Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 20 sept. 1961 MORCVlSHr AÐIÐ 23 Viljayfirlýsing kristilegra demókrata: Adenauer áfram kanslari - en frjálsir demókratar neita samstarfi undir forustu hans Bonn, V.-Þýzkalandi, 19. sept. -— (AP — NTB — ReuterJ — KRISTILEGIR demókratar, flokkur Adenauers kanslara, héldu fund í Bonn í dag til þcss að ræða viðhorfin eftir kosningarnar, þar sem flokk urinn missti meirihluta sinn á þjóðþinginu. Eftir fundinn var gefin út yfirlýsing þess efnis, að flokkurinn vilji að Adenauer gegni áfram kansl araembættinu — og að hann reyni samninga við frjálsa demókrata um myndun sam- steypustjórnar. Um svipað leyti ítrekaði Erich Mende, foringi frjálsra demókrata, fyrri yfirlýsingar um það, að flokkur sinn væri fús til samninga við kristi- lega demókrata um stjórnar- myndun -— með því skilyrði, að Adenauer verði ekki kanslari — jafnvel ekki að- eins stuttan tíma. frjálsum demókrötum og jafnað- armönnum, og stjórnmálafrétta- ritarar eru ekki heldur trúaðir á, að Adenauer myndi minnihluta stjórn flokks síns, þótt þeir úti- loki ekki þann möguleika. Ad- enauer hefir hins vegar hafnað þeirri tillögu Willy Brandts, borg I arstjóra Vestur-Berlínar og I kanslaraefnis jafnaðarmanna, að nú verði mynduð samsteypu- stjóm flokkanna þriggja. Brandt játaði það og í dag, að litlar lík- ur væru nú til þess, að hann yrði næsti forsætisráðherra V.-Þýzka- lands, enda þótt flokkur hans ynni mjög á í kosningunum — og gaf í skyn, að hann myndi áfram gegna borgarstjórastöðunni, þótt hann verði þingmaður á sam- bandsþinginu í Bonn. Möguleikar Aderrauers Þrátt fyrir það, að sam- kvæmt framanskráðu virðast ekki miklir möguleikar á lausn þýzku stjórnarkreppunnar að I — Russar krefjast Vilja Erhard eða Gerstenmaier Frjálsir demókratar skipuðu I dag nefnd til þess að eiga við- ræður við flokk Adenauers, en Mende sagði á blaðamannafundi, að ekkert tilboð um viðræður hefði borizt frá stjórnarflokkn- um. Jafnframt undirstrikaði hann, að flokkur sinn mundi ekki falla frá neinum þeim skilyrðum fyrir stjórnarsamstarfi við kristi lega demókrata, sem sett hefðu verið fyrir kosningar — en eitt af þeim væri, að Adenauer yrði ekki stjórnarformaður. Hann hef- ír lýst því yfir, að frjálsir demó- kratar mundu sætta sig við Lud- Wig Erhard efnahagsmálaráð- herra eða Eugen Gerstenmaier í embætti kanslara. Brandt — áfram borgarstjóri Litlar líkur eru taldar til, að Stjórnarmyndun takist með Framh. af bls. 1 í örstuttu ávarpi, að þingið hæf- ist nú „í skugga hins mikla harms“. — „Þetta er ekki rétta stundin til þess að tala um hinn mikla missi vorn, eða að ræða ágæti þeirra, sem nú eru látnir. Tii þess mun gefast’ tóm síðar“, sagði Boland. Bað hann síðan þingheim að rísa úr sætum og standa í þögn eina mínútu í virð- ingarskyni við Dag Hammar- skjöld. Síðan frestaði hann fundi þar til á morgun, kl. 2 (að ísl. tíma). Bak við tjöldin í allan dag höfðu sendinefndir hinna ýmsu ríkja setið á fundum í aðalstöðvunum í New York og rætt ástand það, sem skapazt hef- ir við fráfall Hammarskjölds. Einkum voru það fulltrúar vest- urveldanna, sem ræddu mjög um það, hvernig unnt yrði að leysa spurninguna um