Morgunblaðið - 26.10.1961, Side 5
%
Fimmtudagur 26. okt. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA kom ungur maður,
Ragnar Kjartansson að nafni,
til landsins eftir tæpa fjög-
urra mánaða dvöl í Banda-
ríkjunum, en þangað fór
hann í boði Rotary-klúbbs
Stamfordborgar í Connecti-
cut.
Klúbburinn í Stamford hóf
bréfaviðskipti við Rotary
klúbbinn í Reykjavík sl. vet-
ur og bauð ungum ísiendingi
að koma og dvelja í Banda-
ríkjunum nokkra mánuði á
vegum klúbbsins til að kynn-
ast lifnaðarháttum og öðrum
séreinkennum lands og þjóð-
ar. Og einnig ætti för hans
að stuðla að vináttu, ekki
einungis milli Rotary-klúbb-
anna tveggja, heldur einnig
Islands og Bandaríkjanna.
—★—
Blaðið hitti Ragnar Kjart-
ansson að máli fyrir skömmu
og spurðum við hann:
— Hvað varð til þess að þú
sóttir um að fá að fara þessa
ferð?
— Ég hef alltaf borið virð-
ingu fyrir Rotary-hreyfing-
unni og reynt að fylgjastmeð
störfum hennar í gegnum
föður minn, sem er meðlim-
ur í henni. Þar sem talið var
æskilegt að sá, sem boðið
hlyti væri sonur Rotary-fé-
laga, tók ég þá ákvörðun að
sækja um þetta heimboð,
sem vakti áhuga minn.
— Og þú hefur hreppt
hnossið?,
— Já og róðurinn var alls
ekki erfiður, þar sem ég var
eini umsækjandinn.
Svaf í líkhúsi
— Þú vildir kannski segja
okkur eitthvað úr förinni?
— Já, það er af nógu að
taka, því að hún var í heild
hin skemmtilegasta og við-
burðaríkasta. Er ég kom til
I New York um miðja nótt í
byrjun júlí tók móttökunefnd
frá Stamford á móti mér og
var keyrt þangað strax um
nóttina. Ákveðið var að ég
byggi fyrst um sinn hjá ein-
um þeirra manna, er tóku á
móti mér. Þessi fyrsta nótt
mí» í Bandaríkjunum var all
söguleg. Mér var vísað til
herbergis á þriðju hæð í
stóru einbýlishúsi, sem þessi
gestgjafi minn átti. Ég hafði
ekkert sofið í flugvélinni um
nóttina og lítið nóttina áður
vegna undirbúnings. En þó
ég væri mjög þreyttur, þá
gat ég ekki sofnað, og um
sex leytið ákvað ég að fara í
smá gönguferð og kynna mér
nágrennið. Gekk ég svo sem
leið lá niður á fyrstu hæð
og þótti mér mikið um ganga
í húsinu. Uppgötvaði ég nú
mér til mikillar skelfingar,
eins syfjaður og ruglaður og
ég var, að ég hlyti að vera
staddur í líkhúsi, því að ekki
mátti ég opna svo hurð, að
inni fyrir væri ekki lík í
epinni kistu í stað útgöngu-
dyranna, sem eg leitaði. Um
morguninn fékk ég svo skýr-
ingu á þessu, því að gestgjafi
minn rak svokallað „Funer-
al home“, en þar eru lík
geymd þar til jarðarför fer
fram.
Sat í dómarasæti
— Þú hefur eðliiega ferð-
ast mikið og kynnzt mörgu?
—■ Já, nefnd manna úr
Rotary-klúbbnum í Stamford
hafði gert nákvæma áætlun
um það hvernig tíma mínum
skyldi varið. Einn mánuð
átti ég að nota til ferðalaga
utan Connecticut, en tvo
mánuði skyldi ég dvelja inn-
an fylkisins og þá mest í
Stamford, en þar átti ég að
búa hjá fjölskyldum 12 Rot-
ary-félaga og skoða flestar
stærri verksmiðjur og stofn-
anir, sem táknrænar geta tal-
izt f^TÍr þennan hluta Banda-
ríkjanna, eða Nýja-England.
Fjölskyldunum, sem ég dvaldi
hjá var ætlað að kynna mér
bandarískar íþróttir og útilíf,
gerðu þær það svikalaust og
fóru með mig á ýmis konar
kappleiki, í siglingar og ferða
lög. Fyrir utan þetta heim-
sótti ég minnsta kosti eina
stofnun eða fyrirtæki á dag.
Þar má t. d. nefna 13 verk-
smiðjur. banka, lögfræðifyr-
irtæki, stærsta verðbréfaverzl
unarfyrirtæki í heimi og verð
bréfamarkaðinn í New York.
