Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. okt. 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
5
MENN 06
= MALEFN/=
A LAUGARDAGINN var opn
uð sýning á verkum Siffurðar
Kristjánssonar, má.lara, að
Laugavegi 28, á annarri hæð.
Er þetta í fyrsta sinn, sem
sýning- er haldin á þessum
stað og sagði Kristján Fr. Guð
muirdsson, sem stendur fyrir
sýningunni. að salurinn væri
mjög góður til sýningarhalds.
Á sýningunni eru 71 mynd,
flest olíumyndir, en nokkrar
þó gerðar með vatnslitum.
Kristján sagði okkur, að
þetta væri fimmta sýning á
myndum Sigurðar síðan hann
sýndi í Bogasal, Þjóðminja-
safnsins í sumar. en bað var
í fyrsta sinrn, sem hann sýndi
myndir sínar.
— Næst fór ég með myndir
eftir Sigurð til Akureyrar,
sagði Kristján. og sýndi þar
í ágúst, síðan í Neskaupstað.
Þar er fimm manna menn-
ingarnefnd og keypti hún
tvær myndirnar fyrir félags-
heimili Neskaupstaðar. sem
nú er í smíðum. Einnig bauð
hún Sigurði að vera fyrsti
maður, sem sýndi í félags-
heimilinu. Frá Neskaupstað
fór ég til Vestmannaeyja og
sýirdi þar um mánaðamótin
sept.—okt. Öllum þessum sýn
ingum var mjög vel tekið og
getið lofsamlega í blöðum
staðanna.
Við snerum okkur nú að
listamanninum og spurðum
hann:
— Hvenær byrjuðuð þér að
mála?
— Ég hef verið 15 ára.
Lönguirin til að túlka eitt-
hvað með . mynd, kom upp í
mér þegar ég var í skóla og
Svava Þórliallsdóttir kenndi
mér. Ilún vakti áhugann. Ég
varð fyrst hreykinn af mynd-
um mínum. þegar ég dvaldi
í Kaupmannahöfn við nám í
húsgagnasmíði. Þ á v o r u
nokkrar landlagsmyndir frá
íslandi, sem ég hafði málað á
verkstæðinu. Nótt eina var
svo brotizt inn á verkstæðið
og öllum myndunum stolið.
— Lærðuð þér að mála er-
leirdis?
— Ja. ég málaði alltaf eitt-
hvað með hinu náminu. Tvo
vetur var ég hjá teiknikenn-
ara í Danmörku og einnig á
teikniskóla. En litameðferð-
ina hef ég fiskað upp sjálfur.
Það er ekki hægt að láta
binda sig ireitt, þegar hún er
annars vegar. Maður getur
farið út í náttúruna og séð
stórkostlega litafegurð t. d. i
blómi og þar er ekki verið að
spyrja að því hvað á saman.
■— Hér eru ekki margar
landslagsmyndir?
— Nei, ég hef ekki gert
mikið af því að mála þær.
Nokkrar frá Þingvöllum. en
lítið annað. Mér finirst það
vera verk ljósmyndaranna að
taka myndir af landslagi.
slíkar myndir þurfa að vera
svo sannar. Flestar myndir
mínar eru málaðar af þörf til
að túlka.
Sýning Sigurðar að Lauga-
vegi 28 verður opin til 12.
nóvember frá kl. 2—10 dag-
lega. Myndirnar eru allar
málaðar sl. 10 ár og flestar til
sölu.
Sigurður Kristjánsson og eitt af málverkum hans á sýning- unni.
(Ljósm.: Studio).
i
Ölafur Þórðarson fyrrv. skip-
stjóri og hafnargjaldkeri í Hafn-
erfirði verður 75 ára, mánudaginn
23. okt.
20. október opinberuðu trúlof-
tin sína ungfrú Fanney Björns-
dóttir, Sogavegi 188 og Olafur
Jónsson frá Arnarstöðum, Helga-
fellssveit.
Gefin verða saman í hjóna-
band sunnudaginn 22. okt. í Hol-
Ibæk-kirkju, ungfrú Sólveig
Iversen Kastaniesvej 11. og Ás-
geir Pétursson, starfsm. Isaga,
Nóatúni 24, Rvík.
