Morgunblaðið - 23.11.1961, Side 13

Morgunblaðið - 23.11.1961, Side 13
Fimmtudagur 23. nóv. 1961 MORGlJlSBLAÐltí 13 llm garðyrkju HER er enn sama tíðin, væta og „blíða“, bvær frostnætur til þessa, lofctóiber metmánuður um blý- indi en úrk'omur svo miklar að erfiðlega gekk að fá hið síðasta af uppskeru í hús. Korn sást úti fram yfir mánaðarmót okt/nóv. og er það sjaldgæft. Þess munu dæmi að blettir í kartöfluökrum hafa ekki verið nýttir til upp- skeru, það situr niðri í þeim enn. Ofsarigninig og skaðar á vegum hina síðustu daga austan fjalla Versta meinið þegar svona viðrar við haustverkin er að aflvélar nýt ast ekki á ökrum úti, sumir, sem það geta, grípa til hestanna á ný. En ekki eiga allir þess kost, hestaverkfæri úr sér gengin, og suims staðar fyrir finnst enginn (hesturinn. Þó er það svo að hér sér maður daglega hesta fyrir drætti á vegum úti og í borginni. — Og á kappakstursvellinum á Forus er mikið líf um allar helg ar — og mikið veðjað — en það er nú önnur saga, sem þó ber vott um velgengni bænda, þvi að það eru furðu margir bændur sem eiga veðhlaupahesta og mæta á vellinum bæði til æfinga og keppni. —★— Komin eru út tvö smárit frá Tæknistofnun landbúnaðarins, sem ég tel að geti varðað íslenzika garðyrkjumenn og bændur. Ann að er um súgþurrkun, greinagóð leiðbeining með myndum. Elkki svo að skilja, íslenzkir bændur eru fremur veitandi en þiggjandi á því sviði, og súgþurrkun miklu almennari á Islandi en í Noregi. En þó er nokfcuð að græða á rit- inu hygg ég, sérstaklega fyrir héraðsráðunautana, sökum þess að þar sem komið er upp súg- þurrkun hér á landi er meira Ibyggt á gildum tilraunum og vís- indalegum athugunum heldur en gert er heima. Við höfum farið meira beint af augum í þessu máli, og bændur þreifað sig áfra-m af dugnaði, oft án nægi- legra leiðbeininga. Er ekki nema gott um það að segja, framsókn- in og skriðurinn hefði orðið minni ef allir hefðu beðið eftir hald- góðum leiðbeiningu-m og ekki gripið til eigin ráða. Fleiri smá- rit hafa komið hér út um sama efni, en ekkert af því jafnast á við rit þau sem Tæknistofnun landbúnaðarins í Svíþjóð hefir gefið út um heyverkun og súg- þurrkun, hefi ég bent á þau oft og margsinnis, og vonandi hafa einhverjir af ráðunautunum orð ið sér úti um þau. — En norsk reynsla er líka þess verð að at- huga hana. Svo er það rit frá Tæknistofn- uninni norsku um tvíhjóla- traktora, n’.átortætara os mótor- raðhreinsara til nota við garð- yrkju. A því sviði geta íslenzfcir garð yrkjumenn áreiðanlega lært margt af reynslu Norðmanna. Hér er notkun tvihjóla traktora mjög almenn og margvísleg. Brattlendi og lítil landstærð veld ur mestu um það. Fjöldi bænda, sem búa á brattlendum jörðum, nota tvíhjólatraktora fremur en fjórhjóla sökum brattlendis og slysahættu í sambandi við það. Tæknistofnun landbúnaðarins leggur mifcla stund á leiðbein- ingar á þessu sviði. Hið síðasta og mesta átak þar að lútandi er að nýlega er komið í gang sér- stakt tilraunabú er hefir það aðal hlutverk að sannreyna og æfa vinnuaðferðir við bústörf marg- vísleg í brattlendi, og vélakost og tækni í sambandi við slíkar að- stæður, svo mikils er þetta talið vert. Hið nýja tilraunabú er á Voss. Þótt fslenzkir garðyrkjumenn séu ekki í vanda staddir sökum brattlendis geta þeir vafalaust lært margt af