Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 22. okt. 1961 Dorothy Quen+in: Þötilaey 27 Skáldsaga ag leikarinn varð þess var, að hún var ekki eins mikill krakki og hann hafði haldið, heldur var hún farin að dufla við hann. Fnankie hafði gefið Joseph bendingu, þar sem hann var á ferðinni með glasbakkann. Ofur- litla stund stóðu þau André við vegginn með glös í höndum og hann skálaði við hana. Velkomin heim aftur, litla min, sagði hann alvarlega, en með einhverjum glampa í aug- unum. Þó að það sé nú auðséð, að þú skemmtir þér vel í kvöld, þá er ég hræddur um, að þú saknir þessara vina þinna, þegar þeir eru farnir héðan aftur. Já, ég veit ég sakna Sols, svar- aði hún eins og satt var, en bætti við með glettnisbrosi: Það var leiðinlegt, að hún mamma þín og Simone skyldu ekki geta kom ið — þetta kvikmyndafólk er nú ail'ls ekki eins slæmt og það er sagt, eða hvað finnst þér? Þetta 'er allra almennilegasta fólk, einkum þó Sol, samþykkti hann rólega, en augun voru eins og hugsandi, er hann horfði á hana. Hann kunni vel við pólska leikstjórann, og gat vel skilið velvild Frankies til hans, en hún mundi nú samt sjá ennþá meira eftir Rex, hélt hann. Þú getur nú ekki ætlazt til, að mamma láti undan, á hennar aldri, sérstak- lega þegar fólkið er hér aðeins eins og farfuglarnir. Hún gerði sér hroll og berar axlirnar ljómuðu í kertabirtunni. Líklaga ekki. En það er nú leið- inlegt samt.... Ég hefði gjarna viljað, að hún hefði hitt þetta fólk og viðurkennt það sem mannlegar verur! Hann setti tómu glösin þeirra á lágt borð og horfði út um gluggann. Herra landsstjórinn er niðursokkinn í viðræður við hr. Courvoisier, sagði hann bros- andi. Líklega vonar hann að geta haft einhverja aura út úr gamla manninum, í nýju sykur- ver ksmið j una. Hversvegna getur Frakklands- stjórn ekkj hækkað fjárveiting- una? svaraði hún óþolinmóðlega. Eyjan lifir hvort sem er alfarið á sykrinum, sem er langstærsti iðnaðurirm hér — ef þetta hefði verið bandarísk eyja, vaeri stjómin þar fyrir löngu búin að semja viðeigandi lög. Ég er alveg viss um, að de Gaulle mundi styðja okkur í þessu vandamáli. Og ef þú ekki býður mér upp aftur, dett ég niður dauð hér við fætur þínar, herra læknir! bætti hugur hennar yið með ákafa. Hún hafði endurtekið það hvað eftir annað við sjálfa sig, að hún væri að halda þetta samkvæmi fyrir kvikmyndafólkið og af því að tími væri til kominn, að eitt- hvert samkvæmislíf tækist aftur í Laurier, en í hjarta sínu vissi hún vel, að það var bara átylla til að geta dansað við André og fundið sig í fangi hans. Svo ein- faldur var tilgangurinn og svo frumstæður. Og hér stóð hann svo og hafði ekki annað þarfara um að tala en sykurverksmiðju, handa eynni og stóð við hiliðina á henni, klæddri í sinn fegursta skrúða og talaði við hann eins og hún væri bæjarfulltrúi! De Gaulle hefur öðrum hnöpp- um að hneppa eins og er en að gera sér rellu út af okkur, sagði André allt í einu og brosti, er hann sá hana hreyfa fótinn af óþolinmæði. Og hann rétti fram armana. Fyrirgefðu, en ég gleymdi, að þetta var dans. Ég er nú ekki eins útfarinn og hr. Mallory, en. ... En þú ert nú elzti vinur minn hérna og fólki fyndist það eitt- hvað skrítið, ef þú dansaðir ekki við sjálfa húsmóðurina! stríddi hún honum, og gleymdi sam- stundis öllu nema músíkinni og nálægð hans. Það hafði verið gaman að dansa við Rex, en það var eins og hver önnur fimleika- æfing, og þetta var allt annað. Svo gjörólíkt, að hún þorði ekki annað en loka augunum, svo að André sæi ekki ástina, sem út úr þeim skein. Hvað sagði ég þér tautaði Bill við Moiru og kinkaði koili til þeirra þar sem þau svifu um í dansinum, rétt eins og í draumi. Þau voru trúlofuð þegar þau voru krakkar og trúlofuð verða þau bráðum aftur, svo framarlega sem ég heiti Bill Kerryns! Og Moira hló eins og miðaldra piparmejar eru vanar að hlæja, velviljuð og rómantísk í huga sínum. Það færi betur að svo yrði — eyjarinnar vegna, játaði hún ró- lega, og um leið kjaftsihögg fyrir gömlu nomina hana mömmu hans. Ég get illa hugsað mér ungfrú Laurier fara að beygja knén fyrir þeim gamla vargi og harðstjóra. Það er einmitt það, sem sú gamla skrukka hefur þarfnazt árum saman. einhvers, sem þorir að standa uppi í hár- inu á henni.... Bilil hló. Já, þann bardaga vildi ég gjarna horfa á. Sú litla hefur alla sína tíð vitað hvað hún vildi. Frankie