Morgunblaðið - 24.10.1961, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. okt. 1961
-/?æðo Jóhanns
- Hafstein
Frh. af bls. 13.
vera mjög framtakssöm og ein-
örð og hafa fylgt fast eftir sinni
upphaflegu stefnu, enda þótt oft
hafi þurft að grípa til ráða, sem
vita mátti að í upphafi gátu sætt
verulegri gagnrýni og valdið jafn
vel almennri óánægju fyrst í
stað. En þegar á allt er litið er þó
Ijóst, að almenningur hefur látið
sér skiljast hið erfiða hlutverk,
sem ríkisstjórnin hafði að gegna
og metið einarða afstöðu hennar
til þess á hverjum tírna, að snú-
ast gegn vandanum. Ríkisstjórn
in hefur á hinn bóginn aldrei
gert tilraun til að blekkja almenn
ing með aðgerðum sínum, heldur
skýrt þær til hlítar á hverjum
tíma og ekki dregið undan, að
þær kynnu að valda almenningi
nokkrum erfiðleikum fyrst í stað,
er væri þó forsenda þess, að hér
væri í framtíðinni hægt að byggja
upp traust fjárhagskerfi og
frjálsa efnahagsskipun.
Eg vil nú leyfa mér þessu næst,
að vílkja að nokkrum einstökum
málaflokkum, hvaða úrlausn þeir
hafi fengið eða muni fá og síðan
hvers vænta megi í nánustu fram-
tíð.
Ný skattamálastefna, en
öngþveiti í launamálum.
Eg ætla að byrja að víkja að
harla viðkvæmum, en veiga-
miklum málum.
Tekjuskattur hefir verið felld-
ur niður á almennum lanunatekj
um, auk annarra umbóta á skatt-
skyldu einstaklinga. Og útsvars-
löggjöfin í veigamiklum atriðum
leiðrétt og samræmd um gjörvalt
landið.
Því er stðugt haldið fram af
stjómarandstöðunni, að breyting-
arnar á skattalöggjöfinni séu
einskis virði fyrir hina láglaun-
uðu, en hafi aðeins Orðið þeim
að gagni, sem hærri tekjur hafa.
Það er þó ekki vefengt, að með
breytingu tekjuskattslagarma
hafi tekjuskattur verið afnuminn
af almennum launatekjum, og
auðvitað hefur það sína miikil-
vægu þýðingu fyrir almenning.
En þá er því haldið fram, að
skattur þeirra, sem hafi hærri
tekjur, lækki meira að krónutölu
og sé þessi breyting því aðallega
slíkum til hagsbóta. Eg vil leyfa
mér að vikja nokkuð að þessu at-
riði, en ég gerði mjög eindregið
grein fyrir skoðun minni hér að
lútandi undir meðferð málsins
á Alþingi og vil árétta það sem ég
sagði þá, sem var í meginatriðum
eftirfarandi:
Eg álít, að það sé rétt stefna,
og nauðsynlegt að breyta til frá
því sem verið hefur, að draga úr
hinum óhóflegu skattaálögum
bæði tekjuskatti og útsvari á
hærri tekjum, og ég tel það hina
mestu meinsemd, sem verið hef-
ur í okkar þjóðfélagi, hvernig
stefnt hefur verið í þessum efnum
á undanförnum árum. Eg benti á,
að ef menn hefðu álitlegar tekj-
ur 90—100 þús. kr., þá væri þeim
gert að greiða allháa upphæð í
tekjuskatt og útsvar, en þegar
kæmi fram yfir slíkt tekjumark,
þá verkaði löggjöfin í þá átt, að
gera mjög lítilsvirði þá tekjuöfl-
un, sem til viðbótar kæmi. Ég
benti á það dærni til samangurð-
ar, að hjón með tvö börn hefðu
annars vegar 200 þús. kr. tekjur,
en önnur hjón með tvö böm 100
þús. kr. tekjur. Þarna væri mis-
munur tekjuöflunarinnar 100
þús. kr. Þegar báðir aðilar væru
hins vegar búnir að greiða skatta
sína, tekjuskatt og útsvar, þá
væri mismunurinn aðeins 38 þús.
kr. Ef hjón með tvö börn, sem
hefðu 200 þús. kr. tekjur væru
borin saman við hjón með 90
þús kr. tekjur, þá væri mismunur
ixm á brúttó tekjunum 110 þús.
kr., en þegar báðir aðilar eru
búnir að greiða skatta og útsvar,
þá var mismunurinn eklki orðinn
nema 44 þús. kr. Slík „níveller-
ing“ eða jöfnun á tekjum manna
er að mínum dómi mjög skaðleg
þjóðfélaginu. Við búum við sömu
meinsemdina í hinni opinberu
launalöggjöf okkar Islendinga.
