Morgunblaðið - 07.10.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 07.10.1961, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laupardagur 7. október 1961 Dorothy Quentin: Þöglaev 8. Skáldsaga hafði aldrei flúið neitt síðan André hafði kennt henni að sigr- ast á hræðslunni, hefði nú helzt viljað taka til fótanna og forða sér frá þessum tveimur konum, sem nú mældu hana með aug- unum, án þess að líta af henni. Það hefði nú strax verið skárra, ef hann hefði sagt henni frá þessu sjálfur, en hitt var ó- fyrirgefanlegt, að stofna henni í þetta, vel vitandi hversu mjög móðir hans mundi njóta þess að greiða henní þetta högg. Reiði hennar gagnvart honum gaf "henni nægilegt hugrekki til að gera sér læti undir þessu vökula augnaráði þeirra og sigrast á þessari auðmýkingu. Hún gleymdí því nú, að hún hafði í tíu ár lifað í þessum draumi, án þess að fá nokkurntíma bréf frá André. Hún hafði búizt við, að hann mundi gera einhverja grein fyrir þessari löngu þögn sinni, alveg eins og hún ætlaði að gera 'honum grein fyrir því, hvers vegna hún hafði ekki komið heim fyrr en nú.... að eina, sem henni hafði aldrei dottið í hug var það, að hann gæti verið trúlofaður annarri stúlku. Þessi barnalega heimska henn- ar kom nú yfir hana með öllum sínum þunga og það var eins og •hún ætlaði að drekkja henni og kæfa hana. Kvalimar sem hún hafði þolað af því að fá aldrei bréf frá André, hvorki úr lækna- skólanum Frakklandi né held- ur að heiman frá honum, hafði verið hégóminn einn í saman- burði við kvalirnar, sem hún varð nú að þola. Þá hafði ástin fundið upp hundrað afsakanir fyrir hann. .. .bréfin hefðu týnzt, eða hann væri svona niðursokk- inn í námið sitt.... hann væri latur að skrifa og ætlaði að bíða þangað- til þau sæjust og þá mundu þau tala og tala.... ó, hvað þau mundu hafa margt að eegja! Nú fann hún, að hún hafði frestað heimför sinni of- jlengi... .hún gat enn ekki trúað því, að hann mundi ekki hafa elskað hana eins og fullorðinn maður, ef hún hefði komið nógu snemma heim — og þessi sann- færing olli henni sársauka. Þá hringdi síminn í öðru her- bergi og forðaði því, að hún legði á flótta. Simone fór að svara í símann og leið út úr herberginu eins og afturganga og lokaði hurð inni á eftir sér hljóðlaust. Frankie varð aftur ein með Hel- enu, sem studdi báðum höndum á fílabeinshnúðinn á stafnum sínum og hélt áfram að stara á hana. Þér bregður við að heyra, að André er trúlofaður, sagði hún og það vottaði fyrir ákafa í harð- neskjulega málrómnum. Hún nýtur þess arna, hugsaði Frakie og meðvitundin um það hjálpaði henni nokkuð til að stilla sig. Já, mér kemur það á óvart, svaraði hún kæruleysislega, því að hann nefndi það alls ekki í bréfinu til mín. Það eru sjö mánuðir síðan og þá hafði hann ekki hitt Simone. Gamla konan lyfti stafnum og lét hann skella á gólfið, eins og til að afgreiða málið. Hann var eindreginn piparsveinn þá og all- ur í starfi sínu og undirbúningn- um udir að stofna sjúkrahúsið. Þú veizt auðvitað að húsið okk- ar er nú orðið sjúkrahús? Já, og mér finnst það göfugt af yður að gefa húsið yðar til þess arna, sagði Frankie með inni leik. Vitanlega vissi hún um grun greifafrúarinnar um, aí Frankie elskaði André enn, síðan í barnæsku og hafði