Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.09.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. sept. 1961 2 Islendingar á Evrdpuskrá ÖLLUM stórmótum Evrópu í frjálsum íþróttum er nú lokið í ár og það er því fróð- legt að sjá skrána um beztu afrekin í Evrópu í ár. ítalski „statistikkerinn“ Quersetani, sem frægur er fyrir skrár sínar, hefur nú sent frá sér Evrópuskrá, sem nær til 14. september sl. Á skránni eru tveir Islendingar, þeir Vil- hjálmur Einarsson og Val- björn Þorláksson. Vilhjálmur er í 6. sæti í þrístökki, en Valbjörn skipar 9.—10. sæti í stangarstökki. Það kemur í ljós að aðeins tvö Evrópuríki eiga betri þrístökkvara en Island og sex eiga betri stangarstökkvara. Það er sannarlega ánægju- legt hve afrek þessara tveggja íslendinga eru góð. Þaff er heiður stærri þjóff- um en íslendingar eru, að affeins 5 Evrópubúar eru hetri en okkar bezti í þri- stökki og affeins 8 menn í Evrópu hafa stokkiff hærra en okkar bezti í stangar- stökki. Skráin yfir þessar tvær greinar lítur þannig út: Þrístökk Kreer, Sovétríkin, 16.71 Malsherszyk, Pólland, 16.53 Rajkowski, Sovétríkin, 16.33 Schmidt, Pólland, 16.26 Okunkov, Sovétríkin, 16.20 Vilhjálmur Einarsson 16.17 Zolotarjev, Sovétríkin, 16.15 Vjeretjtjagin, Sovétrikin, 16.13 Mihailov, Sovétríkin, 16.13 Fjedovsjeff, Sovétríkin, 16.07 Rahkamo, Finnland, 16.07 Battista, Frakkland, 16.06 Aljabev, Sovétríkin, 16.04 Jaskolski, Pólland, 16.00 Stangarstökk Preussger, Þýzkaland, 4.67 Krasovskis, Sovétríkin, 4.60 Ankio, Finnland, 4.58 Laufer, Þýzkaland, 4.55 Hlebarov, Búlgaria, 4.52 Barras, Sviss, 4.52 Petrenko, Sovétríkin, 4.52 Hristov, Búlgaría, 4.51 Tjemobaj, Sovétríkin, 4.50 Valbjörn Þorláksson 4.50 Landström, Finnland, 4.50 Lehnertz, Þýzkaland, 4.50 Hövig, Noregur, 4.47 Jeitner, Þýzkaland, 4.46 Nikula, Finnland, 4.46 HER sækja Reykjanesmenn Þórður markvörður hafði víkinga í sumar, en honum að Reykjavíkurmarkinu. Jón misst af knettinum. Jón hefur tókst ekki aff skora í þessum Guðmundsson skallar eftir aff skoraff 40 mörk fyrir Kefl- leik. — Ljósm. K.M. Reykjavík hafði mark yfir þegar leiknum var slitið Á SUNNUDAGINN var efnt til nýstárlegs knattspyrnuleiks milii B-liffs Reykjavíkur og úrvals af Dunskt hondknattlelkslið í okt. EFTIR 5 vikur kemur danskt handknattleibslið í heimsókn til íslands. Eru það KR-ingar sem hafa rétt til ao fá erlent lið og vera kann að Þróttur verði í fé- lagi með þeim um heimsóknina. KR-ingar hafa ákveðið að fá danska liðið Efterslægten og mun liðið leika hér 3—4 leiki í fyrstu ;viku nóvember. Það er fyrir milligöngu John Björk- lund, sem í sumar dvaldist hér sem handknattleiksþjálfari, sem íslandsferð Efterslægten er á- kveðin. Efterslægten er í 2. deild í dönsku handknattleikskeppn- inni. Er í ráði að félagið bjóði 2—4 liðsmönnum annarra liða með sér í íslandsförina til að styrkja liðið. Suffurnesjum. Var þetta góff til- breyting í hléinu sem orðið hefur hjá knattspyrnumönnum. En sögu legur var þessi leikur. Honum lauk meff því að dómarinn sleit homrn áffur en leiktíma var lok- ið. þar sem leikmaður