Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 22
22
MORGVNBL AÐIÐ
Þriðjudagur 28. név. 1961
Norömenn og Fær
eyingar í heimsók
/ athugun hvort isl. landsliðið
faki þátt i keppni landsliða Evróp
TVEIR landsleikir í knattspyrnu
veröa hér á landi næsta sumar,
en óráðiff cr hvort ísl. landsliðið
ferðast utan. Leikirnir sem hér
verða er landsleikur A-liðs við
A-)iðs Noregs, en leikdagur hefur
enn ekki verið endanlega ákveff-
inn. Þá kemur landslið Færeyinga
hingað í boffi KSÍ og leikur við
B-landslið Islendinga.
® Blökkumannalið hingað?
Hugsanlegt er að fleiri leikir
verði hér. Hefur KSÍ nýlega bor-
izt bréf frá hollenzka knattspyrnu
sambandinu, þar sem spurzt er
fyrir um hvort KSÍ myndi hafa
áhuga á landsleik við hollenzku
Antille-eyjarnar, en það lið
(blökkumenn) verður á ferð í
Evrópu í september 1962.
Frá öllu þessu segir í ársskýrsla
KSÍ sem lögð var fram á þingi
sambandsins um helgina. Segir
ennfremur að i athugun sé hverja
afgreiðslu fyrirspurnin um leik
við blökkumannaliðið fái.
Landsliðakeppni Evrópu
í skýrslunni er ennfremur
skýrt frá því að komið hafi
til tals að KSÍ tilkynni þátt-
töku fslands í knattspyrnu-
keppni landsliða Evrópu.
Keppnin hefst í ágúst 1962 en
lýkur í júlí 1964. Keppnin er
útsláttarkeppni þanoiig, að þau
tvö lönd sem dregin eru sam-
an, leika tvo leiki (heima og
heiman). Það land sem fyrr
er dregið leikur fyrst á heima-
velli, nema um annað semjist.
Það lið sem ferðast, greiðir
sinn ferðakostnað, en f»r
ókeypis uppihald þar sem
keppt er. Endanleg tilkynning
um þátttöku þarf að senda
knattspyrnusambandi Evrópu
fyrir 10. des. n.k.
Mikil verkefni
Það eru því allstór verkefni
framundan hjá KSÍ einkum ef
tvennt hið síðast talda verður sam
þykkt. Þátttakan í keppni lands-
liða Evrópu gæti verið hagkvæm
ara fyrir KSI. Erfitt hefur reynzt
fyrir KSÍ að semja um landsleiki
á jafnréttisgrndvelli. Með þátt-
töku þar er jafnréttið tryggt.
Hver borgar fyrir sig. En það
gæti verið langt og erfitt ferða-
Ing, og svo gæti farið að si
vonm ýrði lítil ef sterkur and
ingur drægist á móti okkar 1;
liði. En þar á móti kemur a<
iengju ísi. knattspyrnuunnei
að sjá sterkt lið og gott.
KR sigraöi Fram og
Víkingur vann ÍR
Þrjú lið jöfn er lokabaráttan hefst
ÞAÐ er óhætt að fullyrða, að
sjaldan eða aldrei hafi ríkt eins
mikil óvissa um .úrslit í Meistara
móti Reykjavíkur í handknatt-
lei'k sem nú. Eftir leikina um
síðustu helgi eru þrjú lið jöfn
að stigum, hafa öll tapað einum
leik hVert og eiga eftir að leika
tvo leiki. Líkur eru þó á að aðal
baráttan standi milli Fram og
KR, en þó getur hið unga lið
Víkings sett strik í reikninginn.
KR sýndi tennurnar
Loksins náði KR leik, sem
menn vissu, að í liðinu bjó. Ösig
urinn gegn Armanni hefur þann-
Enska
knattspyrnan
1T. UMFERÐ ensku bikarkeppninnar
fór einnig fram í fyrradag og urðu
Úrslit. þessi:
Aldershot — Brentford .....'... 2:2
Ashford — Q.P.R............. 0:3
Barnsley — Carlisle ........... 1:2
Bridgewater — Chrystal Palace .... 0:3
Bristol City — Darford ........ 8:2
Chester — Morecambe......... 0:1
Chesterfield — Oldham ...... 2:2
Coventry — King’s Lynn ......... 1:2
Crewe — Port Vale .............. 1:1
Gateshead — Workington ..... 0:2
Hartlepools — Aecrington ....... 2:1
Hull — Bradford City ...... 0:2
Margate — Notts County ..... 1:1
Northampton — Kettering .... 3:0
Rochdale — Wrexham ....... 1:2
Romford — Watford .......... 1:3
Shrewsbury — Brierley HiII . 3:0
Southport — Mansfield .... 4:2
Torquay — Peterbprough ........ 1:4
iWeymouth — Newport ....:... 1:0 <
Heinz skorar eftir glæsilega
sendingu frá Reyni.
ig orðið KR góð ráðning og virk-
að sem hressandi kinnhestur.