ánægju af að særa hana, en aðdáun hennar fyrir fórn gömlu konunnar hvað húsið snerti, var ósvikin. Gamla konan gerði sér hroll. Það voru ekki mörg almennileg steinhús til hérna á eynni, en þetta var hentugt til þess arna. Sjálfri fannst mér við sjá vel fyrir okkar fólki, hér áður'fyrr, — Maður framreiðir ekki hægra megin, kona! en André var þar á öðru máli. Hún brosti, en í því brosi var engin gleði, og Frankie vissi vel að hún sársá eftir höllinni. Hann er svo nýtízkulegur, hélt gamla konan áfram. Og ég er hrædd um að hann sé talsvert einstreng ingslegur sem læknir líka. Leyfist að reykja hér? spurði Frankie formlega. eins og kurt- eist barn. Auðvitað var André einstrengingslegur, það hafði hann alltaf verið og það var eitt af því, sem henni þótti vænt um hann fyrir. En að hlusta á móður hans tæta hann svona sundur lið fyrir lið, hægt og rólega, gerði það að verkum, að hana langaði að reykja, úr því að hún gat ekki tekið til fótanna og hlaupið leiðar sinnar. Hún varð einhvern veginn að sigrast á handaskjálft- anum. Gerðu svo vel. Það er kassi þarna á borðinu. Þakka yður fyrir, ég vil held- ur Chesterfield, meðan þær end- ast. En þá verð ég víst að venja mig á þær frönsku. Auðvitað. Ég var alveg búin að gleyma því, að þú ert auðvit- að orðin amerísk, Francoise. Fyrir sjö mánuðum, þegar André hafði ritað henni þetta embættismarinslega bréf um andlát Edvards frænda, hafði hann enn ekki hitt Simone. Þá hafði hann verið frjáls maður með allan hugann við starf sitt, ef hún þekkti hann rétt. Frarikie hallaði sér aftur í óþægilega stól- inn og blés frá sér reyknum, hugs andi, og svipur hennar bar eng- an vott um hugsanirnar, sem inni fyrir bjuggu. Bara að hún hefði getað sagt honum, hvers vegna hún gat ekki komið heim og sezt að í Laurier, en hún hafði bara viljað varðveita þetta leynd armál sitt þangað til hún gæti sagt honum það munnlega og gert hann glaðan. Nú mundi hún aldrei segja honum það. Ef hann hefði aldrei kært sig neitt um hana, vildi hún ekki fara að segja honum, að hún hefði verið að vinna fyrir hann — upp á von og óvon. Hvern er Simone að' syrgja? spurði hún, tiþþess að segja eitt- hvað. Bájjir foreldrar hennar fórust í bílslysi. Hún hefir átt heima í Dijon og lifað algjörlega fyrir foreldra sína. Og svo varð hún allt í einu munaðarlaus og sama sem eignalaus. Vitanlega bauð ég henni þá hingað til langdval- ar. Auðvitað. Aumingja Simone. Frankie reyndi að vorkenna veslings munaðarleysingjanum, en það var nú samt eitthvað í þessari óframfærnu framkomu Simone, sem minnti á hræsni. Þegar gamla greifafrúin tók að segja sögur af því, hvað hún hefði verið dásamleg ráðskona fyrir foreldra sína, hve lagin hún væri að sauma, og hve gam- aldags í húslegum störfum í stað þess að hlaupa eftir atvinnu og hve góð hjálp nú fyrir greifa- frúna, og hve heppileg kona fyr- ir André, þá hlustaði Frankie á alla þessa lofdýrð með stökustu þolinmæði. Hún átti engan rétt á að vantreysta Simone eða tor- tryggja hana og heldur ekki að geta sér til um, hvernig André hefði getað farið að því að biðja hennar. Hún átti yfirleitt engan að- gang að André, nema þetta, að þau höfðu verið bernskufélagar og svo var hann núna umboðs- maður fyrir jarðeignina hennar. Hitt skildi