Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 26. sept. 1961 M O R c rns n L 4 Ð l Ð 17 Margrét Steinurm Guömundsdóttir 1 G Æ R, 25. september, eru 100 ár liðin frá því Margrét Steiftunn Guðmundsdóttir fædd ist að Bugðustöðum í Hörðudal. Foreldrar hennar voru Guðm. bóndi Guðmundsson og kona hans, Hólmfríður Hallgrímsdótt ir. — Foreldrar Guðmundar voru Guðm. Hákonarson og Margrét Magnúsdóttir frá Syðri-Hraun- dal, en Magnús var sonur Guð- brands Hannessonar prests á Staðarbakka. Faðir Hannesar var Þorlákur Vídalín sýslumað- ur, sonur Guðbrands sýslu- inanns Arngrímssonar lærða. Faðir Hólmfríðar, móður Mar- grétar Steinunnar, var Hall- grímur sonur Magnúsar Guð- mundssonar og Sigríðar Jóns- dóttur i Tjaldanesi. Kona Jóns í Tjaldanesi var Elín dóttir Einars sýslumanns Magnússon- ar á Felli í Kollafirði, en faðir hans var Magnús sýslumaður á Arnarstapa sonur séra Björns Jónssonar á Hvanneyri. Margrét fluttist barn að aldri með foreldrum að Snóksdal og ólst þar upp fram yfir tvítugt. Var hún á þeim árum álitin mikill kvenkostur þar í sveit og ein af beztu söngkonum safn- aðarins í Snóksdalskirkju. Á 23. aldursári giftist hún fyrra manni sínum, Agli Bene- diktssyni frá Þorbergsstöðum í Laxárdal, syni Ásu Egilsdóttur og Benedikts Beneditkssonar. Þau bjuggu fyrsta árið í Snóks- dal, en hófu siðan búskap í Köldukinn í Haukadalshreppi. Samvistir þeirra Margrétar og Egils urðu þó skammar, þar sem Egill varð úti veturinn 1886—87 á heimleið frá Þor- bergsstöðum. Má nærri geta hversu þungt áfall það hefur verið fyrir hina ungu húsmóð- ur með tvö ung börn. Hún fluttist eftir lát Egils aftur til foreldra sinna í Snóksdal. Þar dvaldist hún unz hún giftist seinni manni sínum, Bene dikt Bjarna, syni Kristjáns hreppstjóra og dannebrogsmansn á Þorbergsstöðum. Benedikt'var hálfbróðir Egils fyrra manns Margrétar. Fyrstu ellefu árin bjuggu þau hjón að Ketilsstöð- um í Hörðudal. Þar reistu þau íveru- og peningshús, sléttuðu óg stækkuðu túnið að mun og bjuggu þar af hinni mestu rausn. A Ketilsstöðum fæddust þeim sex böm. Árið 1902 skiptu þeir á bújörðum Benedikt og Helgi bóndi á Hóli í Hörðudal. 'Á Hóli bjuggu þau hjón síðan í fimm ár eða til ársins 1907. Þar eignuðust þau tvær dætur, en sú yngri dó á fyrsta ári. Þegar Kristján óðalsbóndi and eðist árið 1907, tóku þau Bene- dikt og Margrét við stórbúinu að Þorbergsstöðum. Þorbergs- Btaðir liggja i þjóðbraut í Döl- unum. Þá var enginn síminn og inenn gátu ekki gert boð á und- an sér og komu því fyrirvara- laust bæði seint og snemma dags, og ósjaldan eftir hátta- tíma. Varð þvi húsfreyjan tíð- um eftir langan og strangan vinnudag að fara á fætur og 6já langþreyttum ferðalöngum fyrir næturhvílu, þurrka plögg þeirra og gefa þeim mat og drykk, sem jafnan var fyrir- liggjandi í búri frú Margrétar, en hestar settir í hús og gefið á jötu. Þetta gerði húsfreyjan ©g húsbóndinn með þeirri hjartahlýju og góðvild, að sá, eem eitt sinn hafði þegið beina hjá þeim hjónum, fór þaðan glaður og kom gjaman aftur. Var þvi jafnan mjög gestkvæmt á héimili þeirra hjóna, enda gestrisni þeirra viðbrugðið. Margt var jafnan í heimili, því að auk bamanna níu og þriggja uppeldisbarna var ávallt fjöldi vinnufólks og ýmissa ættingja þar til húsa, og má fulyrða, að sjaldan hafi verið mikið undir tuttugu manns í heimili. Reyndi þá mjög á hæfi- leika og stjórnsemi Margrétar húsfreyju og ber öllum saman um, að hún hafi leyst það hlut- verk af hendi með sérstakri röggsemi, lipurð