Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 8
8
MORGVNnr.4 ÐIÐ
Sunnudagur 22. okt. 1961
Batnandi hasur
fara saman
Ræða IngÖlfs Jónssonar, land-
búnaðarráðherra á Landsfundi
SjálfstæöisfloSiksins
£ G mun í þessari ræðu drepa
sérslaklega á nokkur mál, sem
eru í þeim ráðuneytum, sem
undir mig heyra. Vil ég þá fyrst
ræða lítillega landbúnaðarmál-
in, ekki sízt vegna þess að ýms-
ir Framsóknarmenn halda því
fram, að nú hafi verið þrengt
meira að bændum en öðrum
stéttum í þjóðfélaginu.
Landbúnaðurinn á auðvitað
við ýmsa erfiðleika að stríða
nú eins og oftast áður.
Bændur sjálfir finna bezthvar
skórinn kreppir að, og gera sér
áreiðanlega grein fyrir því,
hvort að þeim er þrengt eða
hvort þeir eru rangindum
beittir. Eg hefi talað við marga
bændur og ber þeim saman um,
að ekki óski þeir eftir að skipta
um hlutverk við verkamenn eða
ýmsar aðrar launastéttir við sjó
inn. Hygg ég að ef hlutlaust
er um það dæmt, að þá sé
það rétt mat, að bændur þurfi
ekki að öfunda launþegana í
landinu. Oft er rætt um kjara-
bætur og bætta lífsafkomu al-
menningi til handa.
Er eðlilegt að leitað sé eftir
á hvern hátt það megi verða.
Þegar um landbúnaðinn er að
ræða, er nauðsynlegt að skapa
aukna framleiðslumöguleika,
skapa skilyrði fyrir aukna rækt
un og stækkun búanna. Á þann
hátt getur landbúnaðurinn orð-
ið arðvænlegur, ef skilyrði eru
fyrir sölu á framleiðslunni. Nú-
verandi ríkisstjóm hefir lagt
grundvöll að því, að markaður
sé fyrir hendi fyrir framleiðslu
landbúnaðarins. Það var gert
Hjt. a. með því að breyta afurða-
solulöggjöfinni í árslok 1959 og
bæta úr ríkissjóði þann halla,
sem verður á útfluttum landbún
aðarvörum.
Meira örj ggi
Önnur mikilvæg breyting var
ein 'g gerð ó afurðasölulöggjöf-
inni méð því að heimila verð-
hækkun landbúnaðarvara fjór-
um sinnum á ári, ef kaupgjald
eða rekstrarvörur hefðu hækk-
að. Eftir þessar mikilvægu
breytingar býr landbúilaðurinn
við meira öryggi en áður. Nú
ber landbúnaðurinn ekki halla
af þeim vörum, sem seldar eru
ur landi fyrir iægra verð en
venjulegt innanlandsverð. Áður
höfðu bændur þurft að taka á
sig hallann af útflutningsverð-
inu og fengu ekki það verð,
sem þeim var reiknað af sex
manna nefnd samkvæmt verð-
grundvellinum. Á sl. ári fengu
bændur fullt grundvallarverð
fyrir framleiðslu vörunnar og
voru það mikil viðbrigði frá
því, sem áður gerðist. A verð-
bólguárunum 1957 og 1958 varð
tjón landbúnaðarins mjög til-
finnanlegt yegna halla á útflutt
um landbúnaðarvörum, sérstak-
lega mjólkurvöfum, en þá var,
eins og kunnugt er, engin út-
fhitningstrygging og engin til-
raun gerð af hálfu stjórnarvald-
anna til þess að bæta bændum
það mikla tjón, sem þeir urðu
þá fyrir.
Á þessu hausti varð ekki sam
komulag um verðlagningu land-
búnaðarvara í sex manna nefnd.
Framleiðsluráð landbúnaðarins
stillti upp þeim kröfum, sem
það taldi æskilegar fyrir bænd-
anna hönd. Er ekkert nema
gott um það að segja, enda ber
Framleiðsluráði að gera slíkt og
færa full rök fyrir kröfugerð-
inni. Framleiðsluráð hefir þessar
skyldur og ber að haga sér eft-
ir því, hverjir sem fara með
stjórn landsins. Á þessu hausti
kom til úrskurðar yfirnefndar
um verðlagningu á landbúnaðar
vörum. Það hefir skeð þrisvar
sinnum áður síðan lög um Fram
leiðsluráð tóku gildi.