fann alveg á sér, með næmleika konunnar, hvað verið var að tala um þau André. Þau höfðu horft á hana dansa við Rex og dáðzt að danskunnáttu hennar, en nú voru þau að horfa á hana með aðdáun og velvilja í senn. Henni varð hverft við til- hugsunina' um það, að enginn hér staddur, að sjálfri henni og Sol undanteknum, vissi, að André og Simone voru trúlofuð. Helena hafði sagt, að það ýrði ekki opinberað fyrr en Simone væri komin úr sorginni. Henni fannst brosandi tillit fólksins vera eins og hæðni gagnvart henni, þar sem þau voru svo fjarri öllu sanni. Rex var sá eini, sem ekki brosti til þeirra, er þau dönsuðu fram hjá honum. Hann glápti bara á þau og laglega drengja- andlitið var með greinilegum gremjusvip. Hann var í svo illu skapi að hann gleymdi alveg að vera vingjarnlegur við ungu dömuna sína, og gleymdi alveg leikgrimunni, sem hann kunni annars svo vel að bera á al- mannafæri. Mallory hinn ungi er eins og hann langaði mest til að kálð mér, sagði André letilega, e'r þau hættu að dansa og gengu saman út á svalirnar. Ætlarðu Itannske að giftast honum? Giftast.... Rex? sagði hún steinhissa, og ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Rex var fjór- um árum eldri en hún, og hækk- andi stjarna í kvikmyndum og sjónvarpi, en hún hugsaði sér hann aldrei öðruvísi en sem krakka. Hún gat ekki annað en hlegið að spurningunni, hvort hún ætlaði að eiga hann. En André horfði svo fast á hana, að henni datt allt í einu í íhug, að hún kynni að koma upp um sig með því að þvertaka fyrir þetta. Ekki hefur hann nú beðið mín enn, sagði hún lágt og skjálftinn í röddinni hefði getað stafað af allt öðrum tilfinningum. Þá á hann það eftir. Hann er afskaplega ástfanginn af þér. Þau stóðu í skugganum yzt á svölunum. Að baki þeim, inni í salnum, setti einhver útvarpið í gang og Suður-Ameriku-mús- íkin steig og lækkaði, rétt eins og brim við sjávarströnd. Frankie var fegin, að dansin- um þeirra skyldi vera lokið. Hún skalf er hún stóð upp við kaldan steininn við bogagluggann, og hún vissi vel, að hún var að greiða ofhátt verð fyrir þessa stolnu gleði, sem hún hafði átt síðustu mínúturnar. Það heyrðist lítið til Andrés fyrir músíkinni og glasaglaumnum og hávaðan- um á svölunum, en hún heyrði samt hvert orð greinilega. Eða ertu karmske bara að „safna“ honum, eins og mér og Christopher Mayne? spurði hann lágt. Hvað í ósköpunum komið þið Mayne þessu máli við? spurði hún þreytuiega. Hvað veizt þú svo sem um Ohris, André? Til þess að fá tíma til að hugsa, greip hún eftir vindlingi úr kassa á steinborðinu þarna úti og þá sá hún á honum vangasvip inn eins og á erni, í ljósinu frá kveikjaranum, sem hann brá upp fyrir hana. Og um leið, sá hún hæðnisglampann í grágrænu augunum sem horfðu beint á hana. Ég_ veit ekki annað en það, að þú varst rétt í þann veginn að opinbena trúlofun ykkar, þegar ég kom við í New York fyrir tveim árum, svaraði hann rólega, en nú hefurðu ekki gifzt honum, svo að þá er sýnilegt, að þú hef- ur bara ætlað að nota hann í „safnið“. Og hvað mig snertir, þá hef ég víst verið í því síðan þú varst í vöggu. Það var nú ekki nauðsynlegt að endursenda öll bréfin mín óopnuð.... og það Það var eins og gólfið gengi í öldum undir fótunum á Frank- ie. Mislitu ljóskerin, sem héngu hér og þar, fóru öll í einn hræri- graut fyrir augum hennar. Það er að líða yfir mig, hugsaði hún, og bað þess heitast, að hún færi ekki að líða út af fyrir allra augum, og það í boðinu, sem hún var sjálf að. halda. Þetta sem André hafði verið að segja, náði ekki nokkurri átt. .hún skildi það ekki. Hundrað spurningar komu upp í huga hennar, en hún var bara of ringluð til þess að koma þeim út úr sér. Það varð henni því mikill léttir, þegar Sol kom til þeirra, með glasabakka í hendi og brosti vingjarnlega til hennar. Þó vissi hún sam- stundis, að hann var þangað kom in til að aðvara hana, ef til vilil aðvara hana um að leika sér SBUtvarpiö Sunnudagur 22. október 8:30 Létt músik að morgni dags. 9:00 Fréttir. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunhugleiðing um músik: ,,A hrif tónlistar á sögu og siði\ bókarkafli eftir Cyril Scott, í þýðingu Kristínar Þ. Thorodd- sen; I. (Arni Kristjánsson flyt- ur). 9:35 Morguntónleikar: a) Fantasía í A-dúr eftir César Franck (Marcel Dupré leik- ur á orgel). b) Sönglög eftir Haydn (Dietrich Fischer-Dieskau syngur; Ger- ald Moore leikur undir). c) „Myndir frá Brazilíu** eftir Respighi (Hljómsveitin Phil- harmonia leikur; Alceo Galli- eri stjórnar). 