Þeir léku prýðisvel þennan leik
gegn Fram, héldu alltaf forust-
unni og voru greinilega betra lið
ið, bæði í sókn og vörn. Framar-
ar fundu aftur á móti aldrei
neina festur í leiknum og sókn
þeirra jafnt sem vörn var sund-
urlaus og illa útfærð. Samleikur
og gegnumbrot á línu, sem færðu
liðínu flesta sigraria í fyrrá, sást
nu Varla, en tilgangslaust skot áf
löngu færi einkenndu sóknina.
Að vísu Iéku KR-ingar eirífalda
vörn, mjög sterka og vel útfærða
og lokuðu þar með fyrir linu-
sendingar Framarana, en hæpið
getur talizt og lítt vænlegt til
árangurs að svara slíku með skot
um af löngu færi. Einfalda vörn-
in gefur þvert á móti tilefni til
að langskytturnar komi sem næst
markinu og geri vörninni þar
með sem erfiðast um vik. Aðeins
Hilmar Ölafsson hafði lag á að
leika þannig þétt inn að vörn KR
og skoraði þannig 3 ágæt mörk.
Guðjón, Agúst og Ingólfur nýtt-
ust illa og héldu sig yfirleitt of
langt frá. Til dæmis skoraði
Guðjón nú ekkert mark, en skaut
mikið. Vörn KR stóðst skorhríð-
ina með prýði og áberandi góður
var leikur tveggja manna, Sig-
urðar Öskarssonar og Guðjóns
Olafssonar, markvarðar.
Karl beztur
— skoraði ekkert mark
En beztan og gagnlegastan leik
fyrir liðið í heild átti Karl Jó-
hannsson. I þetta sin fórnaði
hann skotum sinum og mörkum
fyrir samleikinn og fyrir bragðið
varð sóknin hættulegri og fékk
betur ruglað vörn Framara. Með
þessu opnuðust möguleikar fyrir
annan hættulegan skotmann,
Reyni Olafsson, sem naut sín
mjög vel og fékk góð tækifæri,
er hann nýtti vel.
Strax í byrjun leiksins varð
Ijóst, að mikil spenna ríkti í báð-
um liðum. KR komst 2 : 0 yfir
Reynir naut sín mjög vel og
nýtti flest sín tækifæri.
með mörikum frá Reyni (víti) og
Heinz, en Agúst minnkaði bilið.
Þannig hélzt gangurinn út hálf-
leikinn, KR hafði ýmist 1 eða 2
mörk yfir.
I síðari hálfleik jókst hraðinn
og var hann mjög mikill út leik-
inn. Reynir bætti við marki er
skammt var liðið og stóð nú 7 :4.
Virtist KR þar með hafa leikinn
í hendi sér. En tvö ágæt mörk frá
Agúst og Hilmari komu áhorf-
endum aftur í ham. Og enn bæta
KR-ingar tveim við (Sigurður og
Reynir), en Framarar svara í
sömu mynnt (Ingólfur og Hilm-
ar). Ellefu mín. liðnar og stað-
an 9:8 fyrir KR. Næsta mark
var því mjög þýðingarmikið, en
það skoraði Reynir úr vítakasti
fyrir KR. Þar með var sýnt,
hvernig fara myndi; of lítill tími
var eftir, til að Fram gæti rétt
hlut sinn.
Rétt fyrir lokin var skorað
sérstætt mark, sem sjaldséð er
fyrir komi að Hálogalandi. Guð-
jón, markvörður KR hafði varið
skot á mark sitt og sendi knött-
inn yfir þveran völlinn í autt
mark Fram, en Sigurjón mark-
vörður var kominn út á völlinn í
ákafa lokabaiáttunnar. Guðjón
undirstrikaði þar með réttmætan
sigur KR, 11:8.