Það hefur verið gengið alltof
langt í þá átt að jafna launin. A
undanförnum árum hefur alltaf
sótt í það horf, að þeir lægra
launuðu nálguðust meira og meir
þá hærra launuðu og ef einhverj
ar almennar launabreytingar
hafa verið gerðar hafa iðulega
þeir, sem komnir voru yfir visst
tekjumark, verið settir hjá.
Það hefir þótt vinsælt hjá
Sveitungum mínum. samstarfsmönnum í Búnaðar-
sambandi Suðuriands og vinum og vandamönnum nær
og fjær, færi ég hjartans þakkir fyrir mikið vinarþel,
sem mér var sýnt á sextugsafmæli mínu þann 8. okt.
s.l. með veglegum gjöfum, hemgóknum g kveðjum.
Páll Diðriksson, Búrfelli.
Ég þakka innilega þeim mörgu, sem glöddu mig
og sýndu mér vináttu og virðingu á sjötugsafmæli
mínu 4. þ.m. með heimsóknum, gjöfum, blómum og
skeytum. — Guð blessi ykkur.
Sigríður Einarsdóttir, Skarði, Landssveit.
Kærar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð
við fráfall og útför sonar okkar,
THEODÓRS WELDINGS
María og Magnús Welding.
GUÐJÓN JÓNSSON
Holtsgötu 34,
andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 23. okt. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Vandamenn.
Hugheilar þakkir fyiir auðsýnda samúð við andlát
og útför
ÖNNU BENEDIKTSDÓTTUR
frá Krossholti.
Sérstakar þakkir til allra, sem hjálpuðu henni og
hjúkruðu í banalegunni.
Systkini hlnnar látnu og aðrir vandamenn.
Móíiir mín
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Deild,
andaðist að Elliheimilinu Grund laugardaginn 21. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna.
Haukur Hrómundsson.
tungumjúkum stjórnmála-
mönnum að þykjast með þessu
vera að vernda litilmagnann
en leggja byrðarnar á breiðu
bökin. En í þessu felst blekk-
ing, eins og menn munu sjá ef
þeir þora að horfast í augu við
raunveruleikann og leggja frá
sér lýðskrumið.
Þetta hefur beinlínis leitt til
þess að þeir sem eru í æðstu og
ábyrgðarmestu stöðum og mestur
vinnuþungi liggur á og þurfa t.d.
oft að vinna eftirvinnu en fá
aldrei neitt greitt fyrir hana
sérstaklega, eru í raun og veru
orðnir launalægri en þeir, sem
eru undirmenn þeirra og í lægri
launaflokkum. Þetta hefur í æ
ríkara mæli leitt til þess, að það
hefur orðið nær ógjörningur að
fá hæfa og góða menn, til þess
að gegna hinum ábyrgðarmeiri
trúnaðarstörfum. Þetta er sama
meinsemndin, sem áður gætti í
skattalöggjöfinni. Þetta á ekki að
eins við í hinu opinbera lífi, held
ur annars staðar og slíkt leiðir
ekki til velfarnaðar. Þetta verð
ur til þess að eyða verðmætum í
þjóðfélaginu og draga úr eðlilegri
þróun og dregur einnig á eftir
sér margar miður skemmtilegar
afleiðingar.
Þær þjóðir, sem lengst eru á
veg kcmnar hafa farið allt öðru
vísi að. Það er alkunnugt, að
það er ákaflega mikill launa-
mismunur í Bandaríkjunum, en
það er þó sú þjóð, þar sem al-
menn velmegun er einna mest.
Það er einnig viðurkennt, að í
Sovétríkjunum er sennilega meiri
launamismunur en í nokkrum
hinna kapítalistisku ríkja, og hef
ur það verið veigamikill þáttur
í efnahagslegri uppbyggingu
þeirra, einmitt að greiða meira
fyrir vel unnin störf, bæði með
akkorðsfyrirkomulagi og á ann
an hátt.
