Morgunblaðið - 07.10.1961, Qupperneq 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. dktóber 1961
Eg var að vona að þú værir
með eitthvað frá Grindavík
SýdiSng ViBhjálms Bergssonar
í>EGAR ég kom á sýningu Vil-
hjálms Bergssonar í Ásmundar-
sal við Freyjugötu, var þar stödd
kona sem virti myndirnar fyrir
sér með áhuga. Málarinn er ætt-
aður frá Grindavík. Um leið og
konan kvaddi, ávarpaði hún hann
á þessa leið: „Eg var að vona að
þú værir með eitthvað frá Grinda
vík“. Vilhjálmi varð svarafátt,
en ég hugsaði með mér að ekki
væri fjarri því að Grindavíik
leyndist einhversstaðar í mynd-
unum. Konan sagðist ekki skilja
mikið í þeim, samt þætti sér lit-
irnir fallegir. Sérstaklega minnt-
ist hún í því sambandi á mynd 14.
Myndin hafði gefið þessari
konu eitthvað sem hún gerði sér
ekki grein fyrir. Þótt henni væri
ekki fyllilega ljós lögmál upp-
byggingarinnar, töluðu litir og
forrn við hana á geðþekkan hátt.
Treystu henni fyrir leyndarmáli
sínu. Sjálfur talaði Vilhjálmur
um það, „að fólk hefði auga fyr-
ir hlutum, þótt það áttaði sig
ekki fyllilega á gildi þeirra“.
Oft hef ég heyrt fó)k lýsa yfir
ánægju sinni með vissa mynd á
sýningu, og segja síðan í afsök-
unartón: „En ég skil þetta nú
bara ekki“. Þetta fólik hefur
kannski komið til að sjá mynd af
jþorpi, fjalli eða andliti. Við því
blasa mismunandi form og litir,
sett saman án þess að reyna að
líkja eftir neinu sérstöku aðeins
vera mynd, góð eða léleg eftir at-
vikum. í staðinn fyrir að gefa sig
myndinni á vald eins og maður
nýtur þess að skoða ævintýralegt
ský, vilja sumir fá eitthvað allt
annað út úr henni. Hugsum okk-
ur til dæmis að við krefðuimst
þess að ský væri nýklipptur
'bankamaður.
Þegar Ásgrímur Jónsson málar
þannig mynd af hríslu úr Húsa-
fellsskógi, að maður þekkir hana
aftur úr raunveruleikanum, er
myndin ekki hrísla úr Húsafells-
skógi, heldur hefur hríslan verið
beygð undir lögmál myndarinnar.
Hún er orðin mynd og ekkert
annað. Barnið sem lítur inn á
sýningu og ætlar að grípa um
hrísluna í þeirri von að finna
þar gómsæt ber, verður fyr-
ir vonbrigðum. Andspænis því er
málverk. Kannski segir það:
„Þetta er fallegt“, eins og þeir
sem skoða sýningu ungra málara
sem hafa brugðið frá ná'kvæmri
eftirlíkingu þékktra hluta. í stað-
inn fyrir hrísluna er kominn þrí-
hyrningur eða bogið strik. En um
leið og fólk segir að slík mynd sé
falleg, hefur myndin unnið sig-
ur sannað gildi sitt. Og þá hefur
fólkið líka skilið myndina. Aðal-
atriðið er að hafa hugann op-
inn, láta ekki heimabakaða for-
dóma hlaupa með sig í gönur.
Það er ekki neitt heljarstökk frá
Ásgrími Jónssyni til Vilhjálms
Bergssonar og félaga hans. Það
sem villir fólki aðeins sýn er það
að Ásgrímur notar kunnar fyrir-
myndir, til dæmis landslag sem
við dáum, en þeir hafa snúið sér
beint að kjarna málsins, nefni-
lega málverkinu sjálfu, sem lifir
eins og ljóðið sjálfstæðu lífi inn-
an sinna eigin takmarka. Þegar
fólk hefur gert sér grein fyrir
þessu er því fært að skoða hverja
málverkasýningú sem er í krafti
þess að það sé með á nótunum.
