Morgunblaðið - 22.10.1961, Blaðsíða 15
Sunnuctagur 22. okt. 1961
MORGUFiBLAÐlÐ
15
sem viniium
Engin bylting hjá mér
. wm
St. Laurent og hin trygga sýningarstúlka hans, Victoire,
sem vill ekki sýna fyrir neinn annan tízkukóng.
Á DYRASKILTI hins nýstofn
aða tízkuhúss í París stendur
aðeins Y. S. L., sem er skamm
stöfun fyrir Yves St. Laurent.
Innandyra er tízkukóngurinn
ungi önnum kafinn við að
vinna að fyrstu sjálfstseðu
tízkusýningu sinni, sem hann
ráðgerir að verði í lok janúar
mánaðar
Ekki er enn kunnugt, hvaða
aðilar hafa veitt fé í tízkuhús
ið, og um >að atriði er St
Laurent þögull eins og gröfin,
þó hann sé óvenju opinskár
við blaðamenn um þessar
mundir.
— Sýning mín verður litil
og einföld í sniðum, segir
hann. Þannig kann ég bezt við
þær. Viðskiptavinir mínir
koma eingöngu til að horfa á
fötin, sem tii sýnis vdrða, en
ekki til að drekka kampavín.
Ég er afar kvíðinn fyrir sýn-
ingunni; eina stundina er ég
ofsahrifinn, augnabliki síðar
taugaóstyrkur og skömmu síð
ar hamingjusamur. í dag er
ég rólegur. Ég er ekki enn
farinn að teikna einn einasta
kjól eða kápu, hefi verið að
athuga efni og ýmislegt smá-
dót. Ég ætla ekki að byrja
að teikna fyrr en í lok nóvem-
ber- mánaðar, og ég geri ráð
fyrir að verkið taki mig um
hálfan mánuð, enda verða
„módelin“ ekki fleiri en hundr
að.
Hvort það verði bylting í
kvenklæðnaði á sýningu
mixmi? Nei, byltingar eiga
ekki upp á pallborðið nú til
dags. Þeir tízkuteiknarar, sem
ég dái mest, eru Chanelle og
Balenciaga og þeir standa
ekki fyrir byltingum. Tízku-
teikning er list en ekki iðn-
aður — þeir sem vilja gera
tízkuhúsin að verksmiðju,
hljóta að bíða lægri hlut þeg
ar tímar líða. Ég ætla að hafa
tízkuhús mitt lítið í sniðum
og reyna að koma á það gott
orð.
Fljdtlöguð kaka
Við spurðum eina húsmóð-
ur hér í bæ, hvaða köku hún
setti inn í ofninn, þegar ein-
hver kunningjanna hringdi og
segði: — Má ég líta inn í
kvöld? Hún svaraði:
— Þá baka ég köku, sem ég
kalla „Kaka með heitri
mjólk“. Það tekur þrjá stund
arfjórðunga að baka kökuna.
Uppskriftin er þannig:
IV2 bolli sykur (mælibolli)
3 egg, 1 Vz b hveiti, 1V2 tsk lyfti
duft, Vt tsk. salt, % b mjólk,
2 msk smjör, 1 tsk vanilla
eða V2 tsk. sítrónuhýði (nið-
urrifið).
Eggin þeytt, sykrinu hellt
smám saman. Hveiti, lyftiduft
og salti blandað snögglega
saman við. Mjólkin og smjörið
hitað upp undir suðumark en
ekki látið sjóða, hellt saman
við og vanillan eða sítrónu-
hýðið sett út í að lokum.
Bakað í tveim hringform-
um við lagkökuhita (350—
375F.) Það eru mjög myndar-
legir botnar. Sulta sett á milli
gott að nota hindberja- eða
j arðarber j asultu.
Oft baka ég þrjá þynnri
botna úr þessari uppskrift, set
sultu milli tveggja en mauk
ofan á þann þriðja. í maukið
fer:
4 msk smjör (50 g), 3 msk
rjómi eða mjólk, V2 b púður-
sykur, V2 b malaðar hnetur
eða möndlur, V2 tsk vanilla.
Sykur, mjólk og smjör er
soðið saman, þar til það er
orðið það þykkt, að hægt er
að hnoða mjúka kúlu úr
dropa, sem dýft er ofan í
kalt vatn. Möndlum og van-
illu bætt í. Maukinu er hellt
ofan á botninn, öllu stungið
inn í ofn í 5—10 mín. og þá
er kakan tilbúin.
».
Auðvelt er að útbúa hlllur
fyrir kryddvörur úr afgangs-
krossvið'splötu, 5—10 sm br.
eftir ástæðum. Platan þarf að
vera hefluð og lökkuð. Hillan
er hengd upp með keðjum af
ódýrri gerð, samskonar og oft
eru notaðar í lyklakippur. —
Takið eftir hvernig hillan er
hengd upp.
