Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. okt. 1961 aMMaaBM Fimm ára afmæli I DAG eru liðin fimm ár síð- an leiðtogar heimskommún- ismans héldu upp á 11 ára af maeli Sameinuðu þjóðanna með því að senda 10.000 rúss- neska hermenn með fjölda skriðdreka inn í Búdapest til að strádrepa ungverskan al- múga, sem daginn áður hafði safnazt saman undir forustu stúdenta til að láta í ljós samúð með hinni nýju pólsku stjórn undir forsæti Góm- úlka. Mannfjöldinn var ó- vopnaður og varnarlaus, en hann heimtaði aukið frelsi, málfrelsi, trúfrelsi, skoðana- frelsi. Honum var svarað með skothríð hinnar al- ræmdu öryggislögreglu, Avó- anna. Þetta sama kvöld, 23. október, var risalíkneskjunni af Stalin steypt -af stalli, Daginn eftir var rússneski herinn kominn á vettvang, og hin friðsama kröfuganga al- múgans snerist upp í blóðuga byltingu. Ungverski herinn dreifði vopnum til almenn- ings; rússneski leppurinn Emö Gerö, sem kallað hafði Rauða herinn á vettvang, fór frá völdum, og hinn þjóð- legi kommúnisti Imre Nagy varð íorsætisráðherra. Ung- verjar kröfðust þess að allir rússneskir hermenn yrðu kallaðir heim af ungverskri grund. FORSAGAN Þessir atburðir áttu sér langan og ófagran aðdrag- anda. Ungverska þjóðin hafði í tólf ár verið undir járnhæli kommúnismans og þolað ólýs anlegar hörmungar. Þegar stund frelsisins virtist vera á næsta leiti, brauzt hatrið og frelsisþráin út í öllum sínum óhamda krafti. En það fór eins og svo oft áður: þjóðin var fámenn og einangruð, hún mátti sín lítils gegn her- veldi risans í austri. Frelsið drukknaði í blóði þeirra manna sem ótrauðir fómuðu lífi sínu i von um að heimta það. Það er ekki ófróðlegt að rifja upp í þessu sambandi ummæli Gísla Brynjúlfssonar skálds í Norðurfara 1848—49, þegar svipað stóð á. Þá réð- ist rússneski herinn einnig á ungverska alþýðu, myrti sak- lausa menn og konur og reyndi að svínbeygja þjóðina undir hið rússneska ok. Sag- an hefur óhugnanlega til- hneigingu til að endurtaka sig. Gísli sagði m.a. þetta fyrir rúmum hundrað árum: „Ungverjaland, þar sem nú er verið að berjast um hvort þrældómur eða frelsi skuli framvegis ríkja á meg- inlandi Norðurálfunnar, er eitthvert hið fegursta land hennar .... Þjóðin, sem bygg ir það, er ágæt og göfug þjóð, sem æ hefur haldið sið- um feðra sinna og í landi hennar hefur harðstjórn aldrei getað gróið .... Allt þetta var þá hverjum skyn- sömum manni eins auðsjáan- legt og það nú er, að Ung- verjar eru að berjast fyrir frelsi alls meginlandsins, fyr- ir því hvort siðleysið eigi að ríkja þar eða menntanin. Það var þeim augljóst að hér átti að berjast hinni miklu orrustu hins sanna frelsis móti ánauðinni, og þó hreifði enginn legg nje lið til að hjálpa hinni hugprúðu þjóð, sem ein tókst í fang að halda uppi sóma mannkynsins og frjálsræði móti fjandmönnum þess og undirokurum. Kúg- aðar af stjórnum sínum horfðu þjóðirnar aðgjörða- lausar á, hvernig hinn rúss- neski alvaldur sendi h'vern herflokkinn á fætur öðrum til að myrða veglinda og sak- lausa menn, svo hann síðar, þegar þeir væru undir, gæti snúið sér að hinum .... Nú sem stendur tala þeir mjög um frið og reglu, en regla þeirra er hermanna hlýðni og þrældómur. Þeir þykjast ætla að friða löndin, og þeir leggja þau undir farg, sem drepur þau, myrða hina ágætustu, hlekkbinda hugsun og líf, og búa þar til eyði- mörk sem mætti vera aldin- garður. Slíkur er hinn títt- nefndi friður þeirra — soli- tudinem faciunt et pacem appeiant.