Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. nóv. 196* Margaret Summerton HUSIO VIÐ SJÓINN Skáldsaga V________________J ftemur þér ekfti að að segja, móð ir góð. Hversvegna er amma, sem ég hef aldrei augum litið og ald- rei hefur viljað sjá mig, allt í einu farin að hafa áhuga á mér? Og þá tók mynd Edmonds að koma upp á yfirborðið, ógreini- leg í fyrstu. Tvíburabróðir minn hafði verið skilinn eftir í fóstri hjá ömmu, fyrir tuttugu og fimm árum, þegar mamma hafði keypt frelsi sitt með því að afsala sér drengnum. í þeim nauðum, sem Tamara var þá stödd, hefði hún aldrei þjarkað lengi. Grænu augun í mömmu hvíldu á mér ákaft ósakandi. f>ú hefur að vísu aldrei sagt það berum orðum, Charlotte, en hversvegna er þér svona illa við mig. Já, já, ég veit, að þú ert mér reið- Ég hristi höfuðið og vissi ekki, hvað ég átti að segja. Hún hélt áfram: Þú hefur allt- af verið svo viðkvæm þegar Es- mond var annars vegar, og guð einn má vita hvers vegna. Það er ekki einu sinni eins og þið hefðuð verið eineggja tvíburar. Þið vor- uð ekkert lík óg sem krakkar vor uð þið alltaf að rífast. Hún þagn aði, tæmdi glasið, og sneri sér svo að lokaþætti ræðunnar. Og, sem meira er, þið hafið aldrei tekið neitt tillit til þess, að ég var ekki annað en ung stelpa þegar ég yfirgaf hann föð ur þinn — aðeins tuttugu og fimm ára. Varla komin af barns aldrinum og hafði þó þolað meira en hægt var að heimta af n~>kk- .urri konu með einhverju skapi. Öll sú auðmýking og grimmd! Og einmanaleikinn í leiðinlega húsinu í Devonshire. Ekki ein stúlka af milljón hefði getað haldið hann föður þinn út eins lengi og ég, og þar að auki undir ánauðaroki Edvinu, sem hafði auga með hverjum skildingi, sem eytt var og taldi eftir mér mat- inn, sem ég lét ofan í mig.... Hún var þess auðsjáanlega al- búin að pína út úr mér hverja ögn af meðaumkun með þessari píslarsögu sinni. Ég fór að reyna að draga hana burt frá þessari raunalegu fortið: Víst höfum við átt okkar erfið- leika, en við höfum nú aldrei soltið og erum meira að segja ekkert nærri því nú- Og til hvers ættum við þá að vera að ergja okkur í sambandi við Edvinu. Hún hvæsti: Af því að hún hef ur skrifað mér. Og tvisvar heldur en einu sinni. Að minnsta kosti lét hún fyrst lögfræði: jinn sinn skrifa mér, framsent mér frá Róm. Og svo, þegar hún var bú- in að finna heimilisfangið mitt, skrifaði hún mér sjálf. Ég fékk bréfið á þriðjudaginn var. Hún þagnaði, rétt eins og sög- unni væri lokið. Nú æpti ég í æsingi: Já, en hvað er það, sem hún vill? Sléttu vaxgulu augnalokin opn uðust enn meir. Ég sá, að i grænu augun var komin háðsglampi í stað æsingsins: Hún vill auðvitað fá þig Charlotte mín! Vitanlega! Ég varð hissa. Mér finnst hún hafa Esmond, og til hvers vill hún þá mig líka? Það er nú einmitt það, að hún hefur ekki Esmond iengur- Hann er dáinn. Drukknaði fyrir eitt- hvað mánuði. Ég gat engu orði upp komið í bili, en svo sagði ég, eins og orð in stæðu i mér: Hvar? Hvenær? í bát út af ströndinni hjá þeim þetta er þér að kenna. Ef þú hefðir ekki drukkið svona mikið, þá hefði ég ekki neyðst til að aka bílnum. Hann lenti í óveðri. Það gerðist víst fyrir bara fáum vikum, skilst mér. Þögnin reis eins og múryegg- ur milli okkar, þangað til hún rauf hana með uppgerðar stríðni. Jæja, það er engin ástæða til að þú farir að láta hugfaliast, góða mín. Þú þekktir hann hvort sem var ekki og hefðir aldrei kynnzt honum- Ef nokkur hefur ástæðu til að setja upp sorgarsvip, þá er það ég. Hann var sonur minn. Og nú er hann dauður. En þú ert lifandi og það er ég líka. Edvina vill sjá þig og það get ég vel skilið. Hún er orðin mjög gömul — yfir áttrætt — og ekki sem bezt til heilsunnar. Jæja, góða, svo að maður sé nú ekkert að hræsna kring um þetta, þá er hún rík og getur aldrei orðið ei- líf. ‘ Mér er nákvæmlega sama, hvort hún er milljónaeigandi eða sveitarlimur, sagði ég. Víst er þér ekki sama, svaraði Tamara. Það er ekki eins og þú sért gift, eða hefðir nokkra mögu leika á að verða það bráðlega. Ég svaraði engu og vonaði bara, að hún tæki málið af dagskrá, en ég hefði nú átt