Þó að veruleg leiðrétting
hafi fengizt á þessari mein-
semd með breytingu tekju-
skatts og útsvarslaganna í tíð
núverandi ríkisstjórnar, þá bú
um við enn í þessu efni við
slíka erfiðleika í launamálum,
að til vandræða horfir. Sér-
menntað fólk unir ekki hag
sínum og leitar sér jafnvel
atvinnu erlendis og nefni ég í
því sambandi bæði verkfræð-
inga og lækna, en málið er
miklu víðtækara. Það er eitt
veigamesta viðfangsefni að fá
úr þessu bætt, en það verður
erfitt og gerist ekki í skjótri
svipan og verður með engu
móti framkvæmanlegt, ef nú
er kippt stoðunum undan
þeirri efnahagslegu viðreisn
og tilraun til þess að skapa
jafnvægi í f járhagsmáBum okk
ar, sem núverandi ríkisstjórn
og stuðningsflokkar hennar
hafa stefnt að og munu stefna
að á næstunni.
Eitt hefir þó áorkazt í launa-
malunum. Enda þó að augljóst
væri^ að ek'ki myndi þykja vin-
sælt í upphafi, var hið .gamla vísi
töluikerfi afnumið þannig, að ó-
heimilt hefir verið síðan að miða
kaupgjald við breytingar á vísi-
tölunni. En reynslan hafði í raun
og veru sannað, að það vísitölu
kerfi sem hér hafði verið í gildi
síðan í byrjun heimsstyrjaldar-
innar síðari, hafði síður en svo
orðið launþegum til néinna var-
anlegra bóta, en undirrót óeðli-
legrar verðþenslu og öryggisleys-
is í efnahagsmálumi.
Félagslöggjöf, fjárhagur
og frelsi.
Gengisskráning var lögfest, að-
eins þrem mánuðum eftir að rík-
isstjórnin tók við völdum, upp-
bótakerfi það, sem útflutnings-
framleiðslan hafði búið við síðan
1951 var þá afnumið og útflutn-
ingssjóður lagður niður.
Almannatryggingar vöru jafn-
framt tvöfaldaðar eintkum hækk-
un á fjölskyldubótum og elli- og
örorkulífeyri.
I tið núverandi ríkisstjórnar
hafa jafnan verið afgreidd tekju-
hallalaus fjárlög og framkvæmd-
ar og undirbúnar ráðstafanir til
sparnaðar og umbóta í fjárhags-
kerfi þess opinbera og stofnana
þess.
Lögleidd hefur verið algjörlega
ný skipan á innflutnings- og
gjaldeyrismálum. Innflutnings-
skrifstofan vár lögð niður, en
gjaldeyrisbönkum falin fram-
kvæmd innflutnings- og gjald-
eyrismála og fjárfestingarhöml-
um aflétt og munu fáir sakna
Fjárhagsróðs. Raunverulega hef-
ur verið gefinn frjáls innflutning
ur á allt að 90% heildarinnflutn-
ingsins. En það sem e.t.v. er enn-
þá veigameira er hitt, að hið nýja
innflutnings- og gjaldeyriskerfi
er í alla staði frjálslegra og auð-
veldara í framkvæmd heldur en
hið gamla haftakerfi var. Þar hef
ur í senn bæði verið sparað fé
ríkissjóðs í framkvæmdinni, en
hitt mun þó vera miklu veiga-
meira, allur sá sparnaður, sem
hið nýja kerfi hefur haft í för
með sér fyrir einstaklinga og
stofnanir, sem að innflutnings-
málum hafá starfað.
Þaff eru óteljandi vinnu-
stundir, sem sparazt hafa við
þaff, aff menn hafa losnaff viff
aff sitja á biöstofum hinna
opinberu úthlutunarstofnana
og jafnvel aff bíffa í stigum
slíkra stofnana frá því eld-
snemma á morgnana. Er eng-
inn vafi á því, aff hér hefur
veriff unniff eitt mesta þrifa-
verk, enda almennt viffur-
kennt.
Lögfest hefur verið breyting og
samræming ó bankalöggjöfinni.
Seðlabanki Islands verið gjörður
að sjálfstæðri stofnun og honum
falið forustuhlutverk í peninga-
málum landsmanna. Jafnframt
var endurbætt löggjöf ríkisbank-
anna, bæði Landsbanka og Út-
vegsbanka, Framkvæmdabanka
og Búnaðarbanka Og sett ný lög
um Verzlunarbanka.
Lánamál atvinnuveganna.
