Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 2
2 JUOKCV1STÍL4D1Ð Miðvikudagur 6. des. 1961 Viðbótar söluskatt ur felldur niður á nokkrum vörutegundum Brezku togarasjómennirnir á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Ford skipstjóri er lengst til vinstrL (Ljósm. Sveinn Þormóðsson) Höldum út á veiðar — sagði nýi skipstjórinn ql Lock Melfort KLUKKAN hálf eitt í fyrra- kvöld kom brezki skipstjórinn, sem tekur við stjórn togarans Loch Melfort. ásamt tveimur brezkum hásetum með Loft- leiðaflugvél til Reykjavíkur, — Eg er aðeins kominn hing- að til að leysa skipstjórann á tog aranum af og hefi ekkert annað að segja, sagði brezki skipstjór- inn, Harry Ford að nafni, 31 árs, frá Hull. — Við förum út á veiðar aftur, sagði hann aðspurður hvort tog- aranum yrði siglt beint til Eng- lands. — En ég veit ekki hve- nær við förum út né hvar við veiðum. Eg hefi tvo menn með mér. Aðspurður hvort hann vildi nokkuð segja um viðskipti fyr- irrennara síns og íslenzkra yfir- valda svaraði Ford: — Eg vxl ekkert um það ségja. Bretarnir þrír fóru til Isa- fjarðar með Birni Pálssyni kl. 10 í gærmorgun, og var ráðgért að Loch Melfort héldi á veiðar í gær. — Katanga Frh. af bls. 1 efnnig berjast sem villimenn, með eiturörvum okkar. Ekki fleiri samningaviðræður, ekki lengur vopnahlé. Katanga til- heyrir Katangabúum. EKKERX SVAR Ræðismenn Breta og Banda- ríkjamanna í Elisabethville buð- ust báðir til að reyna að miðla málum, en hvorugur aðilinn svaraði þessum tilboðum. Mikill fjöldi særðra hefur ver ið fluttur í sjúkrahús í Elisa- bethville, og hefur útvarpsstöð ALÞINGIS FUNDUR er í sameinuðu þingi kl. 1:30 i dag. Á dagskrá er 21 mál: 1. Héraðsskóli á Snæfellsnesi, þáltill. (Atkvgr. um nefnd). 2. Jarðaskráning, þáltill. — (Atkvgr. um nefnd). 3. Læknisvitjanasjóðir, þáltill. — (At kvgr. um nefnd). 4. Öryggi opinna vélbáta, þáltill. — (Atkvgr. um nefnd). 5. Endurskoðun girðingalaga, þáltill. — (Atkvgr. um nefnd). 6. Raforkumál á Snæfellsnesi, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 7. Afurðalán vegna garðávaxta, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 8. Sjónvarpsmál, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 9. Veiði og meðferð á fiski, þáltill. — Ein umr. 10. Síldariðnaður á Auaturlandi, þáltill. — Ein umr. 11. Upphitun húsa, þáltill. — Fyrri umr. 12. Gufuveita frá Krýsuvík, þáltill. — Frh. einnar umr. 13. Byggingasjóðir sveitabæja, þáltill. — Ein umr. 14. Kvikmyndun íslenzkra starfshátta, þáltill. — Ein umr. 15. Afturköllun sjónvarpsleyfis, þáltill. — Ein umr. 16. Hveraorka til fóðurframleiðslu, þál- till. — Ein umr. 17. Haf- og fiskirannsóknir, þáltill. — Ein umr. 18. Átta stunda vinnudagur verkafólks, þáltill. — Fyrri umr. 19. Jarðboranir að Lýsuhóli, þáltill. — Fyrri umr. 20. Viðurkenning Sambandslýðveldisins Þýzkalands á 12 mílna fiskveiðilög- sögu við ísland, þáltill. — Frh. einnar umr. 21. Samkomulag um aðstöðu Færey- inga til handfæraveiða við ísland, þáltill. — Frh. einnar umr. borgarinnar hvað eftir annað auglýst eftir blóðgjöfum. Á fundi ríkisstjórnarinnar með fréttamönnum sagði Kimba utanríkisráðherra, að það hafi verið liðsmenn SÞ, sem hófu skothríðina. Katanga mun berj- ast til að verja sjálfstæði sitt, sagði Kimba. Katanga hefur sama rétt og öll önnur riki til að ákveða framtíð sína, og þótt 100 lönd samþykki í New York að fórna okkur til Sovétríkj- anna munum við berjast gegn því. — A» ÓVÖRUM Bardagarnir hófust snemma í morgun og lá þá stöðugur straum ur flóttamanna úr Elisabethville. Tilkynntu þá forustumenn SCÞ að allir ráðherrar