Lögin um Framleiðsluráð
Var farið að þessu sinni, eins
og áður, að lögum um verð-
lagninguna. Bændur fengu tals-
verða hækkun á framleiðslunni,
enda þótt kröfur þeirra væru
ekki uppfylltar. Bændasamsökin
verða að gera það upp við sig,
hvort þau telja hyggilegra að
vinna að því, að verðgrundvöll-
urinn verði endurbættur, þann-
ig að allir kostnaðarliðir við bú-
reksturinn verið teknir til
greina, eða þá að beita sér
fyrir því að lögum um Fram-
leiðsluráð í því formi, sem þau
nú eru, verði breytt eða þá
felld úr gildi.
Þess ber að geta að bændur
hafa frá því að verðlagning hef-
ir farið fram eftir þesum lögum,
talið að verðgrundvöllurinn
væri ekki réttur. Á þessu hausti
gerði Framleiðsluróð að ætla má
fyllstu kröfur um leiðréttingu,
en hefir oft áður slakað til svo
samkomulag gæti náðst. Þessa
skekkju ber að leiðrétta.
Má vera að sumir bændur
telji eðlilegast að * hafa fulla
heimild til að ákveða verðlagið
einir á framleiðsluvörum land-
búnaðarins. Líklegt má þó telja
að þeir sem hyggnari eru, telji
þá löggjöf, sem nú er búið við
eftir lagfæringuna frá 1959, það
mikils virði fyrir bændastéttina,
að nauðsynlegt teljist að halda
þeirri löggjöf. Fyrst þegar lög
um Framleiðsluráð voru sett,
töldu Framsóknarmenn það vera
beztu lög, sem landbúnaðurinn
gæti óskað sér og lögin veittu
landbúnaðinum þá tryggingu og
vemd, sem nauðsynleg væri.
Þetta var sagt á meðan lögin
tryggðu bændum ekki fullt verð
fyrir þær vörur, sem fluttar
voru úr landi. Þetta var sagt á
meðan heimilt var aðeins einu
sinni á ári að breyta verðlag-
inu á landbúnaðarvörum, enda
þótt kaupgjald og rekstrarvör-
ur hefðu stórhækkað. Þetta var
sagt á meðan lögin voru í því
formi, að þau tryggðu bændum
engan veginn skráð grundvallar
verð fyrir afurðirnar vegna hins
mikla halla, sem þeir urðu að
taka á sig vegna útfluttu var-.
anna. Þetta var sagt á meðan
að botninn vantaði í löggjöfina.
Þeir sem vegsömuðu löggjöfina
í því formi, sem hún var, hljóta
að telja lögin í því formi, sem
þau nú eru, ómissandi fyrir
bændastéttina, enda eru þau
það vafalaust.
Landbúnaðurinn hefir staðizt
þung próf á undanförnum ára-
tugum. Fólkið hefur streymt úr
sveitunum og nú er svo komið,
að sveitimar þola ekki meiri
blóðtökur. Fólksfjöldi við land-
búnaðarstörf er kominn í lág-
mark. Að því líður óðum að sá
tími kemur, eða er kominn,' að
nokkur fjölgun fólks verður að
eiga sér stað við landbúnaðar-
störfin. Gott er til þess að vita,
að mikið er til af góðu landi,
sem bíður ræktunar. Þar er vara
sjóður og forðabúr fyrir ört vax
andi þjóðfélag.
Nýrækt og framleiffsluaukning
Ræktun hefir verið mikil hin
síðari ár. A árunum 1950—’60
voru ræktaðir 32,500 ha. A ár-
inu 1960 var nýræktin 3.700 ha.
Má telja nauðsynlegt að rækta
árlega allt að 4.000 ha. að
minnsta kösti. Með því móti verð
ur tryggð aukning í frartileiðslu
innlendra matvæla, sem þjóðinni
eru svo holl og nauðsynleg. Haust
ið 1959 leit út fyrir að framleiðsla
landbúnaðarvara væri of lítil,
enda varð að flytja inn til lands-
ins 100 tonn af erlendu smjöri
í ársbyrjun 1960. Var því spáð, af
Framsóknarmönnum, að sam-
dráttur hlyti að verða í fram-
leiðslu landbúnaðarafurða á
Ingólfur Jónsson landbúnaðarmálaráðherra
næstu árum, þar sem nú væri
komin til valda rikisstjórn, sem
ekki væri hlynnt landbúnaðinum.
Framsóknarmenn hefðu þó átt
að líta sér nær og átta sig á því,
að samdráttur í landbúnaðinum
byrjaði 1958, enda sló þá óhug
á bændur vegna hins mikla taps,
sem þeir urðu að bera vegna út-
fluttra vara. Ofan á það komu
bjargráðin frægu, sem lögfest
vöru í maí, sama ár.
