Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13.
mnMaMjfr
KVENNASIÐA
Sjá bls. 15.
240. tbl. — Sunnudagur 22. október 1961
Rikisstjórnin athugar, hvernig
bezt sé að treysta varn-
ir borgaranna og Oryggi
Jóhann Hafstein dómsmálaráóherra
gaf upplýsingar um málið
á Landsfundi i
A LANDSFUNDl Sjálfstæð-
isflokksins í gær flutti Jó-
hann Hafstein, dómsmála-
ráðherra, ræðu, þar sem
hann m. a. minntist á varnir
borgaranna og öryggi, en það
mál hefur ríkisstjórnin nú til
athugunar. Verður hér á eft-
ir skýrt frá upplýsingum
ráðherrans um mál þetta, en
ræða hans mun birtast hér í
Morgunblaðinu í heild n. k.
þriðjudag.
Ráðherrann kvaðst vilja vekja
athygli á þeirri alvarlegu staS-
reynd. að hér á landi rikti ótrú-
legt andvaraleysi um ráðstafanir
og undirbúning þess, að hin al-
menni borgari geti sér sjálfum
einhverjar varnir veitt með að-
stoð þess opinbera, ef ófriður
brýzt út og ísland yrði fyrir árás.
Fjárveiting felld niður.
Þá gat hann þess, að loftvarn-
arnefnd. sem starfaði að tilhlut-
an Reykjavíkurbæjar og í sam-
ráði við ríkisstjórnina. hefði
íinnið allmi'kið undirbúnings-
starf með því að afla hjúkrunar-
gagna, rúma, teppa og tækja, ef
á þyrfti að halda. og ennfremur
væri áætlun um bráðabirgcfa-
sjúkraskýli í neyðarástandi.
„En fjárveiting til þess starfs
var felld niður á fjárlögum 1957
— í tíð vinstri stjórnarinnar,"
Bikarinn
ídag
A MORGUN kl. 14 fer fram
úrslitaleikurinn í bikarkeppni
KSÍ, en þar leika eins og
kunnugt er KR og Akranes.
Leikið verður á Melavellin-
um. Eftir leikinn afhendir
formaður KSÍ, Björgvin
Schram, sigurvegurunum
verðlaunabikar þann, sem
Tryggingamiðstöðin gaf í
fyrra, en þá var fyrst um
hann keppt. Fyrsta nafnið,
sem á hann vhr letrað var
KR, en nú ætlar Akranes að
reyna að koma í veg fyrir að
það endurtaki sig í ár.
Að loknum þessum úrslita-
leik fer fram leikur í 1. fl.,
Haustmóti, og eigast þar við
Fram og Þróttur, en á sama
tíma leika á Háskólavellin-
um í 3. fl. Valur gegn KR.
Er þetta úrslitaleikur í Haust
mótinu. Þessir tveir leikir
hefjast kl. 15.45.
í fyrramálið fara svo
yngstu knattspyrnumennimir
snemma til keppni, en þá
leika Fram og Víkingur sinn
annan úrslitaleik í 5. fl. A.
Hefst sá leikur kl. 9.30, en
klukkutíma síðar leika svo
í 3. fl. B til úrslita Fram
og KR. Þessir leikir fara
fram á Háskólavellinum.
fyrir því. ihversu mikið kapp
nágrannaþjóðir okkar leggja á
svokallaðar borgaravarnir. Marg
víslegar ráðstafanir hafa t.d. ver-
ið gerðar á Norðurlöndum, eink-
um í Svíþjóð. til þess að treysta
öryggi borgaranna gegn loftárás
um. Slíkar ráðstafanir eru tald-
sagði dómsmálaráðherra. Síðan| ar mjög mikilvægar, og ekki síð-
hefir Reykjavíkurbær að vísu1 ur þó atómsprengjur væru not-
'haldið áfram fjárveitingum.. sem aðar.
gær
eru þó af alltoÆ skornum skammti
— eíns og vænta má, þegar ekk-
ert kemur á móti frá ríkinu
Ef rýma þarf borgina.
Síðan gerði ráðherrann grein
Clóandi Ijós
kúla yfir
Faxaflóa?
SIÐDEGIS í gær var tvisvar
hringt í ritstjórnarskrifstofu
blaðsins, til að segja frá ljós-
kúlu, sem sézt hefði á himninum
yfir Faxaflóa milli kl. 4 og 4:30.
Blaðið spurðist fyrir um það hjá
Slysavarnafélaginu hvort nokik
ur bátur hefði sent frá sér neyð
arkall, en Slysavarnafélagið hafði
ekki fengið neina tilkynningu um
þetta.
Kona ein, sem stödd var á-
samt stálpuðum, krökkum við
gluggann á einni af efstu hæðun
um í háhýsinu að Sólheimum 23,
sagði að þau hefðu öll séð gló-
andi eldihnött úti yfir flóanum,
sem eins og datt niður.
Önnur kona ,sem byr á Njáls-
götu sagðist hafa séð fyrirbærið
úr húsi sínu og hefði það borið
við Akrafjall. Var eins og sáldr
aðist _ eitthvað niður úr því, en
það bvarf henni bak við hús, er
það datt niður.
,,Ég hef hafið máls á því í
ríki.sstjórninni,“ sagði dómsmála-
ráðherra að lokum. „að við verð-
um að varpa af okkur andvara-
leysinu í þessum efnum. Reykja-
vík, Kópavogur og Hafnarfjörð-
ur eru í þessu efni samfelld
byggð, og ef rýma þarf borgina
og bæina — hvert á þá að fara
og með hvaða ráðum?“
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
taka þetta mál til nýrrar með-
ferðar og ítarlegrar rannsóknar.