að vita betur. Þetta gagnslausa dingl þitt við.. æ, hvað hann nú hét. . Philip.. er það ekki allt búið? Jú, það er búið að vera- Ég sagði þar sannleikann og -neS gleði, sem ekki hefði fylgt honum fyrir einu ári. Hún stóð upp og klappaði mér á öxlina. Þú varst heimsk að taka þér það svo nærri, en þú hefur þó að minnsta kosti komizt að raun um, að karlmenn skilja ekki alltaf við konurnar sínar, þegar þeir segjast ætla að gera það. Og það er gagnlegt að vita það. En nú ætla ég að búa til kaffi- sopa handa okkur. Hönd hennar kom aftur á öxl mína. Þú ert einkennilega sam- sett, Charlotte. Ég veit, að þú hefur alltaf gert einhverja róman tíska veru úr Esmond. Síðan hélt hún áfram. rétt eins og ég hefði mótmælt þessu: Já, ég veit þú hefur það. Þ: hefur alltaf verið að pukra með einhver leyndar- mál og þetta er eitt þeirra. Og nú kemur það illa við þig að heyra, að hann sé dáinn. Vertu nú kyrr þama og ég ætla að koma með sopann- Emond dáinn. Ég endurtók það hvað eftir annað, og reyndi að gera mér Ijóst, hvað þetta þýddi fyrir mig. Dauði manns, sem ég •hafði aldrei séð manns, sem hafði aldrei kært sig um að sjá mig, því að það hefði hann hæg- lega getað, ef viljinn hefði verið með. Þegar ég vár þrettán ára, bjuggum við mamma til bráða- birgða í gistihúsi í Cromwellgötu. Þetta var um það leyti, sem skól arnir byrjuðu aftur að haustinu og ég taldi það líklegt, að Esmond mundi eiga leið gegn um Lond- on. Ég varði löngum tíma í að stíla bréf, þar sem ég stakk upp á því, að við hittumst, og sendi það til Glissing Park, þar sem hann átti heima hjá ömmu okkar, og ósk- aði mér þess heitast, að það næði til hans. Þrem dögum síðar fékk ég svar frá honum, skrifað: með ógurlegu hrafnasparki. þar sem hann sagði, að það gæti ver- ið gaman fyrir okkur að hittast og setti mér stefnumót í Café Royal. Svo vildi til, þegar dagurinn rann upp, að mamma var eitt- l.vað í vondu skapi og hafði ald- rei augun af mér og það var með r.æstu erfiðismunum, að ég slapp út. Svo kom ég á staðinn lafmóð, einni mínútu fyrir tímann og sat svo á rauðum plussbek’. í tvo tíma, en enginn skólastrákur kom inn í fonsalinn. Hann skrifaði mér alórei til að gera greii. fyrir þessu, og það liðu næstum átta ár áður en ég gat hleypt í mig kjarki til að skrifa honum aftur. í þetta sinn var það fjörleg og kæruleysisleg orðsending. Ég stakk upp á því, að þar sem við ættum mjög bráðlega tuttugu og eins árs afmæli, þá skyldum við hittast og fá okkur eitt glas til að halda það hátíðlegt- í hálfan mánuð fékk ég ekkert svar, en svo kom bréfið endursent -frá Glissing Park með áletrun þess efnis, að hann væri farinn þaðan, og óvíst hvert. Sem sagt rændi andlát hans mig engu, sem ég hefði raunveru lega nokkurntíma átt. En ég hafði glatað fyrir fullt og allt voninni um að kynnast honum nokkurntíma. Tamara kom nú aftur með kaffi og brauð og komst eins nærri því að vera móðurleg og hægt var að vænta af henni: hún lagði að mér að njóta góðgerð- annna, þvaðraði um búðirnar í París, og undirbjó hægt og hægt næsta áhlaupið. Þegar við höfðum lokið við kaffið, hóf hún skothríðina með því að .spyrja mig, hversvegna ég hefði dregið fríið mitt svona lengi og hvenær ég ætlaði að taka það. Ég sagði henni, að það yrði eftir viku, að Vanessa — stúlkan, sem bjó í íbúðinni fyrir neðan mig — og ég ætluðum til Suður Frakklands í bílnum henn ar í þriggja vikna tíma. Hún reyndi að hafa hógværan hemil á viðbjóði sínum. Tvær stúlkur í ferðalag, einar síns liðs; Það gæti ég hugsað mér, að yrði ekki sérlega spennandi. Svo varð ofurlítil þögn en þá sagði hún sakleysislega: Vel á minnzt — ég bað Edvinu að skrifa þér í bankann. Það var betri áritun en Pimlico, fannst mér. Það var alveg óþarfi að vera að fá hana til að skrifa mér- Edvina vill, að þú heimsækir sig, og með þriggja vikna frí í hönd, er þetta alveg eins og snið ið, hélt hún áfram, rétt eins og ég hefði ekkert sagt. En ég er þegar búin að segja þér, að ég ætla til Suður-Frakk- lands, endurtók ég og reyndi að vera þolinmóð. O, Charlotte, alveg gæti ég hrist þig! Ég hló. Það gerðirðu oft meðan ég var nógu litil til að láta hrista mig, en það er ég bara ekki lengur. Hún kveikti sér í vindlingi. Hvað á þá að verða af mér? Hef urðu aldrei hugsað um það? Ég hef aldrei þurft þess. Þú hefur svo prýðilega getað bjarg- að þér sjálf, bæði fyrr og síðar. Bjargað mér sjálf! Eldur brann >f >f GEISLÍ GEIMFARI >f >f >f- .