norskum tilraunum með tvíhjóla traktora og önnur mótorknúin garðynkjutæki. Pés- inn sem ég gat um er heldur ekki miðaður neitt sérstaklega við brattlendi, heldur notkun 1 slí'kra tækja almennt. Síðastliðið sumar var töluvert að því gert austan fjalla í Noregi að úða kartöfluakra gegn myglu með flugvélum, helikopter. Voru um 475 ha úðaðir þannig í sum- ar — til reynslu. Reynslan bend- ir til að þetta gefist vel. Mikils þykir um vert að sleppa við traktorakstur og troðning á ökr- unurn, sérstaklega í vætutíð. Það var Felleskjöpet í Ósió sem stóð fyrir tilraununum í sumar en Tæknistofnun land'búnaðarins sá um fræðilegar athuganir í sam- bandi við tilraunirnar. Ætlunin næsta sumar áður en aðferðin er að afla reynslu til viðbótar verður tekin í notkun í mifclum mæli og af fullum krafti. Mikils er vert að koma sér rétt og hag- anlega fyrir við framtovæimd alla Fengin reynsla bendir til að akr- ar sem úða skal á þennan hátt megi ekki vera minni en 2 ha þegar minnst er, en ef akrar eru stórir og samliggjandi telst vera hægt að úða um 80—100 ha á dag með einni og sömu þyrilvængju. —★— ö * Frá íslenzku garðyrkjubúi. Gömul og ný er hún Holts- mark’s Husdyrlære, sem lengi var notuð við kennslu í bænda- skólunum á Hólum og Hvann- eyri. Má okkur vera það minnis- stætt gömlu búfræðingunum er við pældum í því að lesa Holts- mark og Ödegaard (Ödegaard: Jordbrukslære) á norsku, án allrar málakunnáttu, en við höfð um víst gott af því, að erfiða þannig til efnisins. Eg hygg að það hafi verið fjórða útgáfa af Holtsmarfc sem við notuðum á Hólum 1911—1913 og nú er fjórtánda útgáfa komin út. Það talar sínu máli. Þar eru fræðimennirnir Johs, Höie og Hans Tilrem sem séð hafa um hinar síðari útgáfur af Holtsmark. I höndum þeirra hef- ir bókin aukist mjög og stæfcikað, svo að mörgum þótti nóg um. En nú sfciptir um. Þessi fjórbánda er sínu minni en fyrri útgáfur af þeim síðari. Efnið er skorið niður um hvorki meira né minna en 240 blaðsíður. Samt er þetta en viðamikil bók og auðvitað miðuð við hið nýjasta nýtt í búfjárfræð- inni. — Trúað gæti ég að þessi nýi Holtsmark ætti erindi til ís- lenzkra bænda sem vilja hafa og viðleitni til þess að líta ögn út fyrir túngarðinn í búskap sínum. Vafamál hvort aðrar bækur bjóð ast betri á þessu sviði, meðal bændur eiga ekki völ á íslenzkri búfjárfræði. Mikil stund er nú lögð á að kenna bændum að klippa sauðfé með vélklippum og að bæta með ferð ullar til sölu. Námskeið eru haldin og stefnt að því að menn í öllum sauðfjársveitum öðlist fcunnáttu í vélfclippingu. Eigi er minna um vert að læra að að- greina ullina rétt og vöndla reif- in. Haustið 1959 voru í vissum sveitum austan fjalls og í Þrænda lögum haldin 20 námskeið til þess að kenna véliklippingu, einn maður sem var á slíku námsfceiði klippti 1 fyrra um 1600 fjár í sinni sveit. Þannig verður haldið áfram að vinna að þessu. Og nú er verið að gera kvik- mynd um sauðfjárfclippingu og meðferð ullar. Það verður 20 mín. mynd, er þess að vænta að hún komi að góðu gagni. Er ekki ástæða til þess að hefj- ast handa um eitthvað svipað heima? Og svo var það að mála fjósin. Eg ritaði um það í bréfi nýlega. Nú sé ég þess getið hversu gangi að útbreiða þessa aðferð við að gera fjósin björt og vistleg, bæði fyrir menn og skeppnur. Og þar segir svo: Enginn