Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. okt. 1961
MORCVNBLAÐ1Ð
13
i Nokkrir fulltrúar á landsfundinum í Sjálfstæðishúsinu (taldir frá vinstri og fram eftir): —
\ Magrnús Jónsson, fyrrum sparisjóðsstjóri, Borgarnesi; Margrét Konráðsdóttir, Skagaströnd; Jón
| Daníelsson, framkv.stj., Gmidavík; séra Gísli Brynjólfsson, Kirkjubæjarklaustri, Sigurbjörn
Þorkelsson, kaupm., Reykjavík; Kristján Jóh. Kristjánsson, forstjóri, Reykjavík; Ólafur Bjarna-
son, Brir. ilsvöllum, Snæfellsnesi, og Hörður Siffurgeirsson, ljósmyndari, Vestmannaeyjum.
Kristjánsson geri e.t.v. helzt til
mikið úr því, sem vinir Jóns Sig-
urðssonar töldu, að á hann gæti
fellt skugga. Til stuðnings þeirri
skoðun má vitna til bréfs, sem
Lúðvík birtir frá Eiríki Magnús
syni til Jóns, ritað hinn 21. marz
1BS6 og er hið síðasta varðandi
peningagreiðsluna:
„Ég varð feginn að fá bréf yð-
ar frá 3. þ.m. og þar með til-
kynningu um, að nú væri allt
heimt. í>ar er þá okkar plönum
svo langt komið, að Sagan fæð-
ist, ef ekki vilja til nein óhöpp.
En lítið er nú fengið þar með og
þó mikið, því að mér hefur fyrir
löngu fundizt mest um varða að
okkar oddvita yrði svo borgið,
að hann þyrfti ekki (Neðanmáls
segir Lúðvík: Hér virðist eitt-
hvað vanta) að hann gæti haldið
áfram að rífast við varmennin,
án þess að dnagna niður í eymd
og vesaldóm undir ómennsku
þeirra, undir hvorra högg hann
varð allt að sækja, jafnframt og
hann átti í illdeilum við þá. Það
er því gott að þetta er nú kom-
ið í kring.“
Síðan segir Lúðvík:
„Varmennin, sem Eiríkur minn
ist á, að Powell hafi orðið að rif-
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 21. okt
Séra Bjarni
heiðursborgari
* Mjög var það vel til fundið,
að bæjarstjórn Reykjavíkur
skyldi gera séra Bjarna Jónsson
beiðursborgara á áttræðisafmæli
Ihans. Séra Bjarni er borinn og
Ibarnfæddur Reykvíkingur og hef
Ur í meira en 50 ár stundað
prestsþjónustu hér í bæ. Hann
þekkir fleiri heimili í Reykjavík
og hefur fylgzt með lífsferli
fleiri Reykvíkinga en nokkur
annar fyrT eða síðar. Enginn teng
ir betur sarnan löngu horfna for
tíc og lifandi nútíð en hann. Séra
IBjarni er hinn sanni Reykvíking
ur, alvörugefinn og starfsamur
í dagsins önn, en glettinn og gam
lansamur á gleðifundum. Reykvík
ingafélagið kjöri hann fyrir heið-
ursforseta sinn. Nú er hann orð-
inn heiðursborgari Reykjavíkur.
ÍMeð því er honum sýnd verðug
sæmd. og bæjarstjórnin, sem
gerði það einhuga, hefur aukið
§inn eigin hróður.
„Á slóðum Jóns
Sigurðssonar“
1 sumar birtist bók eftir Lúð-
vík Kristjánsson rithöfund, er
Ihann nefndi: „A slóðum Jóns
Sigurðssonar“. Bók þessi er ekki
samfelld saga, heldur þættir og
iþó öl'lu helzt tilvitnanir í bréf
og gögn, sem varða störf og fjár-
Ihag Jóns Sigurðssonar. Segja
imá, að menn séu leiddir að tjalda
Ibaki og kynnist þess vegna betur
ýmsu, sem áður var dulið um
eevi hins mikla þjóðarleiðtoga,
mesta Islendings er lifað hefur.
•Deila má um, hvort allt sé það
itil lofs Jóni, er þarna kemur
fram, en það skaðar ekki, því að
þarna fást þau litbrigði í mynd
Jóns, sem áður vantaði að mestu.
