Morgunblaðið - 06.12.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6. des. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
Minnzt 100 ára af-
mælis Útskálakirkju
Austurbæjarbíó hefur nú
sýnt amerískú stórmyndina
„Risinn“ í 3 vikur og hefur
hún hlotið mikljir vinsældir
og er nú þegar orðin ein bezt
sótta myndin, sem bíóið hefur
sýnt. Er það almennt skoðun
manna að vart hafi ánægju-
legri mynd verið sýnd hér
um árabil. Þess má geta að
hinir íslenzku skýringartext-
ar, sem settir hafa verið í
myndina, gera öllum kleyft,
jafnt ungum sem gömlum, að
fylgjast til fullnustu með efni
myndarinnar. Myndia hér að
ofan er af Rock Hudscai,
Elizabeth Taylor og James
Dean, en þau fara með
aðalhlutverkin í myndinni.
íslenzk nútímaverk
flutt á Hótel Borg
SÖFNUÐUR Utskálasóknar
minntist 100 ára afmælis kirkju
sinnar 12. nóv. s.l. Hátíðahöld
hófust í kirkjunni kl. 2 e.h. með
guðsþjónustu. Biskup íslands, hr.
Sigurbjörn Einarsson, prédikaði
ásamt sóknarprestinum, séra Guð
mundi Guðmundssyni. Kirkjukór
Ú.tskálakirkju söng með undir-
leik Auðar Tryggvadóttur organ-
ista. en Jón Xsleifsson, form.
kirkjukórasamb. íslands hafði
®eft kórinn fyrir guðsþjónustuna.
Margt mætra gesta var viðstatt:
biskup íslands og frú, prófastur-
inn í Kjalarnesprófastsdæmi, sr.
Garðar Þorsteinsson og frú, sr.
Björn Jónsson og frú, Keflavík,
sr. Jón Árni Sigurðsson og frú,
Grindavík, sr. Kristján Bjarna-
son og frú, Reynivöllum. og bisk
upsritari, sr. Ingólfur Ástmarsson
Einnig voru viðstaddir safnaðar-
fulltrúar og formenn sóknar-
nefnda frá Hvalsnes-, Keflavík-
ur- og Njarðvíkursóknum.
Kirkjunni bárust margir fagr-
ir gripir að gjöf, m.a. 50 silfur-
ibikarar frá kvenfélaginu Gefn í
Garði silfurkaleikur frá prests-
hjónunum að Útskálum, frú
Steinvöru Kristófersdóttur og sr.
Guðmundi Guðmundssyni og
mjög vandaður hökull frá hjónun
um frú Helgu Þorsteinsdóttur og
Jóhannesi Jónssyni, Gauksstöð-
um í Garði, til minningar um for-
eldra þeirra hjóna. Keflavíkur-
söfnuður gaf fjórar fagrar ljósa
stikur á altari kirkjunnar og af-
benti jafnframt skrautritað á-
varp, en Útskálakirkja var sókn-
arktrkja Keflvíkinga allt til árs-
ins 1915. Gömul fermingarsyst-
kin gáfu 2 kristalsvasa. Fjárupp
hæðir bárust frá Hvalsnesi og
Njarðvíkursöfnuðum kirkjukór
Útskálakirkju og frá einstakling
um innan safnaðarins og brott-
fluttu safnaðarfólki. Síðar verður
gerð nánari grein fyrir þessum
gjöfum, en alls bárust kirkjunni
um 100 þús kr. Einnig barst fjöldi
heillaskeyta.
Eftir guðsþjónustuna hófst sam
sæti í samkomuhúsinu að Gerð-
um. Formaður sóknamefndar Út
skálasóknar, Sigurbergur H. Þor-
leifsson, bauð gesti velkomna og
stjórnaði samsætinu. Flutti hann
einnig erindi og rakti sögu Út-
skálakirkju s.l. 100 ár. Þorlákur
Benediktsson. safnaðarfulltrúi,
flutti erindi og minntist þar
presta, er þjónað hafa á Útskál-
um, söngfólks og annarra, sem
mest hafa starfað fyrir kirkjuna
á undanförnum árum. Einnig
fluttu ræður undir borðum. bisk
up, prófastur, sóknarprestur, sr.
Björn Jónsson Keflavík, sóknar
nefndarmenn og safnaðarfulltrú-
ar frá Keflavík og Njarðvíkum
og fleiri. í samsætinu var mikill
og almennur söngur, m.a. söng
kirkjukór Útskálakirkju lag eft-
ir Ásdísi Káradóttur við vers eft
ir Dagbjörtu Jónsdóttur. Formað
ur sóknarnefndar flutti ávarp frá
sr. Eiríki Brynjólfssyni. Hann var
sóknarprestur í tæpan aldarfjórð
ung á Útskálum, en dvelst nú
vestan hafs. Var sr. Eríks minnzt
með þakklæti og hlýhug og hon
um og fjölskyldu hans sendar
kveðjur og árnaðaróskir. Afmæl-
ishátíðin fór mjög virðulega fram
og lauk kl. 8 um kvöldið.