Katangastjórnar hefðu yfirgefið borgina. Víða mátti heyra skot og sprengingar. A fundi með frétta- mönnum sagði Bretinn Brian Urquhart, sem er ráðgjafi SÞ í Katanga, að Katangaherinn hafi ætlað að gera árás á lið SÞ þeim að óvörum. Hafi Katangaherinn verið að sækja fram gegnum há- vaxið kjarr í áttina til flugvall- arins þegar sveitir SÞ urðu hans varir. Skömmu eftir að fregn þessi bairst út var tilkynnt að sambandslaust væri við Elisa- bethville og talið víst að útvarps- loftnet símstöðvarinnar hafi orð ið fyrir sprengju og fallið. LIÐSAUKI Skömmu áður höfðu Katanga- hermen» skotið á bifreið frétta- manna. Farþegarnir komust undan og leituðu hælis í ítölsku sjúkrahúsi. Þá höfðu Katanga- hermenn einnig varpað sprengj- um að húsum, sem stóðu í nánd við vegatálmanir þeirra, og lögðu íbúarnir á flótta. Talsmaður SÞ sagði að tek- izt hafi að flytja sænskt herlið til Elisa/bethville. Lið þetta átti að leysa af hólmi þá sænsku her menn, ser» fyrir voru í borginni, en vegna ástandsins veitti ekki af þessum liðsauka. VOPNAHLÉ I Hersveitir SÞ voru sendar til Elisabethville 13. september s.l. og lögðu undir sig ýmis mikilvæg svæði í borginni og nágrenni hennar, Tilgangurinn með því að senda herliðið til borgarinnar var að handtaka erlenda mála- liða, sem sagðir voru grafa und- an áformum um að sameina Katanga og Kongó. Brutust þá út bardagar milli SÞ og hers Katanga, sem lauk með vopna- hléi eftir lát Dags Hammar- skjölds í flugslysi er hann var á leið til vopnahlésviðræðnanna. Ekki komst þó alger friður á og ástandið versnaði enn eftir að Tshombe fiutti ,,eiturörva- ræðu“ sína. En ræða þessi var svar Tshombes við fyrirskipun SÞ um að beita valdi ef nauð- syn krefði til að handtaka mála- liðana. Þá sagði Tshombe m. a.: Við höfum ekki allir riffla og hríðskotabyssur, «n við höfum eiturörvar okkar, spjót, Pangas (sveðjur) og axir. SVIK Bardagarnir í dag brutust út eftir að Evariste Kimba utanrík- isráðherra, sem er æðsti maður Katangastjórnar í fjarveru Tshombe, hét því að láta fjar- lægja vegatálmanir, sem settar voru upp í gær á vegunum frá Elisabethville til flugvallarins. En flugvöllurinn er í höndum indverskra SÞ hermanna. Urqhart sagði að Katangamenn hefðu svikizt um að standa við loforð sin um að fjarlægja vega- tálmanirnar. Og ekki nóg með það, heldur hefðu þeir einnig reist nýjar tálmanir og umkringt búðir sænskra og írskra her- manna við Elisa'bethville. Þá skýrði hann frá því að SÞ full- trúar hafi komizt yfir árásar- áætlanir Kat®ngaihersins og bar- dagar væru óumflýjanlegir. Hann kvaðst þó hafa gefið her- mönnum SÞ fyrirskipanir um að skjóta ekki fyrr en skotið væri á þá. Urqhart sagði að ráðherrar Katangastjórnar væru að yfir- gefa Elisabethville og afhenda herstjórninni öll yfirráð i borg- | inni. Á FUNDI neðri deildar í gær var frumvarp um skráningu skipa og aukatekjur ríkissjóðs afgreitt sem lög frá Alþingi. En frumvarpið felur í sér, að tiltekin gjöld skuli framvegis ákveðin með reglu- gerð, eins og verið hefur um gjöld þau, sem greiða ber fyrir skoðun skipa. Frumiv. um bráðabirgðabreyt- ingu og framlengingu nokkurra laga var og samþykkt og sent efri deild til afgreiðslu með þeim breytingum, að þær vörur skuli undanþegnar 8% söluskattiá inn- fluttar vörur, sem ákveðið var að lækka aðflutningsgjöld á með lögum frá 20. nóv. sl. Gísli Jóns- son (S), framsögumaður meiri- hluta fjárhagsnefndar, gerði grein fyrir þessari breytingar- tillögu og skýrði jafnframt frá, að með frumvar»i þessu væri gert ráð fyrri að innheimta til- tekin gjöld á árinu 1962 með sömu viðaukum Og