Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 4. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Norska landslagið heillar ferðamenn. Skipaútgerðin sýknuð Á MÁNUDAG var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í skaðabóta- máli, er Pappírspokagerðin h.f. yrði það að vera undir nákvæmu eftirliti. Nyrzti hluti Noregs hefur upp á að bjóða miðnætursól í júní- mánuði. Það eitt laðar árlega nokkurn hóp suðurlandabúa til að taka sér sumarfrí á norðlæg- um slóðum. Hvað þetta atriði snertir stöndum við Islendingar nærri eins vel að vígi. Hin sér- stæða náttúrufegurð Islands með víðum sjóndeildarhring, vegur fullkomlega á móti hinum þrönga útsýnisramma. sem fjall- lendi og skógur Noregs myndar víða. Varðandi góðar lax- og silungs ár verður það að játast að við höfum ekki uppá jafnmikið að bjóða og frændur vorir. Hins- vegar eigum við mörg vatnsföll. Noregur - ferðamannaiand eflir Eyjólf Gu^muaidsson KLUKKAN er 10,00 síðasta dag septembermánaðar 1961. Ein af vélum Flugfélags Islands hefur sig á loft upp af Revkjavíkur- ílugvelli og innan lítillar stund- ar hverfur hún út fyrir sjón- deildarhring borgarinnar. 4% klst. síðar lendir þessi sama vél á Fornebuvelli við Osló, eftir að hafa notið góðs veðurs allt uppí 19 þús. feta hæð. Borgin Osló hef ur nú um 470 þús. íbúa og hefur vöxtur hennar verið ör, einkum hin síðari ár. 1930 voru íbúar 250 þús. og hefur Því íbúafjöldi nær tvöfaldast, síðustu 30 árin. Nafnið Osló er talið afbökun úr As-ló, sem margir telja að þýði „engið við ásinn“, en þó eru sumir þeirrar skoðunar að As þýði hér Guð í fleirtölu Æsir. Fjöldi gistihúsa er í Osló, en hótelrekstur og greiðasala er mikilvægur atvinnuvegur þar, sem víðar í Noregi. Einna kunn- ust hótel í borginni eru Norum hotell og Savoy hotell, hvort um sig með 100 gistiherbergi og Viking hotell, sem talið er full- komnasta hótel Noregs, með 600 herbergi. Hotel þetta var reist fyrir nokkrum árum, í og með vegna Vetrarolympíuleika sem haldnir voru í Noregi. Þetta er 13 hæða stórhýsi, byggt að mestu úx rauðum múrsteini. Þarna eru meðal annars til húsa banki, verzlun og ferðaskrifstofa, þar sem auðvelt er að fá upplýsing- ar um ferðir bila, sporvagna, skipa og flugvéla, svo að segja hvar sem er í Noregi. Margs konar fyrirgreiðsla er þarna t.d.l í sambandi við farangur gesta og heljarmikil lyfta með lyftu-[ stjóra flytur bæði farþega og farj angur milli hæðanna. Gisting yf ir nótt kostar 20—25 n. kr. eins manns herbergi. en 35—40 n. kr. tveggja manna og fer verðið* 1 nokkuð eftir útsýni og þ. u. 1. Miðað við ísl. kr. er þetta 120— 150 kr. eins manns, — en 210— 240 kr. tveggja manna. Þess ber að gæta að þetta er með dýrari hótelum, en víða er hægt að fá berbergi fyrir 10 n. kr. og jafn- vel á lægra verði. Máltíð á þessu hóteli kostar allt uppí 20 n. kr., en algengast verð er 12 n. kr., en lágmark 5 n .kr. (Hér er mið- að við heitan miðdegisverð). Nú munu starfrækt í Noregi um 450 hótel, sem að mestu leyti eiga hagsmuna að gæta í sambandi við erlenda ferðamenn. Sum þeirra eru aðeins opin hluta af árinu, það er að segja tímabilið maí—október. Slík hótel treysta eingöngu á ferða- mannastrauminn, sem í örtvax- endi mæli hefur beinst til Nor- egs. — Arið 1955 komu 892 þús. erl. ferðamenn til landsins, 1956 976 þús., 1957 rúm 1 millj. og 1958 1,3 millj. Tölur frá 1959 og 1960 hef ég því miður ekki, en þær munu sýna enn meiri aukn- ingu. Miðað við fólksfjölda 1958 samsvarar það því að um 55 þús. erl. ferðamenn kæmu til íslands. Hótelum í Noregi má skipta í þrjá flokka: 1) Ferðamanna- og háfjallahótel. 