Þá var afkomu bænda ógnað,
enda komu áhrifin greinilega
fram árið eftir með þeim af-
leiðingum, að samdráttur varð
í framleiðslunni og flytja varð
inn smjör vegna þess að mjólk-
urframleiðslan varð of lítil. —
Segja má, að óhagstætt tíðar-
far 1959 hafi valdið nokkru þar
um, en hitt var þó enn veiga-
meira, að með bjargráðunum
1958 voru lagðar þungar byrð-
ar á landbúnaðinn, sem hann
fékk á engan hátt bættann. Eftir
að afurðasölulöggjöfin var lag-
færð í árslok 1959, fengu bænd-
ur aftur trú á því, að það borg-
aði sig að framleiða og hafa síð-
an hagað sér eftir því, eins og
raun ber ljósast vitni, þar sem
framleiðsla landbúnaðarvara
hefir stóraukizt síðan löggjöf-
inni var breytt og bændur
höfðu ástæðu til að ætla að
það verð, sem þeim er ætlað
samkvæmt verðgrundvellinum,
verði að fullu greitt til þeirra.
Hagstætt tíðarfar hefir einnig
hjálpað til í þessu efni, en það
hefði á engan hátt nægt, ef
dugnaður, stórhugur og bjart-
sýni bændanna hefði ekki kom-
ið til og þeir þess vegna aukið
búin og framleiðsluna í sam-
ræmi við það. Nú eru til birgð-
ir af smjöri og þarf því ekki
til þess að koma, að flutt verði
inn erlent mjör. Til þess að
fullnægja mjólkurþörf lands-
manna næstu árin, þarf kúa-
fjöldinn að aukast um allt að
800 kýr árlega. Sé gerð fimm
ára áætlun, verðúr að hafa í
huga að í árslok 1966 verður
fjöldi landsmanna um 200 þús.
und, sé reiknað með 2,2% fjölg-
un árlega.
Kjötframleiðslan gerir meira
en fullnægja innanlandsþörfinni.
Eigi að síður ber að auka kjöt-
framleiðslu með méiri fjöl-
breytni og útflutningi fyrir aug-
um. Verði holdanautarækt tek-
in hér upp, mætti ætla að hún
gæti orðið arðvænleg, þótt kjöt-
ið væri flutt styrkjalaust á er-
lendan markað.
Aukiff gróffurlendi
ísland er stórt að flatarmáli,
en of stór hluti þess eru jökl-
ar eða gróðurlaus eyðimörk.
Fram til þessa hefur víða
gengið á gróðurlendið vegna
uppblásturs og eyðingar. Talið
er að aðeins 14 hluti landsins
geti talizt gróið land. Sem bet-
ur fer eru möguleikar til þess
að auka gróðurlendið.
Sandgræðsla ríkisins hefir að
undanförnu dreift áburði úr
flugvél yfir ógróið landssvæði,
með ágætum árangri. Með þessu
vinnst tvennt, gróna landið verð
ur stærra og beitarþolið vex,
og hættan á nýjum uppblæstri
minnkar og hverfur með öllu.
Halda þarf áfram á þessari
braut í auknum mæli. Eins
og þjóðin telur nauðsynlegt að
stækka landið með því að færa
út fiskveiðitakmörkin og hslga
sér landgrunnið allt til fisk-
veiða, svo er það einnig nauð-
synlegt að stækka gróðurlend-
ið og forða því frá eyðingar-
öflum og uppblæstri. Fram til
þessa hefir aðallega verið unn-
ið að grasrækt í landinu, enda
hefir það verið þýðingarmest
hingað til.
Hin seinni ár hefir nokkuð
verið unnið að skógrækt og
telja ýmsir, sem sérþekkingu
hafa á þeim málum, öruggt að
hér megi koma upp nytjaskóg-
um, sem þjóðin geti í ríkum
mæli notið góðs af í framtíð-
inni.
Skjólbelti eru og , þýðingar-
mikil fyrir allan gróður, en til
þess að koma þeim upp þarf
ekki mjög langan tíma.
Kornrækt
Tilraunir hafa verið gerðar
með kornrækt, enda þótt aðeins
sé örstutt síðan farið var að
rækta korn hér að nokkru ráði.
Má segja að kornrækt hafi haf-
izt í verulegum mæli á Austur-
landi fyrir tveimur til þremur
árum síðan, en á þessu ári hef-
ir einnig verið ræktað mikið
korn á Suðurlandi. Munu 400
ha. hafa verið undir korni sl.
sumar. Flestir munu telja, að
sl. sumar hafi verið undir með-
allagi, hvað hita og góðviðri
snertir. Eigi að síður þroskaðist
kornið vel á þessu sumri og er
talið að uppskeran hafi verið
17—18 tunnur af ha. Árið 1960
var flutt inn 21.200 tonn af fóð-
urkorni. Verðmæti þessa koms
úr tolli var 66 milljónir og 300
þús. kr. Gjaldeyrir sá, sem lát-
inn var fyrir þetta korn nam
kr. 55,300,000,00. Það er engin
bjartsýni, að halda því fram, að
íslendingar geti ræktað mest af
því fóðurkorni, sem notað er í
landinu. Það hlýtur að teljast
sjálfsagt að nýta landið á þann.
hátt og spara þann gjaldeyri,
sem fram að þessu hefur verið
látinn fyrir fóðurkorn.
