Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORG VTSBL AÐ1Ð Laugaidagur 4. nóv. 196í Útgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kris.tinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KRUSJEFF - KODDAVER OG SVÆFLAR Pinhver sögulegasti fundur ■*-* í bæjarstjórn Reykjavík- ur í seinni tíð var haldinn í fyrrakvöld. Þar gerðist það, að fulltrúar kommúnista og Framsóknarflokksins höfðu algjöra samstöðu um að hafna tillögu þess efnis, að gerðar yrðu ráðstafanir til varnar borgarbúum vegna geislunar- og ófriðarhættu. Fluttu kommúnistar tillögu, þar sem stuðningur þeirra við geislamælingar var háð- ur því að vamarliðið væri rekið úr landi, íslendingar segðu sig úr NATO og lýstu yfir ævarandi hlutleysi. Til- lögu þessari greiddi fulltrúi Framsóknarflokksins, Val- borg Bentsdóttir, atkvæði við nafnakall og sagði hátt og snjallt: „Já“, með auðheyri- legri hreykni í rómnum. Ingi R. Helgason, varafull- trúi kommúnista, og Guð- mundur J. Guðmundsson, bæjarfulltrúi þeirra, voru frá upphafi augljóslega ákveðn- ir í að hindra samstöðu um ráðstafanir til varnar borg- urunum gegn geislunarhættu. Þeir létu að vísu svo sem þeir væru því samþykkir, að geislamælingar yrðu auknar og fráeðsla veitt borgurunum, en lýstu því yfir að lengra mætti alls ekki ganga. Eng- ar raunhæfar ráðstafanir mætti gera sem orðið gætu til varnar. En meginefni breytingartillögu þeirrar, sem þeir fluttu, var um al- gjöra stefnubreytingu í ut- anríkismálum og því fyrir- fram vitað, að hún mundi nægja þeim til að komast hjá því að þurfa að greiða atkvæði með varnaraðgerð- um vegna öryggis borgar- anna. Fulltrúi Framsóknarflokks- ins lýsti þegar yfir stuðningi við þessa tillögu og hafði fulla samstöðu með komm- únistum á fundinum. Alfreð Gíslason, bæjarfulltrúi komm únista, undirritaði tillöguna líka, en síðar á fundinum runnu á hann tvær grímur og þóttist hann þá vilja gera tilraun til að sætta sjónar- miðin. Las hann upp breyt- ingartillögu, sem hann lýsti raunar yfir, að flokksbræður hans í bæjarstjórninni hefðu ekki samþykkt. Heildarmynd þessa fundar er því sú, að kommúnistar og fulltrúi Framsóknarflokks ins vilja ekki einungis að landið sé varnarlaust, heldur berjast þau líka fyrir varn- arleysi borgaranna gegn hættum þeim, sem að steðja. Þetta algjöra ábyrgðarleysi hlýtur að vekja geysiathygli. Ekki verður séð að Fram- sóknarflokkurinn komist hjá því að gefa yfirlýsingu um þetta mál á annan hvorn veginn. Valborg Bentsdóttir mætir sem fulltrúi flokksins í bæjarstjórn, en ekki sem einstaklingur, og fylgir þar kommúnistum í einu og öllu. Á meðan Framsóknarflokk- urinn lýsir því ekki yfir að sjónarmið þessa fulltrúa sé andstætt skoðunum flokks- ins, þá verður að draga flokk inn til ábyrgðar á afstöðu þessa fulltrúa hans. Afstaða Moskvukommúnistanna kom hinsvegar engum á óvart. Og það var í samræmi við alla framkomu þeirra, þegar full- trúi þeirra í bræði sinni kall- aði að lokinni atkvæða- greiðslu: „Þið verjist ekki Krúsjeff með koddaverum og svæfl- um“. ÉG ÞEGI i^uðmundur Vigfússon, full- ^ trúi kommúnistadeildar- innar á íslandi, kom til lands ins í fyrradag, eins og Morg- unblaðið skýrði frá. Þegar hann var spurður um gang mála á kommúnistaþinginu og afstöðu sína var svar hans ætíð: „Ég hef ekkert um það að segja“. Þessi fulltrúi kommúnista neitar að láta í ljós skoðanir sínar á helsprengjum Rússa. Hann neitar að skýra frá því, hvort hann hafi glaðzt í hjarta sínu, þegar upplýst var, að hann og félagar hans á íslandi hefðu frá blautu barnsbeini unnið fyrir fjölda- morðingja og stórglæpa- menn. Þetta hvorttveggja skiptir þennan mann, sem ber íslenzkt nafn, engu máli. Hin helga „hugsjón“ að svíkja þjóðirnar undir járn- hæl kommúnismans, er það eina, sem máli skiptir í aug- um þeirra manna, sem geng- ið hafa helstefnunni á hönd. Það virðist ekki einu sinni skipta þá máli, þó að það mannkyn, sem kommúniskt yrði gert, væri e.t.v. 1/10 af mannfjölda heimsins í dag og andlegir og líkamlegir vanskapningar að auki. Það er sannarlega hörmu- legt til þess að vita, að ís- lenzka þjóðin skuli veita mönnum með slíkan hugsun- arhátt atfylgi til setu á Al- Vegvísir til rússneskra rithöfunda Hlítiö leiðsögn Krújeffs! í FRÉTTUM frá flokks- þingi kommúni.sta í Moskvu bar að vonum mest á hinum „stóru“ fréttum — um úthúðun fyrrverandi leiðtoga kommúnismans, tun ljós og óljós merki klofnings milli Sovétríkj- anna og Kína o. s. frv. — En