hún mætavel, hvers vegna greifafrúin vildi heldux munaðarleysingja fyrir tengda- dóttur en hana sjálfa: hún gat vafið Simone um fingur sér að eigin geðþótta, þegar þau væru gift. Helena hringdi silfurbjöllu og Anne-Marie kom inn með vín- glös á bakka. Anne-Marie var há dg grönn og stórbeinótt og var farin að líkjast húsmóður sinni. Þær tvær höfðu sáralítið breytzt á þessum tíu árum, fannst Frankie, þegar Anne-Marie svar aði kveðju hennar með: Velkom- in heim, mademoiselle! sem bar ekki með sér, að hún væri nema hóflega velkomin. Og dimma augnatillitið var jafn gagnrýnið og áður. Simone kom nú inn aftur og tilkynnti. að André hefði tafizt í lækningastofunni, en mundi koma til þeirra eftír mat, nógu snemma til þess að fara með Francoise til Laurier. Nú, þegar Frankie vissi, hvern ig allt var í pottinn búið, var henni það heldur léttir, að André skyldi ekki koma í matinn. Henni hefði orðið það ofviða að halda uppi léttara hjali við þau öll, undir sívökulum augum kvennanna tveggja. Hún horfði nú á kræklóttar hendur greifafrúarinnar hella vandlega í glösin og láta svo ís- mola detta ofan í þau með mik- illi nákvæmni. Þessar gömlu hendur voru lamaðar af gigt, en gamla korian vildi ekki láta und- framkvæma þetta húsmóðurverk an slíkum erfiðleikum heldur sitt með fullri leikni. Jæja, velkomin heim, Franc- oise, sagði hún og Simone brosti fleðulega til Frankie þegar hún skálaði við hana. Kallaðu mig Frankie, eins og kunningjar mínir gera, sagði hún einbeittlega og óskaði þeim báðum á heimsenda. Frankie, át Simone eftir og smjattaði á nafninu. En skrítið! Það er eins og strákanafn. Hádegisverðurinn, sem þær sátu að þrjár, var blátt áfram en ágætur og vel framreiddur af þjóninum, Paul og Anne-Marie í borðsalnum. Gamla, gljáfægða borðið glitraði undir skrautleg- um borðbúnaði og silfurgripum með skjladarmerki ættarinnar á. Þarna var á veggnum mynd af föður Andrés og Frankie brosti til hans. Þar var að minnsta kosti einn gamall vinur. Það hryggði mig mjög að hayra andlát herra greifans, sagði hún. Helena kinkaði hægt kolli og tinnusvörtu augun litu á víxl á Simone, sem var al-sorgarklædd og Frankie, sem var í bláum lér eftskjól. Við erum allar syrgj- andi konur, sagði hún þunglega en bætti svo við: En náttúrlega syrgir þú nú ekki hann frænda þinn svo mjög, Francoise, sem hafðir ekki séð hann árum sam- an. Hann, var orðinn gamall mað- ur en þú barn, þegar þú fórst að heiman. Snöggur roði kom í kinnar ungu stúlkunnar. Hún hafði þekkt og elskað Edvard frænda meira en föður sinn....en hún gat ekki farið að viðra tilfinn- ingar sínar við þessar konur. Hann hætti að skrifa mér og sagði, að það væri svoddan fyrir- höfn að vera að svara bréfum, sagði hún, eins og til að verja sig. Hún vildi heldur ekki segja þeim, að hún hefði ætlað að koma Edvard frænda á óvart, með þess ari heimkomu sinni, engu síður en André. Eins og hver annar / Meðan Davíð flýtir sér til Markús með Andy að leita að — Reykurinn er að magn- lengur! Andy! Andy! Hvar næstu stöðvar skógareftirlits- Sirrí ast . . . Ég sé Andy ekki ertu greyið? < ins til að sækja hjálp, fer bjáni, hafði hún alveg gleymt • því, hvað hann var orðinn gam- all, og nú sæi hún hann aldrei aftur. Hann var hryggur þegar faðir þinn