Það nýj-
rsta í gerð
undirfata er
heill bolur —
tíkastur sund
bol — sem
kemur í stað
skyrtu og nær
buxna. Upp-
finningin er
svissnesk, frá
udirfataverk-
smiðjunni
Helanca. Bol-
irnir eru há-
rauðir að lit
og taldir
heppilegir
undir síðbux-
ur. Þeir eru
ætlaðir þeim
. , stúlkum, sem
hafa pundin á réttum stöðum
og eru svo heppnar að þurfa
ekki alltaf að nota brjósta-
höld.
Leifar
Fisksnúðar
Leifar af köldum soðnum
fiski (nýjum eða saltfiski) eru
saxaðar einu sinni gegnum
saxvél ásamt litlum lauk og
nokkrum sneiðum af fransk-
brauði útbleyttu í mjólk. í
maukið er hrært ofurlitlu af
bræddu eða linuðu smjörlíki,
1 eða 2 eggjum og ögn af
hveiti. Deigið er mótað með
skeið í snúða, sem er velt upp
úr brauðmylsnu og síðan
steiktir. Borðað annaðhvort
11 utt ivi(
Lífgað upp á stofuna
Þær stundir koma í lífi
flestra húsmæðra, að þeim
finnst heimilin sin alveg ó-
möguleg. Og þá er hafizt
handa; stólar og borð eru
flutt til, ný gluggítjöld jafn
vel keypt o.s.frv. En kapp er
bezt með forsjá; stundum mis
heppnast breytingarnar, sér-
staklega þegar aðeins litlum
hluta stofunnar er breytt, en
stundum næst mjög góður ár
angur.
•Sterkur litur á einum vegg
stofunnar getur lífgað hana
mikið upp. Það bragð notaði
danskur arkitekt við breyt-
ingu þeirrar stofu, sem með-
fylgjandi mynd er af. Dökkur
veggur er á bak við þunga-
miðju stofunnar (þ.e. sófinn,
borðið og stóllinn), sem er
staðsett næst glugganum, og
lestrarkróksins, sem saman-
stendur af rað-bókahillum og
þægilegum lestrarstól; letistól
eins og margir- nefna þá.
. Þessir tveir þýðingarmiklu
hlutar stofunnar eru sem sagt
tengdir saman með hinum
dökka lit, sem getur verið
hvaða litur sem vera.skal, en
verður auðvitað að falla inn
í litasamsetningu stofunnar.
Það er ekki nauðsynlegt að
hafa margar myndir á dökk-
um vegg og hann myndar fal-
legan bakgrunn fyrir bækurn
ar í raðhillunum.
Táin á kvenskóm tekur
tízkubreytingum eins og allir
aðrir hlutir i sambandi við
klæðaburð konunnar. Á sið-
asta ári komu á markaðinn
skór með svonefndum þver-
tám og fara vinsældir þeirra
sívaxandi. Támjóu skórnir
hafa samt ekki ennþá horfið,
eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd, sem er af nýjustu gerð
um kvenskóa.
með brúnuðu smjöri og kar-
töflum eða heitu kartöflusal-
ati. —
Leifar af köldu kjöti er einn
ig hægt að matreiða á þennan
hátt. Þá er gott að hafa spínat
eða annað grænmeti í jafningl
með.
Ostleifar
Ostleifar eru gott að hag-
nýta sér þannig, að bræða þær
og láta saman við nokkrax
matskeiðar af rjóma og koní
aki, — ca. 4 sk. í 125 gr. a
östi. Látið kólna og smurt 01
an á brauð.
Kjötbýtingur
Leifar af reyktu svínslær1
eða köldu kjöti eru skornar
í ræmur. Kaldar kartöflur
skornar í sneiðar, sömuleiðis
nokkur harðsoðin egg. Allt lát-
ið í lög í eldfast mót og hví»
þykk lauksósa á milli. BrauS
mylsnu stráð yfir og litlir
kjötbitar látnir á víð og dreií
efst. Bakað í hálftíma.
Bála<
ogr
skipajialan
3 úrvals bátar
22 tonna, 26 tonna og 62 tonna
Allir í fyrsta flokks lagi. —
Mikið af veiðarfærum fylgir.
Mjög hagkvæmt verð.
Báta og skipa-
salan
Austurstræti 12. Sími 35639.
Tilboð óskast
í Morris 10, fjögurna manna
fólksbifreið, módel 1947. Bif-
reiðin verður til sýnis við bif-
reiðaverkstæði N. K. Svane
við Háaleitisveg kl. 1—4 í dag,
sunnudag 22. þ. m.