“ I rauninni þyrfti engu að breyta í þessari umsögn, nema kannski einstaka atriði í stílnum, svo hún væri slá- andi lýsing á því sem gerðist í Ungverjalandi fyrir fimm árum og er raunar enn að gerast alls staðar þar sem kommúnistar láta til sín taka. Ungverjaland er þannig í sveit sett, að saga þess hefur orðið blóðugri en flestra landa • annarra í Evrópu. Þjóðin hefur verið kúguð af stærri og máttugri nágrönn- um sínum 1 austri og vestri, en hún hefur aldrei týnt þeirri frelsishugsjón sem fæddist með henni þegar Magyarar stofnsettu ríki sitt á 9. öld. Tyrkir unnu landið. Austurríkismenn drottnuðu þar. Árið 1848 hófu Ungverj- ar uppreisn gegn þeim undir forustu frelsishetjunnar Louis Kossuths, en Austurríkis- menn brutu uppreisnina á bak aftur með hjálp Rússa, og því hafa Ungverjar aldrei gleymt. Eftir skammlífa ógnar- stjóm kommúnistans Bela Kuns (sem Stalin lét síðar myrða) árið 1919, komst harðstjórinn Horthy til valda og ríkti fram til seinni heimsstyrjaldar. Hann var fasisti og gekk í lið með möndulveldunum, en sterk lýðræðisöfl í Ungverjalandi reyndu að draga landið út úr styrjöldinni og leituðu hjálp- ar Vesturveldanna. Þegar Þjóðverjar komust að raun um, hve ótryggir bandamenn Ungverjar voru, hemámu þeir landið árið 1944. Ung- verjar bjuggust að sjálf- sögðu við að verða að greiða stríðsskaðabætur, en þeir voru með öllu óviðbúnir grimmdaræði rússnesku inn- rásarherjanna. Vorið 1945 sendi svissnesk- ur sendiráðsmaður svohljóð- andi tilkyrmingu til stjórnar sinnar frá Búdapest: „Nauðg- anir valda nú ósegjanlegum þjáningum meðal ungversku þjóðarinnar. Þær eru svo al- mennar — á kvenfólki frá 10 ára til 70 ára aldurs — að fáar kondr í Ungverja- landi hafa sloppið við þær“. Nauðganir og rán voru glæp- ir einstaklinga í rússneska hernum, en þeir voru látnir óátaldir af herstjórninni. Verksmiðjur voru rifnar og Ungverjar fluttir nauðungar- flutningi til Sovétríkjanna í stórhópum samkvæmt fyrir- skipun frá Kreml. Ungverska þjóðin varð að láta sér það lynda, en í hjarta hennar brann óslökkvandi heift. Reiði Ungverja kom fram, að svo miklu leyti sem hægt var, í kosningunum árið 1945. Fyrir stríð hafði kommúnista flokkurinn verið bannaður. Nú komu kommúnistaleiðtog- arnir heim úr útlegðinni með rússneska hernum, þjálf aðir í baráttuaðferðum heims kommúnismans og öruggir um sigur í kosningunum. En að kosningunum loknum hafði Smábændaflokkurinn unnið 57% atkvæðanna og 245 af 409 þingsætum. Komm únistar fengu aðeins 17% atkvæðanna og 70 þingmenn. Sósíaldemókratar fengu 69 þingsæti, Bændaflokkurinn 23 og Frjálslyndi flokkurinn 2 þingsæti. En Ungverjar fengu ekki það sem þeir vildu og kusu. Vorosjilov marskálkur, til skamms tíma forseti Sovét- ríkjanna, var fulltrúi Rússa í eftirlitsnefnd bandamanna og hafði að heita mátti frjálsar hendur. Hann krafðist þess að mynduð yrði samsteypu- stjórn allra flokka og kom því svo fyrir, að kommúnist- ar fengu innanríkisróðuneyt- ið og þar með alla stjórn lög- reglumála. Síðan hófust kommúnistar handa með öllum tiltækum ráðum að brjóta Smábænda- flokkinn á bak aftur. Þeir neyddu flokksstjórnina til að reka „afturhaldsöflin" úr flokknum, fengu því til leið- ar komið að nokkrir þing- menn Smábændaflokksins voru gerðir þingrækir og bjuggu jafnvel til „samsæri" árið 1947, sem leiddi til þess að fjöldamargir menn úr flokknum voru handteknir. Loks neyddu þeir Nagy for- sætisráðherra (ekki Imre Nagy), sem var úr Smá- bændaflokknum til að reka nokkra róðherra úr stjórn- inni. I maí-mánuði 1947 fór Nagy forsætisráðherra í sum- arleyfi til Sviss, en sneri ekki aftur. Ritaði hann síðar bók um það, hvernig komm- únistar nóðu undirtökunum í Ungverjalandi, og vakti hún á sínum tíma mikla athygli. Árangurinn af þessari framvindu