lætur sér nú til hugar koma að kalka innan nýtt fjós. í þess stað mála menn fjósin, það er sjálfsagður hlutur. —★— I.oks er það hvað Litveit vm- ur okkar búnaðarmálastjóri, seg- ir um uppSkeruna í haust svona yfirleitt; reiknað um land allt í Noregi: Heildaruppskeran er reiknuð 101% af meðalári. En í fyrra var hún 103% af meðalári. Kornuppsfceran er talin 102% af meðalári. Kartöflur 96% af meðalári, en í fyrra 95%. Rótarávextir — næpur, gulróf- ur og fóðurófur — eru 99% af (meðaluppekeru, en hey 101%. Víða eru heygæði fremur með lakara móti, og mygla er mikil í kartöflum sumsstaðar, eins og t.d. hér á Rogaland. Slætti og grasmjölsgerð á Sóla lauk um mánaðarmótin ofct./nóv. varð grasmjölsuppskeran 816 smálestir eða 10 smálestum minni en í fyrra, en þá var met upp- skera. Læt svo litlu lokið. Jaðri 14. nóv. 1961. FYRIR NOKKRUM árum birtist í Mbl. grein um Stalín eftir klerfc nokkurn norðlenzkan, þar sem hann lýsti þeirri ætlun sinni, að marskálfcur þessi væri illmenni Og lítt til þess fallinn, að honum væri auðsýnd guðleg lotning. Greinin fjallaði um harðstjórn Stalíns Og glæpi og bar nafnið: Mesta morðsaga mannkynssög- nnnar. Særði hún mjög trúartil- finningar heitra Stalínsdýrkenda é íslandi. Hafði Stalin þá verið tilbeð inn um skeið af allmifclum söfn- uði manna hérlendis, og var fólk þetta svo sælt í sinni trú, að það gleypti eins og hungraðir snjó- tittlingar allt það moð, sem bor- ið var fyrir það úr hesthúsum Stalíns og kvakaði honum lof og dýrð. Svo mikil var þessi gap- andi aðdáun, að þess voru dæmi að vígðir menn afneituðu sinni fyrri trú og hugðu, að hér væri spámaður meiri en Kristur, og tóku að skrifa guðspjöll um bónd ann í Kreml. Kristur komst hvergi í hálfkvisti við Stalín og var ekki orðinn annað en „mann- ræfill nofckur, sem hengdur var einhvern tímann á tré“. Var nú' ekkert hóf á því um stund, hvað „mannræfill“ þessi var níddur til eð upphefja með því ofurmennið Stalín. Hátíðleg skáld luku upp munni sínum og ortu lofgerðar- Bálma. Hvert orð Stalins var tal- in hin æðsta speki, og hinir sönnu tilbiðjendur urðu svo innblásnir af vizku hans, að þeir hugðu einnig sjálfa sig vera komna í spámannatölu og bera höfuð og herðar yfir aðra menn í landinu að vitsmunum. Hældu þeir hver öðrum sem mest þeir máttu, en þó einkum guðinum Stalín. Og svo \æl geðjaðist sumum íslenzkum skáldum að morðverki hans, að jafnvel þeir, sem við- staddir voru hinar ofboðslegu hreinsanir Stalíns í Moskvu, klöppuðu honum lof í lófa og þóttust af skarpskyggni sinni sjá sektina sfcína út úr margpínd- um fórnarlömbum hans. Sjálfsagt fannst þeim, að drepnir skyldu allir andstæðingar Stalíns, eins og venja var að drepa heiðna menn í riddarasögum. „Pestar- sýkla“ kallaði einhver spekingur inn þá. En hin skáldin, sem heima sátu sungu hallelúja með andagt Og útmáluðu fjálglega barnslega mildi Stalíns og manngæzku. Þetta var um það leyti, sem skáld bróðir þeirra Gorki, sem greind- ari var og skildi betur, hvað var að gerast, var hjálpað yfir í ei- lífðina. STALfN GERÐUR A» DÝRÐLINGI Ekki löngu seinna varð snöggt um guðinn Og kom þá í ljós, að hann var dauðlegur. Grótu þá trúaðir menn sáran og töldu að látinn væri einn hinn mesti frið arhföðingi veraldar, sá er kjör- inn hefði verið til að endurleysa heiminn. Yar nú dýrðlingurinn