framkvæmda- Sorgarblær á abalstöðvum SÞ ÁRNI Ágústsson, sem um skeið var íþróttafréttaritarl Morgunblaðsins, en dvelst nú í Bandaríkjunum, kom i aðal- bækistöðvar Sameinuðu Þjóð anna í New York á mánudag- inn — skömmu eftir að þang- að höfðu borizt fregnir af frá- falli Hammarskjölds. Um komu sína þangað skrifar Árni m. a.: — í aðabækistöðvum Sam- einuðu Þjóðanna var afar hljótt og sorgarblær yfir öllu. Fánar aðildarríkjanna höfðu verið dregnir niður, og fáni Sameinuðu Þjóðanna blakti einn i hálfa stöng — yfir auð- um fánastöngum aðildarríkj- anna, fallandi laufum trjánna og fölnandi blómum skrúð- garðsins fyrir framan aðal- bygginguna. Er inn í bygginguna kom, yar engu likara en komið væri inn í líkhús. Sorgarsvipur hvíldi yfir öllu og það var eins og allir reyndu að ganga eins hljóðlega um og unnt var. í blaðamannadeildinni var allt hljótt eins og annars stað- ar, þótt nokkrir tugir blaða- manna biðu þar eftir frekari fréttum af hinum hörmulega slysi. Kl. 4 e. h. kom blaðafulltrú- inn og tilkynnti klökkum rómi, að frétt hefði borizt um, að sá er enn væri lifandi, en mikið slasaður, væri starfsmað ur Sameinuðu þjóðanna hér i New York, Bandaríkjamaður- inn Harald Julian, en hann er í gæzluliði S. Þ. Þegar blaðafulltrúinn hóf mál sitt, var rödd hans mjög klökk, og þótt dauðahljóð væri í salnum, þurfti einn blaðamaðurinn að kalla upp: — Getið þér ekki talað svo- lítið hærra. Málrómur blaða- mannsins og frekjutónninn í röddinni stakk mjög í stúf við andrúmsloftið í salnum, sem þrungið var alvöru og hryggð, og skutu margir ásakandi augnaráði til hrópandans, sem fór allur hjá sér. svo stöddu, hefir Adenauer þó möguleika skv. stjórnarskránni til að verða áfram kanslari — en hún veitir eftirfarandi möguleika í sambandi við kanslarakjör, að sögn AP-fréttastofunnar: 1) Sambandsforsetinn stingur upp á kanslaraefni í þinginu, og eru þá greidd atkvæði um tillög- una í neðri deildinni, án um- ræðu. En kanslaraefnið verður að hljóta meirihluta atkvæða til að ná kjöri. 2) Ef „kandídat" forsetans er felldur, skal þingið greiða at- kvæði að nýju innan 14 daga — en þá þarf viðkomandi einnig að fá meira en helming atkvæða. 3) Ef engin úrslit fást að held- ur, skal .ný atkvæðagreiðsla fara fram án tafar — og skal þá sá „kandídat", sem flest atkvæði hlýtur, teljast kosinn, þótt ekki sé um helming atkvæða að ræða. En ef svo er ekki, skal forsetinn innan sjö daga annaðhvort út- nefna hann kanslara, eða leysa upp þingið og fyrirskipa nýjar kosningar. Þannig gæti Adenauer orðið kanslari, án stuðnings meirihluta þingsins. stjórn samtakanna nú, að Hamm- arskjöld látnum. Ekkert hefir ver ið greirtt opinberlega frá þessum viðræðum, en talið er, að meðal þeirra möguleika, sem ræddir voru, hafi verið þeir að veita að- stoðarframkvæmdastjórunum til bráðabirgða það vald, sem Hamm arskjöld hafði — eða hitt, að reyna að koma á samkomulagi um, að fulltrúi einhverns hlut- lausu ríkjanna gegni fram- kvæmdastjórastarfinu til bráða- birgða, meðan verið sé að leita frambúðarlausnar. Var sú skoðun m.iög uppi, að reynt yrði að fá Allsherjarþingið til að sam- þykkja, að Mongi Slim, aðalfull- trúi Túnis, sem nú er einn í kjöri til forseta