Veitingar önnuðust konur úr
kvenfélaginu Gefn og slysavarn-
ardeild kvenna.
Á fslendingaslóð-
um í Kaupmanna-
höfn
KOMIN er út ný bók eftir Björn
Th. Björnsson, ,,Á Islendingaslóð-
um í Kaupmannahöfn“. Bókin
hefst á inngangi um myndun
Hafnar og þróun fram til ársins
1443. Þá er bókinni skipt í tíu
kafla og eru heiti þeirra: Á
Gamlatorgi, Við Frúartorg, f
Kanúkastræti, Kjötmangarinn og
Strikið, Á Slotshólmanum, Brim
arhólmur og Kóngsins Nýjatorg,
Ofan á Tollbúð, Vestur með bæj-
arvegg, Norður strönd og Úr
Kristjánshöfn og Amákur.
Bókin er prýdd fjölda mynda,
sem Birgitte Jordhan hefur tek-
ið. Hún er 230 blsf að stærð og
frágangur smekklegur. Útgefandi
er Heimskringla.
Myndlistarmenn
hjósa í stjórn
AÐALFUNDUR félags ísl. mynd-
listarmanna var nýlega haldinn.
í stjórn voru kosnir Sigurður
Sigurðsson formaður, Hörður
Ágústsson ritari, og Valtýr Pét-
ursson gjaldkeri.
f sýningarnefnd félagsins voru
þessir menn kjömir: Eiríkur
Smith, Jóhannes Jóhannesson,
Sigurður Sigurðsson, Steinþór
Sigurðssön og Svavar Guðnason,
allir fyrir málarana, og Guð-
mundur Benediktsson, Magnús
A. Árnason og Sigurjón Ólafs-
son fyrir myndhöggvara.
Fulltrúar á þing Bandalags
ísl. listamanna: Hörður Ágústs-
son, Jóhannes Jóhannesson, Karl
Kvaran. Kjartan Guðjónsson og
Sigurður Sigurðsson.
MUSICA NOVA heldur fyrstu
tónleika sína á þessu starfsári í
kvöld kl. 21.00 að Hótel Borg.
Á efnisskránni er eingöngu ís-
lenzk nútímatónlist, þar af tvö
electrónísk verk. Efnisskráin er
sem hér segir:
15 tóndæmi fyrir flautu, obó,
klarinettu og fagott eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson, Leikar,
electrónískt verk eftir Þorkel Sig
urbjörnsson, Sónata fyrir fiðlu og
píanó eftir Jón S. Jónsson, Sam-
stirni, electrónískt verk eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson og
að lökum Kvintett Op. 50 fyrlr
flautu, klarinettu, fagott, lág-
fiðlu og cello eftir Jón Leifs.
Verkin eru öll frumflutt hér
að undanteknum electrónísku
verkunum, sem bæði hafa verið
flutt erlendis.
Flytjendur á þessum tónleik-
um eru: Einar Sveinbjörnsson,
Einar Vigfússon, Gunnar Egils;
son, Jón Sen, Karel Paukert, Sig
urður Markússon, Þorkell Sigur-
björnsson, Jósef Magnússon. Áuk
þess koma fram í öðru electrón-
iska verkinu: Kristín Anna Þór-
arinsdóttir og Þuríður Pálsdóttir.
Ég undirritaður óska að gerast félagi í Almenna bókfélag-
inu Ég greiði engin árgjold til félagsins, fæ Félagsbréfin
ókeypis og bækur félagsíns eftir eigin vali 20% ódýrari en
utanfélagsmenn. Ég lofa að kaupa minnst fjórar AB-bækur
á ári meðan ég er í félaginu.
Nafn .............................................
Heimili ..........................................
Kaupstaður .......................................
Bfreppur .........................................
Sýsla ............................................
ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ
Tjarnargclu 16 — Reykjavík.
Uannes Hafsteín ævisaga
effir Kristján Albertsson
I tilefni af 100 ára afmæli Hannesar Hafstein
gefur AB út þessa stórmerku bók.
Þetta er fyrra bindi ævisögu Hannesar. Bókin fjallar um bernsku
hans og skólaár, skáldsakp hans embættisár í Reykjavík og ísa-
firði og stjórnmálaferil hans fram til 1904 er hann varð ráðherra.
Gerð er rækileg grein fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar frá láti
Jóns Sigurðssonar til heimastjórnar, en sá þáttur sögunnar hefur
aldrei verið rækilega kannaður í heild hingað til Kemur hér fram
ótalmargt nýtt, sem breyta mun skoðunum manna á ýmsum atriðum.
Bókin er prýdd mörgum myndum, m. a. litprentun af málverki eftir
Hannes Hafstein.
Bókin kostar 245.00 auk söluskatts. Félagsmenn AB fá 20% afslátt.
Afgreiðsla AB-bóka til félagsmanna AB er í Austurstræti 18.