Hinn glæsti höfðingi heldur
reisn sinni en menn kynnast því,
að hann eins og aðrir átti í
Ihörðu lífsstríði. Ánauðin og
Ikvabbið sem á honum hvíldi, var
ofboðslegt. Það var þó ekki ein-
ungis til trafala og tafar, heldur
étti mikinn þátt í vinsældum
Ihans, vegna þess að hann leysti
Ihvers mann vanda, eða vildi a.
m.k. gera það. Hvernig gat hann,
Stöðulaus maður, sinnt öllu þessu,
verið forystumaður heiilar þjóð-
«r og dregið saman þau gögn, er
Ihenni entust bezt i sókn til sjálfs-
forræðis, en þó haldið sig betur
en íslendingum var þá títt?
Slógu skjaldborg
um hann
Lúðvík Kristjánsson gerir
grein fyrir þessu í bók sinni.
Hann sannar, að íslendingar
eýndu lengst af furðu lítinn
ekilning á því, að Jón þyrfti eins
cg aðrir peninga til að lifa af.
Jafnvel hans tryggustu vinir
hliðruðu sér hjá að viðurkenna
þá einföldu staðreynd. Afsökun-
in er sú að menn voru óvanir
sjálfsforræði og geta almennings
lítil sem engin, þó að sannarlega
hefðu verið efni á að launa
mann, sem flestir viðurkenndu
að væri sjálfsagður foringi þjóð-
arinnar, svo að hann gæti verið
í því fyrirsvari sem honum var
ætlað. Þröiigsýnin var slík, að
einn helzti stuðningsmaður Jóns
getur þessa árið 1877, tveim ár-
um áður en Jón dó: „Mikið hafa
sumir álasað þinginu fyrir, að
það keypti bókasafn J. Sigurðs-
soar“.
Danir reyndust Jóni mun bet-
ur og á annan veg en hér hefur
lengst af verið ætlað. Bezt reynd-
ist Jóni brezkur maður að nafni
George Powell. Lúðvík rekur
þau viðskipti svo sem föng eru
til. Það er þó erfitt, vegna þess
að ýmsum gögnu-m, sem þar
skipta meginmáli, hefur verið
eytt, að því er virðist af ásettu
ráði. Skýringin er sú, að vinir
Jóns, Eiríkur Magnússon, sem út-
vegaði honum fé hjá Powell, og
Tryggvi Gunnarsson, sem að lok-
um beitti sér fyrir að koma fjár
hag Jóns í rétt horf, slógu skjald
borg um hann í því skyni, að eng
inn skuggi félli á hinn mikla
forystumann.
Hollusta, sem ber
að hafa í heiðri
Nú er svo langt um liðið að
sannleikurimi getur engan meitt,
allra sízt Jón sjálfan. Hið merk-
asta við rit Lúðvíks er e.t.v. það,
að það sýnir hversu frábæra
hollustu þeir Eiríkur og Tryggvi
veittu Jóni. Þeir lögðu sig alla
fram og meira en nokkrir aðrir
íslendingar til að greiða götu
hans, þegar hann þurfti á að
halda og reyndu síðan að dylja
það, sem þeir töldu, að öðruvísi
hefði mátt vera. Af þeirri dul,
sem dregin hefur verið á málið,
mætti ætla, að það hefði verið
mun verra en var. Einstök atriði
skulu ekki rakin hér. Það gerir
Lúðvík Kristjánsson í bók sinni
og má þó varpa fram þeirri spurn
ingu, hvort hann í ákafa rann-
sóknarmannsins leggi ekki helzt
til mikla áherzlu á það, ®em mið-
ur fór, og nússkilji raunar eitt
af þeim bréfum, er hann birtir
og verulega þýðingu hefur. Sann
leikurinn er sá, að þótt Indriði
Einarsson hafi, eins og Lúðvik
sýnir fram á, hermt rangt um
einstök atriði málsins í Skírnis-
grein sinni 1911, þá kemst hann,
e.t.v. af skáldlegri innsýn og
vegna náinna kynna af Jóni,
furðu nærri kjarnanum.
„Því má ég ekki
gjöra það einn?“
Lúðvík tekur þetta upp eftir
Indriða:
„Svo mun forseti hafa álitið
um nokkra hríð að bókasafn
hans og handritasafn væri veð-
sett í Englandi. Veðsetningar-
skjölin og skrá yfir bækur og
handrit voru send til Englands,
en voru send aftur litlu síðar,
því að peningarnir voru greiddir
til þess að forseti gæti skrifað
íslandssögu í næði.... “
Um þetta segir Lúðvík:
„Hér er um einberan skald-
skap að ræða, sem marka má af
heimildargögnum, er hér verða
birt síðar.“
Nokkru síðar vitnar Lúðvík
enn til Indriða á þennan veg.