heima í Ungverja- landi varð sá, að fjölmargir sendiherrar og aðrir starfs- menn ungverskra sendiráða gengu úr þjónustu lands síns og neituðu að fara heim. Eftir flótta Nagys varð Dinnyes forsætsráðherra. — Þingið, sem kosið hafði verið 1945, var rofið, eftir að það hafði þjóðnýtt banka og ýmsar iðngreinar og lýst því yfir að Ungverjaland væri lýðveldi. Ný stjórnarskrá var gefin út, en í kosningunum í september 1947 hlutu komm- únistar aðeins 22% atkvæða, þrátt fyrir ýmiss konar belli- brögð, en stjórnarflokkarnir höfðu 60% þingmanna á bak við sig. Einn fimmti hluti kjósenda var sviptur kosn- ingarétti, og stjómarandstað- an heft með ýmsu móti. Að henni stóðu aðeins þrír flokkar: Kaþólski lýðræðis- flokkurinn, Sjálfstæðisflokk- urinn og Róttæki flokkurinn. Á hinu nýja þingi fékk stjórnarsamsteypan 281 sæti, þ.e. kommúnistar 100 sæti, sósíaldemókratar 77, Smá- bændaflokkurinn 68, Bænda- flokkurinn 36. Stjórnarand- staðan hlaut 136 sæti. Samkvæmt friðarsamning- unum áttu rússneskar her- sveitir að hverfa úr landinu, en þær voru látnar vera á- fram til að „verja samgöngu- leiðirnar". Tölurnar hér að ofan sýna glögglega hvernig kommún- istum hafði tekizt að brjóta Smábændaflokkinn á bak aft ur á tveimur árum. Þingsæt- um hans hafði fækkað úr 245 í 68. Árið 1948 var stjórnar- andstaðan gersamlega þurrk- uð út, og leiðtogar hennar flúðu land. Jafnframt hófu kommúnistar harða og misk- unnarlausa baráttu gegn ka- þólsku kirkjunni sem náði hámarki í réttarhöldunum yfir Josef Mindszenty kardí- nála og fangelsisdómi hans fyrir „landráð". í maí 1949 höfðu kommún- istar loks komið ár sinni svo vel fyrir borð, að þeir buðu einir fram í kosningunum og hlutu 95% atkvæða eftir sovézkri fyrirmynd. Þar með var alræði þeirra komið á, og „Litli Stalin“, Matyas Ra- kosi, tók til óspilltra mál- anna. Hann var sennilega auðsveipasti þjónn Moskvu- valdsins í leppríkjunum og lagði efnahag Ungverjalands algerlega í hendurnar á Kreml-búum. Iðnvæðingunni var komið á með svo blindu offorsi, að þetta mikla land- búnaðarland varð að flytja inn korn! Þegar Stalin féll frá árið 1953, féll „Litli Stalin" úr valdastóli Ungverjalands. Við tók lingerðari kommúnisti, Imre Nagy, sem lofaði lands- mönnum meiri neyzluvörum. Nagy entist álíka lengi og Malenkov í Moskvu. Þegar Krúsjeff tók við í Kreml, komst Rakosi aftur til valda í Búdapest, en þegar Krúsjeff afneitaði Stalin, varð „Litli Stalin“ enn að víkja. Þá tók við Emö Gerö, sá sem kvaddi Rauða herinn á vett- vang þegar ungverska bylt- ingin hófsti Hér má líka nefna dauða- dómana yfir Lazlo Rajk og félögum hans ■ í september 1949, því þeir áttu eflaust sinn þátt í að undirbúa jarð- veg byltingarinnar. Rajk varð utanríkisráðherra Ung- verjalands í ágúst 1948 og var í miklum uppgangi inn- an flokksins. Á sama tíma skarst í odda milli Stalins og Títós, og hófst þá ógnaröld víða í leppríkjunum, þar sem menn voru fangelsaðir og líf- látnir fyrir „Títóisma". Rajk var handtekinn ásamt all- mörgum mönnum öðrum og hengdur. Hafði hann þá jót- að á sig glæpi og „villutrú'* sem nægðu honum til lífláts. En sjö árum síðar, eða 6. október 1956, kom í ljós, að breyting var á orðin, því nú gengu 200.000 manns hjá kistum Rajks og félaga hans ungversku byltingarinnar Hannes Pétursson: BOÐBERARNIR Þeir telia sig málsvara smælingjans — og þeir fjötra smælingjann. Þeir telja sig málsvara orðsins — og þeir tortíma orðinu. Þeir telja sig málsvara framtíðarinnar — og bera eld að framtíðinni. FrekjuJeg augu þeirra betla sér aðdáun. larmn rMi—nftii’ r* ——

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.