2) Hótel í bæjum og borgum. 3) Hótel í dreifbýl- inu. — Háfjallahótelin eru flest fremur fábrotin og einföld hvað útlit snertir, en fullnægja eigi að síður kröfum nútimans. Eina gistihúsið á Islandi sem svipar til þeirra er skíðaskálinn í Hvera dölum, en mörg munu vera af svipaðri stærð. 1958 voru starf- andi í Noreg: um 85 slik hótel og voru gestir 270 þús., þar af Norðmenn 148 þús. Mest er að- sóknin að sjálfsögðu yfir sum- armánuðina júní—sept., en einn ig allmikil í marz, en minnst í desember. Margt er það sem veldur því að Noregur er eftirsótt ferða- mannaland og koma þar til greina þrjú meginatriði. 1) Náttúrufegurð 2) Lega landsins 3) Góð hótel. Margt hefur verið ritað og rætt um það heima á Islandi að land okkar ætti framtíð fyrir sér sem ferðamannaland og í því sam- bandi væri ekki úr vegi að hug- leiða nánar fyrrnefnd 3 atriði, með tilliti til þess hvort við gæt um eitthvað a I því lært. í fyrsta lagi var það náttúrufegurð Nor- egs; víðáttumiklir skógar sem teygja sig. upp brattar fjalls- hlíðarnar og þekja víða fjalls- toppana líka. Hinar straumhörðu ár eru margar auðugar af laxi og silungi og laða árlega til sín fjölda sportveiðimanna. Svipað er að segja um skóglendið, þar eru hirtir o. fl. skógardýr veidd og þykir hið mesta sport. Við Islendingar gætum án efa hag- nýtt okkur betur þann hrein- dýrastofn sem við höfum, með því að selja ferðamönnum veiði- leyfi og mætti hugsa sér að Ferðaskrifstofa ríkisins og flug- félögin veittu fyrirgreiðslu varð- andi það. Auk þess gætum við flutt inn sauðnaut frá Grænlandi og komið okkur upp sauðnauta- stofni t. d. á Hornströndum. Ber þess að geta að þar er nú lítil byggð og því minni hætta á að fólk yrði fynr ónæði af völd- um dýranna. Erlendir sportveiði menn myndu örugglega kunna vel að meta það að fá tækifæri til að stunda hér hreindýra- og sauðnautaveiði. en að sjálfsögðu sem hægt er að setja klak í og á minnst 5-—6 árum er hægt að gera að góðum veiðiám. Þetta er meðal annars það sem við þurfum að gera, og slíkt hlýtur að verða einn liðurinn í því að gera ísland að eftirsóttu ferða- mannalandi. I því sambandi ber oð minna á að vatnafiskar á borð við silung og lax þrífast nú ekki í stórum hluta af Evrópu og valda því óhreinindi margvísleg, sem berast í árnar og svo of hátt hitastig. Á þessu sviði hef- ur Island góða aðstöðu og mikla möguleika og ber að nota sér það til him ítrasta. 1 öðru lagi er það lega Noregs, sem gerir sitt að verkum að ferða menn koma þar gjarna við. Flug leiðin yfir N-Atlantshaf liggur um England og þaðan er tiltölu- lega stutt til Noregs. Þetta at- riði að landií liggur svo nærri umferðaæð þeirri sem gengur í gegnum hin þéttbýlustu lönd Evrópu er njög stórt atriði og að því leyti er aðstaða okkar lak ari. Flugtækni síðustu ára hef- ut þó í æ ríkara mæli verkað í þá átt að rjúfa einangrun íslands og færa okkur nær umheimin- um. 1 þriðja lagi eru