Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 6
«
MORGVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. nóv. 196J
Lögregfan tekur nýja
fangageymslu í notkun
w V. r" ' Trrrrrrf -r. ■. TrrfnjrflCC i r rr\‘ • vrr ri r. f.r ^ / r., .-ot|
Timamót i loggæzlumálum
höfuðborgarinnar
SIGURJÓN Siffurðsson, lögreglu-
stjóri, boðaði blaðamenn á fund
í gær í tilefni af því að í vikulok-
in tekur lögreglan í notkun hina
nýju fangageymslu við Síðumúla,
®g verður þá „kjallarinn“ í lög-
reglustöðinni lagður niður. en
nokkrum hluta hans verður þó
haldið við svo hægt sé til að grípa
ef mikið liggur við. Hin nýja
fangageymsla markar tímamót í
lögreglu- og fangageymslumálum
höfuðborgarinnar.
Lögreglustjóri, fulltrúar hans
Agnar Biering og Ólafur Jónsson,
svo og Erlingur Pálssón yfirlög
regluþjónn sýndu blaðamönnum
hina nýju fangageymslu í gær.
Er hún björt Og rúmgóð, og að
staða öll eins og bezt verður á
kiosið.
Lögreglustjóri gerði eftirfar-
andi grein fyrir hinni nýju fanga
geymslu:
„Um mánaðamótin olkt.-nóv.
1960 var hafizt handa uim bygg
ingu nýrrar fangageymslu í
Reykjavík og er sú bygging nú
íullbúin. Byggingarframikvaemdir
hafa þannig staðið yfir í rúmt
ár.
Fangageymislan stendur við
Síðumúla, en þar hefir lögreglan
rúmgóða lóð til umráða. Á lóðinni
hefir þegar verið byggt fullkom
ið bifreiðaverkstæði til viðgerð
ar á lögreglubifréiðum og í fram
tíðinni mun rísa þar úthverfis-
lögreglustöð fyrir austurhluta
bæjarins.
Frá því á árinu 1940 hefir lög-
reglan orðið að notast við ótfull
komna fangageymslu í kjallara
lögreglustöðvarinnar við Pósthús
stræti. Aðstæður eru þar, eins
og kunnugt er, mjög slæmar, en
fangageymslan var byggð á sín-
um tíma til þess að leysa í bili að
kallandi þörf á auknu húsnæði
til geymslu ölvaðra manna um
stundarsakir. Ýmsar endurbætur
hafa verið gerðar á fangageymsl
unni, en vegna þrengsla og ann-
Jólapóstur
til útlanda
POSTSTOFAN bað blaðið að
vekja athygli almennings á skipa
ferðum til útlanda í desember-
mánuði.
Goðafoss fer frá Reykjavík til
New York seint í þessari viku
og er það sennilega hagkvæmasta
ferðin fyrir jólabögla. Selfoss fer
einnig 1. des., en með viðkomu
i Irlandi.
Aðalferðin til Norðurlanda
með póst verður Drottningin 11.
des. — Aðrar skipaferðir eru
ekki öruggar. Sama er að segja
um annan Evrópupóst. Hann fer
með Drotningunni.
arra aðstæðna, var útilokað að
gera hana þannig úr garði, að við
hlítandi sé. Af þeim sökum, svo
og vegna mikillar þarfar á auknu
húsrými til fangageymslu, hefir
bygging nýprar fangageypislu
lengi verið aðkallandi verkefni.
Gert er ráð fyrir allmörgum
fangaklefum í aðallögreglustöð-
inni, sem mun rísa við Hlemm-
torg, en bygging hennar mun ó-
Skúli Sveinsson varðstjóri.
hjákvæmilega taka nokkur ár.
Var því horfið að því ráði að
byggja fangageymslu á lóð lög-
reglustöðvarinnar á meðan á
á byggingu aðallögreglustöðvar-
innar stendur. Er fangageymslan
við Síðumúla þannig byggð, að
auðvelt er að taka húsnæðið til’
annarra nota síðar, ef hentugt
þykir.
Eins og áður segir, er mikil
þörf á auknu húsrými til geymsiu
manna um stundarsakir vegna
ölvunar og óspekta. Á síðustu
5 árum hefir tala varðhaldstiltfella
á lögreglustöðinni verið ytfir
4000 á ári. Á árinu 1960 var tal-
an 4976 eða rúmlega 13.6 á sólar-
hring. í gömlu fangageymslunni
eru aðeins 10 einsmannsklefar og
varð því oft að sleppa mönnum
úr haldi, fyrr en efni stóðu til,
til þess að rýma fyrir öðrum, sem
enn nauðsynlegra var að geyma
um stundarsakir. Hin nýja fanga
geymsla við Síðumiúla mun að
nokkru leyti leysa úr þessum
vanda, en þó ekki til fullnustu,
enda gert ráð fyrir auknu fanga-
rúmi í hinni nýju lögreglustöð.