er hann vísaði af velli neitaffi að fara út af. Þá voru 5—6 mín. til leiks- Ioka og stóff 2:1 fyrir Reykjavík- urliðið. • Sundruð lið Leikurinn var lengstum mjög lélegur og knattspyrna beggja liða tilviljanakennd og skipu- lagslaus. Liðin bæði voru skipuð ósamæfðum mönnum og sundr- Lærdómsrík Englandsför sagði Hörður Feíixson við heimkomu ENGLANDSFERÐIN var lær- dómsrík og ánægjuleg í alla staði sagði Hörður Felixson miðvörður ísl. landsliðsins er við hittum hann í gær en á sunnudaginn korrvu lanésliðs- mennimir heim eftir 10 daga Englandsferð. — Við fögnuðum þó engri heppni, hélt Hörður áfram. í landsleiknum sýndum við betri leik en enska liðið Og á köflum var samleikur okkar liðs með ágætum. Var aknenn ánægja með leik liðsins eftir á, þótt ekki hefði tekizt að jafna eða sigra — eins og rétt- látara hefði verið. Helgi átti mjög góðan leik í markinu og samuleiðis fannst mér Örn vera styrkur, sagði Hörður. — Var markið eins konar sjálfsmark? — Það var skorað úr hörku- skoti langt utan úr vítateig. Helgi var kominn af stað til að verja, en knötturinn breytti um stefnu er hann snerti Helga Jónssön og lenti í netinu. Við vorum sem sagt óheppn ir eins og Englendingar voru heppriir að fá ekki mark. Tví- vegis björguðu þeir á línunni Og eitt sinn rétt náði mark- vörðurinn að krækja í knött- inn er landi hans skallaði yf- ir hann. — En það tókst illa til í öðrum leiknum. — Já, hann var lélegur hjá okkur. Strákarnir léku í flóð- Ijósum og sögðust sumir hafa séð illa, enda var lýsingin slæm. En allur leikur liðsins var í molum og aldrei neinn taktur i leik liðsins. Þetta enska lið var miklu harðskeyttara en landsliðið hvað hörku snertir, en meiðsli urðu þó ekki. í enska liðinu voru 2—3 menn þeir sömu og höfðu verið í landsleiknum. 'k'' — En hvað um þriðja leik- inn? — Þá voru 5 menn úr lands- liði Englands á móti en í okk- ar liði voru: Helgi, Jón Stef., Árni, Sveinn, Hörður, Helgi, Gunnar Fel., Kári, Þórólfur, Ellert og Ingvar. Völlurinn hallaði heilmikið — og lékum við niður brekkuna í fyrri hálfleik. Lið okkar náði strax vel saman og í hálfleik stóð 3:0 okkur í vil. Var það sann- gjarnt forskot og tvö mörk Ingvars glæsileg. En í seinni hálfleik gerðum við skyssu. í stað þess að efla vörn lékum við áfram sóknar- leik, framverðirnir voru alltaf' of framarlega og Englending- um tókst að skora 4 mörk. Eitt þeirra var að vísu sjálfsmark. En rétt í lokin tókst okkur að hrista af okkur slenið og tryggja jafntefli. ★ — Þið hafið séð góða leiki aðra? — Við sáum Arsenal — Birmingham sem lauk með jafntefli 1:1 og fannst mér allur sá leikur heldur léleg- ur. Svo sáum við Tottenham leika við Gornik frá Póllandi og því mun áreiðanlega eng- inn gleyma í bráð. Þetta var stórkostlegur leikur í einu orði sagt og lauk 8:1 fyrir Totten- ham. Þar með hóldu beir á- fram í kepþninni um Evrópu- bikarinn. Pólverjárnir höfðu unnið 4:2 í fyrri leik liðanna, svo þetta var vel gert hjá Tottenham. Allur leikur Tott- enham var stórglæsilegur og mörkin hvert öðru betra og glæsilegra. Það var eitthvað að sjá. Og