„Fjárhagur forseta varð þess
vegna (þ.e. hann var embættis-
laus) eins og þeirra manna, sem
Bjarni Thorarensen segir um:
„Konungs hafði hann hjarta
með kotungsefnum“
og 1865—68 mátti. ekki lengur
við svo búið standa. Eiríkur
Magnússon fór þá til George
Powells, bezta vinar síns, sagði
honum málavöxtu, og hvað við
mundi liggja hins vegar fyrir
málefni íslands, ef Jón Sigurðs-
son yrði gjaldþrota. öll fram-
sókn íslendinga gagnvart Dön-
um var í veði. Konungshjartað
þurfti að fá 27,000 kr., og Eirik-
ur Magnússon mun hafa spurt
vin sinn, hvort ekki mundi mega
fá nokkra enska auðmenn til
þess að leggja til féð. Þá hailaði
George Powell sér aftur á bak í
stólnum, krosslagði hendurnar á
brjóstinu og sagði: „Því má ég
ekki gjöra það einn?“ Hann lagði
fram 27,000 kr. aleinn,“
Þarna er að vísu málum bland-
að í einstökum atriðum, aðallega
þó löng saga dregin saman í ör-
stutt mál, eins og þegar langri
atburðarás er lýst í leikriti í ör-
fáum atvikum og einu svari. En
viðbrögðum George Powells á
úrslitastund er rétt lýst og fyrir
þau viðbrögð mega íslendingar
ætíð meta hann. Hann munaði
að vísu ekki mikið um féð, en
hann einn allra manna sýndi
þá rausn, sem þufti.
„Hann gæti haldið
áfram að rífast við
varmennin“
Þess er áður getið, að Lúðvík
ast við til þess að ná í pening-
ana handa Jóni Sigurðssyni, eru
að sjálfsögðu lögfræðingar eða
fjárgeymslumenn gamla Pow-
ells.“
„Að okkar oddvita
yrði svo borgið“
Hér sýnist þeim, er þetta ritar,
að sé um algeran misskilning
að ræða. Ef rétt er prentað segir
alls ekki í bréfinu, að „Powell
hafi orðið að rífast við“ „var-
mennin“, eins og Lúðvík fullyrð-
ir. Setningaskipun í bréfinu er
raunar ekki fullkomin, en sam-
hengið finnst með því einu að
telja, að „varmennin" séu ekki
„lögfræðingar eða fjárgeymslu-
menn gamla Powells" heldur
Danir. Eiríkur hafði löngum orð
á sér fyrir að vera maður stór-
orður. Þarna er hann að lýsa
skiptum Jóns Sigurðssonar við
Dani. Hann leggur áherzlu á,
að hann hafi útvegað Jóni pen-
ingana í Englandi, til þess „að
hann gæti haldið áfram að rífast
við varmennin, án þess að dragna
niður í eymd og vesaldóm imdir
ómennsku þeirra, undir hvorra
högg hann varð allt að sækja,
jafnframt og hann átti í illdeil-
um við þá. Það er því gott, að
þetta er nú komið í kring.“ Það
er þetta, sem hann segir að sér
hafi fyrir löngu „fundizt mest
um varða, að okkar oddviti yrði
svo borgið".
Jón Sigurðsson vissi auðvitað
hverjar skuldbindingar hann
hafði undirgengizt við PoweU.
Þar af komu áhyggjur hans og
vina hans síðar. En þetta bréf
Eiríks Magnússonar var honum
glöggt vitni þess, í hvaða skyni
peninganna var aflað. Það var
fyrst og fremst til þess að hann
gæti ha’dið áfram forystu íslend
inga í sjálfstæðisbaráttunni.
Samningurinn um ritun sögu Is-
lands var að mati sjálfs milli-
göngumannsins fyrst og fremst
umgerð þess, að foringi íslend-
inga gæti fengið fé til að halda
áfram forystuhlutverki sínu. Jón
Sigurðsson var þess vegna í góðri
trú þegar hann lét söguritunina
mæta afgangi, enda staðfesti
Powell það umsvifalaust, þegar
málið var loks lagt fyrir hann á
þeim grundvelli.
„Hélt sér eingöngu
við þurrar tölur
ríkisbúskaparins“
Fyrstu útvarpsumræðurnar frá
Alþingi urðu að þessu sinni sJL
þriðjudagskvöld, frá 1. urnræðú
fjárlagafrumvarpsins fyrir 1962.