og glaðri lund. Hún var ávallt hrókur alls fagn aðar á heimili sínu, enda bar það þess merki. Vinnudagur þeirra hjóna var jafnan langur og strangur, búið stórt og stöð- ugt unnið að Járðarbótum. Benedikt lézt árið 1930, en Margrét stjórnaði búinu áfram ásamt sonum sínum tveim til dauðadags, 29. maí 1939. Börn Margrétar og Egils, fyrri manns hennar, voru: Hjörtur bóndi í Knarrarhöfn í Hvammssveit, kvæntur Ingunni Ólafsdóttur frá Vatni og Ása, er giftist Hirti Jónssyni frá Barmi á Skarðsströnd. Börn Margrétar og Benedikts voru: Hólmfríður þeirra elzt, gift- ist Birni Magnússyni frá Sandi og bjuggu þau á Vighólsstöðum, í Skógsmúla og Þorbergsstöð- um. Egill veitingamaður um langt árabil í Tjarnarkaffi, kvæntur Margréti Árnadóttur prests Þor steinssonar frá Kálfstjörn. Kristján bifreiðastjóri í Hafn- arfirði, býr með Þóru Jóns- dóttur. Ása, sem giftist Sigurði Björns syni brúasmið frá Marðamúpi í Vatnsdal, en hún andaðist ár- ið 1933. Jakob vegaverkstjóri og bóndi á Þorbergsstöðum, kvæntur Ágústu Kri^tjánsdóttur frá Pat- reksfirði. Ágúst, er dó 1936, þá 37 ára, bjó með foreldrum sínum á Þorbergsstöðum. Lilja kaupkona í Reykjavík, síðari kona Sigurðar Björns- sonar. Ingibjörg, er lézt á 1. aldurs- ári. Auk þess ól Margrét upp þrjú böm: Kristján Bjarnason vélstjóra í Rvík, kvæntan Árnýju Árna- dóttur. Margréti Björnsdóttur, gifta Magnúsi Ármann stórkaup- manni í Rvík. Svölu Kristjánsdóttur, ógifta í Rvík. Afkomendur frú Margrétar eru þegar orðnir hálft annað hundrað. Við fráfall Margrétar hús- freyju á Þorbergsstöðum .misstu Dalir eina af þessum merku og mætu konum, er þeir hafa alið og sett hafa svip sinn á byggð- ina. Á þessum tímamótum veit ég, að margur gamall Dalamaður- inn minnist húsfreyjunnar á Þorbergsstöðum með hlýjum huga og þakklæti. Megi enn um árabil stafa Ijómi af nafni hennar og minn- ingu. Gamall Dalamaður. Aðrir Bílabúðin Höfðatúni 2 — Sími 24485 ENSKUSKÓLI LEO MUNRO ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦j*. f f f f Skólavörðustíg KENNSLA FYRIR BÖRN hefst 9. og 10. okt. Sími 19456 f f f f f f Kennsla fer fram þrisvar í viku og á sunnudögum eru nemendum sýndar kvikmyndir. FORELDRAR A T H. : Aðeins 10 í flokki f f f f f ♦!♦ í Jólakveðju um sl. jól var nemendum ♦$♦ skólans gefinn kostur á að heimsækja England í sumarleyfi. Nú hafa ráðstaf- anir verið gerðar til þess að hópur nem- enda geti dvalist, næsta sumar, á heim- ilum og í skólum í London, Croydon og Nottingham Ferðin myndi taka um það bil 3—4 vikur. Skólastjórum og kennurum verða fús- lega látnar í té upplýsingar um slíkar skólaferðir. KENNSLA FYRIR FULLORÐNA hefst 2. október. Flokkar á kvöldin. og sér flokkar fyrir HÚSMÆÐUR á daginn. TALMÁLSKENNSLA ÁN BÓKA. AÐEIMS 10 í FLOKKI Stundaskrá. innritun og upplýsingar í SÍMA 19456 DA6LEGA f f f ♦♦♦ T f f ♦♦ ♦> Geymið auglýsinguna. | ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦;♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ V erzl un arh úsnœði Oska eftir verzlunarhúsnæði fyrir vefnaðarvörur í Miðbænum eða í úthverfi. VERZLUNIN SKEIFAN Sími 18414. 5 herb. íbúðarhœð íilbúin undir tréverk, með sérþvottahúsi, við Mið- braut til sölu. íbúðin er 130 ferm. að flatarmáli, með sérhita og sérbílskúrsréttindum. Fallegt útsýni. Mjög hagkvæmir skilmálar ef samið er strax. STEINN JÓNSSON, hdl. Lögfræðistofa — Fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 1-9090 og 1-4951

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.