A síðasta þingi var sett mjög
umfangsmikil og veigimikil lög-
gjöf til stuðnings sjávarútvegi
landsmanna, með opnun nýrra
lánaflokka í Stofnlánadeild sjáv-
arútvegsins. Þessi löggjöf hefur
komið til framkvæmda á þessu
ári með þeim árangri, að senni-
lega allt að 400 millj. kr. af lausa
skuldum útvegsins, sem hefur
verið honum hinn mesti fjötur
um fót á undangengnum árum,
þar sem hann átti lítinn kost
fjárfestingarlána til langs tíma,
hefur nú verið breytt í löng lán
með hagstæðari vöxtum. Sam-
hliða þessu hefur í raun og veru
íarið fram heildarendurskoðun á
reikningshaldi og fjárhagsaðstöðu
sjávarútvegsins og er það hið hag
nýtasta verk til að byggja á í
framtíðinni og hafa allar eignir
útvegsins samhliða verið metnar
samræmdu mati um gjörvallt
land. Sett voru á liðnu sumri
bráðabirgðalög, sem nú eru til
meðferðar í Alþingi um hliðstæða
löggjöf til aðstoðar bændum.
Lánamál iðnaðarins hafa verið
og eru í endurskoðun, en Iðn-
lánasjóður hefur þegar verið stór
um styrktur með auknu framlagi
á fjárlögum, sem nemur árlega
2 millj. kr., en Iðnlánasjóði hefir
þess utan verið útvegað erlent
lán á þessu ári, sem nemur um
21 milij. kr.
Lagt hefur verið fyrir þingið
frumvarp til laga um Iðnaðar-
málstofun Islands og er þess
vænst, að það nái nú fram að
ganga á þessu þingi, en ýmsra
umbóta er þörf og lagfæringa á
sviði iðnaðarins, sem á síðari ár-
um hefir á mörgum sviðum
náð fullkomlega sambærilegum
þroska í einstökum greinum á við
erlendan iðnað og sparað þannig
mikinn gjaldeyri með því að unnt
hefir verið að draga úr innflutn-
ingi íðnaðarvara. Er þessi at-
vinnugrein er einnig, þótt enn sé
í smáum stíL að ná sér á strik
á sviði útflutnings í samkeppni
við aðrar þjóðir, á grundvelli þess
jafnvægis, sem þegar hefir skap-
azt fyrir efnahagsaðgerðir núver-
andi ríkisstjórnar.
Aðrir þættir viðreisnar.
Enn vil ég bregða upp nokkurri
mynd af einstöku þáttum til frek
ari glöggvunar á því, sem áorkazt
hefur.
Ríkisstjórnin gerði um miðjan
september opinberlega grein fyrir
ýmsum þáttum viðreisnarstefn-
unnar. Um leið og ég vísa til þess
atar greinargerðar og annars
þess, sem þegar hefir fram komið
á þessum fundi, leyfi ég mér að
árétta þessi örfáu atriði:
Onagstæður greiðslujöfnuður
við útlönd hafði á undanförnum
árum verið eitt mesta áhyggju-
efni og leiddi til stöðugt vaxandi
skuidasöfnunar erlendis.
Eins Og fram hefir komið í
áróðn stjórnarandstöðunnar get-
ur oft verið óhægt um vik með
samanburð frá ári til árs. Því
að öJju máli skiptir, hvort halli
á utanríkisviðskiptum stafar af
eyðsiu, auknum neyzluvöruinn-
flutningi, eða af innflutningi
framleiðslutækja, sem síðar
munu auka útflutning og þjóðar-
tekjur og þannig rétta greiðslu-
hallann við útlönd við, þótt síð-
ar verði.
Sé greiðslujöfnuðurinn settur
upp án þess að taka með innflutn
ing skipa og flugvéla og greiðslur
og lántökur vegna þess innflutn-
ings, kemur í ljós að samanlagður
halli á greiðslujöfnuðinum hafi
að meðaltali verið um 345 millj.
kr. (Miðað við gengi 38 kr. á doll
ar) árin 1956—1959. En á árinu
1960 hvarf þessi halli að mestu
eða öllu.
Batnandi greiðslujöfnuður hef-
ir leitt til batnandi gj'aldeyris-
stöðu, sem allir þekkja, er við er-
lenri gjaldeyrisviðskipti fást.
Þannig er talið, að gjáldeyrisstað
an hafi batnað um 240 millj. kr.