það voru ekki bara hin- ir gömlu leiðtogar, sem fengu orð í eyra á þessu margumrædda „þingi“. Þar var ungum og „uppreisnar- gjörnum“ rithöfundum líka hent á það „í allri vin- semd“, að þeim væri holl- þingi íslendinga og í bæjar- stjórnum. ÖFLUGASTA RIKI VER- ALDAR T ræðu þeirri, sem Kennedy *■ flutti í fyrradag, minnti hann á að Bandaríkin eru öflugasta ríki veraldar hern- aðarlega séð og þeim væri engin nauðsyn að sprengja 50 megalesta kjarnorkusprengju til að sanna styrk sinn. Þó að Rússar hafi vissulega mikinn hernaðarmátt, þá er það ekki styrkur þeirra, sem veldur því að þeir ráðast í helsprengingar, heldur hinn mikli innbyrðis veikleiki. ast að lúta leiðsögn hinn- ar „alvísu“ forustu komm- únistaflokksins — og það harmað, að margir sovézk- ir rithöfundar virtust af- vegaleiddir af „vestrænu bulli“. ★ „VÍSAÐ TIL VEGAR“ Rétt fyrir m-ánaðamótin birti flokksmálgagnið „Prav- da“ útdrátt úr ræðu eins full- trúans á flokiksþinginu, Nikol- aj Gribatjov, sem er ritstjóri tímaritsins „Sovétrússland“, þar sem hann bar mikið lof á Nikita Krúsjeff fyrir þau „hreinsandi áhrif, sem hann hefir haft á sovétbókmennt- irnar“. — Segir bláðið frá því, að því hafi verið tekið með miiklum fögnuði og lófataki, þegar Gribatjov hrósaði Krús- jeff fyrir það, með hve „mild- um og þó áhrifaríkum hætti“ hann hafi „vísað sovétrithöf- undum til vegar“. ★ „LÉLEGAR SENSASJÓNIR" Gribatjov nefndi ekki með nafni hinn „reiða, unga mann“ sovét-bótemenntanna, Yevtu- sjenko (sem nýl. varð flokks- forustunni miteil hneykslunar- hella, er hann orti um Gyð- ingahatur í Sovétrítejunum) — en ritstjórinn setti ofan í við ritið, sem birti hugleiðing- ar Yevtusjenkos, fyrir auð- sýnt ábyrgðarleysi, þar sem það hefði hvað eftir annað léð „lélegum sensasjónum" rúm. ★ VARAÐ VIÐ „SÁLNAVEIÐURUM“ Að sögn „Pravda“ varaði Gribatjov sovézka rithöfunda við því að láta ginnast af „vest rænum sálnaveiðurum, sem lokka rithöfundana“ með full- yrðingum um, að á vestur- löndum geti menn skrifað hvað sem þeim sýnist — „jafn sovétbókmenntirnar“ vel einbera vitleysu". „Það er tími til kominn'*, sagði Gribatjov, „að hætt sé að berja bumbur fyrir innan- tómum hneykslisskrifum, sem lýsa skorti á andlegum hæfi- leikum — og engu öðru“. Bæði innan hinna ýmsu kommúnistaflokka og milli þeirra er djúpstæður ágrein- ingur og kommúnistaforyst- an hefur talið heppilegast til að drepa honum á dreif að grípa til ægilegra spreng- inga, sem megnuðu að skelfa mannkynið, en jafnframt að sameina tilbiðjendur hel- stefnunnar. Stjórnendurnir í Kreml eru líka sýknt og heilagt að reyna að sannfæra fylgjend- ur sína um „yfirburði sósíal- ismans“ með miklum vís- indaafrekum. Tilbúningur 50 megalesta sprengju er að vísu ekkert vísindalegt af- rek fram yfir minni sprengj- ur, en hinsvegar átti sprengj- an að sýna ógnarmáttinn, sem Rússar byggju yfir. Afstaða Kennedys forgeta er gjörólík. Hann og frjálsar þjóðif treysta á styrk sinn og þurfa ekki að sýna hann í verki. En að' sjálfsögðu hljóta þau að gera ráðstafan- ir, sem nauðsynlegar eru til að hafa á hyerjum tíma hern aðarlega yfirburði yfir Rússa, því að annars er voð- inn vís. Verðo mlslingar úr sögunni? ÞAÐ er sagt, að í 200 ár hafi mörgum dauðsföllum. Þessi k menn reynt að finna aðferð langa leit er nú að líkindum | til þess að losna algerlega við á enda. Frétzt hefir, að banda- J mislinga — leiðan sjúkdóm, ríski Nóbelsverðlaunamaður- I sem flestir fá einhvern tíma á ævinni, og áriega veldur all John F. Enders. — Með veirurannsóknum síiuim átti hann á sínum tíma drjúgan þátt í því, að tókst að fram- leiða bóluefni við lömunar- veiki. inn John F. Enders, sýklafræð ingur í Boston, hafi fundið upp innspýtingarefni, er veiti öruggt ónæmi gegn misling- um. — ★ — Efni þetta hefir verið reynt á hundruðum barna — með 100% árangri, að því er segir í fréttum að vestan. Enders 1 hefir unnáð að rannsóknum J sínum frá 1954, en það ár hlaut I hann Nóbelsverðlaunin í líf- eðlisfræði og læknisfræði fyrir aðferð þá, er hann fann upp, tn þess að rækta veirur í lif- andi vefjum. — ★ — John Franklin Enders er fæddur árið 1897 og hlaut menntun sína í Yale og Har- vard. Hann hefir starfað vij Harvard-háskólann alit frá 1929, varð prófessor 1942 og er nú, auk kennslustarfanna, yfirmaður ramnsóknardeildar háskólans á sviði smitunar- sjúkdóma. Enders er talinn einhver færasti sýklafræðing- ur Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.