smurður, og skyldi hann tilbeð- inn dauður engu síður en lifandi. Fluttur var hann með lúðragangi ög ræðuhöldum í kapellu Lenins við Rauðatorg og hafður þar til sýnis trúuðum mönnum, að þeir mættu beygja þar kné í lotningu. Fóru pílagrímar þangað utan af íslandi til að gera bæn sína. Mundi þá margur þeirra hafa hugsað lífct og Hrafn rauði: — „Runnit hefr hundur þinn, Pétr postul.i tvisvar til Róms, og myndi renna it þriðja sinn, ef þú leyfðir“. Hundar Stalíns runnu árlega til Moskvu til að dingla framan í hann rófunni og reka erindi hans norður á ís- landi, og hugðu þeir að með þess ari starfsemi, sem hingað til hef- ur verið nefnd landráð með sið uðum þjóðum, væru þeir að frelsa heiminn norður þar. — Moskva var þeirra Róm og Mekka. Þetta er sýnisorn af sálm unum: Til þín, Mekka, talið hef ég tár mín öll og frið mér keypt. Þú ert reifuð rósaflúri, roðasteinum fögrum greypt. Einn ég bíð og þrái — og þakka að þess mér ekki varnað sé. Til þin, Mekka, í austuráttu augum sný og fell á kné. Ekfci er tilbeiðslan lítil, og mundi þetta svo vera ort um Stalín: Allah, þú ert einn eig skapar örlög mönnum, góð og hörð. Allah, þú ert einn og ræður yfir hinni frjóvgu jörð. Enn hundflatari var auðmýfct in í trúarsálmum Jóhannesar úr Kötlum, þar sem trúarruglið var orðið svo mikið, að hann ímynd ar sér að sólkerfin séu farin að snúast eins og geitarostur í hendi hins almáttuga Stalíns. Minnir þetta helzt á auðmýktina í Þórðar bænum: „Sem hundtík til síns herra sér“. Hafa flónslegri trúar brögð aldrei þekkzt á íslandi en að tilbiðja fól þetta. HÖGGORMARNIR í GARÐINUM Brátt kom í ljós, að höggorm ar voru skríðandi í þessum Ed- ensgarði við Rauðatorg, og höfðu þeir grátið krókodílstárum við útför Stalíns. Þar grét t.d. fanturinn Bería, sem brátt varð uppvís að hvers konar klækjum gagnvart „flofckn um“, svo að hann var hengdur eða skotinn á jólanótt sjálfa. Þar grétu þeir: Malenkov, Bulganin, Vorosjilov og Kaganowich, sem allir vissu vel um voðaverk Stal- íns, þótt þeir teldu ekki ráðlegt að fletta af honum gærunni, enda flestir eða allir samsekir honum og nú dæmdir svikarar. Og þar bar Molotov, sem nú á í vök að verjast, sinn elskaða meistara til grafar, en hann hafði ávallt ver ið reiðubúinn að framíkvæma, hvaða óþrifaverk, sem Stalín fébk honum að vinna. Aðeins einn hreinhjartaðm maður stóð þarna í sínum rétt- lætisskrúða, þó að hann yrði þá að hræsna með hinum, því að hann hafði ekki bolmagn í bráð- ina að bera sannleikanum vitni innan um svo mörg fúlmenni, en það var engilinn Krúsjeff. Var því Stalín helgur enn um sinn. FALL GOÐSINS Ekki er vitað, hvort Krúsjeff hefur lesið Morgunblaðið, eða hvernig hann hefur öðlast þekk ingu á hinum hræðilega glæpa- ferli Stalíns. En víst er um það, að þessi mi'kli sann 1 eiksvottur, Krúsjeff, gat ekki lengi á sér setið að opinbera þjóð sinni þau skelfilegu mistök, sem henni höfðu orðið á í messunni, er liún tók að tilbiðja fjandann Stalín. Gerði hann sköruglega grein fyr- ir mannvonzku þessa harðstjóra á næsta flokksþingi, að vísu á lokuðum fundi, en ræðan barst út. Sló þá felmtri á kommúnista um allan heim. En með því að íslendingar eru frómlyndari og sterktrúaðri að minnsta kosti í pólitík en aðrar þjóðir, hugðu þeir þetta uppdikt Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.