það hótelin. Hin mörgu .velbúnu og smekk- legu hótel, sem frændur vorir hafa reist. hafa mikið að segja, en þar stöndum við illa að vígi. Við höfum á undanförnum ár- um reist fjöldann allan af sam- komuhúsum, stórum og smáum, en hótel eigum við fá og smá og skortir þau víða aðstöðu til að geta hýst nema fáa gesti. Lítið fjármagn hefur farið til hótel- bygginga en það sem gert hefur verið, fullnægir ekki kröfum nú- tímans. Hér skortir hótel, sem innan sinna veggja hefir banka þar sem erl. ferðamenn geta skipt fjármunum sínum, ferða- skrifstofu og verzlun, þar sem hægt er ab fá snyrtivörur, tóbak vín og bjór á hagstæðu verði. Bjór er því miður enn nokkurs konar „bannvara“ á íslandi. en hann er eitt af því, sem erlendir ferðamenn spyrja mjög um. Þykir mörgum það stór mínus að ekki skuli vera hægt að fá hann og undrun margra .innlendra, sem erlendra manna er mikil yf- ir því að sárafáir öfgamenn skuli geta hindrað þjórfram- leiðslu hér. - Hér hefur í sem fæstum orð- um verið leitazt við að gera sam anburð á Islandi og Noregi sem ferðamann.ilöndum. Er í sem fæstum orðum reynt að segja sem mest, en hinsvegar er um að ræða svo yfirgripsmikið mál að því verður ekki gerð nein fullnægjandi skil í stuttri blaða- grein. Verður væntanlega komið inn á þetta síðar. höfðaði á hendur Skipaútgerð ríkisíns til grciðslu á andvirði pappírspokasendingar, er eyði- lagðist í útskipun hjá skipaút gerðinni 1. apríl 1958. Stefnandi, Pappírspokagerðin, taldi, að starfsmenn stefnda hafi átt alla sök á tjóninu og því bæri skipaútgnrðinni að bæta tjónið samkvæmt reglum um á- byrgð atvinnurekenda á gáleysis- verkum starfsmanna sinna. Stefndi krafðist sýknunar Og taldi í fyrsta lagi, að tjónið mætti ekki rekja til handvamma starfs- manna sinna heldur til óhappa- tilviljunar. í öðru lagi byggði stefndi sýknunarkröfu sína á því, að samkvæmt fyrirvara, sem gerður sé í fylgisbréfi með vöru- flutningum stefnda hafi hann firrt sig allri ábyrgð á tjóni þessu. I fylgisbréfi stóð, að sendandi og viðtakandi vörunnar séu háðir þeim reglum, er prentaðar séu á farmskírteini útgerðarinnar og ennfremur beri útgerðin ekki á- byrgð á neinu þvi tjóni, sem vörueigendur geti tryggt sig gegn með venjulegri sjóvátryggingu samkvæmt W.A.-skilmálum. I héraðsdómi var felld bóta- ábyrgð á Skipaútgerðina með þeim rökstuðningi, að stefnanda hafi hvorki verið afhent farm- skírteini né W.A.-skilmálarnir og hafi stefndi þannig enga tilraun gert til að kynna stefnanda sér- reglur þær, er stefndi setti um farmflutninga á sínum vegum. Þar að auki væri einsætt, að fullrar aðgæzlu hefði ekki verið gætt við fermingu skipsins og því bæri skipaútgerðin ábyrgð á verk um starfsmanna sinna. 1 Hæstarétti féll dómur hins vegar á annan veg, en tekið er fram í dóminum, að nýjar upp- lýsingar hafi komið fram í roál- inu. Upplýst var, að í meira en 15 ár hafi verið prentað með á- berandi letri á framhlið fylgi- bréfa skipaútgerðarinnar fynr- vari sá, sem rakinn er að ofan. Ennfremur að W.A.