Morgunblaðið - 24.10.1961, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.10.1961, Qupperneq 23
Þriðjudagur 24. okt. 1961 MORGVTSBl 4Ð1Ð 23 Bruggarar teknir í Rangárvallasýslu A LAUGARDAGSKVÖLD voru 4 icigregluþjónar úr Reykjavík við löggæzlu á dansleik austur á Hellu í Rangárvallasýslu. Tóku þiir eftir ungum manni, sem drakk úr pela, og fór hann svo laumulega með fleyginn, að hann vakti grun lögregluþjónanna um að það væri brugg eða smyglað vín á íerðinni. Athuguðu þeir xnálið, og reyndist landi í pelan- um. Kvaðst maðurinn eiga brugg tæki geymd á bæ einum, þar sem hann þyrði ekki að eiga þau heima hjá sér. Hefði hann á sín- um tíma farið með tækin og lögn heim tli bóndans, sem hefði fyrr um daginn bruggað land- ann handa sér. Lögregluþjónarnir höfðu sam- band við sýslumann, sem bað þá að taka áframhaldandi rannsókn að sér þá um nóttina. Var úr, að tveir lögregluþjónanna fóru heim til bóndans, sem tækin geymdi, ásamt tveimur lögregluþjónum frá vegaeftirlitinu, en tveir urðu eftir við gæzlu á dansleiknum. Þegar heim til bónda var kom- ið, sat hann við að brugga. Hafði hann farið að brugga fyrir sjálf- an sig, þegar pilturinn fór á skemmtunina. Var hann að sjóða eigin lögn og birgðir af sykri og geri voru við höndina. Hafði hann soðið slatta cif landa í rúm- lega eina flösku, en hálftunna stóð þarna rúmlega hálffull. Lögreglumennirnir gerðu tækin Og bruggið upptækt. Hellt var niður úr tunnunni, eftir að sýn- ishorn höfðu verið tekin. Verða þau notuð við efnagreiningu. Sýslumaður bað lögreglustjóra- embættið í Reykjavík að ljúka rannsókn í málinu, en síðan tek- ur hann það til málsmeðferðar. — Stjórnaná'aályktun ínarka stefnu ríklsius i atvinnuutálum, en ltins vr«ar a® einstaklingum og samtökum landsmanna ljóst, hverju j j getur áorkað, ef hún sameinar krafta sína til skipulegTar en frjálsrar uppbyggingar á efnahagskerfi landsins, Því að enn, sem fyrr er frjálst framtak, samkeppni og eignarréttur ein- staklinganna fjörgjafi allra framfara. 3. Lögfestar verði á því Alþingi, er nú situr, umbætur í skatta- og útsvarsmálum, sem opni atvirtnulífinu möguleika til vaxtar og endurnýjunar, og skapi heilbrigt andrúmsloft um þessi mál. Endurskoðun tollamála miði að því að gera allt tolla- kerfið einfaldara og ódýrara í framkvæmd og færa niður tolla svo sem frekast er unnt. 4. Ætíð verði gætt jafnvægis í uppbyggingu atvinnuvega um gervallt landið, svo sem með því, að almannavaldið komi til aðstoðar, ef að ber tímabundna og óvenjulega erfiðleika í ein- stökum landshlutum og atvinnugreinum. 5. Aldrei má gleyma kjörorðinu „stétt með stétt“ Vinnulöggjöf landsins verður að endurskoða með það í huga og tryggja, að lýðræði ráði í stéttar-félögunum ekki síður en í sjálfu þjóð- félaginu. Lögð sé á.herzla á að bæta lífskjör þjóðarinnar á raun- hæfan hátt með auknum framleiðsluafköstum, m. a. með betra vinmifyrirkomulagi, ákvæðisvinnu og tryggingu fyrir fastri vinnu, þar sem slíku verður við komið. Jafnframt verði að því unnið að koma á fót samstarfsnefndum launþega og vinnu- veitenda 6. Þjóðir Vestur-Evrópu, sem fslendingar hafa frá fornu fari haft mest og bezt viðskipti við, efla nú mjög samvinnu sína í efna- hagsmálum, og er íslandi brýn nauðsyn á að slitna ekki úr tengslum við þá þróun. Þess vegna ber að leitast við að tryggja aðild okkar að Efnahagsbandalagi Evrópu, án þess að undir- gangast samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við. 7. Allar þjóðir eiga mest undir því komið, að friður haldist í heiminum og ber íslendingum þess vegna að stuðla að því eftir föngum, að svo megi verða, m. a. með traustum vörnum landsins í nánu .samstarfi við önnur ríki innan Atlantshafs- bandalagsins. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna skipi íslendingar sér ætíð, svo sem verið hefir, í sveit þeirra sem standa vörð um mann- helgi, frið, frelsi og sjá.lfsákvörðunarrétt einstaklinga og þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn ieggur áherzlu á, að sem allra flestir verði fjárhagslega sjálfstæðir. Þessu marki verður bezt náð með því að efla atvinnurekstur einstaklinga og félaga en forðast þjóðnýt- fngu atvinnutækja. Jafnframt ber að keppa að því, að stöðugt fleiri fjölskyldur eignist eigið íbúðarhúsnæði. Þá ber og að greiða fyrir stofnun almenningshlutafélaga, svo að allur fjöldi lands- manna verði virkur þá.tttakandi í atvinnurekstri með eignaraðild að stórfyrirtækjum framtíðarinnar. Með sjálfstæði einstaklinganna er lýðræði bezt tryggt og örugg- ur cfnahagur er eitt af skilyrðum lífshamingju borgaranna. I Bjálfstæðisstefnunni sameinast hugsjónir frelsis því framförum og almennri hagsæld. fslendingum fjölgar nú ört. Búum landið sem bezt i hendur komandi kynslóða, stöndum vörð um frelsi þjóðarinnar og sjálf- Btæði einstaklinganna, svo að æskulýðurinn geti nevtt hæfileika Binna og þekkingar til blessunar íslandi um alla framtíð. ' samþykkti landsfundurinn Svohljóðandi tillögu frá Gunnari G. Schram, Höskuldi Olafssyni og Guðmundi Guðmundssyni: , .Landsfundur Sjólfstæðisflokks ins 1961 tekur undir þá fordæm- ingu á kjarnorkusprengingum Sovétríkjanna, sem fregnir ber- »st af hvaðanæva úr heiminum og bendir á þá geigvænlegu geisl- unarhættu, sem íslenzku þjóðinni og allri heimsbyggðinni er búin, ef Sovétríkin halda áfram kjarn- orkusprengingum sínum og sér í lagi sprengingum risakjarnorku- eprengja, svo sem boðað hefir verið siðar í þessum mánuðL Framtiðarvelferð óg heilbrigði þjóðarinnar er stofnað í mikla hættu, ef sprengingar þessar verða ekki stöðvaðar. Um leið og landsfundur lýsir ánægju sinni yfir því, að Island skuli eiga aöild að flutningi tillögu um þetta mál innan vébanda Sam- einuðu pjóðanna, mótmælir fund- urinn þessu vítaverða atferii Sovétríkjanna. Skorar fundurinn á þingmenn flokksins að beita sér fyrir því, að Alþingi mótmæli kjarnorku- sprengingum Sovétríkjanna, sem geta haft ógnvænlegar afleiðing- ar fyrir framtið alls mannkyns.“ Vel heppnað héraðsmót í Kjós SÍÐASTLIÐIÐ Iaugardagskvöld. Ræðumenn voru þeir Bjami héldu Sjálfstæðismenn í Kjósar- Benediktsson. forsælisráðherra, sýslu ágætt héraðsmót að Félags og Matthías A. Mat'hiesen, alþm. garði í Kjós. Voru þar fluttar| Fjölluðu ræður þeirra um við- ræður, skemmtiatriði og loks horfið í þjóðmálunum og var dansað. I mjög vel tekið af áheyrendum. I Að ræðum loknum var flutt Formaður Sjálfstæðisfélagsins óperettan Ráðskonuríki eftir Per Þorsteins Ingólfssonar, Jón Guð-j golesi. Síðan var stiginn dans. mundsson. bóndi á Reykjum, Hérðasmót þetta var fjölmennt setti mótið og stjórnaði því. —I og þótti mjög vel heppnað. Peningum stolið og sumarbústaðir brotnir upp HAFNARFIROI. — Aðfaranótt*-- sunnudagsins var brotizt inn í Sunrdhöllina hér og stoliö þar 3 þús. kr. í peningum og spari- sjóðsbók, sem í voru 8 þús. kr. Var brotinn upp gluggi baka til. að snyrtiherbergi kvenna, þaðan farið inn í skrifstofuher- bergi og brotið upp borð, þar sem hlutir þessir voru. Hefir nokkrum sinnum áður verið brotizt inm í Sundhöllina og pen ingum stolið. Þá var þessa sömu nótt brot- izt inn í allmarga sumarbústaði í Sléttuhlíð og við Urriðakots- vatn. Var gengið þarna mjög