Tíminn getur ekki látið vera að,
lýsa óánægju sinni yfir því,
hvernig til tókst. Daginn eftir
umræðuna þagði hann, en á
fimmtudaginn segir hann í for-
ystugrein:
„Fjárlagaræðan, sem Gunnar
Thoroddsen flutti í fyrrakvöld,
var með einsdæmum að því leyti,
að hann vék nærri ekkert að af-
komu þjóðarbúsins og efnahags-
málunum almennt. Hann hélt sér
nær eingöngu við þurrar tölur
sjálfs ríkisbúskaparins.“
Það er sjaldgæft, að maður sé
ásakaður fyrir að halda sig að
sjálfu umræðuefninu. Þarna var
um að ræða „sjálfan ríkisbúskap
inn“ og samanburð á honum nú
og fyrr. Þetta gerði Gunnar Thor
oddsen á skýran og glöggan hátt.
Hann vitnaði til þess, að næg
tækifæri gæfust til að ræða um
efnahagsmálin síðar, enda yrðu
þau vafalaust aðalumræðuefnið
í umræðunum vantrauststillög-
una, sem útvarpað verður n.k.
miðvikudag og fimmtudag.
Eitur í beinum
Framsóknar
En af hverju er Tímanum svo
illa við að fj ármálar áðherra
skyldi halda sig við aðalumræðu
efnið, „þurrar tölur sjálfs rikis-
búskaparins"? Ástæðan er sú, að
Framsóknarmenn þola ekki að
heyra samanburð á fjármála-
stjóm ríkisins nú og áður. Á ár-
inu 1960 urðu útgjöld ríkisins í
fyrsta skipti lægri en þau höfðu
verið áætluð. Eysteinn Jónsson
og félagar hans ærðust, er þeir
heyrðu þetta. Þeir vilja umfram
allt dreifa athyglinni frá þessum
sannindum. Háttur Eysteins Jóns
sonar var löngum sá að gera
rangar áætlanir um tekjur og
gjöld ríkisins, í því skyni að
fjármálaráðherra hefði ógrynni
fjár úr að moða uta» við fjárlög.
Með þessu var í reynd mjög drg-
ið úr fjárveitingavaldi Álþingis
og því gert ákaflega erfitt fyrir
að átta sig á raunverulegri af-
komu ríkissjóðs. Réttar áætlan-
ir eru undirstaða góðrar fjár-
stjórnar en eitur í beinum Fram-
sóknar.
Stjórnarandstæð-
ingar tvísaga
Auðheyrt var, að stjórnarana-
stæðingum dámuðu ekki þær
fréttir, að allar horfur væru á,
að jafnvægi næðist 1 tekjum og
gjöldum ríkissjóðs á þessu ári
eins og 1960. Til að reyna að
draga úr áhrifum þessa reyndu
þeir að láta svo sem illa hlyti
að fara 1962. Þær hrakspár létu
kynlega í eyrum, eftir að fjár-
málaráðherra hafði minnt á, að
annað höfuðmálgagn stjórnar-
andstæðinga hafði i sumar full-
yrt, að hallinn í ár myndi verða
a.m.k. 200 millj. kr.!
Karl Guðjónsson sagði ástæð-
una fyrir, að öðru vísi hefði
til tekist, vera þá, að gengislækk-
unin færði ríkissjóði stórauknar
tekjur. Hún hefði m.a.s. verið
gerð til þess að bjarga ríkissjóði
frá þroti. Eysteinn Jónsson var
á þveröfugri skoðun. Hann
byggði hrakspár sínar fyrir 1962
einmitt á afleiðingum gengislækk
unarinnar og fullyrti. að fjárhag-
ur ríkissjóðs mundi nú vera með
mesta blóma, ef gengislækkunin
hefði ekki orðið! Annars var
ergelsistónninn það, sem mest
bar á í málflutningi Eysteins.
Reiði og gremja bera greind hans
gersamlega ofurliði. Á hinn bóg
inn var hæðnishreimur í öllum
orðum Karls Guðjónssonar. Mann
fyrirlitningin náði hámarki, þeg
ar hann líkti íslenzkum kjósend-
um við geðsjúklinga á Kleppi.
Þarna talaði sá, sem þykist hafa
öðlast æðri vísdóm. Hann heyrir
þegar óm hins nýja tíma, kjarn-
orkusprenginganna austur í
Sovétveldinu, þar sem þeir, er nú
boða frið á jörð, eitra andrúms-
loftið samtímis því, sem þeir
halda flokksþing með þátttöku
fólaga Karls Guðjónssonar.