þingsins, gegndi jafn- framt skyldum framkvæmda- stjóra til bráðabirgða — án þess þó hann yrði formlega útnefndur sem slíkur. ■Jt Þolir enga bið Yfirlýsing Gromykos, sem sagði Orðrétt: „við höldum fast við þann grundvallar-skilning, að ekki sé rétt, að hafa einn mann“ (sem framkvæmdastjóra) — hef- ir nú mjög veikt vonir manna um lausn þá, sem minnzt er á ér að framan. Þó sagði Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, er honum voru tjáð umrnæli Gromy kos: — Eins og kunnugt er, stönd um við (Bandaríkjamenn) ein- dregið gegn „þrístjórninni“. Þetta virðast vera skipulagðar aðgerðir til þess að slá á frest máli, sem þolir enga bið. Það er ekki hægt að bíða með skipun framkvæmda stjóra — Og nægir þar að benda á hið alvarlega ástand í Kongó. Við verðum að fá framkvæmda- stjóra skipaðan til bráðabirgða, sagði Stevenson og lét í Ijós von um, að einhverjir aðilar bæru það mál fram án tafar. Hins veg- ar gaf hann í skyn, að Banda- ríkin mundu vart bera fram til- lögu þar að lútandi sjálf. — ★ — Hugmynd Rússa er, að þriggja manna framkvæmdastjórn Sþ verði skipuð einum manni frá kommúnistaríkjunum, einum frá vesturveldunum og einum frá hlutlausu ríki — og hafi hver um sig neitunarvald. Vestrænu ríkin og mörg hinna hlutlausu telja, að með slíku skipulagi væru Sþ svipt ar möguleikanum til þess að hefja skjótar aðgerðir, þai sem þörf kann að reynast — svo sem í Kongó fyrir rúmu ári. Konrad Adenauer var von- glaður á svip, er hann greiddi atkvæði í kosningun- sl. sunnudag. — Listsýningin Framh. af bls. 2 bronsstyttu sinni af sitjandi, ungum manni, er hún nefni „Sonur“, og í ennþá fullkomn- ara verki í brenndum leir (terracotta) af ungri, sofandi stúlku, að nafni „Greta“. „í einum hinna stóru mið- sala“, segir greinarhöfundur síð- ar í greininni, „er ágætlega fyrirkomið verkum íslenzka abstraktmálarans Jóhannesar Jó hannessonar og björtum lands- lags- og blómamyndum eftir hinn mikla, aldraða listmálara, Jón Stefánsson". Jan Zibrandtsen lýkur grein sinni með þessum orðum: „íslendingum eru á skemmti- legan hátt sýndir straumarnir í norrænni list á þessari stóru sýningu í Reykjavík“. —• Fréttaritari. — Sænska rikið Framhald af bls. 1. Ekki hefir enn verið ákveðiðs, hvenær útförin fer fram. Graf- riitur Hammarskjöld-ættarinnar er í Upp-ólum. Eini maðurinn, utan konungs» ættarinnar, sem jarðsettur hefir verið á kostnað sænska rikisins á síðari tímum, var Louis de Geer, frægur stjórnmálamaður, sem lézt árið 1896. Bróðursonur hins látna, Knut Hammarskjöld, er nú á leið til Ndola í Ródesíu til þess að sækja lík frænda síns. í Rómaborg slóst í för með honum Pier Pasquale Spinelli, einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóð anna og forstöðumaður Evrópu- skrifstofu samtakanna, og mun hann einnig fylgja líki Hammar- skjölds til Svíþjóðar. Jt Friðarverðiaun Nobels? Aftobladet í Stokkhólmi lagði í dag til, að Hammarskjöld yrðu veitt friðarverðlaun Nobels við næstu úthlutun — og minnti á, að ekkert í reglugerð verðlauna sjóðsins hindri það, að verðlaun- in séu veitt manni að honum látnum. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Það er t kvöld kl. 8,30, sem félagsvist Sjálfstæðisfélaganna hefst, og verður spilað í Sjálfstæðishús- inu. — I vetur verður spilað á miðvikudagskvöldum og verðlaun veitt hverju sinni og síðan heildarverðlaun um jóla leytið. — Öllum er heimil þátt- taka meðan> húsrúm leyfir. Tónleikar fiðluleik- arans Michael Rabin TÓNLISTARFÉLAGIÐ hefir nú aftur hafið starfsemi sína eftir sumarhléið. Amerískur fiðluleik ari, Michael Rabin, hélt tónleika fyrir styrktarfélaga félagsins í Austurbæjarbíói í gær og fyrra- kvöld við húsfylli og ágætar und irtektir. Fyrst á efnisskránni var Róm- ansa í F-dúr, op. 50, eftir Beethov en. Þetta er ekki eitt af merk- ustu verkum tónskáldsins, og nýtur sín ekki til fulls nema í upprunalegum búningi sínum, með hljómsveitarundirleik. Að þessu sinni virtist það næsta ris- lítið og bragðdauft. Næsta við- fangsefni, Sónata í A-dúr, op. 13, eftir franska- tónskáldið Cabriel Fauré (1845—1924), var veiga- mesta verkið á efnisskránni og naut sín hér enn betur en ella hefði verið, vegna þess hvernig verkefnavali var hagað að öðru leyti. Samleikur fiðluleikarans og aðstoðarmans hans, píanóleik arans Mitchell Andrews, var með ágætum £ sónötunni, sem og í öðrum viðfangsefnum á tónleik- unum. En píanóið í Austurbæjar- bíói virtist vera með lakasta móti, hljómlítið, og — þegar á leið tónleikana — áberandi óhreint. Vonandi verður bætt úr þessu hið bráðasta og nýtt hijóðfæri fengið í húsið, ef tónleikahald verður þar áfram. Síðari hluti efnisskrárinnar var heldur léttvaegur og afar ósam- stæður. Þar ægði saman ljóð- rænum verkum eftir Chausson og Bloch, útsetningu á píanóverki eftir Chopin og lögum, sem mundu hafa sómt sér bezt á kabarett-skemmtun,, eða etf til vill sem aukalög að lokinni efnis- skrá. Þetta spillti heildaráhrifum tónleikanna. Michael Rabin er mjög snjall fiðluleikari og á vafalaust mikla framtíð fyrir höndum. Tækni hans og tónhæfni er óaðfinnan- leg. Tónninn er mikill og voldug- ur en ekki að sama skapi mjúkur eða hlýr, og mun honum því sennilega láta betur að túlka þau verk, sem byggjast á skýrum. sterkmótuðum heildarlínum, en hin, þar sem smáatriðin sitja í fyrirrúmi. Hefði verið ánægju- legt, að betra tækifæri hefði gef- izt til að kynnast þessari hlið listamannsins á þessum tónleik- um. J. Þ. — Við hefðum Framh af bis. 24. — Voruð þið lengi undir hon- um? — Ég gerði mér enga grein fyrir því, en það getur varla hafa verið mjög löng stund. — Voruð þið farnir að drekka sjó? —Nei, ekki ég að minnsta kosti en Unnar var lengur undir bátn- um. Ég sá honum skjóta undan bátnum, þegar ég var sjálfur fyrir nokkru kominn á sund of- ansjávar. — Eruð þið báðir góðir sund menn? — Já, við erum báðir velsynd ir, og það hefur án efa orðið okk ur til lífs, bæði til að komast undan bátnum og sökkva ekki. — Voruð þið lengi á sundi? — Nei, Óskar kom fljótlega til okkar, og þeir náðu strax að draga okkur um borð. — Hvernig var veðrið? — Það var kaldi úti fyrir, og svo þessar vindhviður innan við Vattarnes. Það komu tvær hvið- ur á undan þessari, en báturinn bar þær vel af sér. — Ykkur hefur ekki orðið meint af þessu? — Nei, við erum færir í allan sjó. — En báturinn? — Hann ber sig líka vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.