-skiimálar séu algengir um sjóvátryggingu hér á landi og tjón slíkt, sem hér sé um að ræða, bætt samkvæmt þeim. Þá var og upplýst, að á ári hverju fari þúsundir af send- ingum frá Pappirspokagerðinni út á land. Hæstiréttur segir: Telja verður, að svo áberandi sé bent á í fylgi- bréfunum, að áfrýjandi undan- skilji sig tjóni, sem hægt sé að tryggja sig fyrir með venjulegri sjóvátryggingu, að stefndi, sem rekur umfangsmikil viðskipti sé bundinn við þann fyrirvara, sem ekki verður talinn óeðlilegur. Skipaútgerð ríkisins var því sýknuð í Hæstarétti af kröfum Pappírspokagerðarinnar, en máls kostnaður fyrir báðum réttum var felldur niður. Heiðbjört Saga fyrir telpur, eftir Frances Duncomhe. Þórunn Rafnar þýddi. Útgefendur Jónas og Hail- dór Rafnar, Akureyri. Prentuð í Prentsmiðjunni úeiftur, Reykjavík. 1 bókahlaðanum sem ég hefi fyrir framan mig kennir margra grasa. Oft verður mér á að gefa barna og unglingabókunum sér- stakan gaum, stafar það ef til vill af því að mér hefur orðið tamt að skrifa fyrir börnin. Ein bók í staflanum vekur fljótt athygli mína, bæði vegna þess að ég minnist ekki að hafa séð hana fyrr, og svo er það útlit hennar, sem er mjög snoturt. „Þessa bók væri gaman að gefa í jólagjöf”, hugsaði ég, en þar sem ég vil alltaf vita hvað ég gef, verð ég að fá að kynnast innihaldinu, því að útlitið hefur ekki mest að segja. Bókin er fjörlega skrifuð og hefur ákveð- inn boðskap að flytja, en hann er borinn fram á nokkuð óvenju- legan hátt, en er þó auðskilinn og eftirtektarverður. Sagan er af lítilli telpu, sem vill helzt ráða gerðum sínum sjálf án þess að mamma hennar eigi að vera þar þátttakandi, eða ráðandi. Telpan kemst í mörg ævintýri, þegar hún hleypur að heiman til þess að þurfa ekki að gera það sem hana langar ekki til sjálfa. Það er ævintýrablær yfir allri sögunni og ég trúi ekki öðru en að hún verði lesin með eftirvæntingu. Síðasta uppreisn hennar gegn mömmu sinni, og vilja hennar verður þegar hún á að fara að ganga í skóla, sem hún neitar harðlega, og flýr til vinanna sinna við tjörnina, dýr- anna sem hún hefur skemmt sér svo vel með áður. Að lokum snýr hún þó heim til móður sinnar aftur, þegar hún hefur fengið nóg af hrakförunum. Hún finnur og viðurkennir, að það er bezt að vera heima hjá mömmu. Og vera hlýðin og góð stúlka. Er það ekki það sem allar litl- ar stúlkur eiga að keppa eftir? Hugrún. Hlíf segir upp samningum A FUNDI, sem verkamanna- félagið Hlíf i Hafnarfirði hélt sl. þriðjudag, var gerð eftirfar- andi samþykkt: Fundur haldinn ; verkamanna- félaginu Hlíf þriðjudaginn 31. október 1961, samþykkir að segja upp kaupgjaldsákvæðum samn- inga við atvinnurekendur, í þeim tilgangi að leita eftir lagfæring- um um að kaupmáttur launanna verði eigi lægri en hann var eft- ir að samningar voru gerðir á sl. sumri. GUNNAR IÓNSSON LÖGMAÐUR við undinétti og hæstarétt Þingholtsstræti 8 — Sími 18259 Verzlunarhúsnæði til Ieigu Verzlunarhúsnæði á góðum stað í Kópavogi til leigu ásamt góðum vefnaðarvörulager sem er til sölu. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Hagkvæmt — 7508“. TIL SOLU Segulbandstæki Philips Stereophonic. Nýtt ónotað. Tækið er full- komið til upptöku og flutnings tóna eða tals, bæði í „Stereo“ og „Monoral“. 4 Tónrásir — 3 hraðar. Tónsvið 50—20.000 rið allt að 8 klst. upptaka á sama bandið. — Glæsilegt tæki fyrir þá, sem vilja það fullkomnasca í tónflutningi og upptöku. — Frekari upplýsingar í síma 50651.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.