— Hvernig haldið þið ykkUr svona ungum? — Einkunnarorð okkar, Roger Fox er: „Þú ert jafn ungur og á- hugamál þín!“ Nú er aðal áhugamál okkar Mystikus hans Gar læknir! Þú ert heppinn Roger, venjúlega fær enginn yngri en 100 ára að heim sækja klúbbinn! — Hver eru þá þessi tvö við dyrn- ar? — Pála Pirhana og Fétur, aðstoð- arfólk Gar læknis. Hvað skyldi tefja lækninn? úr augum hennar og hörkusvip- ur kom á munninn. Hvað veizt þú um alla örbirgðina, sem ég hef átt við að búa? Þú, sem ert örugg með vikukaupið þitt og tvö þakherbergi, sem þú kallar íbúð, hvað veizt þú, hvað ég verð að gera, bara til að halda lífinu? Mér hnykkti við. Hvað til dæm is verðurðu að gera? Sama hvað það er. Nú var reiði hennar komin á hámark. Þú virðist ekki skilja. að ég þurfi peninga til að lifa- Hún var svo áköf, að ég flýtti mér að segja: Tamara, þú hefur aldrei þurft minnar hjálpar fyrr, en ef þú þarínast hennar nú, ex hún þér velkomin. Ekki þannig hjálp, svaraði hún hörkulega. Ekki éinhverja smá- upphæð. sem peðrað er í mann mánaðarlega, eins og ellistyrk. Fyrirgefðu ef þú hefur sli ilið það þannig. Hún andvarpaði, eða kannske var hún að reyna að stilla sig. Charlotte, ég er ekki að biðja þig að gera þetta fyrir mig, held ur fyrir sjálfa þig. Edvina er for rík og hún er orðin fjörgömul. Þú átt rétt á aurunum hennar, SHÍItvarpiö Fimmtudagur 23. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni“; sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk,- -9 Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón- leikar — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustenduma (Guð rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttií Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Samsöngur: Pólýfónkórinn syng ur mótettuna ,,Jesu, meine Freude“ eftir Bach. Söngstjóri; Ingólfur Guðbrandsson. 20:30 Erindi: John Locke og heim- spekikenningar hans (Hannes Jónsson félagsfræðingur). 20:55 Gestur í útvarpssal: Gösta Jahn frá Svíþjóð leikur frumsamin lög á píanó. 21:20 Ævintýraskáldið H. C. Andersen í tali og tónum, — dagskrá gerð af Ólafi Gunnarssyni sálfræð- ingi. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Köttur í regni", smá saga eftir Ernest Hemingway (Þýðandi, Svala Hannesdóttir. les). 22:25 Harmonikuþáttur: Henry J. Ey land og Högni Jónsson hafa um- sjón á hendi. 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 24. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. Tónl. — 16:00 Veðurfr. —. Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tón listarefni). 17:40 Framburðarkennsla I esperanto og spænsku. 18:00 „Þá riðu hetjur um héruð“: -- Guðmundur M. Þorálksson talar öðru sinni um Gretti Ásmuridar- son. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingrétt ir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björvin Guðmundsson). 20:35 Frægir söngvarar; V; Fjodor Sjaljapin syngur. 21:00 Upplestur: Helgi Tryggvason kennari les kvæði eftir Bólu- Hjálmar. 21:10 Tónleikar: Strengjakvartett f D-dúr op. 20 nr. 4 eftir Haydn Erben-kvartettinn leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmundi son XXIX. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hugleiðingar um héraðsljóða- söfn (Björn Daníelsson skólastj.X, 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist: a) Frantisek Rauch leikur á píanó þætti úr „Skáldlegum stemmningum" op. 85 efti* Dvorák og Pólónes nr. í E- dúr eftir Liszt. b) Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit San Carlo óperunnar f Napolí flytja atriði úr óper- unni „Linda di Chamounix** eftir Donizetti; Tullio Serafin stj.). c) Sinfóníuhljómsveit belgískg útvarpsins leikur ballettsvít- una „Sylvíu'* eftir Delibecs Franz André stj. 23:15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.