Fangageymslan við Síðumúla
er teiknuð á teiiknistotfu húsa-
meisara ríkisins og undir hans
umsjá. Uppdráttinn gerði Ragnar
Emilsson.
Stærð hússins er 350 ferm. að flatar
máli, en rúmmál þess er um 1340 rúm
metrar. í húsinu eru 18 rúmgóðir
fangaklefar, þar af 17 eins manns
klefar, en einn tveggja manna klefi.
Auk þess eru þar herbergi fyrir dóntf
ara, varðstjóra, og fangaverði. Enn-
fremur biðstofa, geymsla fyrir eig
ur þeirra, er gista fangaklefana, 5
snyrtiherbergi, steypiböð, ræstingar-
tækjageymsla og kyndiklefi. Gangar
allir eru rúmgóðir og bjartir.
Hver einmenningsklefi er 2.12x2.60
m að gólflleti, en lofthæð í þeim er
2.70 m.
Séð eftir gangi í hinni nýju fangageymslu Klefarnir eru
beggja vegna gangsins (Ljósm.. Sveinn Þormóðsson).
Húsið er byggt úr járnbentri stein
steypu með skáþaki úr timbri. Full
komið kyndingar- og loftræstingar-
kerfi er í húsinu, svo og sérstakt eld
varnarkerfi.
Eftirtaldir aðilar hafa lagt hönd að
verki í sambandi við bygginguna: l’ór
hallur Jónsson, húsasmíðameistari,
hefur staðið fyrir trésmíðavinnu,
mótavinnu og innréttingum. Sigurður
Helgason, múrarameistari, hefir ann
azt alla múrsmíði. Benóný Kristjáns-
son, pípulagningameistari, annaðist
pípulagningar. Magnús Kristjánsson,
rafvirkjameistari, sá um rafiögn og
uppsetningu bjöllukerfis. Ólafur Jóns
son, málarameistari, annaðist máln-
ingu utan húss og innan. Benedikt
Ólafseon sá um uppsetningu hitunar-
og loftrásarkerfis. Rafmagnsteikningu
gerði Jón Á. Bjarnason, verkfræðing-
ur. Almenna bygginganfélagið h Ji.
annaðist uppdrætti að hitunar- og
loftrásarkerfi. Landsmiðjan smíðaði
dyraumbúnað, rúm o.fl. Verklegar
Kvikmyndir
í sjónvarpi
Vegna ummæla í samtals-
þætti Sig. Magnússonar
hringdi maður einn til Velvak
anda. Sagðist hann hafa
höggvið eftir því, að einn við-
ræðandinn hefði talið sjón-
varpið vera böðul kvikmynda
húsanna, því að þar eð kvik-
myndir væru sýndar í því,
nennti enginn lengur að fara
í bíó. Þetta væri hin mesta'
fjarstæða, því að kvikmyndir,
sem þar væru sýndar, eru
aldrei undir 15—20 ára gaml’
ar. Þetta er fastbundið í samn
ingum erlendis, og eins er það
í Keflavíkurmyndvarpinu.
Mætti það vera sparsamt og
þolinmótt fól'k, sem legði það
á sig að biða tuttugu ár eða
lengur eftir að sjá kvikmynd-
ir, sem það gæti séð nýjar af
nálinni í bíóhúsum. — Þess
má og geta, að mynd — eða
sjónvarpið veitir mikilvæga
menningarþjónustu með því
að draga fram gamlar kvik-
myndir úr söfnum og sýna al-
menningi, sem annars ætti
þess engan kost að sjá þær.
Þetta er e. k. Filmía heimil-
anna.
• Sjúkrahjálp
Kona kom að máli við Vel-
vakanda og vildi koma þeirri
hugmynd á framfæri, hvort
ekki væri tímabært að taka
upp kennslu hér í sjúkrahjálp.
Hér er átt við sams konar
kennslu og veitt er í sérskól-
um í Danmörku, Svíþjóð,
Finnlandi og sjálfsagt víðar,
og gefið mjög góða raun. Þessi
menntun er ætluð ungum
stúlkum, sem hafa t. d. lokið
gagnfræðastigsnámi og langar
til þess að læra meira, en
treystast ekki út í langt nám,
eins og t. d. hjúkrunarnám.