10:30 Setning Almenns kirkjufundair: Guðsþjónusta 1 Neskirkju (Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup pré- dikar; séra Jakob Einarsson fyrr um prófastur þjónar fyrir altarú Organleikari: Jón Isleifsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:10 Erindi eftir Pierre Rousseau: Saga framtíðarinnar; I: Vísindin og samfélagið (Dr. Broddi Jó- hannesson). 14:00 Miðdegistónleikar: „Acis og Gala tea“, tónsaga eftir Hándel (Joan Sutherland, Peter Pears, Owen Brannigan, David Galliver og St. Anthony kórinn syngja; hljóm- sveitin Philomusica í Lundúnum leikur. Stjórnandi: Sir Adrian Boult. — Guðmundur Jónsson kynnir). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Carl Billich og félagar hans leika. b) Friedrich Wúhrer leikur fiðlu lög eftir Kreisler. 16:15 A bókamarkaðinum (Vilhjálmur í>. Gíslason útvarpsstjóri). 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir) • a) Framhaldssagan: „Pip fer á flakk"; 2. lestur. b) Leikrit: „A hættunnar stund'* eftir Ragnar Jóhannesson. Leikstjóri: Steindór Hjörleifs- son. c) Fimm mínútur með Ohopin; lokaþáttur. d) Ævintýraskáldið frá Oðinsvé- um: fjórða kynning: Jón Sig- urbjörnsson les eitt af ævin- týrum skáldsins. 18:20 Veðurfregnir. 18 «60 „Island ögrum skorið": Gömlu lögin sungin og leikin. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Raddir að vestan: Síðari þáttur úr Kanadaför (Jón Magnússon fréttastjóri). 20:30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands í Háskólabíói 12. þ.m, Stjórnandi: Jindrich Rohan. Ein- leikari: Michael Rabin fiðlusnill- ingur frá Bandaríkjunum. Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Mendelssohn. 21:00 „Hratt flýgur stund*4: — Mfr skemmtiþáttur 1 útvarpssal und ir stjórn Jónasar Jónassonar. — Hljómsveitarstjóri: Magnús Pét- ursson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög. 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 23. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Oskar J. Þorláksson. — 8:05 Morgunleik fimi: Valdimar Ömólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur undlir, — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Frétttr, — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðuír* fregnir. — (10:00 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. *p* 12:25 Fréttir og tilk.). 13:15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáne* son ritstjóri ræðir við Ingólf I>or steinsson fulltrúa um starfsemi á Flóaáveitusvæðinu fyrr og síð- ar. — 13:35 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16:00 Veðurfr. Tónleikar. — 17:00 Fréttir). 17:05 „I dúr og moll“: Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reynir Axels- son). 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáldkona talar við börnin. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Um daginn og veginn (Thorolf Smith fréttamaður). 20:20 Einsöngur: Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Við píanó ið: Fritz Weisshappel. a) „O cessate di piagarmi'' ©ftlr Scarlatti. b) „Gígjan" eftir Sigfús Einar»* son. e) „Fjólan' eftir Þórartn Jón»* son. b) „Bí, bí og blaka" eftir Markúa Kristjánsson. e) „Síðasti dana" eftir Karl O. Runólfsson. f) „Vor“ eftir Magnús Bl. Jó* hannsson. g) „A vucchella" eftir Tosti. 20:40 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:00 Minnzt sextugsafmælia Krist* manns Guðmundssonar skálde, Séra Sigurður Einarsson flytur erindi, og lesið verður úr verlc* um skáldsins. 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux* inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXI. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). aa-AO Dagskrárlok. __ Ég veit ekki hvort verjandi þinn er góður lögfræðingur. En hann dansar dásamlega! >f >f >f — Ofursti.... Handtakið Edwinu Prillwitz undir eins! — Þetta nægir, Geisli! Stúlkurnar deyja!! ; — Haltu áfram! En ef þú hegðar — Fleming svarar.... Yfir.... ‘ >f >f X- GEISLI GEIMFARI — Ég er orðinn þreyttur á vitleys- unni í þér, Geisli! Farðu að sendi- stöðinni! — Allt í lagi, Maddi! Þú ræður! þér ekki rétt, kveiki ég á rofanum! — Geisli höfuðsmaður kallar á Fleming ofursta hjá öryggiseftirliti jarðar.... Yfir....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.