Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ -Þriðjudagur 26. sept. 1961 Dag Hammars'íjöld: Hvað lífið ‘ ÞEGAR ég, vorið 1953, var kjörinn í núverandi stöðu mína, fannst mér ég ^kyldugur til þess %ð verða við þessu óvænta kalli. Von mín var sú, að ég mætti bjóna málstað Sameinuðu þjóðanna eftir fremsta megni. Eg ætlast nú ekki til annars en menn trúi því að ég hafi reynt eftir beztu getu. Hvórt þjónusta mín hef- ur verið fullnægjandi á þessu erfiða tímabili stofnunarinnar, og reyndar alls heimsins, verða aðrir að dæma um. Hvort sú stefna, sem ég hefi tekið til að efla embætti Að- alframkvæmdastjóra hefur ver ið sú heilladrýgsta, verða dóm- endur umheimsins að skera úr um. Eg er þeirrar skoðunar, að enginn geti tekið við stöðu Aðalfrumkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna og gert sér jaínframt því grem fyrir mik- að ræða, hollustu, sem ein ger- ir hið sameiginlega átak árang ursríkt. Hann gétur treyst því, að óleystum verkefnum verði tekið með djúpri ábyrgðartil- finningu, víðtækri þekkingu og sönnum alþjóðaanda. Mikilvægi þess málstaðar Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur að því að koma á fót alþjóðamannafélagi, sem lifir í friði og löghlýðni, breytir vinnunni úr skyldu 1 forrétt- indi. Stjórnmálahnökrar, sem enn þarf að buga eða má út, kunna að draga úr framfaralíkum á vissum sviðum. Við kunnum að vera þeirrar skoðunar, að endurbæta þurfi Sameinuðu þjóðirnar á róttækan hátt. Við kunnum jafnvel að fallast á þá skoðun, að áður en langt um líði, muni stofnun ólík þeirri, sem nú er, taka að sér þetta verkefni. Hinsvegar get- friðarbaráttunni. í hinum margbrotna heimi stjórnkænskunnar kann það stundum að koma í ljós, að skilgreinings Euclids á beinni línu sem stytztu vegalengd milli tveggja punkta standist hvergi. En aðalframkvæmda- stjóra SÞ er þetta eina hugsan lega lausnin. Þessi lína, sem dregin er með þeim megin- reglum, sem eru honum lög, kann reyndar stundum að skera aðrar línur í hinum margflókna vef alþjóðastjórn- mála. Hann verður að vera haldinn þeirri vissu, að hvað sem á bjáti, geti ekkert orðið til þess að draga úr trúnaðar- trausti þeirra ríkisstjórna, sem a'ðdd eiga að SÞ. Eg held ekki, að ætlazt yrði til þess af aðalframkvæmda- stjóranum að hálfu aðildar- ríkjanna, að hann hefðist eitt- hvað að, sem br-yti í bága við Stofnsáttmálann eða ákvarð- anir helztu deilda Sameinuðu þj .-ðanna; þótt honum séu hins vegar takmörk sett, trúi ég þvi, að honum beri skylda til þess að beita stöðuvaldi sínu Og þannig hinni sívinnandi stofnun til hins ítrasta og af megni. eftir því sem aðstæður .'eyfa. hefur kennt mér ilvægi hennar, nema af skyldu hvötum. Hinsvegar getur eng- inn sinnt því starfi án þakk- lætis fyrir verkefni, sem er bæði fullnægjandi og vand- leyst, verkefni, sem ævinlega hvetur til aukinna dáða, en virðist þó stundum draga úr manni kjarkinn. Þetta þakklæti á sér marg- ar ástæður. í fyrsta lagi þau forréttindi að fá að vinna með og sýna gagnkvæmt traust ó^' líkum ríkisstjórnum og full- trúum þeirra, til þess að leita að lausn hinna mörgu vanda- mála, sem" kvikna með alheims samvinnu. Einnig hlýtur aðalfram- kvæmdastjórinn að votta þakk læti sitt samstarfsmönnum sín um í framkvæmdaráðinu allt frá þriðja