Vel heppnuð non-fígúratíf
mynd kostar mikla vinnu. Það er
engu síður vandi að gefa henni
líf, heldur en landslags eða
stúlkumynd. Non-fígúratífir mál-
arar, þeir sem árangri vilja ná,
verða að leggja á sig ærið strit
og langa skólun. Þeir verða til
dæmis að ganga í gegnum teikn-
inguna, sem kallað er: teikna nátt
úrufyrirmyndir á raunsæan
hátt.. í myndlistarskólum er
þeim kennt að teikna eftir módeli.
Þeir verða að skynja hreyfingu
mannslíkamans, bókstaflega end-
urtaka hana á pappírnum. Vil-
hjálmur Bergsson hefur gengið
í myndlistarskóla í Kaupmanna-
höfn og París. Hann sýndi mér
nýlega myndir í hefðbundnum
stíl. Myndirnar hafði hann teikn-
að með silfri, sömu aðferð og
Leonardo da Vinci notaði. Mynd-
irnar voru lipurlega gerðar og
sanna það sem áður var sagt um
teiknihæfni non-fígúratífra mál-
ara. Kannski gefst fólki seinna
kostur að sjá þessar myndir á
sýningu. Þá verður konan frá
Grindavík himinlifandi. Mikið ef
hún klappar ekki Vilhjálmi á
öxlina og segir: „Eg vissi alltaf
að eitthvað væri í þig spunnið,
Villi minn“,
Eftir þennan formála væri rétt
að snúa sér að sýningunni sjálfri.
Það sem mesta athygli vekur er
Vilhjálmur Bergsson
barátta listamannsins að því
marki sem hann nær í mynd 14.
Ef við virðum fyrir okkur mynd-
ir 20 og 3, elstu myndirnar á
sýningunni, gerðar í Kaupmanna-
höfn 1959, sjáunn við reyndar
kunnáttusamlega unnar myndir í
stíl Vasarelys. En það er eitt-
hvað fráhrindandi í þessum mynd
um. Einhver lífsleiði og ástríðu-
leysi, sem eflaust hefur ásótt lista
manninn í frosthörkum norræna
vetrarins. „Mér fannst þetta orðið
svo kalt, að ég varð að rífa mig
út úr því“, sagði Vilhjálmur við
mig. Við komuna til Parísar fer að
örla á mildari lit, til dæmis í
mynd I. Suðræni eldurinn bræð-
ir snjóinn. París iðandi af lífi
og litum með Pernod og rauð-
víni ásamt djassi og fleiru nauð-
synlegu losar um böndin og eitt-
hvað persónulegt og fagnaðarríkt
brýst til valda. Mynd 8 er þegar
farin að gefa fyrirheit um slíkt
og 15 verður úrslitaonynd áður
en siglt er á haf þeirrar ljóðrænu
tjáningar sem er einkenni mynda
13 og 14.
Að vísu er um millitímabil að
ræða í myndum 18 og 12. Þær eru
nokkurs konar útskurðarmyndir,
tilvaldar sem merkimiðar. ímynd
um okkur til dæmis eina þessara
mynda á íslensku brennivínsflösk
unni. Þá en ekki fyrr væri hægt
að flytja út þjóðardrykkinn sem
drykk handa siðmenntuðum
mönnum. Ef öllu gamni er sleppt
má segja að þessar myndir séu
ákaflega skrautkenndar, eins og
listamaðurinn ætli nú enn að
skunda inn í helli fonmnostursins,
en hafi þó gleypt dálítinn
skammt af sólarljósi áður. Um
það vitnar birta þeirra.
Nú fara litirnir enn að breyt-
ast hjá Vilhjálmi. Þeir verða
bjartari og mildari, lífsglaðari.
