Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 12
12 MORGVNBL4ÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1961 CTtgeíandi: H.í Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áfem.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóífur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NIÐHÖGGARNIR VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ TVTíðhöggarnir við Moskvu-'®' ’ málgagnið á íslandi halda áfram Göbbels-aðferðum sín- um til þess að þjóna hús- bændunum í Kreml. — í sunnudagsblaðí Kremlvilj- ans er bæði forsíðan og rit- stjórnargrein undirlögð til að fullyrða að . ósanninda- fregnin um þýzkar herstöðv- ar á íslandi sé sönn, þrátt fyrir skýlausar og eindregn- ar yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um, að hún sé upp- spuni frá rótum. I ritstjórnargreininni seg- ir m. a.: „Fyrir því er löng reynsla, að Þjóðviljanum tekst að afla sér vitneskju um þau myrkraverk, sem hafa átt að vera leyndust, og reynslan sannar einnig, að vitneskja Þjóðviljans er örugg“. Moskvuþjónarnir á fslandi nota þannig Göbbels-aðferð- ina. Þeir endurtaka lygina ae ofan í æ í von um að ein- hverjir fáist til að trúa henni. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir því, hverj- um tilgangi þessar endur- teknu fullyrðingar eigi að þjóna. í forsíðugrein blaðs- ins segir: „Hér í blaðinu hefur verið bent á það margsinnis, að vandi Finna stafaði In.a. af því, að Norðurlönd væru að- ilar að hernaðarbandalagi, þar sem Vestur-Þjóðverjar vaða nú uppi í vaxandi mæli og herstöðvar á íslandi væru svik við Finna“. Hin endurteknu ósannindi eiga ekki að þjóna þeim til- gangi að auka fylgi heims- kommúnismans á íslandi. — Þvert á móti hljóta skriffinn arnir að gera sér grein fyr- Ir andstyggð þeirri, sem all- ir góðir íslendingar hafa á slíkri framkomu. Engu að síður er' baráttunni haldið áfram. Það á vísvitandi að reyna að gera aðstöðu Finna gagnvart Rússum sem versta tii þess að húsbændurnir í Kreml geti sannfærzt um, hve dygga þjóna þeir eiga á íslandi. Þetta níðingsbragð er sem betur fer nær einstætt í stjórnmálasögu landsins, og auðvitað dytti engum í hug að beita því öðrum en blind- um ofstækismönnum og til- biðjendum einræðisstefnu, enda mundu hinum andlegu tvíburabræðrum, Stalin og Göbbels, líka vel frammi- staða lærisveinanna, ef þeir mættu rísa upp úr gröfum sínum og líta yfir Kremlvilj ann. — „SIÐFERÐILEGT HLUTLEYSr TVTixon, fyrrum varaforseti -*•’ Bandaríkjanna, skrifaði merkilega grein í blöð í Bandaríkjunum nú fyrir skömmu, sem hann kallar „Siðferðilegt hlutleysi er ó- hugsandi". Er greinin skrif- uð í tilefni af komu Nehrus til Bandaríkjanna og er hin merkasta. Hún varpar ljósi á kúgunarstefnu kommún- ismans, hún sýnir að allt tal leiðtoga hans um það, að þeir hafi frelsað þjóðirnar og séu málsvarar frelsisins, á enga stoð í veruleikanum. Þvert á móti hafa kommún- istar fjötrað hverja þjóðina á fætur annarri og eru nú mesta og svívirðilegasta ný- lenduveldið. Þá bendir Nixon á þá staðreynd, að siðferðilegt hlutleysi er ekki til. Engin þjóð, sem býr við sjálfstæði, hefur leyfi til að draga sig í hlé og vera hlutlaus gagn- vart undirokunar- og út- þennslustefnu kommúnism- ans. Engin þjóð hefur leyfi til að gagnrýna Vesturveld- in hástöfum í skjóli þess, að þau muni aldrei sína klærn- ar, en nota hvert tækifæri til að bera blak af ofbeldi kommúnismans af ótta við styrk hans. Eða eins og séra Árni Þórarinsson sagði á sín- um tíma um suma íslend- inga, að þeir þegðu við ljót- um sannleik. Engin þjóð hef ur leyfi til að þegja við ljót- um sannleik. í grein Nixons, sem Morg- unblaðið birti á sunnudag- inn, segir hann m.a., að grundvallarkenning hins sið- ferðilega hlutleysis, þess hlutleysis sem svo oft er stagazt á, ekki sízt af íslenzk um hernámsandstæðingum svokölluðum, sé þessi: Að lítill munur sé á Sov- étríkjunum og Bandaríkjun- um. Bæði búi yfir geysilegum hernaðarmætti, bæði ógni heimsfriðnum, bæði gætu gerzt árásaraðilar gegn sjálf- stæði og frelsi annarra þjóða. Og Nixon segir: „Þetta er bjálfalegt. Við erum ekki hvítþvegn- ir á sviði utanríkismála. Við höfum gert skyssur. Við og bandamenn okkar í Evrópu höfum átt nýlendur. En við skulum líta um öxl og at- huga hvað gerðist á styrj- aldarárunum og eftir þau. Leitinni haldiö áfram Michael Rockefeller ófundinn enn Michael Rockefeller. ENN er haldið áfram leit- inni að Michaél Rockefell- er, 23 ára gömlum syni Nelsons A. Rockefellers ríkisstjóra í New York. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu var Michael á ferð í Nýju Guineu með vísindaleið- angri er hann týndist fyr- ir rúmri viku. Hvarf hans bar að með þeim hætti að hann var laugardagskvöld ið 18. þ. m. á siglingu meðfram suðvesturströnd Nýju Guineu, ásamt hol- lenzkum vísindamanni, dr. R. W. Wassing. Farartæki þeirra félaga var fleki, sem innfæddir nefna pra- hu. Þessir flekar eru bún- ir til úr tveim eintrján- ingum, sem bundnir eru saman. Prahu fléki eins og sá sem«Michael var á er slysið vildi til. Dr. R. W. Wassing Þeir voru um 4 km. frá ströndinni er fleka þeirra hvolfdi. Dr. Wassing tók það 1 ráð að halda sér á flekanum, en Michael synti áleiðis til lands með tvo tóma benzín- brúsa til að hvílast við á leiðinni. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. Hollenzkt eft- irlitsskip bjargaði dr. Wass- ing daginn eftir. • Fréttum ber ekki saman Leiðangurinn, sem Michael var með, var farinn á veg- um Harvard Peabody safns- ins í Boston og leiðangurs- menn flestir kennarar og nemendur frá Harvard há- skóla. Tilgangurinn var að rannsaka líf frumbyggja Nýju Guineu og aðalverkefni Michaels var að taka upp á segulband tónlist frumbyggj- anna, söng og málfar. Fréttum ber ekki saman um aðstæður á svæði því, þar sem hugsanlegt er að Framhald á bls. 15. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og önnur frjáls ríki hafa af fúsum vilja veitt 42 þjóðum frelsi — og síðan höfum við fúslega hjálpað þeim að leysa stjórnmála- og efnahagsvandamál sín. Hinsvegar hafa Ráðstjórn- arríkin hneppt í þrældóm þjóðir í Vestur-Evrópu, sem áður voru frjálsar. Er rétt að segja, að eng- inn munur sé á Bandaríkj- unum og kommúnistaríkjun- um, svo sem Rússlandi og Rauða-Kína?“ OF MARGIR ÁNETJAST Og enn má spyrja: er hægt að segja að Vest- urveldin séu jafnhættulegir árásaraðilar og Sovétríkin? Hvað segir sagan um það. Þegar ógnartímabil Stalins stóð sem hæst og hann lét enga þjóð í friði og ekkert tækifæri ganga sér úr greip- Um- til að sýna klærnar, höfðu Bandaríkin ein kjarn- orkuvopn og því betri tafl- stöðu til árása en nokkur stórþjóð önnur hefur nokk- urn tíma haft. Notuðu Vest- urveldin þessa aðstöðu sína með því að hefja styrjöld við Sovétríkin og önnur komm- únistísk ríki? Nei, þau héldu að sér höndum og veittu fjölda þjóða frelsi. Þau treystu því, að þær þjóðir, sem höfðu unnið styrjöldina, bæru enn gæfu til að vinna friðinn. En kommúnistar hafa ekki látið sér segjast. Þeir hafa haldið áfram á braut ógn- ar og ofbeldis og átt góða liðsmenn, bæði hér og ann- ars staðar. Það ber að harma, hve mjög Stalin-Krúsjeffist- unum hér á landi hefur tek- izt að villa um fyrir mörg- um íslendingum, og mun fleiri en hægt væri að trúa að óreyndu. Ástæðurnar eru vafalaust margar, m. a. þær að við eigum ekki landamæri að Sovétríkjunum og höfum ekki rússneskan ofbeldisher x landi okkar, eins og Þjóð- verjar og Ungverjar. Að okkur hafa snúið rússnesk blóm og bros, en of margir íslendingar hafa látið sér sæma að sjá í gegnum fing- ur við vinahót kommúnistci. Þetta fólk vill ekki af ein- hverjum ástæðum gera sér grein fyrir því, að án her- styrks NATO-ríkjanna væri engin þjóð hlutlaus í dag. Þær væru allar með tölu orðnar fórnarlömb heims- kommúnismans. Morgunblaðið mun halda áfram eins og það hefur afl til að koma í veg fyrir að „hin siðferðilega hlutleysis- stefna“ nokkurra fínna spekúlanta, sem hyggjast hágnast á því að selja þenn- an lúxusvarning sinn, geti orðið íslenzku þjóðinni að því fjörtjóni, sem að er stefnt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.