Einnig heimsótti ég aðalstöðv
ar lögreglunnar í Conn., og
tvo dómstóla. í öðrum þeirra
var mér sýndur sá heiður, að
fá að sitja í dómarastúkunni
ásamt dómaranum á. meðan
að á vitnaleiðslum stóð. Að
því er mér skildist var þetta
i fyrsta skipti, sem slíkt átti
sér stað í Conn. og voru
margir blaðaljósmyndarar við
staddir. Einnig fékk ég að
skoða mjög stórt fangelsi, en
tveim stundum eftir að heim
sókn minni þangað lauk
brauzt þar út versta uppreisn
í sögu fangelsisins og var hún
ekki brotin á bak aftur fýrr
en eftir 45 klukkustundir. Ef
ég hefði verið þarna lengur
hefði ég getað sagt frá því
hvernig er að vera gísl morð-
ingja og annars óþjóðalýðs.
Var viffstaddur 6 upp-
skurffi
Margt fleira var mér boð-
ið að skoða, sem of langt
yrði að telja hér, en meðal
þess minnisstæðasta var heim
sókn í sjúkrahús. Þar var ég
dubbaður upp í hvít föt frá
hvirfli til ilja og tveir lækn-
ar sýndu mér alla staínun-
ina. Má segja að það sé tákn-
rænt fyrir áhuga Bandaríkja-
manna að sýna manni allt,
að farið var með mig inn á
sex skurðstofur þar sem ég
fékk að fylgjast með öllu frá
Bbtnlangaskurði upp í heila-
uppskurð. Eftir alla þessa
uppskurði var ég orðinn
harla máttlítill í fótunum og
fylgdarmenn mínir urðu að
hálf styðja mig út, en til að
hressa mig fóru þeir með
mig inn á stofu þar sem svert
ingjakona var að ala barn.
Mun ég seint gleyma hve vel
hún bar sig, hljóðaði ekkert
og fylgdist með fæðingunni í
spegli,
Hitti Elenor Roosevelt
Eins og ég talaði um áðan
ferðaðist ég nokkuð, aðallega
á Austurströndinni. Dvaldi ég
t. d. nokkra daga í Washing-
ton og fékk þá tækifæri til
að hitta fulltrúa úr báðum
ÆVINTÝRALEG FERÐ
deildum þingsins. Einnig
gerði Rotary-klúbburinn mér
kleift að þyggja boð „The
Shawnee Leadership Instit.“
um að sækja stjórnmálaráð-
stefnu ungs fólks hvaðanæva
úr heiminum, en hún var
haldin í fjalla -og skógafylk-
inu Vermont. — Ráðstefnan
var sótt af rúmlega 100 full-
trúum og kynntist ég þar
mörgum leiðtogum samtak-
anna, t. d. Williamson Harr-
is, Chester Bowles og Elenor
Roosevelt.
í svertingjakirkju
Ég heimsótti kirkjur margra
trúarfélaga og er mér minnis
stæðust heimsókn í Baptista-
kirkju, þar sem safnaðarmeð-
limir voru allir svertingjar.
Vísaði presturinn, sem einn-
ig var svertingi, mér til sæt-
is á fyrsta bekk. Ég var
þarna eini hvíti maðurinn
innan um 500 svertingja. Að
messunni lokinni átti að
kynna gesti safnaðarins og
kom þá í ljós að ég var
eini gesturinn í þetta sinn.
Presturinn kallaði á mig upp
í stólinn, og sagði, mér til
mikillar undrunar og skelf-
ingar, að ég ætti að halda
ræðu. Ég var í öngum mín-
Ragnar Kjartansson heldur t
fyrirlestur um fsland, en í
ferffinni hélt hann alls 16
slíka.
um og þess fullviss, að klerk
ur héldi að ég væri að læra
til prests og myndi halda eld
heita trúarræðu. Létti mér
því stórum, er hann hvislaði
að mér: — Talaðu bara um
ísland. Jafnaði ég mig fljótt,
því ég var orðinn vanur að
tala um ísland við ýmis kon-
ar tækifæri, því allir, sem ég
hitti voru áhugasamir um að
fá sem mestar upplýsingar
um land og þjóð.
Ruggustólaklúbburinn
Á meðan á heimsókn minni
* í Bandaríkjunum stóð, hélt ég
dagbók og eftir henni að
dæma hitti ég að máli og
var kynntur fyrir um 2 þús.
Bandaríkj amönnum.
Af kynnum mínum við allt
þetta fólk spruttu ýmsir furðu
legir og skemmtilegir atburð-
ir og langar mig til að taka
einn til dæmis.