kjallara upp í 38. hæð. Hann á því láni að fagna að hagnast í starfi sínu á því bræðraþeli, sem styður hann á óbilandi hátt. Hann getur reitt sig á hollustu, jafnvel þótt um vanþakklátt verk sé ur engum blandast hugur um að sú stefna, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið, eins og fram kemur í Stofnsáttmálan- um, bæði hvað megintilgang og reglur snertir, sýnir þá leið, sem heimurinn verður að fara, til þess að geta byggt á ávinn- ingum fortíðarinnar og lagt drög að heillaríkari framtíð. Þessvegna er vinna í þágu Sameinuðu þjóðanna með þessi meginlögmál að baki af- ar mikilvæg — hvort sem hún ber þegar ávöxt eða ekki. Ef vinnan stígur eitt skref áfram á framfararbrautinni, er ár- angurinn manni meira en nægi leg umbun. Þetta á við, þótt þessu fylgi einhverjir aftur- kippir: ef tekizt hefur að klífa fjall, geta síðari tilraunir, þótt misheppnaðar séu, ekki hreyft við þeirri staðreynd, að sýnt hefur verið að hægt er að klífa fjallið. Þannig verður hvert frumherjaskref stofnun- arinnar óhjákvæmilega til þess að vinna nýjan sigur í Hinsvegar álít ég, að það sé í samræmi við heimspekina að baki _ stofnsáttmálans, að til þess sé ætlazt af aðalfram- kvæmdastjóra, að hann geti ennfremur tekið sjálfstæðar ákvarðanir, ef honúm kynni að finnast svo nauðsynlegt til þess að stuðla að því að fylla í einhverjar þær eyður sem kunna að koma í ljós í þeim stefnum, sem sáttmálinn og gl- þjóðleg stjórnvizka styðja, til þess að tryggja mönnum frið og öryggi. Þeir menn, sem í sameiningu standa 'að Sameinuðu-þjóðun- um <— þjóðir, ríkisstjórnir og einstaklingar — bera eina sam eiginlega ábyrgð á herðum sér. Komandi kynslóðir munu e. t. v. segja það um okkur, að við höfum ekki haft erindi sem erfiði. En aldrei munu þær geta sagt, að við höfum brugðizt, vegna þess að okkur skorti tíúna eða létum þröng- sýni og eiginhagsmuni spilla viðleitni okkar. Skrifstofuhúsnœði Til leigu er rúmgott og glæsilegt skrifstofu húsnæði við Laugaveg. Uppl. í síma 12817. LAND- -ROVER'. Dieselbifreið verður til sýnis í dag að Hverfisgötu 103 Heildverzlunin Hekla Frímerki Höfum verið beðnir að útvega nokkur sett af Evrópu-settinu 1961 og 1960 — Erum einnig kaupendur og seljendur að nýj- um og notuðum íslenzkum frí- merkjum. Frímerkjastofan Vesturgötu 14. — Sími 2-46-44. Samkomur Fíladelfía Á samkomu i kvöld kl. 8.30 tala Erik Martinsson og Göte Anderson. Allir velkomnir. Rannveig Þorsteinsdóttir flytur framsöguræðu sina. Rætt um fiskveiðar RANNVEIG Þorsteinsdóttir hafði framsögu um fiskveiðar í Evrópu á fundi ráðgjafarþings Evrópu- ráðsins á föstudag. Hún lagði á- herzlu á nauðsyn þess að auka viðskipti með sjávarafurðir í V.- Evrópu og ræddi ými/ úrræði í því sambandi. Hún taldi, að sam- starf ríkisstjórna og alþjóða- stofnana væri nauðsynlegt til að úrbætur yrðu gerðar og ræddi hlutverk Evrópuráðsins á þesSU sviði. Þá fjallaði hún um ís- lenzk útvegsmál og þýðingu fisk veiða fyrir þjóðarbúskap íslend- inga. Kvað hún hér ekki ein. göngu vera um að ræða íslenzkt vandamál heldur og mál, sem skipti miklu fyrir evrópska sam- vinnu. Að umræðunni lokinni var sam þykkt í einu hljóði ályktunartil- laga, þar sem lögð er áherzla á nauðsyn aukinna viðskipta með sjáva. afurðir og sérstaklega vikið að aðstöðu íslendinga og sameig- inlegn ábyrgð ríkjanna í Evrópu ráðii u á því að blómlegur efna- hagur þróist í öllum löndúm V.