Ég er sannfærður um, að það
eru ekki mörg ár þangað til
þessu marki verður náð. Til að
flýta fyrir því, er nauðsyn-
legt í byrjun að styrkja nokk-
uð í ,,einu formi eða öðru, kom-
rækt í landinu. Má ætla að
gengið verði frá því máli á því
þingi, sem nú hefir nýlega hafið
störf sín, þar sem ríkisstjómin
hefir málið í undirbúningi.
Þá hefir einnig verið hafin
frærækt í Gunnarsholti. Árleg
gjaldeyriseyðsla vegna innflutta
grasfræs hefir numið á 6. millj.
kr.
Þá er einnig hafi í Gunnars-
holti fóðurtöfluframleiðsla, eins
og nú er farið að framleiða víða
erlendis. Miðar þetta allt að
því að mest öll fóðuröflun fari
fram innanlands.
Lánamál
Til þess að landbúnaðurinn
geíi starfað á æskilegan hátt
með eðlilegri uppbyggingu og
þróun, er nauðsynlegt að lána-
sjóðir landbúnaðarins séu á
hverjum tíma aflögufærir og
geti veitt lán til nauðsynlegrar
uppbyggingar.
Eins og nú standa sakir, eru
lánasjóðir landbúnaðarins á helj
arþröm vegna þess að þeir hafa
undanfarin ár, að árinu 1960
undanskildu, tekið erlend lán og
borið gengisáhættuna.
Ef lánasjóðum landbúnaðarins
hefði verið útvegað fé með sama
hætti og sl. ár, stæðu þeir nú
í blóma og gætu veitt landbún-
aðinum þá aðstoð, sem æskileg
er. Finna verður leiðir til þess
að koma stoðum undir sjóðina
á ný. Er það verkefni erfitt, en
unnið er að þeim málum á veg-
um ríkisstjórnarinnar. Enda þótt
lánamál landbúnaðarsjóðanna
hafi ekki enn verið leyst til
frambúðar, verður að útvega
fé að þessu sinni með sérstök-
um hætti til þess að lánað verði
út á framkvæmdir, sem unnar
hafa verið á yfirstandandi ári.
Sjóðir Búnaðarbankans hafa
aldrei lápað eins mikið á einu
ári og 1960 eða kr. 67 millj. Er
það í mótsögn við það, sem
Framsóknarmenn segja nú, að
mikill samdráttur hafi átt sér
stað í framkvæmdum sl. ár. —•
Hinu er þó ekki að leyna, að
fjölgi fólki ekki við landbún-
aðarstörfin, þarf ekki að búast
við að framkvæmdir geti orðið
jafn miklar eftirleiðis og verið
hefur.
Er það því ljóst, að nauðsyn
ber til að fjölgun vinnandi
handa verði við landbúnaðinn
eftirleiðis. Brýna nauðsyn ber
til að veita stofnlán til þeirra
bænda, sem eru að byrja bú-
skap, en það hefir ekki ‘verið
talið fært að undanfömu, þótt
oft hafi verið um það rætt.
Ekki ber nauðsyn til að stofna
sérstaka deild við bankánn, þótt
slík lán verði veitt, þar sem
það gæti verið innan starfsviðs
veðdeildarinnar að hafa slíka
lánastarfsemi á hendi.
Raforkumál
Rétt þykir, að ræða hér lítil-
lega um raforkumál. Eins og
kunnugt er, var gerð 10 ára á-
ætlun í raforkumálum 1953. Eft-
ir þeirri áætlun hefir verið unn-
ið síðan og hin ýmsu byggðar-
lög landsins fengið rafmagn
samkvæmt áætluninni.
Fjöldi þeirra býla, sem fenpið
hafa rafmagn síðustu fimm ár-
in, er sem hér segir:
1956 .... .... 232 býli
1957 .... —
1958 .... —
1959 .... —
1960 .... .... 215 —
og ætla má að á árinu 1961 fái
hátt á 3. hundrað býli rafmagn.
Kostnaður við að Ijúka 10 ára
áætluninni mun vera um 140
milljónir króna, Eftir lok 10 ára
áætlunarinnar 1964, murtu 182
þús. manns hafa fengið raf-
magn, en um 8.000 manns, eða
4% þjóðarinnar, verður þá án
rafmangs. Athugun er hafin á
Framh. á bls. 17.