Morgunblaðið - 19.10.1961, Side 15

Morgunblaðið - 19.10.1961, Side 15
Fimmtudagur 19. okt. 1961 MORGVWBL AÐIÐ 15 Mikill fengur að þekkingu íslendinga á jarðhita segir ritari ráðstefnunnar í Róm Svo sem kunnugt er aif frétt- um, fór fram í ágústmánuði s.l. ráðstefna í Rómaborg um nýj- ar orkulindir. Ráðstefnan var ihaldin á vegum Sameinuðu Þjóð anna og var Þar einungis fjallað um hagnýtingu Þriggja orkulinda — sólar, vinds og jarðhita. Þar kom í ljós, að íslendingar höfðu lásamt Itölum og Ný-Sjálending- un mestri þekkingu að miðla öðrum Þjóðum um jarðhita, en iráðstefnuna sóttu fjórir íslend- ingar, dr. Gunnar Böðvarsson, Helgi Sigurðsson, hitaveitustjóri. Sveinn S. Einarsson, verkfr. og Jóhannes Zoega, verkfr. Fyrir skömmu var hér á ferð starfsimaður Sameinuðu Þjóð- anna, Karl-Erik Hansson, sem var ritari ráðstefnunnar í Róm og átti stóran Þátt í undirbún- ingi hennar. Hann átti hér að- eins tveggja daga viðdvöl á leið sinni heim til New York, en hann og kona hans, sem er kanadísk, komu við í Svíþjóð á leið sinni frá Rómaborg til þess að vera viðstödd útför Dags Hammar- skjölds. Hansson er maður sænsk ur eins og Hammarskjöld, og var Ihonum nákunnugur. Hansson notaði hverja stund imeðan á dvöl hans á Islandi stóð til þess að kynna sér jarðhita- rannsóknir og framkvsemdir Is- lendinga, en Mbl. tókst að ná tali af honum smástund. Okkur fýsti að heyra persónulegt álit þessa starfsmanns Sameinuðu þjóðanna á því hversu hann hugs ar til starfsemi samtakanna í framtíðinni, með hliðsjón af láti framkvæmdastjórans og hinnar uggvænlegu deilu stórveldanna um framkvæmdastjórnina í framtíðinni, en Hansson hliðraði sér hjá því — sem opinber starfs maður samtakanna — að ræða það mál og barst talið þá að starfi hans í New York. Hansson hefur verið fastur starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna í þrettán ár — í deild þeirri sem nefnist Department of Economical and Social Affairs, en starfsmenn þeirrar deildar einnar eru alls um fjögur hundr- uð. — Verkefni deildarinnar eru víðtæk, sagði Hansson, — fyrst og fremst fjallar hún um efna- hags og þjóðfélagsleg vandamál — um tæknilega aðstoð við van- þróuð ríki, sér um útvegun tækni menntaðra manna til starfa með þjóðum er þess óska og þar sem þörfin er brýn og vinnur úr gögn um þar að Kitandi. Deildin fjall- ar einnig um hagnýtingu nátt- úruauðlinda og er mitt verksvið einkum innan þess ramma. — Fylgja þá efcki starfi yðar *nikil ferðalög? — Jú nokkuð svo, en einkum er það þó á ráðstefnur og varð-l andi undirbúning þeirra, svo: sem ráðstefnuna í Rómaborg i j eumar. — Liggur ekki geysimikið | starf að baki slíkrar ráðstefnu? — Jú, afar mikið. Segja má að starf mitt síðastliðið ár hafi verið algerlega bundið ráðstefn- unni 1 Róm. í fyrra sumar voru haldnar þrjár undirbúningsráð- stefnur hver um sína orkugrein- ina. Ráðstefnan um jarðhita fór fram í Rómaborg, — og þar hitti ég fyrst Dr. Gunnar Böðvars- son — um vindorkuna var fjall- að í Grenoble í Frakklandi og um sólina í Madrid á Spáni. Síð- an fór allur veturinn í að vinna úr ritgerðum og öðrum undir- búningi. Persónulega tel ég — hélt Hansson áfram — að það, sem fram kom um jarðhitann í I sumar hafi verið merkasti hluti | ráðstefnunnar, enda í fyrsta sinn sem fjallað er um jarðhita- rannsóknir á slíkum vettvangi. Málflutningur Islendinganna var með afbrigðum, og mikill feng- ur að þeirri þekkingu, sem þeir gátu miðlað öðruim. Óska ég sérstaklega að taka það fram hér, að samvinna við Islendingana var eins og bezt varð á kosið. — Hvers árangurs er að vænta af þessari ráðstefnu? — Um það er ekki hægt að segja að svo stöddu, — enda kemur hann væntanlega í Ijós smám saman á löngum tíma. Nú eigum við í aðalstöðvunum eftir að vinna úr öllum skýrslum og fyrirlestrum, sem fram komu á ráðstefnunni, samræma það efni og búa til prentunar og dreifing ar með öðrum þjóðum. Tilgang uxinn með þessu starfi er auð- vitað fyrst og fremst að kanna og kynna möguleikana á hag- nýtingu þessara orkulinda og gefa þjóðum tækifæri til þess að byggja hver á annarrar reynslu. — Hverjar þjóðir teljið þér líklegastar til að hagnýta sér rannsóknir á jarðhita? — Um það er heldur ek'ki hægt að segja nú. Rannsóknir eru víð- ast á algeru byrjunarstigi eða alls ekki hafnar, en víða um lönd háttar landslagi líkt og hér — sem og annarsstaðar, þar sem jarðhiti hefur fundizt. Þegar þjóðir fara að fá fregnir af jarð hitarannsóknum má búast við að forvitnin vakni og þær fýsi að athuga hvað leynist í iðrum þeirra eigin fósturjarða — svo ætla má, að í þessum efnum verði mikil breyting á næstu árum. Lögfræðingafélag íslands heldur fund fimmtudaginn 19. okt. n.k., kl. 20,30 í Tjarnarcafé, uppi. Fyrirlesari: Dr. Gunnar Schram. Lagareglur um verndun fiskstofna á úthafinu. Stjórnin Karl-Erik Hansson og frú* Verzlunarmaður Reglusamur ungur maður, sem hefur áhuga fyrir að starfa í járnvöruverzlun, óskast nú þegar. —• Umsóknir óskast sendar til afgr. Mbl. fyrir mánu- dag, merkt: „Áhugasamur verzlunarmaður — 4050“. ALLT \ SAMA STAÐ Hjólbarðar og slöngur MICHELINE 670x13 750x14 550x15 700x15 760x15 165x400 750x20 Finnskir snjó hjólbarðar 640x13 670x13 750x14 800x14 525/560x15 650]670x15 710x15 760x15 S00]525x16 550x16 600/625x16 650x16 BARUM 670x13 560x14 520x15 550x15 590x15 670x15 700x15 710x15 525x16 600x16 650x16 750x16 900x16 550x17 650x20 750x20 165x20 Laugavegi 118 — Sími 22240 BINGO KVÖLD KLUKKAIM 8,30 Glæsilegir vinningar: Stjórnandi: FLUGFAR til London ojí heim. BALPUR GEORGS UR (17 steina Pierpont) Matur framreiddur frá kl. 7. 12 MANNA STELL Dansað til kl. 1. INNSKOTSBORÐ o. fl. Ókeypis aðgangur SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVIKIJR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.