Gangur leiksin§: 2 : 0, 2 : 1, 3 : 1,
3:2 4:2 4:3, 5:3, 5:5,
6:4’ — Hálfleikur: 7:4, 7:6,
9:6, 9:8, 11:8.
Mörk KR: Reynir 5, Heinz 2,
Bergur, Herbert, Sigurður, og
Guðjón Olafsson, markvörður, 1
hver.
Mörk Fram: Hílmar 3. Agúst 2,
Ingólfur, Karl Ben., og Sigurður
1 hver.
Lifnar yfir Þrótti.
Lið þróttar virðist vera að ná
sér eitthvað á strik ef dæma má
af leik þeirra gegn Armanni. en
hið létta og skemmtilega lið Ar-
manns átti fullt í fangi með Þrótt
og náði ekki forustunni fyrr en
liðið var á síðari hálfleik. Lengst
af- léku Þróttarar nú með meiri
hraða en áður. enda lét árangur-
inn ekki standa á sér. Fyrri hálf-
leik skiluðu beir ágætlega af sér
og höfðu gott forskot í hálfleik
(6:3).
En strax í byriun síðari hálf-
leiks var sýnt, að Þróttarar gátu
ekki haldið út hraðann og nú var
það Armann. sem öllu réði. Ut-
hald Þróttar brást og Armann
hafði leikinn í hendi sér, er líða
tók á. Siðari hálfleikur endaði
9 :3 fyrir Armann. A þessu geta
Þróttarar lært. Þeir verða að æfa
það vel, að þeir geti haldið uppi
hröðum leik ALLAN leikinn,
annars er allt unnið fyrir gíg.
Lið þeirra kann mikið fyrir ser i
hand'knattleik og með góðri æf-
Gunnar kemst í gegn og
skorar fyrir ÍR. — Myndir:
Sveinn Þormóðsson.
ingu getur það orðið hvaða liði
sem er hættulegt.
Gangur leiksins: 0:2, 2:2,
3:3, 3:6. — Hálfleikur: 4 :6,
4 :7, 7:7, 9:7, 9:8, 10 :9,
12 : 9.
Mörk Armanns: Arni 6, Hörður
og Davíð 2 hvor, Kristinn oj
Hans 1 hvor.
Mörk Þróttar: Þórður Asgeirs.
son 4, Guðmundur Axelsson 3,
Helgí 2.
Daufur leikur
— öruggur sigur Víkings
Síðasti lerkur kvöldsins vai
milli Víkings og IR. Eftir hinn ný
skeða sigur KR mátti búast við
hressilegum leik IR, sem hefði
tekið forustuna í mótinu með því
að sigra Víking. En það fór á
annan veg. Lið IR var fram úr
hófi dauft og lék hreint og beint
illa. Þetta er lítt skiljanlegt þar
sem í þessu liði eru 3 menn á
landsliðsmælikvarða. Þeim virð-
ist illa aftur farið, Gunnlaugi,
Matthíasi og Hermanni, sem
undanfarin ár hafa .skelft alla
mrkverði með föstum og hættu-
legum skotum. Víkingar réðu
öllu um leikian og komust aldrei
í hættu. Vörn þeirra lék í þetta
sinn prýðisvel og fékk á sig að-
eins 3 mörk, en auk þess skoraði
Gunnlaugur úr tveim vítaköst-
um.
Með þessum sigrj er Víkingur
kominn í eldlínuna og berst til
úrslita í mótinu ásamt KR og
Fram. Verður gaman að fylgjast
með leikjunum um næstu tvær
Framhald á bls. 23.
Þórólfur
ekki með?
EINS og skýrt var frá í blaff-
inu á sunnudaginn vann St.
Mirren leik sinn gegn St.
Johnston í 1. deild skozku
knattspyrnukeppninnar á laug
ardaginn með 3 gegn 0.
Enn hafa ekki borizt ítarleg
ar fréttir af þessum leik, en
nú lék nýr maður Mirren
Fernie (nýkeyptur frá Celtic)
í stöðu h. innherja hjá Mirr-
en, stöðu Þórólfs Beck: Þór-
ólfur var ekki meðal þeirra
sem skoruðu og hvergi hefur
hans verið getið í þvi umtali
•lem hingað hefir spurzt um
leikinn. Er það því trú margra
hér, að hann hafi ekki veriff
með i leiknum. Um þetta er þó
engan veginn vitað meff vissu.
Verið gæti að hann hefði ver
ið settur í aðra' stöðu. En
þetta ætti að upplýsast í dag.