á árinu 1960 —- en þar ber að
sjáJfsögðu að hafa í huga að hér
er um að ræða fyrsta ár aukinnar
notkunar greiðslufrests á innflutn
ingi um nokkurra mánaða skeið
og eins hitt að miklar birgðir út-
f lutningsvöru Voru í landinu í árs
byrjun 1960
Um innlán Og útlán bankanna
hefir komið fram að hagstæður
jöfnuður hefir skapazt. I stað 300
millj. kr. meiri útlána en innlána
árið 1959 reyndust innlánin 11
millj. kr. meiri en útlánin árið
1960. I þessu felst mikill aftur-
bati og festa.
Andstæðingarnir vitna í bind-
ing innstæðna í Seðlabankanum,
sem sé landsmönnum hinn mesti
fjötur um fót. Tilgangur binding-
arinnar er tvíþættur. Annars veg
ar að gera Seðlabankanum kleift
að beina sparifjáraukningunni
þangað sem hennar er mest þörf
til útlána, Og þá fyrst og fremst
til sjávarútvegsins. Hins vegar að
hluti sparifjáraukningarinnar
fari til þess að bæta gjaldeyris-
stöðuna.
Arið 1960 nam heildarupphæð
bundinna innstæðna um 67 millj.
kr., en samtímis höfðu útlárt
Seðlabankans til banka og spari-
sjóða aukizt um nokkru hærri
upphæð, eða 76 millj. kr. Þessi
Útlánaaukning gekk fyrst og
fremst til þess að gera Utvegs-
bankanum kleift að mæta auk-
inni útlónaþörf vegna aflabrests
á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum,
þar sem ella lá við stöðvun í
þessari aðal verstöð landsins.
Um bindingu innlánsfjár f
Seðlabankanum má svo enn geta
þessa:
Framsóknarmenn telja þetta
tilræffi viff innlánsdeildir kaup
félaganna. Heildar innstæffufó
þeirra var í árslok 1959 234
millj. kr. Bundiff innstæffufó
innlánsdeildanna reyndist hins
vegar i árslok 1960 kr. 14 þús-
und og 805 þús. kr. 30. sept.
í ár. Þessir mega annars ekki
vamm sitt vita, svo aff þetta
fyrirbæri byggist sennilega á
því aff Framsóknarmönnum
finnist rétt, aff þeir þurfi ekki
aff fara aff lögum sem aðrir.
Hallærl og hagsæld.
Þegar rifjað er upp, eins og
gert hefir verið á þessum Lands-
fundi og fram hefir komið í ræð
um ráðherra flokksins, ýmislegfe
það. sem unnið hefir verið að
síðan núverandi ríkisstjórn tók
við völdum fyrir tæpum tveim-
ur árum, sést að mikið hefir ver-
ið að gert og margt breytzt á
ótrúiega skömmum tíma og breyt
ingarnar tel ég, að séu í raun og
vei'u miklu meiri en menn al-
mennt' hafa gert sér grein fyrir.
Eins og ég hefi áður vikið að,
telja stjómamndstæðingar, að
allt hafi breytzt til verri vegar.
Eftirminnilegust er lýsing eina
þingmanns Norðurlandskjördæm
is eystra úr stjórnarandstöðunni
í nefndaráliti á síðasta þingi. þar
sem segir m. a.:
„Sjávarútvegurinn er á heij
arþröm. Landbúnaffurinn
keyrffur í kreppu. Iffnrekstur
í voffa. Verzlunin dregst sam-
an. Fjárfestingarframkvæmd-
ir aff detta nriffur. Hiff almenna
framtak fellt í fjötra. Atvinnu
leysi aff hefjast. Kaúpmáttur
launa stórlega skertur".
Nú geta bæði kjósendur í kjör.
dæmi þessa háttvirta þingmanns
og aðrir landsmenn borið þessa
lýsingu saman við hið raunveru-
lega ástand og hver með eigirt
augum.
En samt eiga Framsóknar-
menn enn eftir að svara þeirri
áleitnu spumingu:
Hvernig má þaff vera, ef svo
var ástatt fyrr á árinu sem
hér er lýst. aff svo snögg um-
skipti voru orðin á miðju
sumri, aff þá voru atvinnu.
vegir og afkoma svo blóm-
leg aff atvirmurekendum áttl
aff vera þaff í lófa Iagiff —
eftir því sem Framsóknar-
menn segja — aff hækka ail
kaupgjald stórlega. frá 11—
20 %?
Hvemig gat hællærið
breytzt í hagsæld á svo skömm
um tíma?
Landhelgi og handrit.
Ég vil svo árétta í örfáum orð-
um það, sem - þegar hetfur fram
komið hér á fundinum varðandi
Framhald á bls. 16.