verið hefði undanfarin ár. En jafnframt gerði frumvarpið ráð fyrir, að ákvæði um 8% viðbótarsöluskatt á inn- fluttar vörur skuli gilda til árs- loka 1962. Skúli Guðmundsson (F) lýsti þeirri skoðun sinni, að söluskattsákvæðið ætti ekki heima á þessum stað, og lagði til, að það yrði fellt burt, en til vara, að hjóladráttarvélar og hlutir til þeirra skyldu undanþegnir sölu- skattinum, en báðar tillögurnar voru felldar. Lúðvík Jósefsson (K) lýsti sig andvigan frumvarp- inu í heild. Þá var samþykkt að vísa frum- varpi um ráðstafanir vegna á- kvörðunar um nýtt géngi til 2. umræðu og fjárhagsnefndar; frumvarpi um sölu eyðijarðarinn ar Lækjarbakka, sem fyrsti flutn ingsmaður, Einar Ingimundarson (S), gerði grein fyrir og skýrði jafnframt frá, að hreppsnefnd Fremri-Torfustaðarhrepps væri samiþykk sölunni, til 2. umræðu og landlbúnaðarriefndar; frum- varpi um dómsmálastörf, lög- reglustjórn og fl. til 2. umræðu og allsherjarnefndar; frumvarpi um félagslegt öryggi til 3. umræðu og loks var frumvarpi frá Hanni- bal Valdimarssyni um, að tiltekn- ir vegir á Vestfjörðum skyldu teknir í þjóðvegatölu, vísað til 2. umræðu og samgöngumála- nefndar. í efri deild var tekið til 3. umræðu frumvarp um alþjóða- samþykkt um varnir gegn ó- hreinkun sjávarins. Var það sam þykkt umræðulaust og það sent neðri deild til afgreiðslu. Meimtaskólanem- ar á móti sjón- varpinu f FRÉTTATILKYNNINGU, sem Mbl. hefur borizt frá Framtíð- inni, málfundafélagi Menntaskóla nema í Reykjavík segir, að fjöl mennur fundur í félaginu hafi samþybkt eftirfarandi tillögu: „Fundur haldinn í Framtíð- inni mánudaginn 4. desember ’61 skorar á viðkomandi stjórnarvöld að afturkalla nú þegar leyfi til stækkunar stjónvarpsstöðvar Bandaríkjahers á Keflavíkurflug velli. Skorar fundurinn á alla ís- lendinga að sameinast um þetta þjóðþrifamál". Kona slasast í Keflavík FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 24. nóv. sl. um kl. 19.45 var kona á gangi um Norðfjörðsgötu í Keflavík. Nokkuð hvasst var og töluverð háika. Nokkrum mínútum seinna fannst hún þar sem hún lá slösuð á mótum Túngötu og Norðfjörðs- götu. Hún hafði fengið heilahrist ing og slæmt högg á höfuðið. Á sama tíma var lítilli bifreið ekið um Norðfjörðsgötuna og sveigt rólega inn á Kirkjuveg til vinstri. Ökumaður þeirrar bif- reiðar er beðinn að gefa sig strax fram við lögregluna í Keflavík og eins aðrir sem einhverjar uppiýsingar gætu gefið um þetta. Konan lá fyrst á sjúkrahúsi, en er nú komin heim. j NA /5 hnútar / 5 V 50 hnútar X Snjókoma » OBi X7 Skúrir K Þrumur Ws 11 N\ H HmS 1 L " LmoS 1 r?r :""t jœnmz" mo crto J4&; Kalt heimskautaloft nær nú yfir nær allt kortsvæðið, svo að ekki er að vænta hláku í dag. Nokkra von um þíðu gefur lægðin, sem sér á yfir hafinu SA af Nýfundnalandi. Hún virðist stefna í áttina til fs- lands og ef hún ekki stanzar eða hleypur út undan sér, ætti hún að valda frostlausri aust- an-átt á Suðurlandi á föstu- dag. Veðrið kl. 10 í gærkvöldi: Djúp og víðáttumikil lægð á hafinu. milli Azoreyja og Nýfundnalands, þokast NA. Enn hæð yfir Græ»landi, en smálægð hefur myndast milli Vestfjarða Og Grænlands. Veðurhorfur SV-land ög SV-mið: N og síðan NV kaldi, léttskýjað. — Faxaflói til Vestfjarða og mið in. Hægvirði, léttskýjað með 5—7 stiga frosti í nótt, SV gola, skýjað og hiti nálægt frostmarki síðdegis. — Norð- urland og N-mið: Hæg breyti leg átt, bjartviðri. — NA-land Og NA-mið. Norðan kaldi og él fyrst, hæg NV-átt og bjart síðdegis. — Austfirðir, SA- land og miðin: N og síðan NV kaldi, léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.