Námið tekur 7 mánuði, er
bæði bóklegt og verklegt, og
lýkur með prófi. Fá stúlkurn-
ar þá prófskírteini, sem veit-
ir þeim rétt til þess að vinna á
sjúkrahúsum og hælum. Starf
ið er e.k. millibilsverk ganga-
stúlkna og hjúkrunarkvenna.
Þær hafa mikið samband við
sjúklinga og sjá um hluti, sem
hvorki hjúkrunarkonur né
gangastúlkur mega vera að
því að gera, og þær síðar-
nefndu hafa e.t.v. ekki þekk-
ingu á. Hér er sífellt talað um
hörgul á hjúkrunarkonum, og
bæði þær og gangastúlkur
vilja tolla illa í starfi, gifta
sig oft og stofna bú, þegar
þær hafa nýhafið starf.
Hjálparstúlkurnar gerðu það
sjálfsagt líka, en myndun
slíkrar stéttar myndi samt
bæta úr brýnni þörf, og ekki
er að efa, að margar ungar
stúlkur hefðu hug á þessari
menntun.
Dýr bíóferð
G. G. skrifar:
„Við hjónin bregðum okkur
*>£^~-**----- ---- ----------' -T—
1
framkvæmdir h.f. sáu um útvegun og
uppsetningu eldvarnarkerfis. Af
hálfu lögreglunnar hefir Skúli Sveins-
son, varðstjóri, haft umsjón og fram
kvæmdir í sambandi við byggingu
fangageymslunnar, en af hálfu húsa-
meistara ríkisins Magnús Jóhannes-
son, eftirlitsmaður með ríkisbygging-
um.
Samkvæmt lögum skiptist kostnað
ur af byggingu fangageymslunnar að
jöfnu á milli ríkissjóðs og bæjarsjóðs
Reykjavíkur. Fullnaðarreikningur yfir
byggingarkostnaðinn liggur enn ekki
fyrir, en líkur benda til, að hann
muni verða um 1.9 millj. kr., auk
kostnaðar vegna lagfæringar á lóð,
brottflutnings grjóts o.s.frv.
Fangageymslunni er einungis ætlað
það hlutverk að hýsa þá, sem lögregl
an neyðist til að geyma um stundar
sakir vegna ölvunar eða af öðrum á-
stæðum. Þar eru hinsvegar ekki að-
stæður til að geyma menn um lengri
tíma“.
stundum í Laugarásbíó. Þar
eru oft sýndar stórfenglegar
, myndir, húsið er skemmtilegt
og sætin ágæt. — En það er
slanga í þessari paradís, og
hún gerði mér ljótan grikk
hérna um daginn, svo mér
finnst ástæða til að biðja Vel-
vakanda að vara menn við
henni. — Eg skildi sem sé
bílinn minn eftir á bílastæð-
inu norðan undir húsinu, með
an á sýningu stóð, og þar var
vitanlega fjöldi annarra bíla.
Svo þegar sýningu er lokið og
við komum að bílnum, þá er
búið að stela tveim hjólkopp-
um af honum, og þeir kosta
hvorki meira né minna en
þúsund krónur. — Ég hef
heyrt um fleiri, sem hafa orð
ið fyrir svona óskunda á þess-
um stað.
Finnst þér ekki, Velvak-
andi góður, að forráðamenn
þessa staðar ættu að hafa eftir
litsmann á bílastæðinu, með-
an sýningar standa yfir til
þess að koma í veg fyrir
þetta? Laugarásbíó er dálítið
afskekkt, og bæjarmenn koma
þangað flestir á einkabílum.
Það er hætt við, að þeir hvekk
ist, ef þjófar geta leikið laus-
um hala í bílaþvögunni."
— Velvakándi vill taka und-
ir þessi tilmæli. Þótt þjófar
eigi sennilega bezt með að at-
bafna sig á bílastæði Laugar-
ássbíós, þá eru þess einnig
dæmi, að þeir hafa látið greip
ar sópa um önnur bílastæði,
svo sem við Stjörnubíó og lík-
lega enn fremur við Trípólí-
bíó. Einnig mun eitthvað hafa
borið á því, að strákar taki
bíla traustataki á stæðunum
og a'ki í þeim um bæinn, með-
an á bíósýningu stendur, en
skili þeim svo aftur, áður en
sýningin er úti. Eru bifreið-
arnar þá stundum skítugar og
illa farnar.