mesta athygli af leik- mönnum vakti leikur Blanche flower hjá okkur. Hann er stórkostlegur knattspyrnumað ur. En grófir voru þeir ensku, einkuim í upphafi, og tel ég ekki fráleitt að hér hefði verið búið að víkja 1—2 af velli fyrir gróf brot. En það var ekki gert þar og þeim tókst að brjóta Pólverjana alveg nið ur og gersigra þá. Pólverjarn- ir kunna þó ekki svo lítið í knattspyrnulistinni. Eg átti líka kost á því ásamt Helga Dan og Hreiðari að kynnast högum Kelsey mark- varðar hjá Arsenal og sátum við heima hjá honum í góðu yfirlæti. Hann sýndi okkur líka hinn glæsilega völl Arsen als. Þar er aðstaða sem talandi er um, glæsileg búningsher- bergi og böð, læknar og fleira svo segja má að hreinlega sé dekrað við leikmennina. Kels- ey bjó í einbýlishúsi alllangt fró vellinum, en Arsenal átti 15 einbýlishús í þessari götu og höfðu leikmennirnir þau gegn sáralítilli greiðslu. Og var í stíl við þetta, sagði Hörð ur að lokum. ungin var áberandí lengst af. í Reykjavíkurliðinu voru 6 mena sem leikið hafa í A og B lands- liði. En leikur liðsins bar engan keim af því. Þvert á móti var Reykjavikurliðið í varnarstöðu og hlutur þess í spili lengstum minni en Reykjanesliðsins. Ef Reykja- nesmennirnir hefðu búið yfir svo iítið meiri kunnáttu og rólegheit- um við mark mótherjans Og feng- ið nýtt fjölmörg tækifæri er þeir sköpuðu sér, þá hefði sigur verið auðsóttur yfir Reykjavíkurlið- inu. En þetta fór á annan veg. í hálfleik stóð 1:1 og 2:1 fyrir Reykjavík er leik var hætt. • Mörkin Mörkin í fyrri hálfleik vöru álíka tilviljakennd. Hið fyrra skoraði Reykjanesliðið. Eftir gott upphlaup á vinstri væng áætlar Þórður markvörður að bjarga með úthlaupi. En hann missir knöttinn og skotið er að mann- lausu markinu. Bakvörður hleyp ;ir til og ver með höndunum. Högni Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu eftir að hún hafði verið tvítekin vegna leikbrots markvarðar, en í fyrra sinnið skaut Högni framhjá. Rétt fyrir hlé skorar Guðjón Jónsson af stuttu færi eftir bar- áttu við bakvörðinn og skoppaði laust skotið í netið. Framan af seinni hálfleik sótti Reykjanesliðið fast og réði mestu um leikinn. Komst Reykjavíkur- markið oft í mikla hættu. En smám saman náði ReykjavíkurliS ið betri tökum á leiknum og um miðjan hálfleikinn skoraði Guð- mundur Óskarsson fallegt mark með snöggu skoti af vítateig. • Harka og deilur En harka fór stöðugt vaxandi í leiknum. Dómarinn Einar Hjart arsson missti tökin á leiknum og voru dómar hans vægast sagt und arlegir. Svo kom að því að áhorl endur sáu að deila var milli hans og Alberts Guðmundssonar og lauk henni með því að hann benti Albert út af vellinum. Albert hlýddi ekki og hálfri mínútu lið- inni sleit dómari leiknum. Eftirá sagði dómarinn að Albert hefði verið með „rex“ um dóma sína allan leikinn og hefði hann tvívegis áminnt Albert. Er ha»n lét sér ekki segjast vísaði hann honum af velli. Um allar brottvikningar af velli er fjallað af knattspyrnu- dómstól. Mun mál þetta því fara fyrir hann og fá fljóta afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.