illa um. rúður, hurðir og húsgögn meira og minna brotin og skemmd. Eru það eindregin tilmæli lög- reglustjórans, Jóns Guðmunds- sonar. að hver sá, sem gæti gef- ið upplýsingar um mannaferðir á þessum tveimur stöðum um- rædda nótt, hafi samband við hann. — G. E. Fjöltefli fyrir unglinga HINN ungi og snjalli skákmeist- ari, Jón Hájfdánarson, teflir fjöl- tefli við drengi að Lindargötu 50, þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 8 e.h. Með íjölteíli þessu hefst vetrar- starf taflklúbba á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur og Tafl- félags Reykjavíkur, og verða þeir að Lindargötu 50 á hverju þriðju dagskvöldi kl. 8 e.h. til jóla. Auk þessa fjölteflis munu drengirnir fá tilsögn í skák, efnt verður til kappmóta og sýndar og skýrðar skákir á veggtafli og mun Jón Hálfdánarson annast þessa kennslu. — Landsfundurinn Framh. af bls. 1 ins og var sami háttur á hafður og áður, að engar tilnefningar voru gerðar. Urslit þeirra kosn- inga urðu þau, að Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, var kjörinn, einnig með öllum þorra atkvæða. Fundarmenn hylltu hinn nýkjörna varaformann, en hahn þakkaði með nokkrum orð- um fyrir það traust, sem sér hefði verið sýnt. Sagði hann, að þeim Bjarna Benediktssyni væri báð- um mikill vandi á höndum, hon- Um að setjast í sæti Olafs Thors, en sér að skipa hið fyrra sæti Bjarna Benediktssonar. „En það er ósk og von og vilji okkar beggja, að samstarf okkar mótist af þeim sama anda og eindrægni, sem jafnan hefur einkennt samstarfs Olafs og Bjarna“, sagði fjármálaráðherra. Síðan fór fram kjör miðstjórn- armanna og er getið um það á öðrum stað í blaðinu. Fundarslit A þessum siðdegisfundi héldu umræður áfram og tóku þá til máls: Davíð Olafsson, Hannes Þorsteinsson, Guðmundur Guð- mundsson, Jakobina Mathiesen, Halldór Briem, Olafur Björnsson, Guðjón Hansen, Guðrún Guð- mundsdóttir, Bjarni Benedikts- son, Ingólfur Möller, Olafur Bjarnason, Eggert Kristjánsson, Hermóður Guðmundsson, Axel Tulinius, Þorkell Sigurðsson, Bjartmar Guðmundsson, Guðni Þorsteinsson, H. J. Hólmjárn Sveinn Olafsson, Þorlákur Björns son, Bernharður Bjarnason og Arni Johnsen. Um 6-leytið var umræðum lok- ið og var stjórnmálaályktunin þá afgreidd og samþykkt samhijóða. Að því búnu ávarpaði formað- ur Sjálfstæðisflokksins þingfull- trúa og sleit síðan þessum merka landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síld til Keflavíkur KEFLAVÍK, 23. okt. — Fjórir bátar komu til Keflavíkur í dag með 1040 tn. síldar. Víðir II fékk 700 tn. Ingiher Ólafsson 90 tn, Árni Þorkelsson 150 tn, og Berg- vík 100 tn. — Byrjað er að salta á þremur stöðvum, en eitthvað af síldinni er fryst. Síldin er góð, stór, jöfn o, feit. — Helgi S. Táragas í Berlín Berlín, 23. ókt. (AP) TIL átaka kom í dag milli lögreglu Austur- og Vestur- Berlínar. — Vörpuðu sveitir lögreglumanna beggja vegna „landamæranna“ táragas- sprengjum hvorir á aðra. Vestur-þýzka lögreglan hefur hingað til aðeins verið búin skammbyssum og kylfum, en austur-þýzka lögreglan hefur hins vegóir verið vopnuð hríð- skotabyssum. I dag fékk vestur- þýzka lögreglan bæði hríðskota- byssur og táragassprengjur. Leið ekki á löngu áður en táragas- sprengjurnar komu í góðar þarf- ir. I Wollankstrasse, við mörkin á franska svæðinu reyndu komm únistar að þagga niður í mönn- um sem sendu tóninn yfir til Austur-Berlínar gegnum hátal- ara. Vörpuðu kommúnistar fimm táragassprengjum að hátalaran- um. Aðeins tvær sprengjanna sprungu, en vestur-þýzka lögregl an svaraði í sömu mynt og varp- aði sex táragassprengjum