemlar • Diskahemlar á Amazon Sport • Öflugra Tengsli (Kopling) • Ný stýrisvél á PV544 • Miðstöð fyrir Norðurlandaloftslag með sjálfvirkum hitastilli. • Nýtt litaúrval • Verð: PV544 kr. 159.000,— Amazon kr. 197.000,— Innifalið í verðinu er: Miðstöð, framrúðusprauta, öryffgis- belti, varahjól, verkfæri, aurhlífar. VOLVO sameinar kosti stórrar og lítillar bifreiðar VOLVO er sparneytinn. VOLVO er ryðvarinn. VOLVO er sérlega hentugur fyrir íslenzka staðhætti, vonda vegi og snjó. VOLVO er verðmæt eiffn og fellur lítið í verði í endursölu. SÆNSKT STÁL TRYGGIR GÆÐIN Einkaumboð: GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200 Söluumboð: MAGNÚS JÓNSSON Akureyri — Sími 1353 2 - 3ja herb. íbuð óskast til leigu 1. nóv. eða fyrr. 3 í heimili. — Upplýsingar gefur Sigurður Jónsson, verkfr. sírr^r: ■V 10123 og 11948. — Rogalandsbréf Framh. af bls. 6 þvóttur, svó nokkru nemi, illa séður. En hér er fleira í efni að at- huga, þegar ljóst er að ekki mun þurfa nema hálfan mannafla hér tjl þess að slátra 1000 lömbum á dag miðað við það sem víða mun vera í sláturhúsum á íslandi. Er ekki slíkt athugavert? — Þótt enginn óski eftir þeim þætti auk- inna vinnuafkasta sem gengur út yfir vinnugæðin. Er ekki athuga vert að spara tilkostnað við slátr unina og um leið kjötframleiðsl- una — í víðustu merkingu — ef það er hægt án neins skaða? Er ekki hóflegur slátrunarkostn- aður öllum hagur, bændum, neyt- endum og ríkissjóði? — Ef til vill ekki þeim sem hafa tekjur af vinnu við slátrun. Enginn má ætla að hér sé allt með ágætum á þessu sviði, en ég held sum atriði séu til athugunar, og vil drepa á nökkur — án þess að leggja neinn dóm á. Hér er allt sauðfé vélklippt 1 sláturhúsinu áður en slátrað er. Það léttir vinnu við slátrunina, bæði afköst og hreinlæti. Hér er féð aflífað með rafmagni, það er fljótlegra og miklu ódýrara en að skjóta. — Hér er við reikn- ingsskil bændum ekki greitt sér- lega fyrir gæru né innmat, svið og þess háttar. Verðið er inni- falið í kjötverðinu. Forráðamenn slátrunarsamvinnufélaga hér telja útilokað með öllu að fórna vinnu og fyrirhöfn til þess að vikta og sérreikna gæru og því síður að sérreikna slótur og svið og þess háttar. Þetta kemur út, að þegar skráning verðs á lamba kjöti — verð til bænda — er t.d. n. kr. 8.85 kílóið, eins og var hér á Rogalandi 28. ágúst, miðað við 1. flokk, þá gerir lamb með 15 kg falli einfaldlega kr. 8,85 X 15 = n. kr. 132.75 (803 krónur íslenzkar), og ekkert meira né fleira í kringum það, jafnvel ull- in af lambinu er innifalin i kjötverðinu. Þó er sú undantekn- ing frá þessu að ull af sauðfé sem siátrað er á tímabilinu 1. janúar — ca. 1. júlí er reiknuð sérstak- lega til verðs. Hvað segja bænd- ur Og samvinnuförsjármenn þeirra heima um þessi „boðorð“? Myndi ekki sparast mikil yinna bæði í sláturhúsum og skrifstof- um við að taka upp hinn norska hótt? Þetta sem hér hefir verið lýst verður auðvitað að hafa í huga þegar borið er saman kjötverð á íslandi Og í Noregi — gleymið því ekki. En þar við má líka bæta atriði sem vegur eigi lítið við slík an samanburð, að hér fær bónd- inn greiðslu að fullu fyrir lömb- irt sín, sem hann leggur inn í siáturhúsinu, eigi síðai en daginn eftir að þeim er slátrað. Allt samkvæmt skráðu verði. Engin nætta er á að neinn sé snuðaður með þessum hætti — með því að reikna aðeins kjötverðið Og með þvi að gera upp að fullu áður en kjötið er selt — af þeirri ein- földu ástæðu að sláturfélögin eru hér sem heima samvinnufélög bændanna, öll kurl koma til graf- ar, Og ef árið sýnir hagnað sem verulegu nemur umfram til- kostnað, þá ákveða bændur sjálf- ir á aðalfundi hvernig þeim hagn- aði er varið, hvað fei til þess að greiða „uppbætur“ á verð og inn- legg á liðnu ári — sem sjaldan getur Orðið mjög verulegt, -— hverju er varið á annan hátt — til félagslegra umbóta og fra:n- kvæmda á einn eða annan hátt. Eg held það væri bæði gagn og gaman að bændui athuguðn sumt af því sem ég hefi hér skráð í stuttu máli. Þetta er að- eins bréf-korn um svo mikið mál, að þörf væri ýtarlegrar greinar* gerðar. Jaðri, 13. september 1961 \ Árni G. EylandS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.