I
mánudag, Níelg Egilsson, fæddur
é Lindarbrekku á Hellnum, Snæ-
fellsnesi. Var lengi heimilismaður
é Barðastöðuim, Staðarsveit. —
Hann dvelur nú á Elli- og hjúkr-
unarheimiliniu Grund, Reykjavík.
1 dag verða gefin saman í
hjónaband á Eskifirði ungfrú
Friðrika Björnsdóttir, Eskifirði,
og Þorvaldur Einarsson. frá ísa-
firði. Brúðhjónin eru til heim-
ilis að Sunnuhvoli. Séra Jón
Hnefill Aðalsteinsson, sóknar-
prestur, framikvæmir vígsluna.
. . . og ef þú finnur það, hvað þá?
•— o —
Englendingar eru og verða
íþróttaþjóð. Frú og hr. Thomp-
son héldu veizlu í tilefni af trú-
lofun dóttur þeirra.
FÆREYSKIR MÁLSHÆTTIR:
Ymis er mansins eyöna (= auSna).
Tíðliga slcal krok.ia tað (= snemnta
skal beygja það), ið góður krókur skal
vera.
So r0kir maður vívið, sum hann
r0kir knívin (= það má sjá á þvi,
hvernig karlmaður hirðir hníf sinn,
hversu hann rækir konu sína).
Sjálvboðin tænasta (= þjónusta,
greiði) verður ofta afturrikin.
Einn gestanna, gömiul frænka,
kom seint og var tekið á móti
henni af ungum og gjörfulegum
manni, sem var mjög broshýr:
— Ó, sagði gamla konan, ég get
skilið að þér skuluð vera ánægð-
ur með að trúlofast henni
frænku minni.
— Það er nú því miður ekki
ég, sem trúlofast henni. Eg komst
aðeins í undanúrslit.
Söfnin
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl.
1.30— 4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar opið
sunnudaga og miðvikudaga frá kl.
1.30— 3,30.
Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum:
Opið alla virka daga kl. 13 til 19. —
Laugardaga kl. 13—15.
Ameriska bókasafnið, Laugavegi 13,
er opið kl. 9—12 og 13—18, lokáð laug-
ardaga og sunnudaga.
Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27.
Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug-
ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h.
Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju
daga og fimmtudaga í báðum skólun-
um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna
kl. 8:30—10.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur —
Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts-
stræti 29 A: Utlán: 2—10 alla virka
daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu-
daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka
daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu-
daga 2—7.
+ Gengið +
Kaup Sala
1 Sterlingspund ... 120,76 121,06
1 Bandaríkjadollar .. 42,95 43,06
1 Kanadadollar .... 41,66 41,77
100 Danskar krónur ... 622.68 624.28
100 Norskar krónur .... 603,00 604,54
Barnaskórnir
frá Holiandi komnir.
Austurstræti 12.
ChevroEet
Station-bifreið 1955 mödel í ágætu ásigkomulagi
til sölu og sýnis við verkstæði okkar mánudag og
næstu daga.
VOLTI
Norðurstíg.
Fjáreigendur
í Hafnarfirði
Aí gefnu tilefni eru sauðfjáreigendur í Hafnarfirði
alvarlega áminntir um að láta fé sitt ekki ganga
laust á kaupstaðarióðinni. Þeir, sem vanrækja þetta
verða látnir sæta sektum samkv. lögreglusamþykkt
Hafnarfjarðar.
BÆJARFÓGETI.
Fermingorskeyti skótonna
eru afgreidd í Skátaheimilinu við Snorra-
braut í dag kl. 10—5
Húsnæði
fyrir bakarí óskast. Tilboð sendist blaðinu fyrir
1. nóvember merkt: „Bakarí — 7053“.
Tilboð óskast í húseignina
Laugarnestanga 87
hér í hæ.
Til sölu á sama stað bifreið ásamt ýmsum tækjum.
Timbur, húsgögn o. fl.
Allt til sýnis kl. 2—6 í dag.
Ura- og skartgripaverzlun
í Miðbænum til sölu.
Nýja fastelgnasalan
Bankastræti 7 — Sími 24300.
Erum kaupendur
að frönskum húsgögnum í gömlum stíl.
Gamaldags plússhúsgögnum og einnig alls
konar gömlum íslenzkum munum.
Upplýsingar í síma 22643.