dó en þó tók fyrst út yfir þegar mamma þín gifti sig aftur og fór burt með þig, sagði Hel- ena kuldalega, hann vissi, að nú átti hann engan erfingja að Laurier. Og þá missti hann allan áhuga á eigninni.... og lífinu. Allt, sem þarna var borið á borð, var úrvals fæða, en Frankie fannst eins og það ætlaði allt að standa í henni. Öll þessi ár hafði hún verið reið við Edvard frænda og André fyrir að skrifa henni ekki og gleyma henni svo fljótt að henni fannst, og nú var þetta fólk að finna að við hana fyrir að vanrækja gamla mann- inn. Þarna lá eitthvað bak við sem hún skildi ekki. • Hann vissi alltaf, að ég mundi koma heim....því aðeins arf- leiddi hann mig að Laurier, sagði hún lágt. Hann vildi, að André fengi Laurier fyrir fæðingardeild við sjúkrahúsið, sagði gamla konan hvasst,.... enda vissi hann, að þessi auðmaður, hann stjúpi þinn, myndí sjá fyrir þér. Það var André, sem fékk hann til að setja þennan skilmála inn í erfða skrána.... því hvaða gagn er i sykurekrum fyrir unga stúlku eins og þig, sem er vön hóglífi í amerskum stórborgum? Frankie varð hugsað til lifn- aðarhátta sinna síðustu fjögur árin, þrátt fyrir mótmæli móður sinnar og stjúpföður, og hana langaði mest til að hlæja. Hún var farin að sjá ýmislegt í nýju Ijósi... .farin að sjá seinni gift- inguna henna rmóður sinnar með augum eybúanna, svo og ævina, sem þeir héldu að hún ætti sem stjúpdótti rauðkýfingsins Ted Sanders, hins ríka bílaframleið- anda. Og ofan á allt kom svo þessi nýja auðmýking, að hún skyldi geta þakkað André fyrir að hafa erft Laurier! Honum, sem vildi sjálfur fá eignina fyrir sjúkrahúsið sitt, en hann mundi nú koma heiðarlega fram í öllu því máli. En svo huggaðist hún nokkuð aftur við tilhugsunina um, að þá hefði André viljað, að hún kæmi aftur heim til eyjar- innar .... að minnsta kosti nógu lengi til þess að hitta hana aftur og til að sýna, hvers hún væri megnug að reka eignina .... En það hafði verið áður en frændi hennar dó og áður en hann hitti Simone, hugsaði hún með beizkju. Tedd er duglegur atvinnurek- andi, en enginn auðkýfingur samt, sagði hún og brosti með iHÍItvarpiö Laugardagur 7. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 13:50 Afmælishátíð Háskóla Tslands: Háskólahátíðin 1961 (útv. frá háskólabíói). Dr. Sigurður Nordal prófessor flytur erindi. — Lýst doktors- kjöri. — Söngvararnir Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson syngja íslenzk lög. — Háskólarektor ávarpar nýstú- denta. 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung linga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Sylvia", danssýn- ingarlög eftir Delibes. (Hljóm- sveitin Philharmonia leikur; Rob ert Irving stj.). 20:20 Leikrit: „Víst ertu skáld, Krist- ófer!“ eftir Bjöm-Erik Höjer, 1 þýðingu Þorsteins O. Stephen- sens. — Leikstjóri: Helgi Skúla- son. 20:50 Meistararnir Mozart og Weber: a) Operuaríur eftir Mozaxt (Erich Kunz syngur). b) Fagottkonsert eftir Weber (Karel Bidlo og tékkneska fílharmoníusveitin leika: Kurt Redel stjómar). 21:20 Upplestur: „Alltaf að tapaM# smásaga eftir Einar H. Kváran (Bry nj ólfur J óhannesson leik- ari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:00 Danslög 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.