Síld út af Malarrifi
Bátarnir fengu 5—6 þús. mal
í fyrradag fann Ægir allmikla
síld 43 mílur réttvísandi vestur
af Malarrifi og vísaði bá.tunum
þangað. Fengu 12 bátar þama
5000—6000 tunnur síldar í fyrri-
nott og gærmorgun. 400—700
tunnur hver.
Seinna hluta dags i gær fóru
síldarbátamir ða koma inn til
Reykjavíkur. Steinunn frá Ólafs-
vík kom með 200 tunnur og Rifs-
nes með 400 tunnur. Guðmund-
ur Þórðarson með 5—600. Bjöm
Jónsson, um 650, Leifur Eiríks-
son 600, Hafþór 400.
Akranesbátar 2650 tunnur
Fréttaritari blaðsins á Akranesi
símaði um veiði bátanna þaðan.
— Þeir mokuðu upp síldinni i
nótt, 2650 tunnur fengu 6 bát-
ar. sem úti voru á miðunum héð-
an. Aflahæstur var Höfrungur II
Drengur fyrir bíl
UM fimm leytið í gær hljóp
þriggja ára gamall drengur fyr-
ir bíl á Snorrabrautinni á móts
við Austurbæjarbíó. Lögreglan
kom á staðinn og fór með dreng
inn, sem heitir Hallgrímur
Géorgsson, á Slysavarðstofuna.
Þar var hann er þetta er skrif-
að, en samkv. upplýsingum það-
an voru ekki taldar líkur á að
hann hefði slasazt mikið.
AB kynnir verk Krist-
manns í dag
með 700 tunnur, Sigrún 550. Har-
aldur 500, Sæfari 350, Skirnir
300 og Sigurfari 250 tunnur.
Böðvar fór út á hringnót í
morgun O" Sveinn Guðmundsson
fer út á morgun. Vélbáturinn
Anna kom hingað frá Siglufirði
í morgun. — Oddur.
3 Keflavíkurbátar með
1200 tunnur
Fréttaritari Mbl. í Keflavík
símaði:
Þrír bátar komu til Keflavíkur
með 1200 tunnur síldar. Þar af
var Ingiber Ólafsson með 700
tunnur. .Sölutun er rétt að hefj-
ast. annars hefur síld verið fyrst.
Fjórir bátar fara til við viðbótar
á veiðar í kvöld. — Helgi S.
100 ára
í dag
Herdís Einars-
dóttir
BORGANESI, 21. okt. — Herdís
Einars'dóttir í Borgarnesi er
hunörað ára. Hún er fædd 1
Straumfirði á Mýrum. Maður
hennar var Sigmundur Guðna-
son og bjuggu þau að Krossnesi,
en Sigmundur lézt árið 1951.
Herdís býr hjá Einari syni sín-
um í Borgarnesi.
Þessi mynd var tekin 1 Borg
arnesi í fyrradag. Guð-
mundur Gíslason læknir á
Keldum er þar að skoða
lungu úr kindum úr Dölum,
og fann mæðiveikilungu úr
30—40 kindum frá Smyrla-
hóli i Haukadal og Kols-
stöðum í Miðdölum.
Ljósm. H. J.
Klukkunni
seinkaö
1 NOTT, fyrsta vetrardag verð-
ur klukkan færð aftur um eina
klukkustund, þannnig að klukk-
an 2 verður hún eitt. ,
Síldoroflinn c
pollinum 11
þús. mól
AKUREYRI, 21. október. —
Siðustu sólarhringana hefur
síldveiði gengið vel á Akur-
eyrarpolli. Um 2500 málum
var landað í gær. Þar af var
Súlan með um 900 mál. Alls
er aflinn orðinn tæplega 11
þús. mál. Þessi síld hefur
reynzt sæmilega feit, 15—
16% og hefur því lýsismagn
orðið nokkurt úr henni.
I dag er gott veður og
virðast skipin eitthvað vera
að fá, en nokkuð utar á firð-
inum en áður. — St. E. Sig.
KRISTMANN Guðmundsson rit-
höfundur á sextugsafmæli hinn
23. þ.m. I tilefni af afmælinu
heldur Almenna bókafélagið
kynningu á verkum hans sunnu-
daginn- 22. þ.m. Verður bók-
menntakynningin í hátíðasal há-
skólans og hefst kl. 2. Dagskrá
kynningarinnar verður sem hér
segir:
Séra Sigurður Einarsson í Holti
flytur erindi um Kristmann Guð-
mundsson, en úr verkum hans
lesa leikararnir Valur Gíslason,
He.'ga Bachmann, Ævar Kvaran
og ioks rithöfundurinn sjálfur.
Enníremur syngur Kristinn Halls
son nokkur lög, sem gerð hafa
verið við ljóð eftir Kristmann
Guðmundsson. Undirleik annast
Fritz Weisshappel. Aðg. að bók-
menntakynningunni er ókeypis.
Daejskrá Lands-
íundarins í daej
LANDSFUNDURINN heldur áfram í dag og hefst kl. 10
f. h. en ekki kl. 2. — Tekið verður fyrir nefndarálit
stjórnmálanefndar. — Fundur hefst aftur kl. 2. Verður
þá gengið til kosninga til miðstjórnar, almennar umræð-
ur, afgreiðsla stjórnmálaályktunar og fundarslit.
Kl. hálf iríu í kvöld hefst kvöldfagnaður fyrir lands-
fundarfulltrúa á þremur stöðum; í Sjáilfstæðishúsinu, á
Hótel Borg og í Lídó.