yfir mörkin „með góðum árangri", að því er talsmaður lögregiunnar segir. — Sprengjan Framh. af bls. 15 stóð vindur í meginstefnu af suð vestri í gær, þ. e. nokikurn veginn í áttina til sprengisvæðisins. I fréttum frá Washing- ton seint í gærkvöldi var á- ætlað, að við sprenginguna kynni að hafa myndazt geislavirkt ryk, er næmi 15— 25 milljónum lesta. — Gera mætti ráð fyrir, að mikill hluti þessa geislaryks myndi falla til jarðar með regni bæði á norður- og suður- hveli jarðar með vorinu — en jafnvel nokkur ár gætu liðið áður en það hefði allt fallið til jarðar. Þá sagði, að ef umrædd sprengja væri um 50 mega- lestir að stærð, gæti hún „framleitt“ svo mikið ryk, að það næmi um einum þriðja alls þess helryks, sem myndazt hefði við ALLAR kjarnasprengingar ALLRA kjarnorkuveldanna til þessa. SiAKSTEI^AR Þeir eru feiinnir Moskvumálgagnið á íslandi er feimið á sunnudaginn. Fram að þessu hefnr því þótt mestum tíð- indum sæta, hvað gept væri og samþykkt á kommúnistaþinginu i Moskvu og er það að vonum. En á sunnudaginn verða menn að leita með logandi ljósi tii þess að finnr. frétt af þessu þingi. Verða þeir gerðir flokksrækir? aiM MÖSKVU 21/10 — Að sög Reuters skýrir #’náigagn Komm únistaffoktcs Sovétrikiannl| Pravda, frá hvi í da? að fuV úar á 22. flokksþinginu •/Xtó'íXC'XívXCíí'f'ÁW&iSltVcMfe'/iéXwvX'ÍSXssíittvÍSM Hún finnst raunar falin á næst- öftustu síðu og er nokkrar linur í spurnarformi. Eru það þó eng- in smátíðindi, þegar ofsóknir eru hafnar gegn nokkrum fyrr- verandi ráðherrum, sendiherrum og sjálfum fyrrverandi forsetan- um. Segja má, að feimni Moskvu málgagnsins bendi til bess að ein hver taug sem fréttir þessar snerta sé í þeim, sem það ritar, en hitta geta menn verið vissir um, að nú sem fyrr verða allar slíkar tilfinningar látnar víkja, þótt það kunni að taka nokkra daiga þangað til dýrðaróðurinn um ógnarstjórnina hefst að nýju. Enn ekkert svar Þrátt fyrir margítrekaða fyrir- spum um það, hvort fulltrúar kommúnistadeildarinnar á Is- landi, sem nú sitja þingið í Moskvu, hafi klappað Krúsjeff lof í lófa, er hann tilkynnti fyrir- ætlanirnar um ógnarsprenging- una, hefur Þjóðviljinn enn engu svarað. Við spurningu þessa þurfum við enn að bæta: Fögn- nðu þeir Guðmundur Vigfússon og Eggert Þorbjamarson þegar kunngert var um hinar nýju hreinsanir? Styðja kommúnistar á íslandi yfirleitt allt það, sem nú er aðhafzt á kommúnistaþing- inu, eða er ennþá einhver snefill af sjálfstæðri og heilbrigðri hugs un til meðal þeirra? Þessarar spumingar spyrja allir lands- menn í dag og Moskvumálgagnið kemst ekki hjá því að svara. Dagur Sameinuðu þjóðanna I dag er dag- ar Sameinuðu þjóðanna, þeirr- ar stofnunar er vonir mannkyns ins um frið og frelsi em hvar helzt við tengd- ar. Eðlilegt er þvi að menn renni huganum að því starfi, sem innan vébanda SÞ er unnið. Hið daglega stjómmálaþras hér- lendis og annars staðar skyggir oft á mikilvægi þeirra starfa, sem á vettvangi alþjóðamála em unnin og raunar er afskiptaleysi o’.kar íslendinga í því efni alltof mikið. Því verður að vísu ekki neitað, að Sameinuðu þjóðirnar hafa verið vanmáttugri en menn höfðu vonað og óskað. Oft og tíð- um hefur lítill árangur orðið af viðleitni samtakanna til að ráða fram úr hinum brýnustu vanda- málum. Sú staðreynd breytir því þó ekki, að margt hefur vel verið gert og án Sameinuðu þjóðanna kynni heimsstyrjöld þegar að hafa brotizt út. Það er þess vegna brýn nauðsyn að frjálsir menn um heim allan leggi sig fram um að styrkja þessi samtök friðar og farsældar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.