Mér var boðið að snæða
hinn mánaðarlega miðdegis-
verð með Rotary-félögum og
var hann haldinn á heimili
auðkýfings að nafni Tom
Saxe. Maður þessi er stofn-
andi og formaður klúbbs
nokkurs, sem er mjög þekkt-
ur vestra og mikið skrifað
um. Hann nefnist Ruggu-
stólaklúbburinn. I honum eru
nokkur hundruð meðlimir,
m.a. forsetarnir fyrrverandi,
Truman og Eisenhower,
Rockefeller, ríkisstjóri, hót-
elkóngurinn Hilton og þekkt
fólk á sviði viðskipta, leik-
húsa og kvikmynda. Ég verð
að játa það, sð ég varð furðu
lostinn, er ég fékk bréf frá
Tom Saxe, þar sem hann til-
kynnti mér að ég hefði verið
gerður meðlimur að þessum
virðulega klúbb. í bréfinu
tók hann fram að mér væri
sýndur sá sérstaki heiður, að
vera tekinn í meðlimatölu
kiúbbsins sama dag og Kenn-
edy forseti.
Síðan hefur vart liðið sú
vika að ég hafi ekki fengið
eitthvað sent frá klúbbnum,
eins og t. d. ruggustólaglös,
tímatal klúbbsins, hljómplötu
með ruggustólasöngvum o.fl.
★
Að lokum vildi ég segja
það, að ég vona að þessi ferð
mín hafi orðið til einhvers
góðs og megi verða, þó ekki
sé nema örlítill hlekkur í
vináttukveðju tveggja lýð-
ræðisþjóða. -
Læknar fiarveiandi
Árni BJörnsson um óákv. tíma. —
(Stefán Bogason).
Bjarn| Bjarnason fjarv. til 5. nóv.
(Alfreð Gíslason)
Esra Pétursson urn óákveðinn tíma
(Halldór Arinbjarnar).
Gísli Ólafsson frá 15. apríl í óákv.
tíma. (Stefán Bogason).
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjarv.
til októberloka. — (Stefán Bogason,
Laugavegsapóteki frá kl. 4—5, sími
19690).
Kirl Sigurður Jónasson til 1. nóv. —
(Olafur Helgason).
Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept.
1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol-
afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar
Guðmundsson ).
Ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj-
an nóvember.
Sigurður S. Magnússon um óákv.
tíma (Tryggvi Þorsteinsson).
Keflavík
Pedegree - barnavagn til
sölu. Uppl. Hafnargötu 82.
Keflavík — Njarðvík
Bandarísk hjón vilja fá
leigða litla íbúð með hús-
gögnum. Uppl. í síma 6243
Keflavikurflugvelli.
Sófasett
til sölu. Uppl. í síma 32007.
Seljum
sterka og góða steypu, úr
tunnubil. — Uppl. í síma
12551.
Ægissteypa hf.
ÍSBtJÐIN, LAUGALÆK 8
R.iómais, — mjólkurís
Nougatís.
Isbúðin, sérverzlun
Hafnarfjörður
Til leigu 2 góðar stofur
með ljósi og hita. Uppl. að
Fögrukinn 3.
Handfræsari
til sölu, ' !tið notaður. Uppl.
í sima 37343.
Enska
Kenni börnum ensku (byrj
éndum). Ekkj fleira en 6 í
einu. Mun koma heim ef
óskað er. UppL 37073.
Ábyg’gileg stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í Faxa
bar, vaktaskipti. UppL í
sima 23925 frá 8—10 í kv.
A T H U G I Ð
að borið saman að útbreiðslu
er langtum ódýrara aff auglýsa
í Morgunblaffinu, en ðörum
blöðum. —
Lítil vefnaðarvoruverzlun
nálægt Miðbænum til sölu. Lysthafendur leggi nöfn
sín á afgreiðslu Mbl. merkt: „Vefnaðarvöruverzlun
— 7190“.
Að gefnu tilefni eru nemendur
Reykjanesskóla 34 - 44
í Reykjavík og nágrenni beðnir að mæta í Breið-
firðingabúð uppi, íöstudaginn 27. okt. 1961 kl. 21.
Nokkrir gamlir nfmendur.
Framtíðarstarf
Kona óskast til að sjá um sniðningu og verkstjórn
á litlu saumaverkstæði. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„Framtíð — 7187“.
Þjórsárdals-vikur
1. fl. vikursandur í pússningu og einangrun. Ósigt-
aður kr. 20 pr. tunna. Sigtaður kr. 22.50 pr. tunna.
Athugið verðið er miðað við heimkeyrt.
Pöntunum veitt móttaka í
Brunastevpunni h.f. — Sími 35785
Guðlaugur Olafsson.
4-6 herb. íbúð óskast
strax. 4 fullorðnir í heimili. Tilboð sendist Mbl.
merkt: „Reglusemi 7017“.
Beitingarmann
vantar á 75 lesta línubát frá Ólafsvík.
Upplýsingar hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna.
Kertastjakar
»
Óska eftir að kaupa nokkra kertastjaka helzt úr
kopar. Mega vera skipskertastjakar.
Upplýsingar í síma 13299 eftir hádegi í dag.