- Evrópu. „Hlif“ ræðir atvínnu- ástandið í Hafnarfirði K.F.U.K. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Bréf frá Konsó, kaffi og fleira. Bazarnefndin. I.O.G.T. St. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinni, Fríkirkjuvegi. Rrætt um vetrarstarfið og fleira, áríðandi að félagar mæti vel á fyrsta fundinum. Æðsti templar. FUNDUR var haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, föstud. 22. sept. sl. Þar voru rædd atvinnumálin og fleiri hags munamál verkamanna. Á fundinn hafði verið boðið bæjarstjóranum í Haínarfirði Stefáni Gunnlaugssyni og bæjar- ráðsmönnunum, Kristni Gunnars syni, Pál Danielssyni og Krist- jáni Andréssyni. Tóku þeir allir til máls og margir félagsmenn, urðu umræður fjörugar. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar: frá stjórn V.m.f. Hlífar: Fundur haldinn í V.m.f. Hlíf föstudaginn 22. .sept. 1961, telur atvinnuástandið í bænum vera svo bágborið varðandi verka- mannavinnu, að um mörg ár hafi slíkt ástand ekki verið fyrir hendi og það sem verra er, að allar líkur benda til að ástandið versni enn, ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstafanir til atvinnu- aukningar í bænum. Fyrir því skorar fundurinn á Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, að gera allar tiltækar ráðstafanir til atvinnuaukningaf' í bænum. Fundur haldinn í V.m.f. Hlíf, föstud. 22. sept. 1961, telur að efnahagsleg afkoma Hafnfirð- inga sé svo háð sjávarútvegi, að velgengni og aukning þess at- vinnuvegar sé mesta hagsmuna- mál bæjarbúa. Fyrir því telur fundurinn höf- uðnauðsyn á eftirfarándi fram- kvæmdum: 1. Skipulagi hafnarinnar verði lokið hið bráðasta og síðan hafn- arframkvæmdir þar sem tekið verði tillit til þess að öll aðstaða til löndunar og losunar vélbáta verði stórum bætt og gerð verðl smábátahöfn, verbúðir og at- hafnasvæði fyrir smábátaútveg- inn svo og að gerð verði stór vörugeymsluhús, vegna farskip- anna. 2. Vélbátaflotinn verði aukinn og þá sérstök áherzla lögð á skip af þeirri stærð er sjáanlega hentar bezt til útgerðar frá Hafnarfirði þ e. vélbátar 100— 200 tonna. 3. Öll hráefni sjávarútvegsins verði gernýtt. Til þess að því marki verði náð, verði byggðar niðursuðuverksmiðjur, reykhús og frystihúsin í bænum og aðrar fiskvinnslustöðvar nýtt betur ei» verið hefur. Fundur haldinn I Verkamanna féiaginu Hlíf, föstud. 22. sept, 1961 mótmælir harðlega bráða- birgðalögum rikisstjórnarinnar um gengisfellingu og afhendingu á valdi um gengisskráningu til Seðlabankans. Telur fundurinn hér vera um að ræða ósvífna og óþolandi árás á lífskjör verkalýðsins, sem verkalýðshreyfingin verði að mæta með mótaðgerðum. Fagnar því fundurinn ráð- stefnu þeirri sem Alþýðusam- bandið hefur boðað til 30. sept, og 1. okt. nk. Væntir fundurinn þess að ráð- stefnunni takist að marka stefnu verkalýðssamtakanna og um raunhæfar aðgerðir í launamál- um verkalýðsfélaganna. Fundurinn var fjölmennur og stóð yfir frá kl. 8.30 e h. til kl. 12.30 á miðnætti. (Fréttatilkynning frá Hlíf). Börn vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi FOSSVOGSBLETT'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.