Stóra myndin 14 er mun frjáls-
ari hvað uppbyggingu snertir en
hinar myndirnar flestar. Andlegri
mynd, sem listamaðurinn lauk við
gagnstætt venju á fjórum dögum.
Formalistinn Vilhjálmur er orð-
inn innblásinn ljóðrænni glóð,
sem gefur myndum hans hlýju.
Það er mikil birta yfir þessari
mynd og skemmtilegt línuspil,
einnig mynd 13, sem er heldur
minni, en skyld. í myndunum
tekst honum mjög athyglisverða
að samræma bogna og beina línu,
stór form og smá. Vilhjálmur er
maður línunnar frekar en flatar-
ins. Línan gegnir alltaf megin-
hlutverki í myndum hans.
Áður byggðust myndir Vil-
hjálms á andstæðum, til dæmis
rautt á móti hvítu. Nú byggjast
þær meir á tóntegundum, þær
eru samofnari. Andstæðurnar
setur hann inn á vissum stöðum
til að skapa hreyfingu, herða blæ
brigðin. Því hlutverki gegna
svörtu oddformin í mynd 14.
Sjálfur kallar Vilhjálmur þetta,
„að fá myndina til að sprikla".
í þessari mynd, sem gæti minnt
á vinnubrögð Kandinskys, verð-
ur manni ljóst upphaf fróðlegs
tímabils í myndlist Vilhjálms
Bergssonar.
Hversu framarlega sem homtm
verður skipað í sveit íslenskra
málara, er óhætt að segja að
hann vinni verk sitt af alúð. Dugn
aður hans er óvéfengjanlegur.
Hann hefur þegar á unga aldri
kynnt sér furðu mikið af mynd-
list heimsins af eigin raun, með
því að ferðast um og dvelja lang-
dvölum í Evrópu. Honum er það
ljóst að einangrun er lístamann-
inum hættuleg. Þeirri staðreynd
að nútímamálarinn byggir á og
sækir sköpunarkraft 1 myndlist
gömlu meistaranna, væri erfitt
að fá hann til að neita. Jafnvel
gæti komið á daginn að honum
yrði tíðræðnast um verk itölsku
endurreisnarmannanna og
flæmsku snillinganna. Sannar
það, sem stundum vill vefjast
fyrir fólki, að ungir málarar og
skáld vilja síður en svo brjóta
allar brýr að baki sér þegar þeir
leggja á órudda fjallvegi. Hver
veit nema í þeirra hópi sé að
finna heitfengnustu og sönnustu
aðdáendur gamalla verðmæta.
Jóhann Hjálmarsson.
Ford Pick Up, smíðaár 1958. Bíllinn er all-
ur nýyfirfarinn og í fyrsta flokks ásig-
komulagi. Skipti möguleg á nýlegum litl-
um fólksbíl. — Upplýsingar í síma 35786.
Gamanleikurinn „AUir komu þeir aftur“ verður sýndur í 10.
sinn nk. sunnudag. Uppselt hefur verið á öllum sýningum og
leiknum hefur verið afarvel tekið. — Myndin er af Bessa.
Bjarnasyni í aðalhlutverkinu. >
Til leigu
2 stór herbergi (41 ferm.) og ennfremur 2 lítil her-
bergi í Fiskhöllintii, uppi. — Upplýsingar í Fisk-
höllinni. — Sími 11243.
Auglýsing frá '
ílæjarsíma Reykjavikur
Nokkrir laghentir menn á aldrinum 18—25 ára ósk-
ast til vinnu nú þegar. — Nánari upplýsingar gefur
Ágúst Guðlaugsson fulltrúi, sími 11000.
VIÐ LAUGARASVEG
innarlega, eru til sölu sökklar að tveggja hæða ein-
býlishúsi. — Tilboð merkt: „Gott tilboð — 5630“,
sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m.
Unglingar óskast
til að bera blaðið til kaupenda við
, Sími 2-24-80.
SÓLHEIMA